Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 JL \ íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Fimmtíu áro Rafn A. Sigurðsson framkvæmdastjóri Rafn Alexander Sigurðsson, Ás- búð 98, Garðabæ, er flmmtugur í dag. Starfsferill Rafn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í París og Brússel. Hann lauk stúdentsprófi frá The International School of Brússels, 1971, stundaði sögunám við Há- skólann í Brússel, laganám við HÍ og lauk BA-prófi í viðskiptafræðum frá The Polytechnic of Central London 1976. Rafn var sölufulltrúi hjá Unilever Export Ltd., Port Sunlight, Bret- landi 1976-77, sölustjóri hjá Ála- fossi hf, Mosfellssveit 1977-80, ^ sölustjóri hjá Sölustofnun lagmetis frá ársbyrjun 1980, var fram- kvæmdastjóri Norðurstjörnunnar hf. í Hafnarfirði frá 1982 þar til starfsemi var hætt í ársbyrjun 1992 og varð framkvæmdastjóri fslensks maefangs ehf. (Iceland Waters Ltd) 1.5. 1992. Rafn hefur setið í stjórnum fram- leiðslu, sölu og útflutningsfyrir- tækja víða um land, s.s. um tíma í stjórn Útflutningsráðs og stjórnar- formaður Sölusamtaka lagmetis frá 1983. Þá var hann nokkur ár félagi í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar. Fjölskylda Rafn kvæntist 11.8. 1978, Önnu Júlíönu Sveinsdóttur, óperusöng- konu og söngkennara. Hún er dótt- ir Aðalheiðar J. Guðmundsdóttur, húsmóður og Sveins S. Einarsson- ar, verkfræðings. Börn Rafhs og Önnu Júlíönu eru Svanheiður Lóa, f. 30.4. 1979, læknanemi við Háskólann I Ham- borg í Þýskalandi; Anna Þórdís, f. 6.3. 1983, laganemi við HÍ; Sveinn Sigurður, f. 23.5. 1989, nemi í Garðaskóla. Systkini Rafns eru Karitas, f. 12.3. 1955, húsmóðir í Aþenu í Grikklandi, en maður hennar er Al- exander Mitrogogos viðskiptafull- trúi; Sigurður Baldvin, f. 17.8. 1960, framkvæmdastjóri í New Jersey í Bandaríkjunum, en hann á einn son, Niels Parsberg, f. 29.1. 1978. Foreldrar Rafns: Ólafía (Lóa) Rafnsdóttir, f. 19.11. 1930, d. 1.11. 1999, hússtjórnarkennari og sendi- herrafrú, og Niels Parsberg Sig- urðsson, f. 10.02.1926, fyrrv. sendi- herra. Ætt Lóa var dóttir Rafns Alexanders skipstjóra, m.a. á ms. Kötlu, for- ráðamanns Eimskipafélags Reykja- víkur hf., bróður Ólafíu, móður Rafns Alexanders Péturssonar, skipasmiðs og fiskverkanda og Oddnýjar, móður Jóns R. Hjálmars- sonar, skólastjóra og rithöfundar. Rafn var sonur Sigurðar, b. í Ytri- Múla og Skriðnafelli á Barðaströnd, Ólafssonar, Bjarnasonar og Dag- bjartar Helgu Jónsdóttur, b. á Læk í Dýrafirði. Dagbjört var systir Guð- nýjar, ömmu Jónasar Aðalsteins, hrl. og Jónasar Bjarnasonar læknis. Móðir Lóu var Ingveldur, systir Ólafs, stórkaupmanns í Festi, og Bergþóru, móður Ólafs Gauks tón- listarmanns. Ingveldur var dóttir Einars Guðjóns, hreppstjóra og út- vegsb. í Garðhúsum í Grindavík, bróður Dagbjarts, afa Dagbjarts G. Einarssonar, útgerðarmanns í Grindavík, og Jóhönnu, ömmu Ei- ríks Ketilssonar, stórkaupmanns í Reykjavík. Einar Guðjón var sonur Einars, hreppstjóra og dbrm í Garðhúsum, Jónssonar, ættföður Húsatóftaættar, Sæmundssonar. Móðir Ingveldar var Ólafía, systir Ólafs, föður Ásbjöms stórkaup- manns. Ólafía var dóttir Ásbjörns, óðalsb. og hreppstjóra í Innri- Njarðvík, Ólafssonar, b. í Innri- Njarðvík. Móðir Ólafíu var Ingveld- ur systir Sigríðar, ömmu Guðna, fyrrv. rektors MR. Ingveldur var dóttir Jafets, gullsmiðs í Reykjavík, bróður Ingibjargar, konu Jóns for- seta. Jafet var sonur Einars borgara, bróður Sigurðar, föður Jóns forseta. Niels