Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Síða 22
22 FÓKUS FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003
fókus
Umsjón: Höskuldur Daði Magnússon og Sigrún Ósk
Kristjánsdóttir.
Netföng: fokus@fokus.is, hdm@fokus.is, sigrun@fokus.is
Sími: 550 5894 • 550 5897
www.fokus.is
c
Dr. Cunni orðinn pabbi
Tónlistarséníið og út-
varpsmaðurinn Gunnar
Lárus Hjálmarsson varð
pabbi nú í vikunni. Les-
endur bloggsíðu Dr. Gunna
hafa undanfama mánuði af
og til fengið ffegnir af með-
göngu eiginkonu hans og
nú er biðin á enda. Þeim
hjónum fæddist sönur og
segist Doktorinn vera afar
lukkulegur með frumburð-
inn. Þessa dagana stendur
Dr. Gunni í brúnni í Popp-
punkti ásamt Felix Bergs-
syni auk þess sem hann
stjómar útvarpsþætti á
Skonrokki ásamt Sigur-
jóni Kjartanssyni. Hann
hafði þetta að segja um son-
inn á síðunni sinni, www.this.is/drgunni:
„Sonurinn heitir Dagbjartur Öli Gunnarsson og em allir
sammála um að hann sé fegursta barn sem sést hefur - rauð-
hærður og leggjalangur, þreklega vaxinn og puttalangur. Ég
sé fyrir mér að hann muni verða einhverskonar fullkomin
blanda af Jóni Arnari (nema auðvitað miklu betri í afreks-
íþróttum og ekki að mála á sér skeggið eins og fífl), 19 ára
píanóleikaranum sem nú er að gera allt vitlaust og gáfu-
menninu Degi B. Eggertssyni. Lufsan vill að ég ali hann upp
sem nörd og ekki stendur á mér í þvf. Akkúrat núna er
hánn auðvitað ekki upp á marga fiska og annaðhvort lepur
eða grenjar með smá glápa-út-í-loftið períódum inn á milli.
Ég verð að játa að myndin Eraserhead hefur komið upp í hug-
ann síðustu nætur enda má segja að það meistaraverk sé
minn eini undirbúningur fyrir uppeldi smábarna. Mín
elskuleg eiginkona ber auðvitað hitann og þungann af Dag-
bjarti enn sem komið er og lítið sem ég get gert með skrauf-
þurrar geirvörtur."
Þeir tveir bjóða í fótboltapartí
Þeir tveir kvikmynda-
geið hefur verið einn af at-
hyglisverðari ffamleiðend-
um íslenskra sjónvarps-
auglýsinga hin síðustu
misseri. Fyrirtækið fagnar
um þessar mundir sex ára
afmæli sínu en á þeim
tíma hefur það ffamleitt
yfir 400 auglýsingar. í
tilefni afmælisins halda
Þeir tveir fótboltamót fyr-
ir allar helstu auglýsinga-
stofur landsins á morgun.
Mótið hefur að sögn mælst
vel fyrir í auglýsingaheim-
inum og munu strangar
æfingar standa yfir á
nokkrum auglýsingastof-
um. Mótið hefst um há-
degisbilið á gervigrasinu í
Laugardal og verður spilað ffam eftir degi. Um kvöldið held-
ur gleðin áfram á Prikinu þar sem sigurvegarar mótsins
verða verðlaunaðir og valin brot úr leikjunum verða sýnd.
Nánari upplýsingar um mótið og fleira tengt Þeim tveimur
má fá á heimasíðu fyrirtækisins, www.t2.is.
Tvær oc hálf mínúta af Hrincadróttinssöcu
Biðin eftir þriðju Hringadróttinssögu-myndinni styttist
óðum. Æstustu aðdáendur ættu að geta slegið aðeins á eftir-
væntinguna f kvöld þegar fyrsta sýnishomið úr myndinni
verður sýnt. Þriðja myndin heitir Hringadróttinssaga -
Hilmir snýr heim og er þetta sýnishom heilar tvær mínút-
ur og þrjátíu sekúndur. Það verður ffumsýnt samtímis hér á
landi og í Bandaríkjunum, á undan kvikmyndinni Jeepers
Creepers 2 í Laugarásbíói og Regnboganum og hjá þeim
Sveppa og Audda í þættinum 70 mínútum á Popptíví.
