Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 DVSPORT 29 Ragnhildur á fimm yfir pari Scholes frá í 3-4 vikur Vassell til KTP KÖRFUKNATTLEIKUR: Keith Vassell, sem fékk íslenskt ríkis- fang síðasta vor, hefur samið við finnska félagið KTP um að leika með því út tímabilið. Vassell lék með Hamri á síð- ustu leiktíð en þar á undan í 'nokkur ár með KR. Hann lék sinn fyrsta leik með KTP um helgina og skoraði 14stig og þótti standa sig vel. GOLF: Ragnhildur Sigurðar- dóttir lék á vel á fyrsta degi úr- tökumótsins fyrir Evrópumóta- röð kvenna í golfi sem fram fór í gær í Portúgal. Ragnhildur byrjaði vel og lék fyrstu 11 hol- urnar einstaklega vel og var á pari eftir þær. Á 12. holu lenti hún í hremmingum og fór hringinn á 77 höggum eða fimm yfir pari. Sigurður Péturs- son, þjálfari Ragnhildar, var ánægður með stelpuna á fyrsta hring. „Hún var að spila rosalega vel og er svona um miðjan hóp eftir fyrri hringin," sagði Sigurður þegar DV náði tali af honum í gær. Hann var bjartsýnn á að Ragnhildur myndi standa sig vel áfram seinni daginn. „Þetta er spurn- ing um spennustigið og ekkert sem bendir til annars en hún verði í góðum gír í dag þar sem hún er vön." Spurður út í vallaraðstæður sagði Sigurður að völlurinn væri einn sá fallegasti sem hann hefði séð. „Þetta er mjög fallegur og erfiður völlur. Hann er stór og mikill gróður í kring. Flöturinn er stór og erfitt að lesa línuna." KNATTSPYRNA: Paul Scho- les, leikmaður Manchester United, verður að öllum líkind- um frá í 3-4 vikur vegna nára- meiðsla sem hafa verið að plaga hann á tímabilinu. Scholes hefur þegar misst af fjórum leikjum á þessu tímabili vegna sömu meiðlsa og þarf hann að fara í uppskurð á báð- um nárum. Hann hafði tekið sér hvíld um tíma og virtist vera klár í slaginn en verður að hvíla sig í 3-4 vikur til viðbótar. Hann mun missa af deildar- leikjum gegn Liverpool og Chelsea í nóvember og einnig leiknum gegn Rangers í meist- aradeildinni. Þá er líklegt að hann missi af vináttulandsleik Englendinga og Dana. n, þjálfarí ÍBV verki hjá okkur, þetta er sú deild sem við erum að spila í og við eig- um eftir að bæta okkur, það er al- veg á tæru." Birkir ívar var ekki valinn í lands- liðshópinn sem mætir Pólverjum um helgina og kom það mönnum nokkuð á óvart. Birkir segist vitan- lega ekki sammála þessu vali lands- liðsþjálfarans. „Eina leiðin til að sýna að ég eigi heima í liðinu er að standa mig á vellinum. Ég tel mig sjálfan vera í landsliðsklassa, ef ég gerði ekki það héldi það sjálfsagt enginn en það er ekki mitt að velja landsliðið. Ég get þó tvímælalaust bætt mig og ég ætla mér að vera í þeim landsliðs- hópum sem fara á Evrópumótið í janúar og á Ólympíuleikana í haust." eirikurst@dv.is h Sigfús Sigurðsson fórí læknisskoðun í gær: Fær ekki fulla sjón á auganu „Ég fékk bara góðar fréttir. Þetta er ekki eins slæmt og það hefði getað verið þannig að það var lán í óláni að hafa sloppið svona vel. Það er smáskekkja í sjónlínunni sem réttist með gleraugum eða linsu," sagði Sigfús Sigurðsson, leikmaður Magdeburg í Þýskalandi, spurður út í stöðuna á auganu en Sigfús varð fyrir því óláni að fá putta í augað á dögunum. „Ég var heppinn með það að fá lófann í nefið og síðan á ská upp í augað. Ef ég hefði fengið puttann beint í augað þá hefði ég orðið blindur á því auga á staðnum og ferillinn líklegast búinn. Sem betur fer slapp ég vel. Það er ekki orðið ljóst hvenær ég má byrja að spila aftur en ég fæ úr því skorið á mánu- daginn eftir viku. Þá getur vel verið að ég megi byrja strax. Ég er með svona 60-65% sjón eins og er og fæ væntanlega ekki fulla sjón aftur. Ég er að vonast til að fá svona 70-90% sjón aftur á „Ég er að vonast til að fá svona 70-90% sjón aftur á augað augað og þá kemur þetta ekki til með að há mér