Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Qupperneq 21
+ 20 SKOÐUN FOSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003_____ Seinagangur og skortur Vandi geðheilbrigðiskerfísins vegna veikustu einstaklinganna er öllum ljós, forráðamönnum hagsmunahópa, starfsfólki sjúkrahúsa og heilsu- gæslustofnana, stjórnvöldum og síðast en ekki síst sjúklingum og aðstandendum þeirra. Seinagangur og skortur á úrræðum er áberandi. Reglubundin áköll um aðgerðir virðast litlu breyta þrátt fyrir lof- orð um úrbætur og eflaust góðan hug að baki þeim loforðum. Það þarf hins vegar meira til en góðan hug og viljayfirlýsingar ráðamanna. Geðhjálp vakti enn á ný athygli á vandanum fyrr í vikunni um leið og samstökin lýstu yfir vonbrigð- um vegna þeirrar ákvörðunar heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins að hafna áframhaldandi þátt- töku í þjónustusamningi ráðuneytisins og Geð- hjálpar. Samningurinn hefur gert ráð fyrir tveimur stöðugildum til endurhæfmgar í þjónustumiðstöð samtakanna. Forráðamenn Geðhjálpar minntu á loforð heilbrigðisráðherra fyrir ári um lokaða geð- deild fyrir þá sjúklinga sem veikastir eru og sögðu lítið bóla á efncium. Þá hefur vandi Barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans lengi legið fyrir. Deildin er löngu yfirfull og ræður því ekki við vanda margra bráðveikra barna og unglinga. DV hefur þráfaldlega vakið athygli á erfiðleikum og vonleysi þeina sem verst eru settir enda hafa þeir ekki fengið úrlausn sinna mála innan geðheil- brigðiskerfisins. Yfirlæknir Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans greindi frá stöðunni í fyrra og sagði innlagnir á deildina 25-40 prósent um- fram burði hennar. Því hefði ítrekað komið til inn- lagna barna á geðdeild fullorðinna. Á liðnum vetri var enn rætt um neyðarástand í geðheilbrigðismál- um barna og rakið dæmi um árangurslausa baráttu foreldra við að koma bráðveikum 15 ára dreng á Bið þeirra sem örvænta virðist enda- laus. Athafna, raunar flýtimeðferðar, erþörfí stað hægfara hugmynda- vinnu og skýrslugerða. Varla er for- gangur annars, sem kallar á opinbert fé, meiri en björgun þeirra sem eru í bráðum sálar- og lífsháska. sjúkrahús. Drengurinn þráði aðgerðir, vonaðist eft- ir læknismeðferð sem hann vissulega átti rétt á, en fékk ekki. Foreldramir lýstu sálarangist og vonleysi í baráttu við sjúkdóm sem vitað er að getur verið banvænn. Vonleysi bráðveikra sjúklinga er enn til staðar sem og angist aðstandenda. I framhaldi þess að Geðhjálp skar upp herör gegn ófremdarástandinu hefur DV rakið nokkur dæmi um aðstæður geð- sjúkra í íslensku samfélagi. Þar var m.a. sagt frá geðsjúkum, miðaldra karlmanni sem handtekinn hefur verið svo hundmðum skiptir undanfarin fimm ár. Hann hefur ótal sinnum verið lagður á geðdeild en jafnan verið sleppt þaðan. Hann hefur FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 SKOOUN 21 á úrræðum verið sviptur sjálfræði og úrskurðaður í vistun á stofnunum og heimilum en ekkert hefur orðið úr þeirri vistun, ýmist vegna samdráttar í þjónustu eða stofnanirnar hafa verið yfirfullar og biðlistarnir