Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 AljcEims* Beint leigu- flug með lcelandair í allan vetur! Tilboð 5. og 19. nóv. í 2 vikur: með flugvallarsköttum. Sumarhúsa- eigendur og aðrir farþegar til Spánar! Tilvalið tækifæri til að stytta veturinn. www.plusferdir. is Hlíðasmára 15 • Sími 535 2100 Börn mega vera -son og -dóttir NORÐURLANDARÁÐ: Dönsk stjórnvöld stefna að því að nafnareglum verði breytt þannig að tekið verði tillit til íslenskrar nafnahefðar. Þetta kom fram á þingi Norðurlandaráðs í gær. Að sögn Sivjar Friðleifsdóttur, samstarfs- ráðherra Norðurlanda, er stefnt að því að breytingin verið gerð fyrir næsta sumar. Poul Schliiter, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á þinginu að reynt yrði að breyta nafnareglum frá og með næsta ári þannig að Danir myndu taka tillit til endinganna -son og -dóttir í ís- lenskum nöfnum. Schliiter hefur haft það verkefni með höndum fyrir Norrænu ráð- herranefndina að ryðja úr vegi hindrunum og erfiðleikum sem standa í vegi fyrir frjálsum flutningum milli Norðurlanda. Siv segir að á undanförnum árum hafi borist kvartanirfrá íslendingum í Svíþjóð og Danmörku sem áttu í deilum við yfir- völd vegna þess að íslensk nafnahefð Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráðherra Norð- urlanda. DV-mynd Lennart Perlenham stangaðist á við reglur í löndunum. Kvört- unum var komið á framfæri við Norrænu ráðherranefndina og Schluter. Svíar breyttu sínum reglum til samræmis við íslenska nafnahefð síðastliðið vor en í Danmörku hefur það dregist. íslendingar fara með formennsku í Nor- rænu ráðherranefndinni á næsta ári og hafa beðið Poul Schluter um að halda áfram störfum sínum fram á næsta sumar. Umsátursástand vegna báðareiganda í blokkí Kópavogi: Heldur íbúum í gíslingu og skolar út illa anda íbúi í Engihjalla 9 í Kópavogi heldur nágrönnum sínum nú nánast í gíslingu með afar slæmri umgengni og ónæði um nætur. Málið hefur komið til kasta lögfræðings Húseigenda- félagsins og getur svo farið að krafist verði útburðar í málinu. Að sögn íbúa í húsinu hefur ónæði af völdum mannsins staðið um margra ára skeið. Hann mun vera frumbyggi í blokkinni og þegar aðrir íbúar voru orðnir ráðþrota varðandi úrlausn mála leituðu þeir til Húseigendafélagsins og gengu í það í vor. Áður hefur m.a. verið leit- að til Félagsmálastofnunar í Kópa- vogi og Umboðsmanns Alþingis. Hefur manninum þegar verið send aðvörun en samkvæmt lögum er í áframhaldandi ferli hægt að krefj- ast útburðar með dómsúrskurði ef viðkomandi lætur sér ekki segjast. Skolar út illa anda Maðurinn á íbúð á 6. hæð í blokkinni sem er 10 hæðir og held- ur hann íbúum 60 íbúða blokkar- innar nánast í gíslingu með fram- ferði sínu. Hann er ekki talinn heill á geðsmunum en það gerir málið erfiðara en ella. Að sögn eins íbúa, sem DV ræddi við í gær, standa íbú- ar af erlendum uppruna á fimmtu hæð nú ráðþrota en fyrir liggur að endurnýja baðinnréttingu íbúðar- innar vegna vatnstjóns af völdum mannsins sem býr á hæðinni fýrir ofan. Er þetta fólk í öngum sínum en eiginkonan er barnshafandi og komin sjö mánuði á leið. Er þetta í annað skipti sem innrétting eyði- leggst hjá þessu fólki vegna þess að íbúinn á sjöttu hæðinni lætur vatn flæða svo að það lekur niður í gegn- um gólfplötu hússins. Ástæðan sem hann hefur gefið fyrir þessu framferði er að hann sé að skola út illa anda. TIL VANDRÆÐA: Ibúi á 6. hæð í Engihjalla 9 í Kópavogi gerir öðrum Ibúum hússins lífið leitt. Leitað hefur verið eftir aðstoð