Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Page 12
12 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003
Hef tapað tugum millj-
óna í betliáráttu vest-
firskra þingmanna
segir útgerðarmadur sem flytur á brott vegna stuðnings Bolungar-
víkurbæjar við línuívilnun
Hatrömm átök eiga sér nú stað í
bæjum við Isafjarðardjúp
vegna svokallaðrar línuívilnun-
ar. Útgerðarmaður í Bolungar-
vík hyggst nú flytja á brott með
allt sitt hafurtask vegna stuðn-
ings bæjarfélagsins við
línuívilnun til bátasjómanna.
Jón Guðbjartsson, bifvélavirki og
útgerðarmaður, gerir út 150 tonna
togskipið Gunnbjörn ÍS 302 í Bol-
ungarvík. Skipið er með rúmlega
480 þorskígildistonna kvóta. Hann
sagði fyrir nokkrum vikum í bréfi til
bæjarstjórnar Bolungarvíkur að
hann myndi ílytjast á brott frá Bol-
ungarvík með allt sitt hafurtask létu
bæjaryfirvöld ekki af „gagnrýnis-
„Þeir geta ekki sett
fram það sjónarmið að
það sé eðlilegt og sjálf-
sagt að taka afeinum
til að láta annan hafa.
lausum stuðningi" við málflutning
smábátaútgerða um línuívilnun.
Jón segir að smábátasjómenn og
bæjarfulltrúar megi hafa sínar
skoðanir á hinum og þessum hlut-
um en bæjarfulltrúar megi ekki
beita þeim gegn öðrum þegar þeir
séu orðnir bæjarfulltrúar.
„Þeir geta ekki sett fram það
sjónarmið að það sé eðlilegt og
sjálfsagt að taka af einum til að láta
annan hafa. Frá mínum báti hafa
verið flutt atvinnuréttindi sem ég
hef verið að reyna að kaupa mér
miðað við þau lög sem eru í gildi á
hverjum tíma. Þingmenn okkar
hafa barist á móti því að ég fengi að
Jón Guðbjartsson.
vinna eftir þeim lögum. Þessi rétt-
indi mín, sem ég skulda kannski
enn þá, eru flutt á aðra menn í
kringum mig og ég sætti mig ekki
við það að sveitarfélagið mitt taki
líka þátt í þessu.“
Betliárátta vestfirskra
þingmanna
„Eg er búinn að missa svo tugum
milljóna skiptir í þessa betliáráttu
vestfirskra þingmanna. Því bregst
ég við og ég svara því einu til að ef
sveitarstjórnin mín ætlar að halda
þessu áfram þá er mér öllum lokið.
Loforð, eða „ekki loforð", stjórn-
málamannanna um línuívilnun er
ekki réttlætanlegt, nema þeir kaupi
þá þessar heimildir og afhendi hin-
um. Ég lít það mjög alvarlegum
augum ef það á að halda svona
áfram."
Á Lf IÐ í BURTU: Togskipið Gunnbjörn (S mun hverfa á brott með rúmlega 480 þorskígildistonna kvóta við brottflutning útgerðarmanns-
ins frá Bolungarvík. Hann segist ekki geta annað gert vegna andstöðu bæjarstjórnar í sinn garð.
Línuívilnun:
Óþekki króginn sem allir rífast um
Línuívilnun hefur tröllriðið
fjölmiðlum að undanförnu, þó
enn hafi ekki tekist að ná
mynd af henni eða útlista á
ættfræðisíðum hverra manna
hún er.
Þrátt fyrir að fjölmargir Islend-
ingar viti nær ekkert um hverja
eða hvað er verið að tala þá var
haldinn fjölmennur fundur Eld-
ingar, félags smábátasjómanna á
norðanverðum Vestfjörðum, um
málið fyrir skömmu. Það vart gert
undir forystu Guðmundar Hall-
dórssonar í Bolungarvík. Skorað
var á Alþingi að lögfesta án tafar
landsfundasamþykktir stjórnar-
flokkanna um línuívilnun.
Landssamband íslenskra út-
vegsmanna brást ókvæða við og
fjölmörg önnur samtök útgerðar-
manna. Þrátt fyrir ályktanir út og
suður situr hin umdeilda Línu-
ívilnun álengdar eins og hrepps-
ómagi sem enginn gerir sér al-
mennilega far um að kynnast. Ekki
er til mynd af henni þrátt fyrir
orðróm þar um og engar tilraunir
hafa verið gerðar til að upplýsa al-
menning um ætternið.
Línuívilnun Guðmundar-
dóttir
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum frá síðasta landsfundi
Sjálfstæðisflokksins er Línuíviln-
un hins vegar talin afkvæmi Guð-
mundar Halldórssonar, trillukarls
í Bolungarvík og fyrrum togara-
skipstjóra frá ísaflrði. Hann barð-
ist þar fyrir rétti krógans og upp-
skar mikinn stuðning og lófaklapp
fundarmanna. Var það þrátt fyrir
öfluga andstöðu manna sem m.a.
eru orðaðirvið LÍÚ.
Bara hugtak
í raun er þó ofsögum sagt að um
stúlkubarn sé að ræða. Ef satt skal
segja er þetta einungis hugtak sem
ekki hefur einu sinni verið skil-
greint til fulls, þó að allir séu til f
að rífast um það. Þetta byggist á
þeirri hugmynd línuveiðimanna
að bátar sem rói með línu fái að
fiska meira en fiskveiðikvóti þeirra
segir til um. Er það stutt þeim rök-
um að línuveiðar séu vistvænar og
mjög atvinnuskapandi fyrir
byggðarlögin vitt og breitt um
landið. Á móti hverjum einum
fiski sem heimild er til að veiða á
línu samkvæmt kvótakerfi verði
því gefin „ívilnun", eða viðbótar-
heimild, til að veiða annan fisk
eða hluta úr öðrum fiski án þess
að það dragist frá veiðiheimild
viðkomandi útgerðar.
Ekki er að fullu ljóst hversu mik-
il línuívilnunin eigi að vera.
Nefndar hafa verið tölur í því sam-
bandi og að hún verði sem nemur
allt að 20% aukningu í þorski (fyr-
ir utan kvóta) og 50% f öðrum teg-
undum. Þannig yrði t.d. önnur
hver ýsa sem kemur á línuna utan
kvóta. Fyrir nokkrum árum var
talað um línutvöföldun á svipuð-
um forsendum. Samkvæmt því
áttu línuveiðibátar að fá að veiða
tvo fiska fyrir hvern einn sem
heimild var fyrir. Sjávarútvegsráð-
herra segir að ekki komi til
línuívilnunar á nýbyrjuðu fisk-
veiðiári en að sjálfsögðu verði þó
staðið við yfirlýsingar í þá átt sem
gefnar hafa verið, m.a. af forsætis-
ráðherra.
hkr@dv.is
s