langir. Úrræði eru ekki fyrir hendi fýrir bráðveikan mann sem hættulegur er sjálfum sér og öðrum. Maðurinn býr nú hjá aðstandendum. Heimili þeirra er í uppnámi og þeir óttast um líf sitt. Mesta athygli vakti þó neyðarkall móður 16 ára geðsjúkrar stúlku. Stúlkan þjáist af þunglyndi og | geðhvarfasýki en fær hvergi þá aðstoð sem hún þarf. Um vistun og viðeigandi meðferðarúrræði á geðdeild hefur ekki verið að ræða. Móðirin hefur reynt að koma dóttur sinni á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans en verið vísað frá, m.a. vegna fjársveltis deildarinnar. Móðirin lýsti síðustu mánuðum sem hryggilegri baráttu upp á líf og dauða vegna stöðugra sjálfsvígstilrauna dótturinn- ar. Stúlkan hefur ýmist dvalið hjá móður sinni eða. í | lagst út. Fagfólk hefur lýst því yfir að fullorðinsgeð- deild sé enginn staður fyrir unglinga þótt frá leik- mannssjónarmiði sé sá kostur betri en gatan. Heilbrigðisráðherra segir í DV í gær að vonir standi til að hægt verði að taka í notkun lokaða geð- deild á næsta ári og að jafnffamt sé unnið að stækk- un Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. í febrúarlok, þegar ófremdarástand geðsjúkra bama og unglinga komst síðast í hámæli, sagði ráðherr- ann að einboðið væri að fara þyrfti yfir málið og bæta þjónustuna. Hægt hefur gengið síðan. Bið þeirra sem örvænta virðist endalaus. Athafna, raunar flýtimeðferðar, er þörf í stað hægfara hug- myndavinnu og skýrslugerða. Varla er forgangur annars, sem kallar á opinbert fé, meiri en björgun þeirra sem em í bráðum sálar- og lífsháska. Lífskjarajafnararnir i Grímur Síðasta samningalota Alþjóða viðskiptastofnunarinnar rann út í sandinn í Mexíkó á dögun- um og það þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefði verið kominn á staðinn, gagngert til þess að skrifa und- ir tímamótasamkomulag. Nú er auðvitað mjög alvarlegt mál ef erlend ríki og ríkjasambönd hafa sammælst um að draga ráð- herrann á asnaeyrunum vestur um haf og þannig tafið hann svo frá brýnum verkefnum hér heima að Ámi Magnússon, félagsmálaráð- herrann snjalli, varð að taka að sér að grafa undan fullveldi landsins í íjarvem hans. Skellt í lás En það er ekki eingöngu vegna fýluferðar Halldórs sem árangurs- leysið í Mexíkó hefur valdið vem- legum vonbrigðum. Menn höfðu gert sér vonir um að samkomulag næðist um minnkaðan stuðning við landbúnaðarframleiðslu á Vestur- löndum og afnám ýmissa viðskipta- hindrana. Með verndartollum og öðmm viðskiptahindrunum hefur fátæku löndunum verið bannað að selja framleiðsluvömr sínar á vægu verði á Vesturlöndum en ef samn- ingar hefðu tekist í Mexíkó hefðu hinum fátæku opnast ýmsir slíkir möguleikar. Þannig hefði fátækt fólk úr ýmsum heimshornum getað bætt lífskjör sín verulega en á móti hefðu hinir og þessir á Vesturlönd- um misst spón úr aski sínum, en velunnarar hinna og þessara náðu að skella öllu í lás. Hinir fátækari urðu því af tækifærinu til að selja Vesturlandabúum ódýrar vörur og verða því að reyna að bæta lífskjör sín með öðm móti. Stóll settur fyrir Með öðm móti, já, hvaða aðferð- ir ætli hið fátæka fólk hafi þegar það má ekki