Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Síða 14
74 FRÉTTIR FÚSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 Vinnuharka leiðir sér meiri framleið í flestum iðnríkjum þykir sjálf- sagt að starfsfólk fyrirtækja og opinberra stofnana fái fjögurra og allt upp í sex vikna sumarfrí á fullum launum og er það inni- falið í samningum sem samtök launamanna og vinnuveitenda gera sín á milli. En þessu er ekki alls staðar svona háttað og í auðugasta hagkerfi heims, í Bandaríkjunum, eru laun- aðir frídagar skornir svo við nögl að óviðunandi þætti í öðrum sæmi- lega stöndugum ríkjum. í banda- rískum lögum eru engin ákvæði um vinnudaga eða launaða frídaga. Á bandarískum vinnumarkaði er algengt að launþegar fái 8,1 dags launað sumarfrí fyrstu þrjú árin í starfi en eftir þann tíma lengist fríið í 8,2 daga, eða í tvær vinnuvikur, og lengra verður það yfirleitt ekki samkvæmt tölum sem vínnumála- stofnunin vestra gefur upp. Það er ekki nóg með að sumar- leyfi bandarískra launþega sé skemmra en sæmilegt þykir í öðr- um þróuðum iðnríkjum heldur er það fremur að styttast en hitt. Sam- kvæmt upplýsingum um ferðalög fækkar skemmtiferðum Banda- ríkjamanna um 10 af hundraði í ár miðað við ferðalög þeirra í fyrra. 13 af hundraði fyrirtækja í Bandaríkj- unum gefa starfsfólki sínu nú engin launuð frí enda kveða hvorki lög né samningar á um að starfsfólk eigi rétt á kaupi til að flatmaga í iðju- leysi á einhverri ströndinni. Bað um frí vegna brúðkaups Margir bæta sér upp leyfisleysið með því að nýta helgarnar sem mest og best en svo stutt frí frá vinnu takmarka mjög hvað hægt er að gera og lengri ferðalög eru úti- lokuð. Launafólki þykir mörgu hverju lítið til koma að hafa vel launað starf og komast ágætlega af fjárhagslega þegar ekki er hægt að njóta ávaxta erfiðisins með því að geta um frjálst höfuð strokið nokkr- ar vikur á ári hverju. Dæmi um áþján vinnunnar er hvernig tekið var undir beiðni hjúkrunarfræðings í Kaliforníu um að fá frí tii að vera við brúðkaup sonar síns. Hún lagði beiðnina inn í janúar en brúðkaupið átti að halda í júlí. Mánuðum saman var dregið að svara óskinni og var engin leið að fá að vita hvort konan gæti feng- ið fríið. Talin voru öll tormerki á að hún gæti verið við brúðkaupið vegna þess að búist var við að mikið yrði að gera á þeim tíma hjá stofnun- inni sem hún starfaði hjá. Fram- kvæmdastjórinn gat aldrei svarað beint hvort henni yrði veitt leyfíð eða ekki. Svar fékk hún ekki fyrr en rétt fyrir brúðkaupsdaginn, þegar hún króaði sjálfan forstjórann af og bað hann að leysa málið þar sem undirsátar hans væru ófærir um að taka svo veigamikla ákvörðun. Enn er hert á Launþegafélög í Bandaríkjunum hafa ekki beitt sér af umtalsverðum krafti til að stytta vinnutíma eða lögleiða sumarfrí. Hins vegar hafa einstaklingar myndað samtök til að vinna að auknum réttindum laun- þega á þessu sviði. Meðal þeirra er blaðamaðurinn Joe Robinson sem skrifað hefur bækur um efnið og þá grein sem þessi ritsmíð er soðin upp úr. Góðir frídagar draga ekki aðeins úr streitu heldur sýna rannsóknir að þeir minnka hættu á hjartaslagi um 30 af hundraði meðal karla og 50 afhundraði hjá útivinnandi konum. Hann minnir á bók eftir landa sinn sem út kom fyrir áratug, „The Overworked American“, sem fjallar um óhóflegt vinnuálag og afleið- ingar þess fyrir einstaklinga og samfélag. Síðan hefur ástandið farið versn- andi frekar en hitt hvað vinnuálag snertir. Meira en 40 af hundraÓi Bandaríkjamanna vinna meira en 50 klukkustundir í viku hverri. Áður en þingmenn fulltrúadeildarinnar fóru í sitt langa og góða sumarfrí samþykktu þeir að íþyngja al- mennum launþegum enn meira með því að samþykkja tillögur úr Hvíta húsinu um breytingu á lög- um um launagreiðslur og vinnu- tíma. Þar er m.a. kveðið á um að þeir launamenn sem gegna „ábyrgðarmiklum störfum" séu skyldaðir til að vinna ótakmarkað- an tfma án launa sé þess krafist. Sömu öfl sem setja vinnumárk- aði löggjöf ákveða einnig að frítími skuli styttur en vinnuskyldan lengd. Talið er brýnt að hagræða í tæknivæddum fyrirtækjum og alið er á ótta við uppsagnir og umfram allt á sektarkennd starfsliðsins. Skilaboðin eru þau að frídagar muni verða fyrirtækjunum byrði og draga úr samkeppnishæfni þeirra. Launþegar skilja fyrr en skellur í tönnum. Samkæmt rannsóknum fær einn af hverjum fimm starfsmönnum samviskubit ef þeir taka alla frídag- anæþar sem þeir eru á annað borð leyfmr. Forstöðumenn og eig- endur þeirra fyrirtækja sem veita starfsfólkinu löng sumarfrí staðhæfa að það margborgi sig. Atvinnumálaráðuneytið lagði til þegar árið 1936 að sett yrðu lög um sumarfrí og vinnutíma eins og þá var búið að samþykkja meðcd 30 þjóða. Aldrei varð úr neinni laga- setningu um þetta og þar með skildi á milli Bandaríkjanna og Evr- ópuþjóða um vinnuskyldu og frí- tíma. Evrópuríki völdu þann kost að lögleiða sumarfrí vinnandi fólks. Núna standa málin þannig að Bandaríkin eru eina iðnríkið þar sem launþegar eiga ekki rétt á fríi á fullum launum. í Evrópu eru sum- arfríin fjórar til fimm vikur, f Japan tvær vikur hið minnsta og jafnvel Kínverjar njóta þriggja vikna leyfis á launum á ári hverju. Þjóðsögur og staðreyndir Sannanir liggja fyrir um að sum- arfrí starfsfólks koma ekld niður á framleiðslugetu fyrirtækja eins og ætla mætti. Þau bandarísku fyrir- tæki sem tekið hafa upp þann sið að veita starfsfólki sínu þriggja vikna frí á fullum launum skila

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.