Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 30
30 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER2003 Island tekur boði Mexíkós KNATTSPYRNA: fslenska karlalandsliðið mun að öllum líkindum leika vináttulandsleik við Mexíkó 19. nóvember en samkomulag náðist í gær á milli þjóðanna. KSÍ á þó enn eftir að fá svar frá félögum íslensku leikmannana sem leika í Evrópu en Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við DV að hann ætti ekki von á því að það yrði neinn vandamál að fá flesta þá leikmenn sem óskað yrði eftir í leikinn. „Þetta er nánast frá- gengið. Við erum búnir að senda inn beiðnir á þau félög sem okkar strákar leika með og ég reikna ekki með að það verði neitt vandamál að fá þá í þennan leik. Það er mikilvægt að fara með þá leikmenn úr þeim kjarna sem við Ásgeir höfum verið að vinna með. Reyndar eru Þórður Guðjónsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Loker- en-bræður búnir með kvótann en það er okkar skilningur hjá KSÍ að það þurfi ríka ástæðu fyrir því að banna mönnum að fara í svona leik á alþjóðlegum leikdegi. Það er frábært tækifæri að fá að spila við þjóð eins og Mexíkó sem er eins léttleikandi og raun ber vitni. Leikmenn liðsins eru mjög svo teknískir. Það er ekki oft sem við fáum að leika við svona þjóð og því er þetta mjög spennandi verk- efni," sagði Logi. Mexíkó er í 8.-10. sæti á styrk- leikalista FIFA ásamt ftalíu og Tyrklandi og því engir aukvisar sem íslenska liðið etur kappi við. Leikurinn fer fram í Banda- ríkjunum, nánar tiltekið í San Francisco. Líklegt þykir að Mexíkanar verði vel studdir þrátt fyrir að leikurinn verði í Bandaríkjun- um en margir landar þeirra búa á þessu svæði. USA fellur KNATTSPYRNA: Islenska kvennalandsliðið er í 17. sæti á styrkleikalista FIFA en þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem list- inn er gefinn úr. Á meðal Evr- ópuþjóða er Island í 10. sæti en Þýskaland er komið í efsta sæti eftir að hafa orðið Heims- meistari á dögunum á kostnað Bandaríkjanna. Lftill vinskapur á milli tveggja skærustu stjarna Los Angeles Lakers, Shaquille O'Neal og Kohe Bryant: Shaq er enginn leiðtogi Kobe Bryant gagnrýnir Shaq eftir að sá síðarnefndi kallaði Lakers sitt lið LITLIR KÆRLEIKAR: Það eru litlir kærleikar á milli stórstjarnanna tveggja, Kobe Bryant og Shaquille O'Neal, þessa dagana og gengur skítkastið á milli þeirra. Reuters Það ríkir lítill vinskapur á milli stórstjarnanna Kobe Bryants og Shaquille O'Neal hjá Los Angel- es Lakers þessa dagana. Þessir tveir frábæru leikmenn hafa oft lent upp á kant hvor við annan en steininn tók úr á sunnudag- inn þegar tvímenningarnir rifust heiftarlega. í kjölfarið lýsti O'Neal því yfir að Lakers- liðið væri hans lið en Bryant svaraði honum í gær þar sem hann gagnrýndi Shaq harka- lega og sagði furðulegt að þetta væri hans lið þar sem hann væri enginn leiðtogi. Forsaga málsins er sú að O'Neal sagði við blaðamenn á föstudaginn að Bryant ætti að senda boltann meira á meðan hann væri að koma sér í form í stað þess að fara alltaf sjálfur eins og hans er vani. Bryant, sem er að jafna sig eftir aðgerðir á hné og öxl í sumar, var ekki sáttur við orð félaga síns og sagðist alveg örugglega ekki þurfa leiðsögn á þvi hvernig hann ætti að spila, ekki einu sinni frá O’Neal. „Ég veit hvernig ég spila mína stöðu. Hann getur haft áhyggjur af því hvernig hann spilar inni í teign- um, öðru ekki,“ sagði Bryant. O’Neal gaf litið fyrir ummæli Bryants og sagði að á meðan Lakers væri liðið sitt þá segði hann sína skoðun. Lakers er liðið mitt „Það vita allir að Lakers er liðið mitt. Ef hann þolir þá staðreynd ekki þá getur hann bara farið,” sagði O’Neal og vísaði til þess að Bryant hyggst notfæra sér klásúlu í samningi sínum við Lakers og verða laus allra mála frá félaginu næsta sumar, hugsanlega til að fá betri samningi annars staðar. O’Neal sagðist þó ekki hafa mikl- ar áhyggjur af því að þessa orrahríð félaganna hefði áhrif inni á vellin- um. