Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 FRÉTTIR 11 Berst fyrir leiðtogasætinu STJÓRNMÁL; Þingmenn breska fhaldsflokksins greiða atkvæði í dag um vantraust á leiðtoga flokks- ins, lain Duncan Smith. Alls fóru 25 þingmenn flokks- ins, af 165, fram á atkvæða- greiðsluna. Duncan Smith þarf stuðning meirihluta þingmanna til að halda leiðtogasætinu. Nái hann því ekki verður efnt til leið- togakjörs innan flokksins og getur hann ekki boðið sig fram. Hart hefur verið sótt að Duncan Smith og hann m.a. sakaður um skort á persónutöfrum og að valda ekki leiðtogahlut- verkinu. Úrslit atkvæða- greiðslunnar ættu að vera kunn um sjöleytið í kvöld. Leyniskýrslur RANNSÓKN; GeorgeW. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær reiðubúinn að láta nefnd, sem rannsakar árásina 11. september 2001, í té gögn úr Hvíta húsinu. Um er að ræða leyniskýrslur sem forsetinn fékk í kjölfar atburðanna. Ekki verður þó leyfður aðgangur að nema hluta skýrslnanna. Norðurland SmÁauglýsingar § Komdu með bílinn til okkar á miðvikudögum milli 13.00 og 17.00. Þú getur pantað Ijós- myndatíma í síma 696 2794 eða með tölvupósti, akureyri@dv.is. Við Ijósmyndum bílinn og aðstoðum þig við textagerð. Ekkert aukagjald, einungis 950 krónur hver birting. Afgreiðsla DV er í Akureyri Centrum, Hafnarstræti 94 (gegnt Bautanum). Garmisch-Partenkirchen er staðsett við rætur Zugspitze jökulsins í þýsku Ölpunum og hefur verið gestgjafi Ólympíuleika og Heimsmeistaramóta. Garmisch er einnig ein aðal heilsulind Þýskalands og þægilegt er að iáta dekra við sig í einni af mörgum Spa-heilsulindum bæjarins eftir ánægjulegan dag í skíðabrekkunum. í Garmisch er ríkt menningarlíf og mikið úrval verslana og veitingastaða sem taka vel á móti skíðafólki þegar hvíla á brekkurnar. Fararstjóri Terra Nova-Sólar er Gísli Blöndal og verður hann hópnum innan handar. !r0?|tebrúar-7 o . 19. februar - o7 feb. - 5. ntars MasterCard Skíðaferðir með Terra Nova-Sól ■viku skíðaferð til Garmisch-Partenkirchen í þýsku Ölpunum TERRA NOVA Stangarhyl 3 ■ HOReykjavík • Sími: 591 9000 info@terranova.is ■ Akureyri Simi: 466 1600 25 ARA OG TRAUSTSINS VERÐ SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík: Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Grafarlæks- Stekkjarmóa-Djúpadals, golfæfingaskýli og þjónustu- bygging. Tillagan gerir ráð fyrir að byggingarmagni á byggingarreit e3 verði breytt úr 800m2 í 2000m2 og að mesta hæð byggingar hækki úr 7,0m í 8,0 m frá neðstu gólfplötu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 - 16.15, frá 29. október 2003 - til 10. desember 2003. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulags- fulltrúa eigi síðar en 10. desember 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 29. október 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.