selja ffamieiðsluvömr sínar á vestrænum markaði? Jú, þá er kannski sá möguleiki að fara bara sjálft til Vesturlanda til starfa. Ætli þvf verði þá ekki skár tekið? Hér á íslandi eru nú margir sem mikið, hátt og oft tala um „lffskjarajöfn- un“, þeir myndu að sjálfsögðu bjóða erlent verkafólk velícomið og ekki einu sinni telja eftir sér að ganga úr starfi fýrir það ef í það færi. STANDIÐ YKKUR: Stuðningsmenn frjálsra milliríkjaviðskipta hvetja stjórnmálamenn til dáða vegna fundar þeirra í Cancun á dögunum. Svo er hér allt fúllt af hjartagóðum velunnumm fátæku landanna sem auðvitað taka því fagnandi ef blásnauðir útlendingar geta stór- bætt lffskjör sín með því að koma til starfa hér á landi og munu gera allt sem f þeirra valdi stendur tU að hingað komist sem flestir erlendir verkamenn. Eða hvað? Ætli það geti verið að þessu sé í raun þveröfugt farið? Ætli það sé í raun þannig að hópur manna sé í því dag og nótt að reyna að loka á þær leiðir sem fátækir er- lendir verkamenn hafa til að koma hingað og bæta þannig lífskjör sín og sinna? Og ætli það geti verið að þessi hópur manna, þessir sem vUja setja erlendu verkafólki sem þyngstan stól fýrir dyrnar, sé forysta svokallaðrar verkalýðshreyfingar á íslandi, menn sem fram að þessu hafa verið óþreytandi að berjast fyr- ir „lífskjarajöfnun"? Já, ætli það geti ekki bara verið. Það er nefnilega þannig að íslensk verkalýðshreyfing gerir nú það sem hún getur til að koma í veg fyrir að erlendir verka- menn fái störf hér á landi. Verðsamráð Nú segir verkalýðsforystan auð- vitað að hún sé þvert á móti að berj- ast fyrir hið erlenda verkafólk; hún vilji einfaldlega tryggja að „ekki sé brotið á erlendum verkamönnum". Bara ef útlendingunum er greitt samkvæmt íslenskum kjarasamn- ingum þá sé allt í lagi. Verkalýðsfor- ystan veit, sem er, að eina leið er- lends fólks tU að fá vinnu hér er að setja upp lægra verð en heima- menn krefjast. Þess vegna vilja lífs- kjarajafnararnir banna það. Verka- lýðsforystan er einfaldlega að reyna að banna verðsamkeppni. í alvöru talað, er hægt að finna skýrara dæmi um „verðsamráð" og „sam- keppnishindranir" en þegar starfs- menn í tUtekinni grein bindast samtökum um að selja vinnuafl sitt á tilteknu verði og vilja svo banna öllum öðrum að koma og setja upp lægra verð? Hvað annað er verka- lýðsforystan að gera þegar hún krefst þess að hinir erlendu starfs- menn setji upp sama verð og hinir íslensku, „fái greitt samkvæmt ís- lenskum kjarasamningum" eins og hún orðar það alltaf? Þegar verka- lýðsfélag heimtar að utanfélags- menn fái „greitt samkvæmt okkar kjarasamningum", er það ekki ná- kvæmlega eins og fyrirtæki myndi heimta að annað fyrirtæki „notaði sömu gjaldskrá og við"? Hver er ábyrgð ríkisstjórnar og Landsvirkjunar? KJALLARI Ögmundur Jónasson alþingismaöur Miklar deilur hafa geisað und- anfarnar vikur austur við Kára- hnjúka, að þessu sinni ekki vegna fyrirsjáanlegra náttúru- spjalla. Nú er deilt um brot á kjarasamningum og íslenskri vinnulöggjöf, slæman aðbúnað verkamanna og yfirgang sem þeir eru beittir af hálfu fjöl- þjóðarisans Impregilo og