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég er hér til að vinna. Ef hann er frír þá gef ég á hann og ég ætlast til að fá boltann frá honum þegar ég er frír. Mér er nákvæmlega sama hvað hann hann gerir utan vallar og ég veit að honum er nákvæmlega sama hvað ég geri. Það eina sem ég fer fram á við hann er að hann spili fyrir liðið,” sagði O’Neal. Kobe Bryant tók þessum orðum Shaq ekki þegjandi og hljóðalaust þegar hann var spurður út í þau í viðtali á vefsíðunni espn.com. Blaðamaðurinn Jim Gray spurði hann út í þau orð Shaq að Lakers væri hans lið og allir vissu það. Öllum sama hver á þetta lið „Það skiptir ekki máli hver á þetta lið. öllum er sama. Mér er sama, Karl (Malone) er sama, Gary (Payton) er sama og öðrum leik- mönnum liðsins og stuðnings- mönnum er sama. Það er meira til í lífinu heldur en að vera aðalmaður- inn í Lakers-liðinu. En ef þetta er hans lið þá er kominn tími til fyrir hann að haga sér þannig. Það þýðir því lítið fyrir hann að mæta í æf- ingabúðir fyrir tímabilið feitur og ekki í formi þegar liðið reiðir sig á forystuhlutverk hans innan vallar sem utan. Það þýðir þá ekkert fyrir hann að kenna alltaf öðrum um ef illa gengur hjá liðinu eða kenna starfsmönnum um að gera ekki meira úr meiðslum hans til að hann geti falið hvað hann er í lélegu formi. Að auki þýðir það að hann verður að axla ábyrgð á tapi með jafn glöðu geði og hann axlar ábyrgðina á meistaratitli," sagði Bryant. Undarlegur leiðtogi Hann var síðan spurður að því hvort hann teldi Shaq vera leiðtoga. „Leiðtogar væla ekki um nýjan samning og reyna að þvinga fram 30 milljóna dollara árslaun í fjöl- miðlum þegar tvær stórstjörnur [innsk. blm. Karl Malone og Gary Paytonl spila nánast frítt. Leiðtogi heimtar ekki boltann í hverri sókn þegar þrír aðrir leikmenn [innsk. blm. Malone, Payton og Bryant] spila með honum ásamt öðrum leikmönnum sem hafa staðið í eld- línunni með honum í mörg ár og að auki hóta leiðtogar ekki að hætta að spila vörn og taka fráköst ef þeir fá „Ég hefspilað handar- brotinn, með tognaðan ökkla, rifinn axlar- vöðva, brotna tönn, saumaða vör og ónýtt hné og þarfekki ráð- leggingar frá manni sem missti affimmtán leikjum vegna tá- meiðsla sem allir vissu að voru ekki alvarleg." ekki boltann í hverri sókn." Bryant var síðan spurður út í þær ásakanir Shaqs að hann spilaði ekki fyrir liðið. „Það er bara bull. Ég hef fórnað mínum leik fyrir Shaq í mörg ár. Það var það sem Phil Jackson vildi að ég gerði. Jackson bað mig um að bera uppi sóknarleikinn hjá liðinu á síðasta ári þar sem Shaq var ekki í formi til þess og þess vegna gerði ég það á tímabili. Það fór hins vegar ekki vel í Shaq að hann var ekki að- almaðurinn í sóknarleiknum hjá okkur og þá bað Jackson mig um að stíga til baka sem ég gerði. Hlutverk mitt innan liðsins er eingöngu það sem Phil Jackson segir mér- annað ekki.” Þarf engin ráð frá honum Aðspurður um þá skoðun Shaqs að hann þyrfti að breyta leik sínum á meðan hann jafnaði sig fullkom- lega á meiðslunum sagði Bryant að hann þyrfti ekki á ráðleggingum hans að halda. „Ég hef spilað handarbrotinn, með tognaðan ökkla, rifinn axlar- vöðva, brotna tönn, saumaða vör og ónýtt hné og þarf ekki ráðlegg- ingar frá manni sem missti af fimmtán leikjum vegna támeiðsla sem allir vissu að voru ekki alvar- leg,” sagði Bryant. Það má mikið vera ef þetta verða síðustu orðaskipti þeirra félaga og getur þessi orrahríð ásakana varla verið til þess að hjálpa liðinu í undirbúningi sínum fyrir tímabilið sem hófst í nótt. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.