Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Qupperneq 38
38 DVSPORT FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003
Lokaumferðin í torfærunni fer fram um helgina á Bolöldum, við mynni Jósefsdals:
>
■r
*
*
Hugguleg staða
segir Haraldur Pétursson sem hefur þegar tryggt sér íslandsmeistaratitilinn
Haraldur Pétursson er búinn að
tryggja sér íslandsmeistaratitil-
inn í torfæruakstri en það gerði
hann í fjórðu umferð mótsins
sem ekin var við Stapafell í
ágúst. Haraldur er með 10 stiga
forskot á næsta mann, Sigurð
Þór Jónsson. Sigurður Þór getur
jafnað Harald að stigum ef
hann sigrar í keppninni og Har-
aldur nær ekki hærra en í átt-
unda sætið. En þar sem Harald-
ur hefur sigrað í fleiri keppnum
hreppir hann titilinn þrátt fyrir
það auk þess sem eitthvað al-
varlegt verður að koma fyrir
Mussoinn til að Haraldur verði
svo neðarlega.
„Þetta er voða hugguleg staða en
mig langar samt til að vinna," sagði
Haraldur Pétursson á miðvikudag-
inn þegar DV hafði samband við
hann en þá var Haraldur við störf
úti í Noregi. „Pressan er ekki eins
mikil á mér og ég ætla fyrst og
fremst að hafa gaman af þessu”
sagði Haraldur
Sigur eða dauði
„Það er fyrsta sætið eða ekkert.
Það er það eina sem skiptir máli,“
sagði Sigurður Þór Jónsson í vik-
unni og gaf í skyn að hann myndi
standa Toshiba-tröllið í allar braut-
ir. Sigurður Þór er þekktur fyrir
„Þetta er voða huggu-
legstaða en mig langar
samt til að vinna. Press-
an er ekki eins mikil á
mér og ég ætla fyrst og
fremst að hafa gaman
afþessu."
annað en að gefast upp og mun
hann vafalaust berjast til síðasta
blóðdropa til að halda öðru sætinu
í keppninni. Þar á hann í höggi við
Kristján Jóhannesson á Cool sem
hefur komið geysiöflugur inn í
keppnina í sumar.
Sigurður Þór er nýkominn heim
frá Noregi en þar lagði hann, ásamt
Gunnari Gunnarssyni, brautirnar í
lokaumferð Norðurlandameistara-
mótsins í torfæruakstri. Fannst
Norðmönnunum brautirnar erfið-
ar og voru þeir hálfragir að leggja í
bröttustu stálin að sögn Sigurðar.
MISJAFNT GENGI: Gengi Björns
Inga Jóhannssonar hefur verið
misjafnt f sumar en haest rels sól
hans þegar hann stökk i Frfðu
Grace í gegnum endahlið
lokabrautarinnar i Blönduósl
og tryggði sér með þvf sigurinn í
þeirri keppni.
DV-mynd JAK
Gefur titilinn eftir
Ljóst var að baráttan um Islands-
meistaratitilinn í götubílaflokki
myndi standa á milli Gunnars
Gunnarssonar á Trúðnum og Ragn-
ars Róbertssonar á Pizza 67 Willysn-
um. Gunnar stendur nú uppi með
bikarinn í höndunum því að Ragn-
ar ákvað að sleppa þátttöku í loka-
umferðinni en fór í þess stað til
Bandaríkjanna þar sem hann mun
keppa í „Rockcrawler" keppni. “Mér
líst ágædega á þessa keppni að öllu
leyti nema því að það vantar Ragga.
Ég hefði viljað hafa meiri sam-
keppni," sagði Gunnar. „Það er nóg
„Mér líst ágætlega á
þessa keppni að öllu
leyti nema því að það
vantar Ragga."
fyrir mig að mæta á staðinn en mig
langar til að stríða stóru strákunum
aðeins," bætti Gunnar við.
Gunnar Gunnarsson og aðstoðar-
menn fundu bilun í kveikjunni í
Trúðnum. Stykki í tímaflýtingunni
var brotið og taldi Gunnar að þessi
bilun hefði verið að hrjá hann í hátt
í tvö ár án þess að þeir félagarnir
hefðu getað fundið út hvað var
raunverulega að jeppanum.
Eftir viðgerð á þessu ætti Trúður-
inn að hafa nægt afl í löngu brekk-
urnar í malargryfjunum í Bolöldum,
við mynni Jósefsdals, en þar mun
síðasta torfæra ársins fara fram á
sunnudaginn. jak
Sérútbúinn flokkur
Haraldur Pétursson
Sigurður Þór Jónsson
Kristján Jóhannsson
Björn Ingi Jóhannsson
Gunnar Ásgeirsson
Daníel G. Ingimundarson
Leó Viðar Björnsson
Erling Reyr Klemensson
Guðmundur Pálsson
Garðar Sigurðsson
Helgi Gunnarsson
Óskar Gunnar Óskarsson
Görubílaflokkur
GunnarGunnarsson
Ragnar Róbertsson
Bjarki Reynisson
PéturV. Pétursson
Karl Víðir Jónsson
m
Veiðihornið
Sjóbirtingur á sveimi
Tímabilið lofar góðu fyrír veiðimenn
Sjóbirtingurinn er byrjaður að
mæta fyrir austan, fiskurinn
virðist vera vel haldinn og tíma-
bilið lofar góðu fyrir veiðimenn.
f Laxá í Kjós hafa veiðimenn ver-
ið í góðum birtingi og í Þverá í
Fljótshlíð geta veiðimenn fengið
góða veiði af sjóbirtingi neðarlega í
ánni.
Veiðimenn sem voru í Ytri-Rangá
fyrir fáum dögum veiddu bolta-
sjóbirtinga og í Vola hefur verið
reytingssjóbirtingsveiði. Veiðimað-
ur sem var þar fyrir fáum dögum
veiddi nokkra væna og á Eyrar-
„í Viðarhólma sást
mjög stór sjóbirtingur
um daginn en hann
kom allur uppúr vatn-
inu."
bakkaengjum hafa verið að fást fín
skot í fallegum birtingi.
„Óveðrið stoppaði aðeins veiði-
skapinn á svæði sjö í Grenlæk en
veiðimaður sem var þar fyrir helgi
veiddi 5 punda sjóbirting og næstu
dagar gætu orðið góðir," sagði Jak-
ob Hrafnsson er við spurðum um
stöðuna á svæðinu í gærdag.
„í Viðarhólma sást mjögstórsjó-
birtingur um daginn en hann kom
allur upp úr vatninu. Veiðimenn
voru sammála um að hann hefði
verið hátt í metri eða eitthvað
kringum 20 pund. Það hefur verið
mikið vatn á svæðinu en það fer
minnkandi og þá er aldrei að vita
hvað gerist," sagði Jakob enn frem-
ur. G. Bender
FLUGU KASTAÐ: Veiðimaður kastar flugunni fyrir fiska í Grenlæk á svæði sjö en ágætur
gangur hefur verið þar í veiðinni. DV-myndJakob