Úr karamellumyndinni
Þegar einfaldir
hlutir verða floknir
17 skilgreiningar á hvers-
dagslegum hugtökum í
landslögum
Þéttbýli
„Þyrping húsa þar sem búa a.m.k.
50 manns og fjarlægð milli húsa fer
að jafhaði ekki yfir 200 metra.“
(Skipulags- og byggingarlög, 1997)
Raflína
„Samsafn af leiðumm, einangrandi
efni og tengdum búnaði til að flytja
raforku milli tveggja staða innan
raforkukerfis. (Raforkulög, 2003)
Matvæli
Hvers konar vörur sem ætlaðar eru
mönnum til neyslu, þar með talið
neysluvatn." (Éög um matvæli,
1995)
Umbúðir
„Allar umbúðir sem umlykja eða
hafa að geyma matvæli eða efni sem
notuð eru við ffamleiðslu matvæla."
(Lög um matvæli, 1995)
Nafn
„Fullt nafn manns er eiginnafn
hans eða eiginnöfn, millinafn, ef
því er að skipta, og kenninafn.“
(Lög um mannanöfh, 1996)
Aldraðir
„Sá sem náð hefur 67 ára aldri.“
(Lög um aldraða, 1999)
Búfé
„Hross, nautgripir, sauðfé, geitur,
svín, loðdýr, kanínur og alifuglar,
auk þess eldisfiskar og önnur dýr
sem haldin eru til nytja. Rísi
ágreiningur um hvað falla skuli
undir hugtakið búfé sker landbúnað-
arráðherra úr þeim ágreiningi."
(Búnaðarlög, 1998)
ÁFENGI
„Samkvæmt lögum þessum telst
áfengi hver sá neysluhæfur vökvi
sem í er að rúmmáli meira en 2,25%
af hreinum vínanda.“ (Áfengislög,
1998)
ÍSLENSKI FÁNINN
„Hinn almenni þjóðfáni fslendinga
er heiðblár með mjallhvítum krossi
og eldrauðum krossi innan í hvíta
krossinum. Armar krossanna ná al-
veg út í jaðra fánans, og er breidd
þeirra 2/9, en rauða krossins 1/9 af
fánabreiddinni. Bláu reitimir eru
rétthymdir ferhymingar: stangár-
reitimir jafnhliða og ytri reitimir
jafhbreiðir þeim, en helmingi
lengri. Hlutfallið milli breiddar fán-
ans og lengdar er 18:25.“ (Lög um
þjóðfána íslendinga og ríkisskjald-
armerkið, 1944)
Loftfar
„Sérhvert tæki sem haldist getur á
flugi vegna verkana loftsins, ann-
arra en loftpúðaáhrifa við ýfirborð
jarðar.“ (Lög um loftferðir, 1998)
Girðing
„Netgirðing, gaddavírsgirðing og
rafgirðing. Einnig teljast til girðinga
girðingar úr ýmsu eftii, svo sem úr
tré, steinsteypu, stáli, áli, plasti,
grjóti og torfi og að auki aðrar girð-
ingar sem teljast gripheldar að mati
búnaðarsambands." (Girðingalög,
2001)
SÍmanúmer
„Röð tákna sem eru notuð til að auð-
kenna einstaka áskrifendur í fjar-
skiptavirkjum.“ (Lög um fjarskipti,
2003)
Skotvopn
„Vopn eða tæki sem hægt er með
sprengikrafti, samanþjöppuðu loffi
eða á annan sambærilegan hátt að
skjóta úr kúlum, höglum eða öðrum
skeytum." (Vopnalög, 1998)
Veiði
,Að handsama eða drepa villt dýr.
Þegar um er að ræða fuglaveiðar er
einnig átt við eggjatöku.“ (Lög um
vemd, friðun og veiðar á villtum
fuglum og villtum spendýrum,
1994)
ÚTVARPSDAGSKRÁ
„Heildarsamsetning dagskrárliða í
útvarpi.“ (Útvarpslög, 2000)
Akbraut
„Sá hluti vegar sem ætlaður er fyrir
umferð ökutækja.“ (Umferðarlög,
1987)
Vecfarandi
„Hver sem fer um veg eða er stadd-
ur á vegi eða í ökutæki á vegi.“
(Umferðarlög, 1987)
t) t