Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Qupperneq 26
26 SKOÐUN FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003
Lesendur
Innsendar greinar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV,
Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af
sér til birtingar.
Lúðrasveit Reykjavíkur
Baldvin Jónsson skrifar: Margir
sakna þess að ekki skuli heyrast
í Lúðrasveit Reykjavíkur nema
kannski 17. júní á Austurvelli.
Hvað hefur orðið um þessa
ágætu sveit? í allt sumar hefði
hún átt að vera til taks á góð-
viðrisdögum, eins og þeir voru
nú margir, og leika fjörug lög
hér og þar í borginni. Ekkert
endilega á Austurvelli, þótt
það sé líka kjörinn staður, og
þá rétt eins á virkum dögum
þegar ferðamenn eru allsráð-
andi í mannhafinu í miðborg-
inni. Ef Lúðrasveitin er á fjár-
lögum Reykjavíkurborgar þá á
að nýta hana til þess að lífga
upp á borgarlífið. Þetta er við-
tekin venja víða í borgum er-
lendis. Hví ekki hér líka?
Prestssetrið á Útskálum
Brottfluttur Garðbúi skrifar: Ég
las í Morgunblaðinu 23. þ.m.
um að endurbyggja ætti Út-
skálahúsið sem var fyrrum
prestssetur í Garði. Húsið hefur
nú verið líkt og tóftarbrot í allt
of langan tíma. Húsið ætti þó
fremur að nýta sem prestssetur
en ekki sem sögu- og menning-
arsetur. I þessari frétt Mbl. voru
ranghermi sem nauðsynlegt er
að gera athugasemd við. (fyrsta
lagi, að sagt var að á Útskálum
væri prestssetur, en það er ekki
rétt, því að Útskálahúsið er
tómt og í niðurníðslu. Enn frem-
ur var sagt að keypt hefði verið
íbúðarhús á Útskálum fyrir
prestinn. Það er heldur ekki rétt.
Húsið sem keypt var fyrir prest-
inn heitir hins vegar Presthús
en á ekkert skylt við Útskála.
Rógsherferðin gegn
Bandaríkjunum
RfKISÚTVARPIÐ: Siglir sinn sjó með allan vinstriskarann neðan þilja.
Halldór Sigurðsson skrifar:
Það þykir bera vott um seiglu og
sjálfsvirðingu í hópi vinstrimanna að
hamast sem mest gegn Bandaríkjun-
um, forseta þeirra og flestu sem
bandarískt er. Nú er það ekki lengur
kapítalisminn sérstaklega eða arðrán
auðvaldsríkjanna í þróunarlöndun-
um sem fangar hugi og hjörtu and-
stæðinga vestrænna þjóða. Nei, það
skal vera stefna Bandaríkjanna, vftt
og breitt, sem skjóta verður niður
með góðu eða illu, en þó aðallega
illu. Og það má beita öllum ráðum,
skotleyfið er búið að veita og það
verður að vera til púður, og mikið
púður. Framleiðsluna má helst ekki
stöðva einn dag.
Það er óskiljanlegt hvernig Ríkisút-
varpið hefur fallið í þá gryfju að þjóna
því hlutverki að níða niður Bandarík-
in og flest sem þaðan kemur (jassinn
að vísu undanskilinn).
Eftir að innrásin var gerð í Irak hef-
ur varla liðið sá dagur að ekki sé látið
að því liggja beint og óbeint að
Bandaríkin eða forseti Bandaríkj-
anna hafl framið þar hið mesta og
ódrengilegasta níðingsverk. Venju-
lega er sérstakur fréttamaður stofn-
unarinnar kallaður til að lesa slíkar
fréttir og eru þá ekki sparaðar lýsing-
arnar á vanhæfi Bush forseta og vitn-
að í hina og þessa dálkahöfunda vest-
anhafs og austan til að ná tiltrúnni.
Engu er líkara en verið sé að lesa
upp úr Netskrifum fyrrverandi rit-
stjóra DV (jonas.is) eða úr Visir.is frá
innherja sem skrifar undir dulnefn-
inu GWBear, en á báðum stöð'um eru
gjarnan heilu pistlarnir dag hvern til-
einkaðir Bandaríkjunum og ótrú-
verðugleika ríkisstjórnar George W.
