Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 10
70 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. OKJÚBER 2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Harðlínumenn til í viðræður PALESTÍNA: Ahmed Qurie, for- sætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sagði í gær að hópar herskárra Palestínu- manna hefðu fallist á að taka aftur upp viðræður um vopna- hlé í baráttunni við ísrael. „Ég hef gert öllum palestínsk- um hópum tilboð, þeim sem eru innan vébanda Frelsissam- taka Palestínu, svo og Hamas og Heilögu stríði íslams, um vopnahlésviðræður. Þeir hafa tekið því vel," sagði Qurie. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær viðræðurnar eiga að hefjast. Litlar líkur eru taldar á að árangur náist nema Qurie fallist á beiðni Yassers Arafats forseta um að mynda endan- lega heimastjórn fyrir 4. nóv- ember næstkomandi. Finnast á lífi BJÖRGUN: Björgunarmenn fundu ellefu námumenn á lífi í suðurhluta Rússlands í morg- un. Mennirnir höfðu verið lok- aðir í námunni, á 800 m dýpi, í sex daga. Einn fannst látinn og eins er saknað. Á laugardag var 33 mönnum bjargað úr sömu námu. Annað námuslys varð í Síberiu í nótt. Að minnsta kosti fimm létust í slysinu. Skógareldarnir þeir verstu í sögu Kaliforníu: Slökkviliðsmenn að niðurlotum komnir TILVERAN í RÚST: Ruth Maas virðir fyrir sér rústir heimilis síns í bænum Crest í Kaliforníu. Hús hennar er eitt þeirra rúmlega tvö þúsund í sunnanverðri Kaliforníu sem hafa orðið mestu skógareldum í sögu ríkisins að bráð. Maas og fjölskylda hennar misstu svo til allar eigur sínar þegar eldurinn æddi um hverfi hennar. Þúsundir íbúa í fjalllendi sunn- anverðrar Kaliforníu áttu fótum sínum fjör að launa í gær þegar þær lögða á flótta undan skóg- areldunum sem stefndu á heim- ili þeirra. Eldarnir eru hinir verstu í sögu Kaliforníu og hafa tíu þúsund slökkviliðsmenn verið kallaðir út tii að berjast. Embættismenn lýstu skógareld- unum í gær sem þvílíkum náttúru- hamförum að annað eins sæist ekki nema á eitt hundrað ára fresti. Gray Davis, fráfarandi rfkisstjóri, sagði að tjónið af völdum eldanna, sem ná að landamærunum að Mexíkó í suðri til norðurhverfa Los Angeles, væri komið upp í tvo milljarða doll- ara. Þar telur hann með kostnað við slökkviliðsstarfið, eignatjón og tekjutap. Vonlaus barátta Nærri tvö þúsund heimili hafa fuðrað upp og embættismenn segja að fjöldi látinna, sem nú eru átján manns, eigi eftir að hækka enn frekar þegar björgunarsveitir fá tækifæri til að fara yfir sviðna jörð- ina frá landamærunum að Mexíkó til San Diego. Óttast er að þar kunni einhverjir ólöglegir innflytjendur að hafa farist. Slökkviliðsmenn, sem hafa háð á tíðum vonlausa baráttu við eldana undanfarna viku, eru að niðurlot- um komnir og hefur þeim verið fyr- irskipað að hvfla sig og safna kröft- um. Margir þeirra höfðu þá ekki sofið í þrjá sólarhringa. Rúmlega 240 þúsund hektarar lands hafa orðið eldinum að bráð. íbúarnir á flótta Yfirvöld fyrirskipuðu rúmlega fjörutíu þúsund íbúum Lake Ar- rowhead og Big Bear, sem eru vin- sælir áfangastaðir ferðamanna um áttatíu kflómetra austur af Los Ang- eles, að yfirgefa heimili sín þar sem eldurinn var kominn ískyggilega nærri. Eldarnir hafa eyðilagt að minnsta kosti tuttugu heimili í nágrenni Lake Arrowhead og þúsundir til viðbótar kunna að brenna til ösku áður en slökkviliðsmönnum tekst að ná tökum á eldinum. Heiti sunnanvindurinn sem hefur gert allt slökkvistarf svo erfitt, Santa Anas vindurinn, er einn afföstu punktum lífsins í sunnanverðri Kaliforníu. í gegnum tíð- ina hefur vindi þessum verið kennt um allt sem aflaga fer. Heitt hefur verið í veðri f sunnan- verðri Kaliforníu og hafa hlýir sunnanvindar aðeins orðið til þess að næra eldtungurnar. Kristel Johnson, talskona banda- rísku skóglendisstofnunarinnar, sagði að eldarnir gæfu frá sér svo mikinn hita að þeir hefðu myndað eigin veðrakerfi þar sem funheitar vindhviður breiða eldinn út. Yfirmenn slökkviliðs Kaliforníu sögðu seint í gærkvöld að svo virtist sem tekist hefði að ná tökum á tveimur verstu eldunum. Slökkvi- liðsmenn þurfa þó enn að berjast við að minnsta kosti átta aðra elda, hugsanlega miklu fleiri. Blásið til sóknar Andrea Tuttle, forstöðurmaður skógarmála í Kaliforníu, sagði fréttamönnum í gær að heldur hefði sljákkað í sunnanvindunum sem ýttu eldhafinu á undan sér niður úr fjöllunum. Slökkvfliðs- menn hefðu því getað blásið til sóknar í fyrsta sinn í fjóra daga. Hún vildi þó ekkert spá fýrir um hvenær tækist að hafa hemil á