Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 DVSPORT 3 7 Ármann Smári farinn frá Val KNATTSPYRNA: Ármann Smári Björnsson, sem leikið hefir með Val, er genginn í rað- ir FH-inga og mun án efa styrkja Hafnarfjarðarliðið næsta sumar. Ármann Smári var með uppsagnarákvæði í samningi sínum við Val ef liðið myndi falla og ákvað að nýta sér það. „Mig langar að prófa eitthvað nýtt og FH er góður kostur. Það eru spennandi tímar hjá félaginu þar sem liðið spilar í UEFA. Sú keppni getur verið stökkpallur fyrir mann upp á að komast í atvinnumennsku. Þessi ákvörðun mín er tekin í fullu samráði við Val og von- andi skilja Valsmenn að ég vilji spila í efstu deild," sagði Ár- mann Smári. Spurður út í hvaða stöðu hann komi til með að spila með FH sagði Ármann Smári að hann myndi spila þá stöðu á vellin- um sem hann yrði settur í. „Það skiptir mig engu máli hvort ég er settur í vörnina eða látinn spila í framlínunni. Stefnan hjá mér er að vinna tit- il með FH og annað er auka- atriði. Guðni Rúnar eftirsóttur KNATTSPYRNA: Guðni Rúnar Heigason, leikmaður Vals, er orðaður við nokkur félög fyrir næsta sumar, enda engin furða að önnur félög sýni stráknum áhuga þar sem hann átti mjög gott sumar. Guðni Rúnar vildi þó ekki gera mikið úr því að önnur félög væru að sækja eft- ir hans þjónustu. „Það hafa engin félög talað við mig en stjórn Vals hefur heyrt frá einhverjum liðum. Ég er sallarólegur yfir þessu öllu. Ef ég fer frá Val þá verður það ein- ungis sem lánsmaður og færi síðan aftur í Val þegar liðið yrði komið aftur í efstu deild. Ann- ars er ekkert tiltökumál fyrir mig að spila í 1. deild næsta sumar," sagði Guðni Rúnar. Úrslit í nótt: Philadelphia-Miami 89-74 Allen Iverson 26 (11 stoðs.), Kenny Thomas 15, John Salmons 10, DerrickColeman 10, Aaron McKie 10 - Dwayne Wade 18, Eddie Jones 15 (8 stoðs.), Brian Grant 13. San Antonio-Phoenix 83-82 Tim Duncan 24 (12 frák.), Malik Rose 12, Ron Mercer 11, Anthony Carter 10 - Stephon Marbury 24, Shawn Marion 20, Jake Voskuhl 10 (9 frák.), Amare Stoudamire 10. LA Lakers-Dallas 109-93 Gary Payton 21 (9 stoðs., 7 frák.), Devean George 16 (7 frák.), Derek Fisher 16, Shaquille O'Neal 16 (9 frák.), Karl Malone 15(10 frák., 9 stoðs.), Bryon Russell 10, Luke Walton 5, Jannero Pargo 5, Horace Grant 3, Kareem Rush 2 - Dirk Nowitzki 19(13 frák.), Antoine Walker 19, Antawn Jamison 17, Michael Finley 12, Steve Nash 8, Tony Delk 7, Josh Howard 4, Shawn Bradley 4, Eduardo Najara 2, Marquis Daniels 1. DEILDA81KARINN 1 ENGLAND J Arsenal-Rotherham 1-1 Jeremie Aliadiere (11.)- Darren Byfield (90.). Blackpool-Crystal Palace 1-3 Keith Southern (88.) - Andrew Johnson (24.), Dougie Freedman, (víti 62.), Andrew Johnson (87.) Bristol City-Southampton 0-3 - James Beattie (31.), Brett Ormer- od (67.), Graeme Le Saux (89.) Leeds-Manchester United 2-3 Jose Vitor Roque Junior (49.,114.), - David Bellion (78.), Diego Forlan (108.), Eric Djemba-Djemba (117.) QPR-Manchester City 0-3 - Shaun Wright-Phillips (22., 77.), Jonathan Macken (79) Wolves-Burnley 2-0 Kenny Miller (48.), Jody Craddock (81.) Bolton-Gillingham 2-0 Stelios Giannakopoulos (25.), Hen- rik Pedersen (66.) Reading-Huddersfield 1-0 Nicky Forster (83.) i . D E i L D ENGLAND -■% J Cardiff-Watford 3-0 2 . d E I L D ENGLAND i Barnsley-Wrexham 2-1 1 . D E 1 L D SPÁNN :i Úrslit: Real Zaragoza-Real Madrid 0-0 Staða: Deportivo 8 7 0 1 19-6 21 R. Madrid 9 6 2 1 20-9 20 Valencia 8 6 1 1 14-3 19 Osasuna 8 4 2 2 10-7 14 R. Betis 8 3 4 1 12-9 13 Sociedad 8 3 3 2 9-7 12 Barcelona -8 3 3 2 8-7 12 Santander 8 3 2 3 12-10 11 A. Bilbao 8 3 2 3 10-8 11 Sevilla 8 2 5 1 11-10 11 Villarreal 8 2 5 1 10-9 11 Málaqa 8 3 1 4 9-12 10 A. Madrid 8 3 1 4 7-12 10 Valladolid 8 3 1 4 11-17 10 CeltaVigo 8 2 3 3 11-11 9 Zaragoza 9 2 2 5 6-10 8 Murcia 8 1 3 4 7-13 6 Albacete 8 2 0 6 8-13 6 Mallorca 8 1 2 5 7-15 5 Espanyol 8 0 2 6 7-20 2 Samtals BREYTiNGAR HJA LEEDS HRIKALEGT TAP: John McKenzie, stjórnarformaður Leeds, kynnti ársreikning féfagsins i gær en hann sýndt tap upp a rúma sex milljarða á síðasta ári. Seldir: Rio Ferdinand til Man. Utd 33 Jonathan Woodgate til Newc. 8 Robbie Fowler til Man. City 7,5 Robbie Keane til Tottenham 6 Oliver Dacourt til Roma 3 Lee Bowyer til West Ham 0 Samtals 57,5 Allar upphæðir í millj. punda Keyptir: Jody Morris frá Chelsea 0 Leeds birti