Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 16
76 TILVBRA MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 Tilvera Fólk • Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5813-550 5810 Ekkert framhjáhald hjá Victoríu krydd FRAMHJÁHALD: Fyrrum kryddpían Victoría Beckham, eiginkona knattspyrnugoðsins Davids Beckhams, segist ekki geta hugsað sér að halda fram hjá eiginmanninum. Hún sé svo yfir sig ástfangin af bolta- stráknum að hún hafi ekki einu sinni látið sér detta það í hug. „Ég hef aldrei séð fallegri mann en það getur verið af því að ég er svo hrifin af honum. Ég hef aldrei svo mikið sem hugsað um einhvern annan eða látið mér dreyma um það," sagði Victoría sem segir eiginmann- inn helsta ráðgjafa sinn um út- lit og klæðaburð. „Hann ráðleggur mér hverju ég á að klæðast við mismunandi tækifæri og segir mér líka hvernig honum líkar hár- greiðslan og förðunin. Ég hlusta virkilega á það sem hann segir," sagði Victoría. Spurð um félagaskipti Davids til Spánar sagðist hún hafa í hyggju að flytja þangað. „Ég mun setjast þar að og ferðast til vinnu eftir því sem þarf og börnin munu ganga í skóla í Madríd þar sem fjölskyldan mun búa," sagði Victoría. TÖKUM LAGIÐ: Gömul skólasystkini úr Menntaskólanum á Akureyri tóku lagið saman. Lengst til hægri á þessari mynd er Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasam- takanna, Þorsteinn Gunnarsson er fyrir miðju á þessari mynd og Árþóra kona hans stend- ur honum á hægri hönd. Aldarafmæli á Akureyri: Kátína í Ketilhúsinu ÞR[R íVEISLUNNI: Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, Huginn Freyr, sonur Þorsteins, og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. á samkvæmið að skólasystkin þeirra fjölmenntu í teitið og rifjuðu upp gaml- ar minningar frá róttæknisárum þeirra hjóna. Forsetinn og frændinn Herra Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, var á svæðinu. Hélt hann ræðu þar sem hann gerði að umtals- efrii samstarf sitt og Þorsteins á sviði norðurskautsmála og hvemig Háskól- inn á Akureyri hefði dafnað undir stjóm Þorsteins og væri nú orðinn að alþjóðlega viðurkenndu fræðasetri. Ýmsir fleiri tóku til máls. Veislustjóri var Trausti Þorsteinsson á Dalvík, frændi Þorsteins, en þeir em ættaðir frá Teigi í Vopnafirði. Kátlegir hlutir Sérstaka kátínu vöktu ræður bama þeirra hjóna, Hugins og Sólveigar, sem rifjuðu upp ýmsa kátlega huti úr lífi for- eldra sinna. Raunar var þetta stór dag- ur einnig hvað Hugin varðar því að hann útskrifaðist fyrr um daginn með BA-gráðu fr á Háskóla fslands. sigbogKPdvJs Hjónin Þorsteinn Gunnarsson, rektorHá- skólans á Akureyri, og Árþóra Ágústs- dóttir kennari héldu upp á 50 ára afmæli sín í Ketilhúsinu á Akureyri sl. laugar- dagskvöld. Jil þessa aldarafmælis buðu þau vinum og vandamönnum og var margt um manninn. Þau Þorsteinn og Árþóra em stúd- entar frá MA. Setti það talsverðan svip REKTORINN OG FORSETINN. Þorsteinn Gunnarsson og Ólafur Ragnar reifa mál og ræða. Ljósm.: Bjarni Eiríksson. ÁTALf: Hjónin Sigurður Þór Salvarsson fjölmiðlamaður og Guðrún Alda Harðardóttir, lekt- or við HA, spjalla við forseta (slands, Ólaf Ragnar Grímsson. RÚDOLF: Skarphéðinn Hjartarson, Þór Ásgeirsson, Sigún Þorgeirsdóttir og Soffía Stefánsdóttir. Söngkvartettinn Rúdolf með nýja plötu Söngkvartettinn Rúdolfhefur gefið út þriðja geisladisk sinn sem ber nafnið Allt annað. Á fyrri plötum kvartetts- ins voru jólalög en á Allt annað kveður við nýjan tón eins og nafnið bendirtil. DV hitti að máli Sigrúnu Þor- geirsdóttur og Þór Ásgeirsson, sem mynda helming kvartettsins, og bað þau að lýsa tónlistinni á nýju plötunni: „Lögin flokkast öll með klassíkum dægurperlum fyrri ára, íslenskum og erlendum. Við flytj- um lögin án undirleiks - a cappella - þar sem raddimar taka að sér hlutverk hljóðfæra. Af íslenskum lögum má heyra lög eins og Tondeleyjó, Játning og í grænum mó eftir Sigfús Halldórsson, Spil- verkslagið Icelandic cowboy, Vím- an eftir Magnús Eiríksson, Við heimtum aukavinnu eftir Jón Múla og Leyndarmál efir Þóri Baldurs- son. Áf erlendum lögum má nefna sænsku lögin Sá skimrande var aldrig havet eftir Evert Taube og Uti vár hage, Smile, A Nightengale Sang in Berkley Square, Try to Remember og Love Walked In. Sungu fyrst í Bandaríkjunum Rúdolf hefur verið starfandi í rúm tíu ár: „Við höfum starfað með hléum og höfum nánast alltaf sungið án undirleiks. Við vorum í Bandaríkjunum á sínum tíma og þar kynntumst við söng sem þess- um og unnum að hluta til fyrir okk- ur með slíkum söng. Það er mjög hentugt að syngja án undirleiks, t.d. ekkert vesen með rafmagn. Við verðum í staðinn að treysta á okkur sjálf. Þegar við komum heim ákváðum við svo að prófa þetta og það vildi svo til að jólastemningin stóð sem hæst og það kom eigin- lega af sjálfu sér að við fórum að syngja jólalög. í framhaldi af því skírðum við okkur Rúdolf." Jackson er hvítari en nokkru Furðupopparinn Michael Jackson er nú orðinn hvítari en nokkru sinni fyrr, þótt blökkumaðursé, svo hvítur að börn eru hrædd við hann. „Það er engu líkara en hann hafi dottið ofan í krítarkrukku," segir heimildarmaður bandaríska blaðs- ins Daily News í New York. Sagt er frá því að á góðgerðasam- komu hafi fjögurra ára krakka, Kalien að nafni, brugðið svo við að hitta popparann að hann hrökklað- ist aftur á bak, dauðskelkaður við þessa furðuveru. Sjálfur hefur Michael Jackson haldið því fram að hann þjáist af húðsjúkdómi sem geri það að verk- um að hörund hans upplitast, ef svo má að orði komast. „Maður á bágt með að trúa því að Michael Jackson hafi einu sinni verið svartur karlmaður. Núna lítur hann út eins og furðuleg hvít kona,“ segir heimildamaður bandaríska dagblaðsins. FURÐULEG KONA: Michael Jackson er eins og furðuleg hvít kona en ekki eins og svartur karlmaður, sem hann þó er. ö' J& r .j | m IM ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.