undir- verktaka hans. - Því miður var allt þetta fyrirséð. Viðskiptahættir Impregilo eru þess eðlis að um heim allan hefur þetta fýrirtæki skilið eftir sig slóða svika og spillingar. Fyrir því var gerð ítarleg grein á Alþingi og í skrifum áður en Landsvirkjun og ríkisstjórn gengu frá samningum við fyrirtækið. Ríkisstjórn og Landsvirkjun búa í haginn Fyrir ríkisstjórnina var lykilatriði að ganga frá samningum um verkið í góðan tíma íyrir kosningar. Til þess þurfti að sýna fram á að áætl- anir Landsvirkjunar um virkjana- kostnað fengju staðist. Ein leiðin til þess var að ná framkvæmdakostn- aði verulega niður - á pappírnum ef ekki verkaðist betur til. Líklegt þótti að norrænu fyrirtækin, sem áhuga sýndu á verkinu, myndu bjóða mun hærra en áætlanir Landsvirkjunar gerðu ráð fyrir. öðru máli gegndi um Impregilo. Þar á bæ reyndust menn til í þann skollaleik sem Landsvirkjun bauð upp á með því að láta hugmyndir sínar um kostnaðarverð berast bjóðendum fyrir tilboðsopnun. Þegar tilboð í verkin voru opnuð 6. desember 2002 kom í ljós að til- boð Impregilo var eina tilboðið sem var í „samræmi" við áætlanir Landsvirkjunar. Að tilkynna fyrir fram um kostnaðaráætlanir verk- kaupa hefur aldrei gerst áður í sögu Landsvirkjunar og tíðkast einungis í þeim löndum sem íslendingar hafa hingað til ekki viljað láta bendla sig við. Upphaflega hafði einungis 6 að- ilum verið boðið að bjóða í verkið. Þetta var skýrt með því að um mjög viðamiklar og sérhæfðar fram- kvæmdir væri að ræða. Svo kann að vera. En þegar nær dró útboðsopn- unardegi var Ijóst að skörð voru að myndast í þessum fámenna til- TILBOÐIN 6. DES. 2002 HLJÓÐUÐU ÞANNIG (ÁN VSK.) UPP Á: Stffla Göng Samtals Milljarðar kr. Impregilo 15,7 19,7 35,4 - 3% = 34,3 Istak og erl. samstarfsaðilar 21,7 37,2 58,9 (AV og erl. samstarfsaðilar 27,6 29,0 56,6 Kostnaðaráætl „sérfræðinga" 19,1 21,0 40,1 boðshópi. Daginn fyrir tilboðsopn- un greindi DV frá því að fjórir aðil- ar berðust um 40 milljarða verk! Sama dag greindi Morgunblaðið frá því að eitt stærsta fyrirtæki Sví- þjóðar, NCC, teldi Kárahnjúkaverk- ið of áhættusamt og félli því frá því að gera tilboð. Landsvirkjun fylgdi greinilega þeirri línu ríkisstjórnarinnar að allt væri til vinnandi að keyra kostnaðarverðið niður - tímabundið ef ekki vildi betur, til að láta líta svo út að fram- kvæmdin fengi staðist. Landsvirkjun fylgdi greinilega þeirri línu ríkisstjórnarinnar að allt væri til vinnandi að keyra kostnað- arverðið niður - tímabundið ef ekki vildi betur, til að láta líta svo út að framkvæmdin fengi staðist. Þetta varð hins vegar til þess að ábyrg fyrirtæki í nágrannalöndunum urðu framkvæmdinni fráhverf enda hér um að ræða atferli sem gjarnan er kennt við sum lönd í öðrum álfum. Impregilo kippti sér að sjálf- sögðu ekki upp við þessar „meld- ingar", enda vanir menn sem þar FRAMKVÆMDIR VIÐ KÁRAHNJÚKA: Stétt- arfélögin krefjast þess að öll kjör og samningar verði gerð opinber; allt sett upp á borðið. - ráða ríkjum. Fyrirtækið hafði áður farið fram á viðbótarfrest, sem það að sjálfsögðu fékk, svo það mætti komast sem næst því að uppfylla óskir