Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 Velti bíl og stakk af Tjón í bruna SAUÐÁRKRÓKUR: Slökkviliðið á Sauðárkróki var kvatt að einbýlis- húsi á staðnum um fimmleytið í morgun. Þar reyndist vera tals- verður eldur. Húsið sem um ræðir var mannlaust þar sem íbúar voru ekki heima. Virtist svo sem kvikn- að hefði í út frá sjónvarpi. Tals- verðar skemmdir urðu á húsinu vegna hita og reyks. Slökkvistarfi var lokið klukkan sjö í morgun. VELTI BÍL Ökumaður velti bíl sínum í Súgandafirði í gær- kvöld og stakk síðan af. Hann skildi félaga sinn eftir í bílnum. Báðir eru grunaðir um ölvun. Atburðurinn varð um tíuleytið í gærkvöld. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði ökumaður- inn velt bíl sínum út af vegin- um og var horfinn af vettvangi. Félagi hans var enn í bílnum. Sá síðarnefndi var fluttur á sjúkrahúsið á (safirði til að- hlynningar og eftirlits en mun ekki hafa verið teljandi slasað- ur. Lögreglan náði ökumanninum og var hann í haldi hennar í nótt. Hann verður yfirheyrður í dag. Bíllinn er mikið skemmdur eftir veltuna. RÚV stoppar „áróður" RÍKISÚTVARPB: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, hefur kvartað til útvarpsstjóra yfir því að auglýsing frá félaginu, sem lesa átti fyrir hádegisfréttir í gær,varekki lesin.Texti hennar var: „Slökkvum á Ríkisútvarpinu - Heimdallur" og var tilgangurinn að vekja athygli á þeirri stefnu félags- ins að ríkið eigi ekki að reka fjöl- miðla. Heimdallur fékk þá skýringu að RÚV birti ekki „ótilhlýðilegan áróður gegn fyrirtækjum, félögum eða einstaklingum". Félagið telur þetta ekki fullnægjandi skýringu, enda sé auglýsingin ekki ótilhlýði- legur áróður heldur hluti af póli- tískri baráttu stjórnmálafélags, og hefur óskað eftir því við útvarps- stjóra að hún verði birt, ellegar að rökstutt verði með ítarlegri hætti á hvaða forsendum það verði ekki. Skoðanakönnun DVum fylgi stjórnmálaflokkanna: Vinstri grænir á uppleið Skipting þingsæta skv. könnun DV og breytingar miðað við kosningar 2003 I J iJUUULUJMxx ULÁUULiÁÍÍULUJULUÁAUJUUULAk r uixx iJLUÁUJLUULUJLUJLxxx FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKA í KÖNNUNUM DV 28.10.03 15,4 41,4 3,5 27,3 11,9 26.08.03 8,9 43,1 5,7 34,9 6,9 Kosningar 17,7 33,7 7,4 31,0 8,8 08.05.03 15,9 35,7 9,3 29,5 8,1 29.04.03 17,0 33,9 9,5 29,0 9,1 03.04.03 12,8 37,6 9,8 30,2 8,4 31.03.03 15,0 42,7 5,6 27,1 9,4 04.03.03 12,2 42,3 3,3 34,5 7,7 25.02.03 17,1 38,8 1,1 33,7 9,3 07.01.03 12,3 37,1 2,7 39,4 8,1 30.09.02 13,8 47,3 1,9 23,7 13,0 02.06.02 25,6 39,7 4,5 17,5 12,0 04.03.02 21,3 40,4 3,0 18,5 15,3 24.10.01 13,0 45,6 3,9 13,5 24,0 07.08.01 12,7 42,1 4,8 18,0 20,9 07.06.01 17,1 35,6 5,9 15,8 25,0 28.01.01 14,8 37,3 2,0 16,5 29,3 12.01.01 9,7 37,4 1,4 27,0 24,1 29.09.00 11,4 46,5 4,4 17,7 19,4 21-22.03.00 12,5 40,6 2,8 25,6 18,4 28-29.12.99 13,2 51,6 2,5 15,5 16,8 20.10.99 14,3 51,0 2,0 17,7 14,5 13.09.99 18,9 48,9 4,7 17,1 9,8 Kosningar 18,4 40,7 4,2 26,8 9,1 Framsókn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi en bæði Frjálslyndir og Samfylking tapa fylgi miðað við síðustu skoð- anakönnun DV. Sjálfstæðis- flokkur heldur sínu. Almennt er fylgi flokkanna, utan Frjáls- lyndra, nær kjörfylgi en í síð- ustu DV-könnun. Þetta eru nið- urstöður skoðanakönnunar DV sem gerð var í gærkvöld. Niðurstöður könnunar DV urðu þau að 10,3 prósent sögðust mundu kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði nú, 27,8 prósent Sjálf- stæðisflokkinn, 2,3 prósent Frjáls- lynda flokkinn, 18,3 prósent Sam- fylkinguna, 8 prósent Vinstrihreyf- inguna grænt framboð og 0,4 pró- sent aðra flokka. 18,7 prósent sögð- ust óákveðin og 14,2 prósent neit- uðu að svara spurningu um stuðn- ing við flokka eða samtals 32,8 pró- sent. Þannig tóku 67,2 prósent af- stöðu til ákveðinna flokka. Samanlagt sögðust 56,8 prósent mundu kjósa stjórnarflokkana miðað við 52 prósent í síðustu DV-könnun og 51.4 prósent í kosning- unum. Af þeim sem afstöðu tóku sögð- ust 15,4 prósent mundu kjósa Framsókn. Það er 2,3 prósentustig- um færri en í kosningunum í vor en 6,5 prósentustigum fleiri en í skoð- anakönnun DV í lok ágúst. Fram- sókn hefur því náð sér á strik á ný. 41.4 prósent sögðust mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 7,7 prósentu- stigum fleiri en í kosningunum en 1,7 prósentustigum færri en í síð- ustu könnun. Sjálfstæðisflokkur heldur því