Húseigendafélagsins vegna málsins. Eins og á öskuhaugunum „Hann er alltaf á ferðinni á næt- umar á meðan aðrir vilja reyna að sofa,“ sagði nágranni mannsins. „Ég sá inn í íbúðina um rifu á dyr- unum um daginn og þetta er eins og á öskuhaugunum. íbúðin er bara rúst og varla tilbúin undir tré- verk. Það em þrjár íbúðir í hvorri álmu á hverri hæð, merktar A, B og C. Hinum megin em íbúðir D, E og F. Sameiginleg þvottahús em fyrir hverjar 3 íbúðir. Ég leit inn í þvotta- húsið þar sem maðurinn býr og hann er búin að gjöreyðileggja það. Hann lætur vatn flæða og var búinn að eyðileggja gólfefni og hefur auk þess notað sameiginlegan tengil fyrir þvottavélina sína til að spara sér rafmagnskostnað." Annar íbúi staðfesti þetta og seg- ir að maðurinn hafi gert gott betur og hreinlega kveikt í þvottahúsinu. Umsátursástand hafi verið á köfl- um í blokkinni vegna framgöngu mannsins. Fljúgandi Húsavíkurmynd „Einu sinni tók hann sig tif og henti fram af svölunum mynd í glerrarama af Húsavík. Myndin flaug niður á gangstéttina 6 hæðum neðar og mölbrotnaði. Þá er hann með þá áráttu að þegar hann kem- ur fram á gang snemma á morgn- ana opnar hann upp á gátt allar dyr sem hann sér. Neyðarútganga, dyr út á svalir, allt skilur hann eftir galopið. Til að tryggja að dyrnar út á svalir héldust opnar setti hann eitthvert rifrildi úr skápum í hurð- arfalsið. Nágranni fjarlægði það og setti það fyrir framan dyrnar að íbúð mannsins. Hann kom að vörmu spori og henti þessu drasli fram af svölunum. Svo er sígarettu- slóðin og ruslið eftir hann úti um alla ganga." hkr@dv.is „Erum að íhuga útgáfu" segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri foriagsins Handrit fyrsta bindis umdeildr- ar ævisögu Halldórs Laxness eftir prófessor Hannes Hólm- stein Gissurarson er komið í hús í höfuðstöðvum Eddu útgáfu og er þar til skoðunar með útgáfu fyrir jól íhuga. Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri Almenna bókafélagsins sem er eitt af forlögunum undir hatti Eddu, staðfesti þetta í samtali við DV. „Við erum að skoða málið og verðum að fara að taka ákvörðun um útgáfu," sagði Bjarni í samtali við DV í gær. Samkvæmt heimildum, sem DV treystir, er þeg- ar búið að ákveða að Al- menna bókafé- lagið gefi bók- ina út þótt hún verði augljós- lega seint á ferðinni í bóka- flóðinu, úr því sem komið er. Þetta er því fyrsta bindið af boðuðum þremur bindum sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lýst yfir að hann ætli að skrifa um Halldór Laxness. Fyrsta bindið mun heita Halldór, annað Kiljan og það þriðja Lax- ness. Hart hefur verið deilt um þessar áætíanir prófessorsins en Halldór Guðmundsson, fráfarandi út- gáfustjóri Máls og mertningar, síðar Eddu, hef- ur unnið að gerð ævisögu Laxness í nokkur misseri. Fjölskylda Halldórs Laxness greip til þess ráðs í lok september sl. að loka bréfasafni skáldsins á Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Landsbókasafni, sem var gefið þangað árið 1996, fyrir öllum nema Halldóri Guðmundssyni og Helgu Kress. í viðtali við DV 4. október sl. sagði Hannes Hólmsteinn að Jónas Sigurgeirsson, sem rekur Bókafé- lagið, væri útgefandi sinn en hon- um væri ffjálst að ráðstafa útgáfu- réttinum og aðrir útgefendur hefðu sýnt bók sinni áhuga. Bjarni Þor- steinsson hjá Almenna bókafélag- inu staðfesti í samtali við DV að það hefði verið Hannes Hólmsteinn sjálfur sem kom að máli við félagið og kom handritinu til þess. polli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.