Bush.
Hjá RÚV er þess og dyggilega gætt,
að ekki líði of langur tími á milli
árásanna á bandarísk stjórnvöld og
forsetann Bush. í fréttaskýringaþætt-
inum Speglinum, sem mörgum finnst
orðið fremur vera eins konar innræt-
ing fyrir hlustendur, er næsta daglega
skotið inn stuttum, beittum og hnit-
miðuðum atriðum sem vísa hlust-
endum réttu leiðina til að sannmæl-
ast „ósköpunum" og „ógninni", sem
vestrænum þjóðum, umfram allt,
stafar af stefnu bandarískra stjórn-
valda í Mið-Austurlöndum og í írak.
Ekki lætur útvarpsráð þetta til sín
taka á neinn hátt - eins og það hefur
þó látið til sín taka þegar pistlahöf-
undar eða utanaðkomandi dagskrár-
gerðarmenn (ekki innahússmennirn-
ir, sem hafa verið „sprautaðir" og eru
því ónæmir) eru gripnir glóðvolgir
við að styðja vestræna samvinnu.
Nei, útvarpsráð vaktar hins vegar
Hannes Hólmstein Gissurarson og
aðra sem vilja upp á dekk í musteri
vinstra trúboðsins. Útvarpsráð hefur
kannski ekki mikið svigrúm ef ein-
staklingar þar innanborðs kunna að
tengjast dagskrárgerðarfólki eða
fréttamönnum með einhverjum
RÚV hljóðvarp (rás 1)
sinnir ágætlega
daglangri dagskrá, í
orði sem tónum. Það
tekur hins vegar inni-
legan þátt í rógsherferð
þeirri sem vinstrimenn
stunda gagnvart
Bandaríkjunum.
hætti. En eins og alþjóð er kunnugt
eru margir starfsmenn RÚV ýmist
tengdir fjöiskylduböndum eða blóð-
skyldir í annan eða þriðja ætdið.
Útvarpsstjóri stendur svo í brúnni
og lætur skipið sigla sinn sjó: ekki
beint sjóhraustur, með allan
vinstriskarann neðan þilja. Heldur
ekki ménntamálaráðherrar undan-
farinna áratuga, þeir hafa nóg að gera
við að halda dauðahaldi í nauðung-
aráskriftina og kenna samstarfsflokk-
um sínum um að ekki sé hægt að
hrófla við neinu.
Það er ekki hægt að segja að Ríkis-
útvarpið sé óværa á þjóðinni, svo
djúpt er ekki hægt að taka í árinni, en
RÚV hefur fjarlægst það hlutleysi
sem því var gert að starfa eftir í upp-
hafl. RÚV hljóðvarp (rás 1) sinnir
ágætlega daglangri dagskrá, í orði
sem tónum. Það tekur hins vegar
innilegan þátt í rógsherferð þeirri
sem vinstrimenn stunda gagnvart
Bandaríkjunum og þarlendum
stjórnvöldum.
Stríðið í frak og eftirmál þess skipta
okkur á Vesturlöndum miklu. Það er
ekki heimskur stjórnmálamaður sem
hefur kjark til að rísa upp gegn
hryðjuverkastarfsemi gegn þessum
heimshluta. Ríkisútvarp elstu þing-
ræðisþjóðar heims ætti að láta af
þeirri heimsku að egna snöru fyrir fá-
vísa þjóðfélagsþegna sem ekki hafa
greind til að meta alla þá orðræðu
sem kann að hljóma sem síbylja í eyr-
um hlustenda þessarar ríkisáskriftar-
stöðvar.
IDJÖRFUM LEIK: Með heiftina að leið-
arljósi?
Fótbolti -
ofbeldisíþrótt
Ragnar Björnsson skrifar:
Það er kannski að renna upp
fyrir mörgum á þessum síðustu
tímum, þegar íþróttum er dembt
yfir mann í sjónvarpsþáttum,
kvöld eftir kvöld, að fótbolti er ein
mesta ofbeldisíþrótt sem um get-
ur. Engar eða a.m.k. fáar reglur
virðast gilda um framkomu leik-
manna á vellinum. Miðað við t.d.
japanskar og aðrar austurlenskar
íþróttir, sem eru afar vinsælar til
áhorfs og kurteislegar, er fótbolt-
inn hreinn villimannabardagi.