væntanlegs kaupanda! En lítum á þau tilboð sem fram komu. Tilboð í göng og stíflu Eins og af ofanskráðu má sjá var eingöngu tilboð Impregilo í sam- ræmi við kostnaðaráætlanir Lands- virkjunar. Að láta nú sem mönnum komi á óvart hvernig málum er komið við Kárahnjúka er annað- hvort einfeldni eða óskammfeilni af hæstu gráðu. Verkalýðshreyfingin í landinu stendur einhuga að baki fulltrúum stéttar félaganna við Kára- hnjúka og krefst tafar- lausra úrbóta. Tilboð Impregilo er eins og sjá má um 40% lægra en annað lægsta tilboðið hljóðaði upp á. Hvernig ætluðu menn að þetta „virta" fyrir- tæki hygðist framkvæma verkið öðruvísi en með þeim bolabrögð- um sem við erum nú að kynnast? Augljóst mátti vera frá upphafi að Impregilo reyndi að gera tvennt til að bæta sinn hag. Annars vegar að keyra niður framkvæmdakostnað, þar á meðal kostnað við laun og að- búnað. Hins vegar að gera kröfur vegna ófyrirséðra atvika. En það er nokkuð sem við eigum eftir að kynnast síðar. Stendur einhuga Stéttarfélögin hafa unnið frábært starf á undanförnum vikum til varn- ar verkamönnum við Kárahnjúka. Þau krefjast þess að öll kjör og samningar verði gerð opinber; allt sett upp á borðið. Auk þess hafa þau krafist úrbóta á aðstöðu fyrir starfs- menn en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur hún verið mjög slæm. f upphafi hafi ekki verið gert ráð fýrir salernum á sumum vinnu- svæðunum og í matarskálum hafi tugir, jafnvel hundruð manna þurft að sameinast um eitt salerni! Síðan þekkjum við frásagnir af kjörum er- lendu verkamannanna. Verkalýðshreyfingin í landinu stendur einhuga að baki fulltrúum stéttarfélaganna við Kárahnjúka og krefst tafarlausra úrbóta. Menn beina nú sjónum sínum að ríkis- stjórninni og þeim ráðherra sem er í fyrirsvari fyrir þennan málaflokk, fé- lagsmálaráðherra. Á hendur honum er reist sú krafa að íslenskir kjara- samningar og íslensk vinnulöggjöf sé virt. Ella beri honum að grípa til aðgerða. Það er hins vegar mikil einföldun að gera núverandi félagsmálaráð- herra að höfuðábyrgðarmanni í þessu máli. Þræðirnir liggja lengra aftur því allt var þetta fyrirsjáanlegt. Það verður því miður ekki sagt um Landsvirkjun og ríkisstjórn ís- lands að þessir aðilar hafi ekki vitað hvað þeir gerðu. Við erum að verða vitni að afleiðingum vel yfirvegaðra ákvarðana. Því miður er það svo. Milljarður í pappírshagnað Bankamenn kætast þessa dag- t ana, enda var hagnaður bank- C anna frá I upp í 3 milljarða á fyrri helmingi ársins. Sumir banka- O menn hafa nú á orði (þó ekki op- inberlega) að hinar séríslensku aðstæður - verðtrygging og um- fm fangsmikið ábyrgðarmannakerfi ■J - þýði að bankarnir geti nánast W ekki tapað. Allt lagaumhverfið sé hannað til að vernda bankana en ekki viðskiptavini þeirra eins og [ flestum öðrum löndum. Þeir mega enn kætast því talað er um að söluhagnaður einhverra banka af hinum gríðarmiklu við- skiptum síðustu daga hafi verið nokkur hundruð milljónir króna, jafnvel hátt f einn milljarð! Það er reyndar pappírshagnaður sem verður svona til: „Ég skal selja þér hlutabréf sem ég keypti á 1.500 kr. fyrir 2.000 kr. og þú