Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR29. OKTÓBER 2003 TILVERA 17 Uma vill bjarga hjónabandinu SKILINN: Kill Bill-stjarnan UmaThurman reynir nú allttil þess að bjarga hjóna- bandi sínu meðTraining Day-leikaranum Ethan Hawke en þau hjónin slitu sambúð fyrir mánuði eftir að hann varð uppvís að ástarsambandi við kanadíska módelið Jen Perzow. Thurman virðist ætla að taka málið föstum tökum því að hún hefur tekið sér frí frá öllum kvikmyndaleik næstu mánuðina til þess að geta eytt meiri tíma með eiginmanninum í við- leitni sinni til þess að bjarga hjónaband- inu. Sjálf segist hún tilbúin til sátta barn- anna vegna en saman eiga þau tvö börn, Mæju, fimm ára, og Roan, eins árs. „Ég er nú með börnunum mínum og tilbúin til þess að eyða haustinu í að reyna að bæta sambandið. Eftir það ætla ég að meta stöðuna," sagði Uma í nýlegu við- tali en bætti við að þau Ethan ættu enn eftir að setjast niðurtil þess að ræða mál- ið. tón ist Halda nafninu Kvartettinn fór fljótlega að fá beiðnir um að koma ffam við ýmis tækifæri og það leiddi af sjálfu sér að farið var að æfa alls konar lög. „Við ákváðum samt að halda nafninu, sem óneitanfega minnir á jólin." Söngkvartettinn hefur reglulega allan sinn feril komið fram á tónleikum víðsveg- ar um landið og í útvarpi og sjónvarpi, brúðkaupum, jarðarfömm og afmælum og hefur Rúdolf fengið lofsamleg ummæli fyr- ir vandaðan og jafnframt nýstárlegan flutn- ing sinn á lögum sem flestum em mjög kunn. Meðlimir Rúdolfs em: Sigún Þor- geirsdóttir sópran, Soffla Stefánsdóttir alt, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Þór Ás- geirsson bassi. sinni fyrr Klassískur vestri — með snúninqi KVIKMVNDAGAGNRÝNI SifGunnarsdóttir sif@dv.is Kevin Costner hefur farið margar rússíbanaferðir á ferli sínum sem kvik- myndaleikari og leikstjóri og undanfar- in ár hefur ferðin verið eiginlega sam- fellt niður á við. En eitt verður ekki af honum skafið og það er að hann kann að gera góðan vestra. Open Range er ekki stór, epísk og yfirdramatísk kvik- mynd eins og Dansar við úlfa en hún er grípandi og vel gerð að öllu leyti. Sagan gerist í villta vestrinu árið 1882 þegar búið er að temja vestrið heilmikið, mikið er orðið um stór- bændur sem líta þá homauga sem flakka um með nautahjarðir sem lög- um samkvæmt mega vera á beit hvar sem er. Duvall leikur Boss Spearman, nautahirði af gamla skólanum, heiðar- legan mann sem forðast illindi og er seinþreyttur til vandræða. Með honum ríðurCharley Waite (Costner) oghefur gert í áratug. Til viðbótar em þeir með tvo lærlinga, hinn risastóra og blíða Mose (Benrubi) og stráklinginn Button (Luna). Saman em þeir á leið yfir slétt- umar með nautahjörð en rekast inn í bæ þar sem landeigandinn Denton Baxter (Gambon) ræður lögum og lof- um - líka fógetanum. Baxter þolir ekki nautahirða sem hleypa hjörðum sín- um á beit hvar sem er þannig að hann vill losa sig við Boss og félaga og hirða hjörðina. Open Range er klassfskur vestri en með nútímasnúningi. Sagan erklassísk - tveir óþekktir menn ríða inn í bæ þar sem illmenni er við völd og frelsa bæ- inn (ásamt fagurri konu) úr ánauð. En frelsaramir em engar hetjur sem ríða um hémð, Charley á svarta fortíð og sjálfsmynd hans er veik en hann lítur upp til Boss sem er ekki bara yfirmaður hans heldur líka lærifaðir í siðfræði og listinni að fyrirgefa. Cosmer hefur af- skaplega næmt auga fyrir efninu og lífi persónanna sem hann fjallar um. Það mætti ef til vill kalla