Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Page 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson
AÐALRrTSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRÍTSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslngan auglys-
ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Jafnréttisnefnd kvartar
vegna Skinfaxa
- frétt bls. 4
Hefur tapað tugum
milijóna á beltliáráttu
- frétt bls. 12-13
Flugeldasýning
- Menning bls. 19
Hvaða plötur verða í
jólapakkanum?
- Fókus bls. 23
Opnaði sálfræðistofu
fyrir kjúklinga
Þýskur sálfræðingur, Barbara
Luetzner frá Bonn, hefur nýlega
opnað sálfræðistofu fyrir kjúkiinga
og býður þar upp á meðferðir við
öllum mögulegum sálarkviilum
þeirra, allt frá kynhvörfum til
taugaveiklunar.
Hún segir að þörfin íyrir þessa
þjónustu hafi verið brýn og tekur
sem dæmi hænuna Lucie sem
alltaf hafi dreymt um að vera hani.
„Lucie lifði sig svo inn í hana-
hlutverkið að hún rak alla af
fmynduðu yfirráðasvæði sínu,
jafnvel köttinn. Hún er mjög stolt
og hefur líka reynt að herma eftir
kráku," segir Barbara í viðtali við
þýska blaðið Express en hún hefur
einnig sálgreint yfir tvö þúsund
kjúklinga sem haldnir voru svo-
kallaðri „hraðbrautarfælni" og
vögguðu stöðugt hausnum.
Víkur sæti þegar við á
Harður árekstur
UMFERÐ: Flarður árekstur varð á
mótum Hringbrautar og Njarðar-
götu um hálftólfleytið í gær-
kvöld þegar bíll, sem ekið var
austur Hringbraut, sveigði inn
Njarðargötu og í veg fyrir annan
sem ók Hringbrautina í vesturátt.
Tveir voru fluttir á slysadeild en
ekki alvarlega slasaðir. Mikið
eignatjón varð og voru bílarnir
dregnir á brott.
Páll Gunnar Pálsson.
VANHÆFI: Komi til þess að
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, teljist
vanhæfur til meðferðar mála
er tengjast Eimskipafélagi Is-
lands mun Stefán Svavars-
son, stjórnarformaður FME,
taka sæti hans í slíkum mál-
um. Mun forstjórinn lýsa sig
vanhæfan til ákvarðanatöku
um eftirlit og til meðferðar
mála þar sem vanhæfis-
ástæður eiga við.
Fjármálaeftirlitið gaf út til-
kynningu í gær í tilefnið
frétta af hugsanlegu vanhæfi
Páls Gunnars vegna hluta-
bréfaeignar hans í Eimskipa-
félaginu. Samkvæmt hæfis-
reglum sem gilda fyrir starfs-
menn og stjórnendur FME
taka þeir ekki þátt í meðferð
Framboð
STJÓRNMÁL Atli Rafn Björns-
son hefur tilkynnt framboð til
embættis formanns Heimdallar
2003-2004 en kosið verður á
aðalfundi 1. október. Ásamt
Atla Rafni standa að framboð-
inu ellefu aðrir ungir sjálfstæðis-
menn, þaraftveirtil áframhald-
andi setu. Hafa frambjóðend-
urnir opnað vefinn Hugsjónir.is
til að kynna framboðið.
Lögreglan í Reykjavík að fletta ofan af alþjóðlegri
vændisstarfsemi í borginni:
viðurkenna vændi
hótelum
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum DV er ofbeldisbrota-
deild lögreglunnar í Reykjavík
um það bil að upplýsa óvenju
umfangsmikið sakamál sem
snýr að því að fletta ofan af ís-
lendingum sem hafa skipulagt
það að fá konur frá öðrum lönd-
um til að stunda vændi hér á
landi.
Hér er um að ræða stúlkur af ýmsu
þjóðemi en flestar hafa þær búsetu í
Bredandi. Vændiskonumar hafa fal-
boðið þjónustu sína á Netinu en hér á
landi hafa þær dvalið á nokkmm hót-
elum - þar hafa hérlendir sem erlend-
ir menn einmitt átt viðskipti við kon-
umar. Þetta mál er vafalaust um-
fangsmesta vændismál sem rannsak-
að hefur verið hér á landi.
