Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDACUR 29. OKTÓBER2003 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR 550 55 55 Við tökum við fréttaskot- um allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 kr. Fullrar nafnleyndar er gætt. Rekstrarþjónusta Oruggur rekstur tölvukerfa TÖLVUMIÐLUN sími: 545 5000 ■ www.tm.is I DÓMI MÓTMÆLT: Viooó Siourðsson mótmælir hér dómi í leik (R og Hauka fyrr í mánuðinum á ansi skrautlegan máta. (forgrunni á myndinni er (R- ingurinn HannesJón Jónsson. DV-mynd Valli / LOG HSÍ Eftirfarandi greinar fjalla um heimild framkvæmdastjóra HS( að vísa til aganefndar ummælum Viggós Sigurðssonar eftir leik Hauka og (R. Ummæli Viggós Sigurðssonar inn á borð til aganefndar HSÍ: Mun svara fullum hálsi 9.14. Stjórn eða framkvæmdastjóra HS( er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. 9.15. Framkvæmdastjóri skal skila greinargerð til aganefndar ásamt gögnum máli sínu til staðfestingar sem málsaðilar skulu fá afrit af. Málsaðilum skal gefinn kostur á að skila skriflegri greinargerð fyrir næsta fund aganefndar. Ef aganefnd telur að um ósæmilega hegðun hafi verið að ræða skal nefndinni heimilt að úrskurða viðkomandi eftir eðli brotsins. Félag viðkomandi leikmanns eða starfsmanns er ábyrgt fyrir sektargreiðslum. Viðurlög geta verið eftirfarandi: a) áminning b) ávítur c) sekt að upphæð kr. 30.000 d) leikbann / / / / / / / / / / / Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdarstjóri HSÍ, vísaði um- mælum Viggós Sigurðssonar í fjölmiðlum, þeirra á meðal DV, inn á borð til aganefndar sem hefur tekið málið til umfjöllun- ar. Viggó gefur lítið fyrir það og segist ætla að svara fyrir sig. „Við erum í raun að fara í gegn- um þennan feril í íyrsta skipti," sagði Einar. „Reyndar kom svipað mál til aganefndar eftir mótslok í vor og þótti þeim þá ekki ástæða til að aðhafast vegna þeirra um- mæla.“ Málsatvik eru þau að Viggó Sig- urðsson sakaði dómara leiks ÍR og Hauka, sem fyrrnefnda liðið vann með 6 marka mun, að vinna gegn Haukum í leiknum og reyndar fleiri leikjum sem dómararnir, Ant- on Gylfi Pálsson og Hlynur Leifs- son, hafa dæmt á undanförnum ár- um. Þá lét hann það í veðri vaka að þeir dómarar væru settir á flesta þá (eiki sem væru fyrirfram tvísýnir hjá Haukum. Aganefnd fundaði í gær og mun nú væntanlega biðja Hauka um að skila greinagerð um málið. For- ráðamenn liðsins hafa tvo daga til þess. Að því loknu verður tekin ákvörðun en viðurlagaheimildir aganefndar eru tíundaðar hér til hliðar á síðunni. Þá hefur dómaranefnd HSI einnig tekið málið til umfjöllunar, „Ég lít á það sem grín ef þeir ætla sér að beita mér einhverjum sektum eða leikbanni. Ég vísa hér í landslög og mun svara öllu slíku fullum hálsi." en þá aðeins það sem snýr að .henni. Sú nefnd getur þó ekki beitt neinum viðurlögum. „Ég hef fullt mál- og tjáningar- frelsi," sagði Viggó Sigurðsson þeg- ar hann var inntur eftir viðbrögð- um við umfjöllun aganefndar um málið. „Alltaf virðast menn rjúka upp til handa og fóta þegar ég tjái mig og það sýnir á hvaða leikskóla- velli þessir me'nn eru. Ég stend fast við það sem ég sagði því mynd- bönd af leikjum Hauka þar sem Anton og Hlynur dæma sýna hvernig er í pottinn búið. Ef það á að vera verkefni aga- nefndar að vernda dómara vegna ummæla þjálfara eftir að leik er lokið er það misskilinn vettvangur og hafa þeir ekki nokkurn skapað- an hlut með það að gera,“ sagði Viggó. „Og þessi umræða um að þetta sé skaðlegt fyrir íþróttina er auðvitað bara híægileg," bætti hann við. / Kem af fjöllum „Ég kem af fjöllum að aganefnd skuli vera að fjalla um þetta mál. Eru þessir dómarar hafnir yfir landslög? Má ekki gagnrýna störf þeirra? Ég lít á það sem grín ef þeir ætla sér að beita mig einhverjum sekt- um eða leikbanni. Ég vfsa hér í landslög og mun svara öllu slíku fullum hálsi. Það er alveg klárt," sagði Viggó. eirikurst@dv.is / / / / Veðrið á morgun Vffi 8-13m/s. Él um landið norðanvert en annars léttskýjað að mestu. Hiti í kringum frostmark sunnan til að deginum en annars 0 til 6 stiga frost. © -3 -3 <8 Veðriðídag 10) * s 10) Veðrið kl. 6 i morgun Sólarlag ■ kvöld Rvik 17.22 Ak. 16.58 Sólarupprás á morgun Rvík 09.03 Ak. 09.59 Síðdegisflóð Rvík 21.07 Ak. 13.03 Árdegisflóð Rvík 08.40 Ak.01.40 Akureyri Reykjavík Bolungarvik Egilsstaðir Stórhöfði Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur London Barcelona NewYork Parfs Winnipeg snjókoma léttskyjað skýjað skýjað léttskýjað þokumóða skýjað rignmg léttskýjað rigning þokmóða alskýjað 0 0 0 0 2 4 2 8 7 15 13 1 -3 Sm Áauglýsingar ^ 550 5000 ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.