hann leikstjóra hins smáa - smáatriðin lýsa persónun- um betur en mörg orð, sem er gott því ekki em þetta orðsins menn. Val á leikurum hefúr tekist einstak- lega vel í Open Range. Robert Duvall nær fullkomlega utan um persónuna Boss - hvað hann er töff, húmorískur en líka viðkvæmur og þreyttur á flakk- inu. Og dásamleg er senan þegar hann er búinn að sætta sig við að þeir Charley ætla að mæta margmenni í byssubardaga og eyðir stórfé í að kaupa svissneskt súkkulaði og vindla frá Kúbu til að prófa eitthvað nýtt sinn síðasta dag. Costner er sennilega aldrei Laugarásbíó/Regnboginn Open Range ★★★ betri en þar sem hann ber við himin á hestbald, hann er algjörlega afslappað- ur í hlutverki Charleys, byssumannsins með samviskukvalimar, og samleikur þeirra Duvalls er hlýr og persónulegur. Anette Bening gerir mikið úr eina kvenhlutverki myndarinnar og Michael Gambon sver með írskum hreim og er sannarlega illmenni. Myndatakan er æðisleg, hvort sem hún sýnir náttúrufegurðina, regn- flæddan smábæinn, rómantík eða átök. Reyndar er byssubardaginn í lok myndarinnar einn sá besti og „raun- verulegasti" sem ég hef séð, það er líkt og maður finni sjálfúr fyrir skotunum. Þeir sem geta legið löngum stund- um yfir gömlum Wayne- og Cooper- vestrum ættu að drífa sig f bíó, líka vegna þess að Costner nær nýrri sýn á gamla sögu. ekki ráða allir við það. Leikstjóri.-Kevin Costner. Handrit:Craig Storper. Kvikmyndataka:James Muro.Tónlist: Michael Kamen. Aðalleikarar: Robert Duvall, Kevin Costner, Annette Bening,Michael Gambon, Michael Jeter, Diego Luna og James Russo. CHARLEY CXS BOSS: Byssumenn sem snúa bökum saman gegn illmennum. Kevin Costner og Robert Duvall. VATNSFÆLI MONOSILAN Prófað og uppfyllir kröfur RB 88-02 „Áhrif VATNSFÆLI á steinsteypu", skýrsla nr. H/03 og H85/216, Type B, og H/8445 216, Type C, og seit undir nafni. MUR SILAN 0G GRUN SILAN VATNSFÆLNI ER OKKAR FAG KISILL ehf. Ananaustum 15, sími 551 5960, 101 Rvík, e-mail kisill@simnet.is 11 jV/Tí lla i.Vl.11\JlW d. Guftrún Kristjansdottir Birkir IndriSasonÓskar Dagur Eyjólfsson Valdís Josefsdóttir Elfeser ÞÓr JÓnsson Guðbjörg Valdimarsdóttir Rlmar Ingi Ólason Kristfn Kara Jóhannsdóttir Harpa Hrönn Stefónsdóttir Sigurlaug Sunna Gunnarsdóttir Krakkaklúbbur DV og Sam-film óskar vinningshöfum til hamingju. _ . nóvember ámMkL9og16. Vinningartil vimingshafa úti á iandi veröa KveSja. TÍgri og Kittý kiúbht/f' •A »±*A\ Pokemon 4 I Krafefeaklötetei BW Hafþór Örn ÞÓrisson TÓmas Tandri JÓhannsson Stefón Kari (Egisson ffigir Öjrn Sfmonarson filma Omarsdóttir ÞÓrður Þorsteinn ÞÓrSarson guftrún Kristjónsdóttir Isabella Mist Thomasdóttir flnna Vilborg Omarsdóttir Fannar MÓr Harftarson Stefonía Sandra Lydfa Yr Gunnarsdóttir filexanderJ)agur Hilmarsson Bergþóra Olöf Björgvinsdóttir Stefón Heiftar fiuftunsson Tinna BirnaBylqja firnarsdóttir Silja Ros Holldórsdóttir Snædfs LÍf Pólmadóttir Jóhann Geir Hilmisson Theodóra Guftnadóttir Helena Svava Hjaltadóttir 0rna Karen Johannsdóttir Iris Gunnarsdóttir Inga Hermannsdóttir Krakkoklúbbur DV oskar vinningshöfum til homingju. Vinningartil vinningáiafa verða sendir. Kveftja. TÍgri og Kittý A ★Gítarinn ni»t *★★★★★★★*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ M Stórhöfða 27 1 sími 552-2125 og 895-9376 T www.gitapinn.is gitarinn@gitarinn.is J WbD.r] j>JóðJa£|ii£jj'fe)P >dB D£J ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ i V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.