Mörgum varð t.d. ekki um sel
þegar þeir urðu vitni að því í leik
tveggja erlendra liða nýverið og
sýnt var frá því í sjónvarpi þegar
leikmaður kom askvaðandi að
dómaranum og fleygði bolnum
sínum svo gott sem ffaman í
hann og hlaut enda brottvikningu
fyrir vikið. En heiftin og vonskan
skein úr augum þessa vesalings
leikmanns. Þetta er ekki eins-
dæmi og ekki heldur þau skrfls-
læti sem skapast stundum í kring-
um fótboltann að leik loknum. -
Ekkert annað en ofbeldi í kring-
um þessa svokölluðu „íþrótt".
Armæða alþýðunnar
Viðkvæðið er enn hið sama: Það er tap og halli hjá fyrirtækjum
KOMMÚNISMINN FALUNN: En verkalýðsbaráttan heldur áfram.
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Kommúnisminn er fallinn í Evr-
ópu fyrir margt löngu. Eldmóð-
ur sósíalistanna kulnaður. En
barátta alþýðunnar fyrir sínu
lifibrauði heldur áfram.
Neyðin vekur upp raddir íyrir
mannsæmandi afkomu. Fyrirvinn-
ur heimilanna kvíða fyrir að afla
bjargar í bú fyrir börnin á akri fyrir-
manna þar sem leyfist einungis að
tína upp eftir kvóta sem er af skorn-
um skammti, en samt skattlagður
til þrautar.
Árþúsundum saman hefur al-
þýða manna haldið uppi hefðar-
fólki, sem er reyndar leyndardómur
út af fyrir sig. Á meðan iðjulausir
arðræningjar strjúka kviðinn, sitj-
andi í leðurstólum á bak við eikar-
skrifborð, eru þeim skammtaðar
fjárfúlgur úr ríkiskassanum á sama
tíma og vinnandi menn úr alþýðu-
stétt eru látnir skrimta á smánar-
framfærslu. Svona rétt til þess að
geta tórt og unnið.
Svona hefur þetta viðgengist í
gegnum aldirnar. Alþýðan er í
ánauð vinnuþrælkunar eignafólks-
ins. Hún hefur dregið fram lífið á
meðan auðvaldar hafa skammtað
henni smælkið, en lifað sjálfir á
rjóma framleiðslunnar. Grimmd og
vægðarleysi auðvaldsins hefur leik-
ið almenning grátt f gegnum tíðina
og enn sér engan enda þar á. - Við-
kvæðið er enn hið sama: Það er tap
og halli hjá fyrirtækjum.
Þó hafa blessanir almættisins
sjaldan verið jafn örlátar og gjaf-
mildar. Þótt afrakstur góðærisins
fljóti upp fyrir alla bakka verður
ágirnd hvítflibbanna ekki södd.
Skerða verður laun lágstéttanna
enn meira svo að beina megi enn
hærri fjárfúlgum til iðjuvera sem
skapa vaxandi gróða hinna ríku og
til að halda uppi auðvaldsins peyj-
um og glæsipíum. Fólkið í landinu
er látið borga brúsann. Þótt afkom-
an gæti batnað, framleiðslan aukist
og góðærið fyllt hlöður og verslanir,
þá er alþýðunni alltaf haldið utan
við töðugjöld og blessun almættis-
ins. Þetta óréttlæti og - ég vil segja
skepnuskapur - hefur haldist næst-
um óumbreytanlegur gegnum tíð-
ina.
Þó hafa blessanir al-
mættisins sjaldan verið
jafn örlátar og gjaf-
mildar. Þótt afrakstur
góðærisins fljóti upp
fyrir alla bakka verður
ágirnd hvítflibbanna
ekki södd.
Stjórnvöld, kosningar og verka-
lýðsleiðtogar hér á landi eru orðin
að einu stóru leikhúsi skrípaleiks
þar sem fámenningsklíkan er í að-
alhlutverki og vermir stóla kom-
andi hrakmenna eignastéttarinnar.
- Já, kommúnisminn er fallinn en
verkalýðsbaráttan heldur áfram.