Parsberg er sonur Sigurðar Bjömssonar Sigurðsson, stórkaup- manns og ræðismanns Breta í Reykjavík, bróður Ingibjargar, aðal- féhirðis Landsbankans. Sigurður var sonur Björns Sigurðssonar, kaupmanns og bankastjóra Lands- banka Islands, b. á Sæunnarstöðum í Hallárdal „eldri“ Finnbogasonar. Björn var bróðir Boga kaupmanns í Búðardal. Móðir Sigurðar var Guð- rún Jónsdóttir, kaupmanns í Flatey á Breiðafirði, Guðmundssonar, og Jófríðar Sigurðardóttur, kaupmanns í Flatey, Johnsens. Jófríður var systir Bryndísar móður Geirs vegamála- stjóra og Áslaugar, móður Geirs for- sætisráðherra og ömmu Gunnars Snorra sendiherra. Móðir Nielsar Parsberg var Karit- as Einarsdóttir, systir Baldvins, for- stjóra Almennra Trygginga hf., og Karls, kaupmanns í Alfhóli í Kópa- vogi, skipstjóra og útvegsb. á Eyri í Skötufirði, Þorsteinssonar, b. á Hrafnabjörgum í ögursveit, Einars- sonar og Sigrúnar Baldvinsdóttur, b. á Strandseljum í Ögurhreppi, Jóns- sonar, b. á Eyri og skutíara í Vatns- firði. Sigrún var systir Jóns, alþm., forseta ASÍ, og Hafliða fisksala. Rafn verður að heiman á afmælisdaginn. Fimmtfu áro Gylfi Guðmundsson húsasmiður á Selfossi Gylfi Guðmundsson húsasmíða- meistari, Lyngheiði 16, Selfossi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gylfi fæddist á Húsatóftum á Skeiðum í Árnessýslu og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í húsa- #. smíði 1981 en meistari hans var Guðmundur Sveinsson á Selfossi. Gylfi starfrækir eigið trésmíða- verkstæði á Selfossi og er búsettur á Selfossi. Gylfi var formaður Ungmennafé- lags Skeiðamanna f þrjú ár, sat I stjórn Félags byggingariðnaðar- manna í Ámessýslu í sex ár, þar af formaður í fjögur ár, gegndi ýms- um trúnaðarstörfum hjá Sambandi byggingamanna um svipað leyti, sat í skipulags- og byggingarnefnd Selfoss í átt ár. Birst hafa nokkrar greinar um dægurmál eftir hann f héraðsblöð- um, auk kvæða og ljóða í héraðs- og landsmálablöðum. Fjölskylda Gylfi kvæntist 24.6. 1978 Mar- gréti Stefánsdóttur, f. 15.1. 1956, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Stefáns Jóhannssonar, fyrrv. lög- regluþjóns, og Ragnheiðar Zóphóníasdóttur, starfsstúlku á öldmnarheimili. Börn Gylfa og Margrétar em Ragnheiður Gló Gylfadóttir, f. 7.1. 1980. BA í mannfræði og nemi í fornleifafræði við HÍ, búsett í Reykjavík; Jóna Harpa Gylfadóttir, f. 22.4. 1982, hefúr lokið prófi í frönsku við frönskuskóla í Aix Provence í Frakklandi, f sambúð með Darryl Stafford frá Kanada og Jarðarfarir Útför Brynjólfs Geirs Pálssonar, Dalbæ 2, Hrunamannahreppi, verður gerð frá Skálholtskirkju miðvikud. 29.10. kl. 13.00. Jarðsett verður f Hrepphólakirkjugarði. er búsett þar; Guðbjörg Lilja Gylfa- dóttir, f. 25.10. 1987, nemi við FS á Selfossi, búsett á Selfossi. Systkini Gylfa em Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, f. 27.7. 1943, hjúkmnarfræðingur, búsett í Reykjavík, gift Markúsi Alexsand- erssyni; Grétar Magnús Guð- mundsson, f. 14.7. 1944, mynd- og hljómflutningsmaður í Hafnarfirði, kvæntur Katrínu Svölu Jensdóttur; Útför Helgu Barðadóttur, Miðbraut 21, Seltjarnarnesi, fer' fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikud. 29.10. kl. 10.30. Baldur Svanhólm Ásgeirsson, leirkera- og mótasmiður, áðurtil heimilis í Hæðargarði 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 29.10 kl. 13.30. Ingibjörg Sigríður Guðmundsdótt- ir, f. 13.5.1949, leikskólastjóri á Sel- fossi, gift Gunnari Magnúsi Einars- syni; Aðalsteinn Guðmundsson, f. 1.5. 