ársreikning sinn fyrir árið 2002 í gær: Rúmlega sex milljarða tap Veltan minnkaði um 21% og skuldir félagsins nema um tíu milljörðum Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds birti í gær ársreikning sinn fyrir tímabilið 1. júlí 2002 til 30. júní 2003. Ekki er hægt að segja að ársreikningurinn hafi verið glæsileg lesning því að hann sýndi tap upp á rúma sex milljarða fyrir skatta sem er versta afkoma í sögunni hjá ensku knattspyrnufélagi. John McKenzie, stjórnarformað- ur félagsins, tilkynnti þetta á blaða- mannafundi í gær en hann hefur barist við að koma fjárhag félagsins á réttan kjöl síðan hann tók við af Peter Ridsdale. Velta félagsins minnkaði um 21% á milli ára og var 8,2 milljarðar, tekjur af sjónvarpsútsendingum minnkuðu um 36% og skuldir fé- lagsins jukust um 13 milljónir upp í rúmlega tíu milljarða þrátt fyrir að leikmenn eins og Rio Ferdinand, Jonathan Woodgate, Robbie Fowler, Robbie Keane og Oliver Dacourt væru seldir frá félaginu. Launakostnaður jókst um 387 milljónir þrátt fyrir að allir þessir leikmenn væru seldir og er nú um 88% af heildarveltunni. Þar er fé- lagið komið út á hálan ís því að flest ráðgjafarfyrirtæki hafa bent á að Velta félagsins minnk- aði um 21% á milli ára og var 8,2 milljarðar það sé ómögulegt að reka félag þar sem launakostnaður nemur meira en 2/3 af heildarveltu. McKenzie reyndi samt að vera bjartsýnn á fundinum og sagði að félagið væri loksins farið að sjá ljós í enda ganganna. „Okkur hefur tekist að minnka kostnað um 2,6 milljarða á þessu ári og endurskipulagt á meðal stjórnenda okkar. Við munum ekki þurfa að selja leikmenn þegar leik- mannamarkaðurinn verður opn- aður á nýjan leik í janúar þannig að liðið ætti að vera f stakk búið til að berjast í úrvalsdeildinni," sagði McKenzie en Leeds er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Ekki sök McKenzie eða Reid John Boocock, formaður stuðn- ingsmannafélags Leeds, vildi ekki kenna McKenzie eða Peter Reid, knattspyrnustjóra liðsins, um ástandið. „Það hafa engar áætlanir verið gerðar hér á undanförnum árum og félagið er að súpa seyðið af því núna. Það situr uppi með skuldir sem eru óviðráðanlegar og það hef- ur að sjálfsögðu áhrif á félagið. Það eru líka vandamál á vellinum en það er ekki hægt að kenna Peter Reid um það. Hann erfði þetta frá David O’Leary líkt og McKenzie sem þarf að hreinsa upp skítinn eft- ir Peter Ridsdale," sagði Boocock. „Það hafa engar áætl- anir verið gerðar hér á undanförnum árum og félagið er að súpa seyðið afþví núna." Á sama tfma var tilkynnt að Trevor Birch, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea, myndi taka við sama starfi hjá Leeds 1. nóvember næstkomandi. Menn binda miklar vonir við Birch og sagði McKenzie að þar færi maður með mikla þekkingu og reynslu á stjórnun knattspyrnuliðs. Hans bíður mjög erfitt verkefni, sennilega það erfiðasta á starfsferl- inum. oskar@dv.is Lánleysi Leeds heldur áfram Stuðningsmenn Leeds United máttu þola ýmis- legt í gær sem þeir vilja gleyma sem allra fyrst. Snemma dags komu fréttir þess efnis að félagið væri skuldugt upp fyrir haus og um kvöldið máttu þeir horfa á Eric Djemba- Djemba, leikmann Manchester United, slá Leeds út úr deildarbikarn- um, 2-3, með marki í lok framlengingar og von- brigðin leyndu sér ekki í leikslok. Mark Djemba-Djemba kom aðeins þremur mín- útun eftir að Leeds hafði jafnað 2-2. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Peter Reid, stjóri Leeds, bar sig þó vel að leik loknum. „Þetta var tæpt. Þetta var frábær knatt- spyrnuleikur. Ég er mjög vonsvikinn með dómara leiksins en mér finnst að hann hafi rænt okkur víta- spyrnu. Strákarnir eru mjög svekktir en við höld- um áfram. Þeir stóðu sig frábærlega í leiknum og lukkan mun snúast með okkur fyrr en seinna, við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur." Arsenal má þakka fyrir að vera komið áfram eftir að hafa sigrað Rotherham í vítaspyrnukeppni, 9-8. Arsene Wenger hvíldi sína bestu menn og er greini- lega ekki að leggja mikia áherslu á þessa keppni. Ólafur Ingi Skúlason var á bekknum hjá Arsenal en kom ekki inn á. Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans hjá Barnsley unnu góðan heimasigur gegn Wrexham í 2. deildinni í gærkvöld og náðu í þrjú dýrmæt stig. ben@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.