A.m.k. 3 íslenskir skipuleggj-
endur
Rannsóknin, sem er mjögyfirgrips-
mikil, hefur staðið yfir í um hálft ár.
Hún hefur meðal annars leitt í ljós
rökstuddar gmnsemdir um að a.m.k.
þrír Islendingar hafi skipulagt þessa
vændisstarfsemi. Þessir íslensku um-
boðsmenn hafa tekið 40 til 50 prósent
af innkomu vændiskvennanna eftir
að hafa séð um ferðakostnað til og frá
landinu fyrir þær auk uppihalds. Hér
hefur verið um miklar tekjur að ræða
hjá hverri konu. DV hefur heimildir
fýrir því að ein af stúlkunum sem við-
urkenna þessa háttsemi hafi haft um
300 þúsund krónur í tekjur fyrir fjög-
urra daga vinnu.
Lögreglan hefur komist að raun um
að vændiskonumar hafa komið hing-
að til lands til starfa í ákveðinn tíma.
Efdr það hafa þær horíið af landi brott
en hafa svo gjaman komið aftur tíl
starfa fyrir Islendingana sem þær hafa
unnið með. Sumar hafa raunar viður-
kennt að hafa einnig stundað vændi
víðs vegar um Evrópu.
Lögreglan hefur á síðustu mánuð-
um lagt hald á mikið magn gagna sem
tengjast þessari skipulögðu og alþjóð-
legu vændisstarfsemi. Nokkrar þess-
ara kvenna hafa viðurkennt að hafa
stundað hér vændi á vegum íslenskra
umboðsaðila og það á hótelum í
borginni.
Hérhefur verið um mikl-
ar tekjur að ræða hjá
hverri konu. DVhefur
heimildir fyrir því að ein
afstúlkunum sem viður-
kenna þessa háttsemi
hafi haft um 300þúsund
krónur í tekjur fyrir fjög-
urra daga vinnu.
Gunnleifur Kjartansson, lögreglu-
fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögregl-
unnar, staðfestí við DV að rannsókn
þessi hefði átt sér stað en vildi ekki tjá
sig að öðm leyti. Málið væri á rann-
sóknarstigi. Þetta mun vera fyrsta
málið þar sem gmnur beinist að al-
þjóðlegri glæpastarfsemi vegna er-
lendra vændiskvenna sem koma til
starfa hér á vegum fslendinga.
ottar@dv.is
á
VÆNDI:
Stúlkur af ýmsu
þjóðerni hafa selt
blíðu sína á hótelum
borgarinnar undir
stjórn (slenskra og
erlendra manna.
Er um óvenju
umfangsmikið
sakamál að
ræða sem
lögreglan
hefurflett
ofan af.
Kóraninn er elsta og
langmerkasta verk klassískra
bókmennta araba. Múslímar
telja haxm vera hið
óskeikula orð Allah og í j
honum eru þær reglur um I
rétta breytni sem lífsmáti m
þeirra byggist á. í ■
öndvegisþýðingu Helga
llálldanarsonar. B
Tilbodsbok
manaöarins
30%
afs lattur
Mái og menning
www.edda.is
Helgarblað DV
Miðill fslands
Þórhallur Guð-
mundsson er án
efa þekktasti
núlifandi miðill
fslands. Hann fer
ótroðnar slóðir á
sjónvarpsskjái landsmanna í
næstu viku. Þórhallur talaði við
Helgarblað DV um hæfileikana,
álagið og einkalífið.
Börnin sem aldrei komu
heim
Mál Sophiu Hansen komst aft-
ur í sviðsijósið í vikunni þegar er-
lendur dómstóll dæmdi henni
bætur frá Tyrklandi. DV rifjar upp
þetta langdregnasta forræðismál
íslandssögunnar og birtir annál
málsins í myndum og fréttum.
Á slóðum hálftrölla
Blaðamaður DV gekk hringinn
um Þórisjökul um Þórisdal þar
sem sagt er að Grettir sterki hafi
dvalist vetrarlangt í félagsskap
Þóris hálftrölls og dætra hans.
Fáfarnar slóðir og fögur náttúra í
Helgarblaði DV.
Lauslátastir allra
Samkvæmt nýrri könnun um
kynlífshegðun jarðarbúa virðast
íslendingar vera lauslátastir allra.
Helgarblað DV rýnir f fjölþættar
niðurstöður þessarar undarlegu
könnunar.