1952, bóndi og veitingamaður, búsettur á Húsatóftum á Skeiðum, kvæntur Ástrúnu Sólveigu Davíðs- son. Foreldrar Gylfa vom Guðmund- ur Eyjólfsson, f. 23.5. 1917, d. 1.10. 2001, bóndi á Húsatóftum á Skeið- um, og k.h., Sólveig Jóna Magnús- dóttir, f. 22.7. 1912, d. 27.10. 1999, húsfreyja. Ætt Foreldrar Guðmundar vom Eyjólfur Gestsson frá Húsatóftum á Skeiðum og Guðrún Sigmunds- dóttir frá Vatnsenda í Villingaholts- hreppi. Þau bjuggu á Húsatóftum. Foreldrar Sólveigar Jónu vom Magnús Jónsson frá Eyrarbakka og Margrét Einarsdóttir frá Þykkvabæ. Þau vom búsett í Reykjavík Gylfi og Margrét taka á móti vin- um og ættingjum í Reiðhöllinni á Ingólfshvoli í Ölfusi laugard. 1.11. kl. 16.00-19.00. Útför Sigurðar K Guðmundssonar sjómanns, Vatnsholti 1, Villinga- holtshreppi, fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtud. 30.10. kl. 15.00. Jósef Elnar Markússon frá Görðum, Aðalvík, Þverbrekku 4, Kópavogi, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, 30.10. kl. 15.00. Stórafmæli 95 ára Svanborg Sigvaldadóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. 85 ára Kristfn Magnúsdóttir, Réttarholti, Garði. 80ára Haukur Dan Þórhallsson, Garðatorgi 7, Garðabæ. Regfna Rósmundsdóttir, Hringbraut 88, Reykjavík. 75 ára Ásmundur J. Jóhannsson, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Bjami Ársælsson, Bakkakoti 2, Rangárvallas. Erla Ásgelrsdóttlr, Frostafold 32, Reykjavík. Þorleifur Grfmsson, Fannarfelli 12, Reykjavík. 70 ára Krlstfn Hermannsdóttir, Vífilsgötu 4, Reykjavík. Ragna B. Guðmundsdóttir, Hjallaseli 31, Reykjavík. 60 ára Karlý Frfða Zophonfasdóttir, Sporðagrunni 13, Reykjavík. Kristfn Kristjánsdóttir, Syðri-Brekkum 2, Norður-Þing. 50ára Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari, Kolbeinsmýri 12, Seltjarnarnesi, varð fimmtugur í gær. Eiginkona hans er G. Elsa Guð- mundsdóttir. Þau bjóða vinum og samferðamönnum í gleðskap í Fé- lagsheimili Seltjarnarness, laug- ard. 1.1 l.frákl. 18.00. Anna Jónfna Hauksdóttir, Hraunbæ 99, Reykjavík. Ásta Ingibjörg Björnsdóttir, Álfalandi 3, Reykjavík. Edvard Guðmundur Guðnason, Laxakvísl 16, Reykjavík. Magnús Elfas Guðmundsson, Skólavörðustíg 40, Reykjavík. Ryszard Tomaszewski, Stórólfshvoli, Rangárvllasýslu. Sigurbjörn K Haraldsson, Furulundi 9, Garðabæ. Sigurjón Már Karlsson, Múlalind 8, Kópavogi. 40 ára Anna Kristín Stefánsdóttir, Fögrusíðu 11e, Akureyri. Ásdfs Arnardóttir, Bjarnhólastíg 3, Kópavogi. Einar Bjarnason, Einbúablá 30, Egilsstöðum. Elma Björk Diego, Hólmgarði 7, Reykjavík. Falur Þorkelsson, Grundarhóli 1, Bolungarvík. Guðbjörg S. Ingimundardóttir, Erlurima 2, Seifossi. Guðlaug H. Björgvinsdóttir, Viðarási 35, Reykjavík. Guðrún Hálfdánardóttir, Söndum, V-Hún. Gunnar Jón Eysteinsson, Sunnuhvoli, Hofsósi. Jósef Sigurður Jónsson, Ásgarði, Dalvík. Kristján Jónsson, Berjarima 39, Reykjavík. Lilja Margrét Möller, Klapparstíg 1, Reykjavík. Marfa Þóra Sigurðardóttir, Leynisbrún 11, Grindavík. Óðinn S. Ágústsson, Hlíðarhjalla 46, Kópavogi. Yukari Otani, Skúlagötu 32, Reykjavík. örnólfur Lárusson, Ljósuvík 5, Reykjavík. Andlát Slgríöur Jónsdóttir, Heiðarlundi 3G, Akureyri, lést á heimili sínu sunnud. 26.10. Ólafur Páll Ólafsson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnud. 26.10. Garðar Jónsson, fyrrv. skógarvörður, Hlaðavöllum 8, Selfossi, lést laugard. 25.10. Emilía Siöfn Kristinsdóttir er látin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.