eld- inum sem ógnar fjallabæjum í San Diego og San Bernardino-sýslum. „Við höfum aldrei séð svona mikinn eld og aldrei hafa jafnmarg- ir íbúar orðið fyrir búsifjum," sagði Andrea Tuttle. „Þetta er fyrirbæri sem gerist aðeins á hundrað ára fresti. Þetta er náttúrulegt eldskeið móður náttúru og þegar vindarnir blása svona verður það okkur um megn, um tíma, að ráða niðurlög- um þessa." Erfiður dagur í dag Spáð er heldur svalara veðri í sunnanverðri Kaliforníu í dag. Slökkviliðsmönnum er það mikill léttir en um leið er ekki laust við að þeir séu eilítið kvíðnir. „Miðvikudagurinn gæti orðið erfiður af því að kuldaskilin munu valda því að hvassir vindar fara að blása í norðurhluta rfldsins," sagði Andrea Tuttle. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur lýst yfir neyðarástandi í fjórum sýslum á brunasvæðunum. Þá mun Arnold Schwarzenegger, nýkjörinn rfldsstjóri Kaliforníu, hitta leiðtoga þingsins í Was- hington í dag til að biðja um fjár- hagsaðstoð sem ríkið á nú rétt á vegna neyðarástandsins. Schwarzenegger heimasótti brunasvæðin á mánudag til að kynna sér slökkviliðsstarfið af eigin raun en eiginkona hans, Maria Shriver, heimsótti athvarf fyrir fólk sem hafði þurft að flýja að heiman. Hjá Raymond Chandler Heiti sunnanvindurinn sem hef- ur gert allt slökkvistarf svo erfitt, Santa Anas vindurinn, er einn af föstu punktum lífsins í sunnan- verðri Kaliforníu. í gegnum tíðina hefur vindi þessum verið kennt um allt sem aflaga fer, hvort heldur það eru morð og önnur óáran eða sjúk- dómar á borð við astma og exem. Sögur og kvæði hafa verið samin um vindinn, tákngerving ólgunnar sem býr undir rólyndislegu yfir- borði letilífsins á þessum slóðum. Spennusagnahöfundurinn Raymond Chandler er einn þeirra sem hafa skrifað um Santa Anas vindinn. í sögu sinni Rauðum vindi lýsir hann Santa Anas sem vindin- um sem „krullar á manni hárið, gerir manni bylt við og fær mann til að klæja". Bílsprenqja varð f?sí!'*?ín9?a.r sex að alourtila 10sl° ofundn,r Enn varð mannfall í írak í gær þegar sex manns biðu bana í bílsprengju skammt frá lög- reglustöð í Falluja. Auk þeirra sex sem létust slösuð- ust átta manns; allt óbreyttir borgar- ar. Þá sprakk sprengja í borginni Basra í gær. Breskur hermaður og tveir óbreyttir borgarar særðust. Sprengjuárásirnar í gær koma í kjöl- far blóðugrar árásar á mánudag en þá létust 35 manns þegar sprengjum var varpað á höfuðstöðvar Rauða krossins í Bagdad og þrjár lögreglu- stöðvar. Auk þess var tilkynnt í gær að bandarískur hermaður hefði fall- ið á mánudag. Þar með hafa 114 RÚSTIR: Iraskir lögreglumenn og borgarar virða fyrir sér rústir bílsins sem sprakk skammt frá lögreglustöð (Falluja. Sprengjan varð sex manns að aldurtila. bandarískir hermenn fallið f Irak ffá því Bush forseti lýsti yfir sigri þann 1. maí síðastíiðinn. AIls létust 115 bandarískir hermenn í sjálfu stríð- inu. George W. Bush Bandaríkjaforseti efndi til blaðamannafundar í gær þar sem hann sagði árásir á óbreytta borgara í Irak ekki draga úr staðfestu Bandaríkjanna. „Það ríkir hættu- ástand í frak vegna þess að hryðju- verkamenn vilja okkur burt," sagði Bush meðal annars. Hann sagði unnið að því að finna þá sem stóðu að hinni mannskæðu árás f fyrradag. Bandaríkjaforseti sagði jafnframt að ekki stæði til að senda fleiri her- menn til Iraks að svo stöddu. Norska lögreglan telur að allt að átta manns hafi tekið þátt t' vopnuðu ráni í póstmiðstöð- inni í Ósló á mánudagskvöld. Eftirlitsmyndavélar náðu myndum af ræningjunum og er lögreglan að rannsaka þær. „Við höldum áfram að fara yfir málið en við erum með góðar myndir," sagði rannsóknarlög- reglumaðurinn Terje Kristiansen við blaðið VG. Heimildarmaður Aftenposten segir að ræningjamir hljóti að hafa þekkt vel til aðstæðna í póst- miðstöðinni, bæði um húsnæðið sjálft og starfsemina. Ein kenning lögreglunnar er sú að ræningjarn- ir hafi jafnvel mánuðum saman njósnað um starfsemina með því að þykjast vera póststarfsmenn. Lögreglan kannar nú hvort ræningjarnir hafi ef til vill komist yfir teikningar af byggingunni með því að hafa samband við skipulagsskrifstofu Óslóarborgar. I hverri viku fara hundruð millj- óna íslenskra króna í gegnum póstmiðstöðina. Lögreglan telur að ræningjunum hafi orðið á í messunni og að þess vegna hafi þeim ekki tekist að hafa umtals- verðan hluta þess fjár á brott. Skotvopnum var beitt á flóttan- um undan lögreglunni og talið er að einn eða fleiri ræningjanna hafi særst í átökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.