borgar mér með bréfum sem þú keyptir á 1.500 kr. en við metum nú á 2.000 kr. - og þannig græðum við báðir 500!" Gott að skulda? Lesandi DV segist hugsi yfir fréttum í fjölmiðlum nýverið, þess efnis að hagstætt sé að skuldsetja húsnæði sitt. „Við sem erum aðeins eldri, við vitum bet- ur," segir þessi lesandi í bréfi til DV:„Ef þaðer 10%verðbólga á ári (sem getur hæglega orðið í þenslunni) og vextir eru um 6% að meðaltali á þessum þremur lánum sem talað er um í fréttinni [upp á alls 12,9 milljónirj, þá eru vextir + verðtrygging yfir tvær milljónir króna yfir árið! Er þetta hagstætt eða hættuleg skulda- söfnuri þar sem öll lán eru verð- tryggð I topp? Ég bara spyr." Loðdýrabændur á báðum áttum Það er þungt yfir loðdýra- bændum. Það kemur Ijóslega fram í fréttabréfi þar sem fjallaö er um aðalfund samtaka þeirra á dögunum. Lýsandi eru ummæli Reynis Barðdals sem fann ekki annað Ijós (myrkrinu en að um- gjörð fundarins væri tll fyrirmynd- ar: „Kvað hann aðdáanlegt hvað þessir hlutir væru í góðu lagi - en það væri líka það eina sem væri í lagi hjá okkur nú um stundir." Þokkalegt ástandið. Seinna í fréttabréfinu kemur fram að Reynir „varaði við þvi að fara með vandræði greinarinnar í fjölmiðla, það gerði aðeins illt verra". - Aug- Ijóst er að ritstjóri fréttabréfs sam- bandsins er ekki á sama máli! 8 E E D Skítt með fólkið „Hafa ekki staðist svona nokkurn veginn flestallar áætlan- irfyrirtækisins um að sprengja fjöll, stífla ár og þess háttar? Af hverju á þá að sjá f gegnum fing- ur sér við fyrirtækið fyrir algerar vanefndir þess gagnvart starfs- fólki sínu? Jú, það er hluti af hin- um endurupptekna hugsunar- hætti okkar sem þriðja heims lllugi Jökulsson. þjóð - hinn skjótfengni gróði er fyrir öllu - skítt með fólkið." Illugi Jökulsson skrifar um framgöngu Impregilo gagnvart starfsmönnum við Kárahnjúka, á vefJPV útgáfu. Hættulega há laun „Mér skildist í samtali sem ég átti við einn af yfirmönnum stofnunarinnar að ég sem öryrki með fáeinar krónur á mánuði gæti hreint út sagt fengið hjarta- áfall á staðnum ef ég vissi um þær tekjur og sporslur sem þeir læknar fengu." Helga Valdimarsdóttir veltir fyr- . ir sér I grein IVikurfréttum, hvort há laun annars staöarséu ásteeö- an fyrir langvarandi læknaleysi á Heilsugæslustöð Suöurnesja. Máttur Netsins „Daginn eftir að vefrit þetta birti ádeilugrein mína um vegg- inn á mörkum Palestínu og (sra- els ákvað Sharon að stoppa tímabundið byggingu múrsins. Og ég sem sannfærður var orð- inn eftir atburði undanfarinna missera, að sverðið (eða í þessu tilfelli ísraelski herinn ) væri máttugri en penninn. En Sharon hefur greinilega lesið greinina, séð villur vegar s(ns og snúið af braut." Þorleifur Örn Arnarson á Póli- tfkJs. Ferlegt að miss'afðessu „Ásgrimur Angantýsson mál- fræðingur talar um eftirfarandi efni: KARLARNIR, ÞEIR ERU ( KONULEIT OG KONURNAR, ÞÆR ERU (KARLALEIT. Um orðaröð, tónfall og setningaráherslu í (s- lensku." Kynning á vefHáskóla Islands á einkar áhugaverðum fyrirlestri á vegum Félags íslenskra fræöa, sem haldinn varí fyrradag. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.