Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Grand XL-7, bsk., 7 sæta, skr. 12/02, ek. 22 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk., skr. 6/01, ek. 75 þús. Verð kr. 1790 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4, árg. 1997, ek. 118 þús. Verð kr. 670 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk., skr. 8/00, ek. 62 þús. Verð kr. 1650 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk., skr. 6/00, ek. 65 þús. Verð kr. 990 þús. Daihatsu Feroza SE, skr. 7/96, ek. 113 þús. Verð kr. 540 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////--------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Renault Clio RT, sjsk., skr. 10/02, ek. 4 þús. Verð kr. 1370 þús. Nissan Aimera Comf., bsk., skr. 8/02, ek. 1 þús. Verð kr. 1390 þús. Samfylkingin ræðir Evrópusamruna Flataskóli fær viðbyggingu MÁLSTOFUR: Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn um næstu helgi á Ás- völlum í Hafnarfirði og eftir setningu mun formaður Sam- fylkingarinnar, Össur Skarp- héðinsson, flytja hátíðarræðu. Síðan verða málstofur í gangi sem ræða átökin um Evrópu- samrunann, einkarekstur og opinberan rekstur, fátækt og auðlegð - arfleið barnanna og unga fólkið og framtíðina. Kjöri formanns og varafor- manns verður lýst á laugar- deginum en Össur verður áfram formaður en nýr vara- formaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Önnur framboð bárust ekki. Á sunnudeginum verður málstofa þar sem um- ræðuefnið verður: „Er hægt að kaupa ísland?" Framsögu- menn eru Björgólfur Guð- mundsson og Styrmir Gunn- arsson. Að því loknu verða hvatningarverðlaun Samfýlk- ingarinnar afhent, kosning í flokksstjórn og verkalýðs- málaráð, kynning á starfi og verkáætlun framtíðarhóps og stjórnmálaályktanir afgreidd- ar. VIÐBYGGING: Nýviðbygging Flataskóla í Garðabæ var vígð á 45 ára afmæli skólans fyrir skömmu. Nýja viðbyggingin er um 2000 fermetrar að stærð og með henni stækkar húsnæði skólans úr 3000 í 5000 fermetra. Með nýju við- byggingunni er skólastarfi Flataskóla búin glæsileg um- gjörð. ( henni er m.a. nýtt bókasafn sem er gjörbylting í starfi skólans. Nýja safnið er bæði miklu stærra en það sem fyrir var og eins er þar mun betri aðstaða til kennslu. (viðbyggingunni fæst líka gjörbreytt aðstaða til tónlist- arkennslu en hún hefuralltaf verið í hávegum höfð í Flata- skóla. Arkitekt byggingarinnar er Einar Ingimarsson. Ríflega fertugur karlmaður dæmdur í 51/2 drs fangelsi fyrir kynferðisbrot: Kynferðisleg misnotkun stóð yfir í tæp tólf ár HÉRAÐSDÓMUR: Fjölskipaður dómur komst að þeirri niðurstöðu að brot ákærða gegn stjúpdóttur sinni væru alvarleg og hæfileg refsins væri 5 1/2 ár. Einn þriggja dómara vildi sýkna manninn. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær ríflega fertugan karlmann til að sæta fimm og hálfs árs fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Dómurinn er jafnþungur þyngsta refsidómi Hæstaréttar í kynferðisbrotamáli. Brot mannsins gegn stjúpdóttur- inni voru ítrekuð; þau hófust á ára- bilinu 1988 til 1989, þegar stúlkan var 5 til 6 ára, og lauk í desember 2000 en þá var stúlkan 18 ára. í ákæru yfir manninum kemur fram að brotin voru framin nær daglega á rúmlega ellefu ára tímabili. Maðurinn var jafnframt ákærður íyrir kynferðisbrot gegn stúlku fæddri 1984 þegar hún var tólf ára. Þrátt fyrir að stúlkan þætti að mati Framburður stúlkunnar þykir staðfastur og tek- ið er fram að hún hafi verið samkvæm sjálfri sér, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. dómsins trúverðug var maðurinn sýknaður af ákæru gegn henni. Brotin framin víða Brotin gegn stúlkunni hófust sem fyrr segir þegar hún var fimm eða sex ára; þau héldu síðan áfram nær daglega í nærfellt tólf ár. Stúlk- an tengir upphafstíma misnotkun- arinnar því að hún hafi ekki verið byrjuð í skóla. Þá hafi ákærði nudd- að kynfæri hennar, með fingri og limi, auk þess sem hann hafi fróað sér. Fullkomnar samfarir hófust síðar en stúlkan man ekki nákvæm- lega hvenær. Maðurinn misnotaði stúlkuna oftast á heimili þeirra en einnig á öðrum stöðum eftir því sem árin liðu; svo sem á heimili föður síns, hótelum hérlendis og erlendis, bíl sínum og gröfu sem hann hafði til umráða. Þá fór hann stundum í gönguferðir með stjúpdóttur sinni og misnotaði hana þá á afviknum stöðum. Virti engin mörk Stúlkan bar fyrir dómi að stjúp- faðir sinn hefði snemma gefið sér kynlífshjálpartæki. Þá bar barn- fóstra, sem hafði gætt stúlkunnar, að hún hefði komið að henni og vinkonu hennar, þegar telpurnar voru á 6. eða 7. ári, þar sem þær voru að horfa á klámmynd. Stúlkan mun hafa borið að stjúpfaðir sinn leyfði þetta. Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa keypt kynlífs- hjálpartæki íyrir stúlkuna þegar hún var sautján ára og farið með hana á nektardansstað þar sem stúlkan mun hafa dansað. Víða kemur fram í skýrslum vitna að maðurinn virti engin mörk um einkalíf stúlkunnar eftir að hún varð eldri og fór að mati dómsins langt út fyrir það sem talist getur eðlilegt samband föður og dóttur. Hafði maðurinn til að mynda ítrek- uð afskipti af stúlkunni eftir að hún flutti að heiman, átján ára gömul, auk þess að senda henni blóm og sms-skilaboð. Þetta er ekki fyrsta sinn sem maðurinn kemst í kast við lögin. Hann hefur ítrekað gengist undir sátt og hlotið dóma vegna umferð- arlagabrota. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir þjófnað, fjársvik og nytja- stuld. Síðast var maðurinn dæmd- ur síðastliðið sumar en þá hlaut hann 60 daga fangelsi, skilorðs- bundið í tvö ár. Staðföst og samkvæm sjálfri sér Framburður stúlkunnar þykir staðfastur og tekið er fram að hún hafi verið samkvæm sjálfri sér, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Teknar voru margar skýrslur af henni og er að mati dómsins ekki að finna neinar „sérstakar veilur í framburði hennar". Hins vegar sé margt sem styrki framburð hennar; svo sem nákvæmar lýsingar hennar á umhverfi, þar sem atburðir gerð- ust, klæðnaði beggja aðila og orða- skipti. Stúlkan bar fyrir dómi að stjúpfaðir sinn hefði snemma gefið sér kyn- lífshjálpartæki. Framburður mannsins er hins vegar að mati dómara í heild ótrú- verðugur um ákæruatriði málsins. Maðurinn er talinn hafa gerst sekur um sérlega grófa misnotkun gagn- vart stjúpdóttur sinni, misnotkun sem stóð yfir í langan tíma, eða um 12 ár allt frá unga aidri hennar. Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að ákærði misnotaði freklega vald sitt yfir stúlkunni sem stjúp- faðir hennar og „brást þannig trausti hennar og trúnaðarskyld- um“. Þá hafi brot mannsins gegn stúlkunni haft djúpstæð áhrif á líf hennar og sálarheill og ákærða megi hafa verið það ljóst. Auk fangelsisdómsins er mann- inum gert að greiða stúlkunni 1.500.000 krónur í miskabætur auk þess að greiða allan sakarkostnað. Eins og fyrr segir var einn þriggja dómara héraðsdóms á þeirri skoð- un að sýkna bæri ákærða. Sá dóm- ari skilaði séráliti þar sem hann segir að í málinu njóti ekki beinna sannana um sekt ákærða, hvorki með vitnum eða skjölum. Því sé það mat sitt að gegn eindreginni neitun ákærða hafi ekki verið færð fram sönnun um sekt hans, sem ekki verði véfengd með skynsam- legum rökum og því beri að sýkna ákærða. amdis@dv.is Hitaveita Ólafsfjarðar innheimtir samkvæmt óstaðfestri gjaldskrá Húshitunarkostnaður er reikn- aður út fyrir staðlaðan viðskiptavin miðað við gildandi gjaldskrár hita- veitna. Miðað er við 430 m2 stórt húsnæði og stuðst við forsendur Orkuspárnefndar til að finna orku- þörf við hitun hússins. Sem fram- rásarhiti vatns eru notaðar tölur frá hitaveitunum. Miðað ervið að bak- rásarhiti veitunnar með hæsta framrásarhitann sé 40°C og veit- unnar með lægsta framrásarhitann sé 30°C. Bakrásarhiti annarra veitna er línulegur á milli 30°C og 40°C, eftir því hver framrásarhitinn er. Orkuþörf til hitunar er reiknuð út fyrir hverja veitu fyrir sig. Miðað er við að við 5°C meðalútihitastig sé orkuþörfin 75 kWh/m2/ári og þetta gildi síðan leiðrétt eftir með- alhita á viðkomandi stað. Gert er ráð fyrir að nýting þess afls sem keypt er hjá hemlaveitum sé 55%. Ekki er tekið tillit til taps sem verð- ur vegna notkunar á varmaskiptum í húsum eða rekstrarkostnaðar vegna varmaskiptanna. Þetta á fyrst og fremst við um Hitaveitu Seltjarnarness en þar eru varma- skiptar í hvetju húsi. Óstaðfest gjaldskrá Gjaldskrár opinberra hitaveitna eru háðar staðfestingu iðnaðar- ráðuneytisins. Gjaldskrá fyrir Hita- veitu Ólafsfjarðar, sem innheimt er eftir, hefur ekki hlotið staðfestingu iðnaðarráðuneytisins en sam- kvæmt staðfestri gjaldskrá væri ár- legur hitunarkostnaður á Ólafsfirði tæplega 47 þúsund krónur í stað rúmlega 65 þúsund króna. Sömu sögu er að segja um Hitaveitu Reykjahlíðar, nema hvað þar er gjaldskráin sem innheimt er eftir lægri en sú gjaldskrá sem iðnaðar- ráðuneytið hefur staðfest. Sam- kvæmt staðfestri gjaldskrá væri ár- legur hitunarkostnaður hjá Hita- veitu Reykjahlíðar um 79 þúsund krónur í stað tæpleg 60 þúsund króna. gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.