fylgisaukningu sinni frá því í kosningunum. Samanlagt í sókn og vörn - breyting á fylgi flokka i prósentustigum frá kosningum sögðust 56,8 prósent mundu kjósa stjórnarflokkana miðað við 52 pró- sent í síðustu DV-könnun og 51,4 prósent í kosningunum. Af þeim sem afstöðu tóku sögð- ust 3,5 prósent mundu kjósa Frjáls- lynda en 5,7 sögðust mundu kjósa þá í síðustu könnun en þeir fengu 7,4 prósenta fylgi í kosningunum. Frjálslyndir eru því á niðurleið. Þá sögðust 27,3 prósent mundu kjósa Samfylkinguna, 7,6 prósentustig- um færri en í könnun DV í ágúst og 3,7 prósentustigum færri en í kosn- ingunum. Samfylking hefur því dalað. Loks sögðust 11,9 prósent mundu kjósa Vinstri græna sem er 5 prósentustigum fleiri en í kosn- Nýrþingmaður þ( Tapaðurþingmaður ingunum og 3,9 prósentustigum fleiri en í ágústkönnun DV. Vinstri grænir hafa því rétt verulega úr kútnum. Þá sögðust 0,2 prósent mundu kjósa aðra flokka. Úrtakið í könnun DV var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Hringt var eftir símaskrá og kjósendur spurð- ir: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Niðurstöðurnar má sjá í meðfylgj- andi gröfum. Framsókn sterk úti á landi Þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir kyni og búsetu kemur í ljós að Framsókn og Vinstri græn- ir eru sterkari meðal kvenna en karla en Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir meðal karla. Ekki er marktækur munur á afstöðu kynj- anna til Samfylkingarinnar. Framsókn sækir mun meira fylgi til landsbyggðarfólks en þar mælist fylgi Framsóknar 24,8 prósent. Vinstri grænir eru sömuleiðis sterk- ari á landsbyggðinni. Sjálfstæðis- flokkur og Samfylking eru hins veg- ar mun sterkari á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni. Ekki er munur á fylgi Frjálslyndra eftir búsetu. Skipting þingsæta Þegar þingsætum er skipt miðað við atkvæðafjölda í könnuninni fengi Framsókn 10 þingmenn, fékk 12 í kosningunum. Sjálfstæðis- flokkur fengi 27 þingmenn, bætti við sig 5 mönnum. Samanlagt fengju stjórnarflokkarnir 37 þing- menn og öruggan meirihluta en þeir fengu 34 í kosningunum. Samfylkingin fengi 17 þingmenn, tapaði 3, Vinstri grænir fengju 7, bættu við sig 2 og loks fengju Frjáls- lyndir 2 þingmenn, töpuðu 2. hlh@dv.is Iðnnemasamband íslands berst fyrir tryggingum fyrir nemendur í verknámi: Einn til tveir nemendur slasast á hverri önn Iðnnemasamband (slands hefur á undanförnum árum háð harða baráttu fyrir því að verk- námsnemendur í framhalds- skólum verði tryggðir. Ríkið tryggir ekki nemendur í fram- haldsskólum, eins og fram hef- ur komið í DV. „Við eftirgrennslan okkar hefur komið í ljós að slys á nemendum í skólum eru ekki tilkynningaskyld," sagði Jónína Brynjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍNSÍ, við DV. „Því liggja hvergi fyrir fullnægjandi upplýsingar né skýrslur um tíðni slysa sem þeir verða fyrir. Gróflega má þó gera ráð fyrir að 1-2 nemendur slasist á hverri önn. Þá erum við að tala um að nem- endur sagi í eða af putta, sem get- ur leitt til þess að viðkomandi verði öryrki upp á einhverjar pró- Spurð um slysamál sem hefðu farið fyrir dóm kvaðst Jónína geta nefnt dæmi um stúlku sem hefði sagað fram- an affingri. sentur. Þetta á sér í lagi við um stóru skólana.“ Jónína benti á að vinnuveitend- ur yrðu að skyldutryggja starfsfólk sitt. Þá væru slys sem yrðu á vinnustöðum tilkynningaskyld til Vinnueftirlits ríkisins. Enginn hefði eftirlit með slysum sem nemendur á verknámsbrautum yrðu fyrir. Hún sagði enn fremur að erfitt væri fyrir nemendur að leita réttar síns. Þeir yrðu þá að fara í mál við kennara sinn, sem væri kapítuli út af fyrir sig. Enginn ætlaði sér að lenda í slysi og það væri algjörlega út í hött að draga kennana til ábyrgðar. Þeir væru að jafnaði með 10-12 nemendur í hóp og úti- lokað fyrir þá að fylgjast nákvæm- lega með hverjum og einum. Aðspurð um slysamál sem hefðu farið fyrir dóm kvaðst Jónína geta nefnt dæmi um stúlku sem hefði sagað framan af fingri. Það mál hefði farið fyrir dómstóla og lyktað þannig að stúlkan hefði engar bætur fengið. „Þetta fyrirkomulag tryggingar- mála í framhaldsskólum á landinu er með öllu óskiljanlegt," sagði Jónína. „Ríkið tryggir, með öðrum orðum, ekld framtíð íslands." JSS@dv.is TRYGGINGAR ©NNEMA: Hörð barátta hefur verið fyrir tryggingum iðnnema.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.