neitt." Spurður út í hvort hann hafi ekki verið smeykur áður en hann fór í skoðun í gær sagðist Sigfús hafa verið bjartsýnn og jákvæður og ekki hafa hræðst útkomuna. „Ég hef þá kenningu að líta jákvætt á hlutina." ben@dv.is Fjórir sigrar Stúdína í röð unnu nýliða ÍR með 28 stigum, 81-53, í Kennaraháskólanum í gær Stúdínur komust einar í topp- sæti 1. deildar kvenna { gær með 28 stiga sigri á nýliðum ÍR, 81-53, í íþróttahúsi Kennara- háskólans. Þrátt fyrir góða byrjun náði ungt og óreynt ÍR- lið ekki að halda í við fS-liðið sem leikur betur með hverjun leik og vann i gær fjórða leik sinn í röð. ÍR-liðið virtist ætla að fylgja eftir góðum sigri á Grindavík í upphafi leiks og nýliðamir komust meðal annars í 0-8 og fyrsta karfa Stúdfna kom ekki fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Eftir það komust ÍS-konur í gang og um miðjan hálfleikinn voru þær komnar með frumkvæð- ið sem þær héldu út allan leikinn. Stúdínur lögðu ofurkapp á að loka á Eplunus Brooks í þessum leik og hún komst lítið áleiðis enda oft tví- eða þrfdekkuð. Á móti vantaði meiri ákveðni í hinar í ÍR- liðinu en þeim gekk illa að stilla upp og það hjálpaði þeim ekki að koma Brooks í góða stöðu undir körfunni. ÍR-liðið var inni í leikn- um í hálfleik en við slæma byrjun á þeim seinni misstu þær trúna og eftir það var leikurinn eign ÍS. Það hefúr verið gaman að fylgj- ast með uppsveiflu ÍS-liðsins, allt frá því að það mátti þola slæmt tap í Njarðvík í fyrsta leik. Síðan þá hefur liðið leitóð betur með hveij- um leik og mikið munar um að lykilmenn liðsins, Alda Leif Jóns- dóttir og Lovísa Guðmundsdóttir, eru að fá góða hjálp frá félögum sínum í sókninni. Sóknin, sem gekk illa í byrjun móts, er farin að ganga eins og smurð vél eins og sést á því að fimm leikmenn eru að skora á bilinu 10 til 15 stig í leiknum í gær. Sóknin er farin að ganga eins og smurð vél eins og sést á því að fimm leikmenn eru að skora á bilun 10 til 15 stig í leiknum í gær. Alda Leif Jónsdóttir átti mjög góðan leik í gær, var ákveðnari en fyrr í vetur og stjómaði leik liðsins vel. Lovísa Guðmundsdóttir var mjörg sterk í fyrri hálfleik en hitti verr í þeim seinni en það kom ekki að sök því þær Svandís Sigurðar- dóttir, Svana Bjarnadóttir og Stella Rún Kristjánsdóttir léku þá við hvern sinn fingur. Bæði Svana og Stella eiga mikinn þátt í beittari sóknarleik ÍS-liðsins og auk góðra stiga þá spilaði Svandís síðan frá- bæra vöm á Brooks í gær. ÍR-liðið hefúr sýnt á sér tvær hliðar í upphafi móts og það sem liðið vantar tilfmnanlega meira er stöðugleiki í sitt lið. Heimaleikina hefur ÍR þannig unnið sannfær- andi en á útivöllum hefur liðið mátt þola stór töp. ooj&dv.is Staðan í delldinni: (S 5 4 1 317-278 8 Njarðvík 4 3 1 253-221 6 Keflavík 4 2 2 331-281 4 (R 5 2 3 308-351 4 KR 413 246-273 2 Grindavík 4 1 3 220-271 2 Næstu lelkin Njarövík-Keflavík mlð. 29. okt. 19.15 Grindavík-KR fim. 30. okt. 19.15 KR-lR lau. 8.nóv. 16.00 Grindavík-Keflavík lau. 8. nóv. 17.15 fS-Njarðvík mán. 10. nóv. 19.30 Flest stlg aö meðaltali: Andrea Gaines, Njarðvlk 23,5 Hildur Sigurðardóttir, KR 21,0 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 18,0 Eplunus Brooks, (R 17,2 Sólveig Gunnlaugsd., Grindavlk 15,3 Díana Jónsdóttir, Njarðvík 14,0 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavlk 12,3 Stella Rún Kristjánsdóttir, (S 12,0 Lovísa Guðmundsdóttir, IS 11,6 Gréta Mar Guðbrandsd., Njarðvík 11,5 Flest fráköst að meðaltall: Eplunus Brooks, IR 18,0 Hildur Sigurðardóttir, KR 12,5 Andrea Gaines, Njarðvík 12,0 Lilja Oddsdóttir, KR 10,3 Svandls Sigurðardóttir, (S 9,8 Flestar stoðsendlngar að meðaltali: Alda Leif Jónsdóttir, (S 6,4 Andrea Gaines, Njarðvík 6,3 Erla Reynlsdóttir, Keflavík 5,0 Hildur Sigurðardóttir, KR 4,8 Svava Ósk Stefánsd., Keflavík 4,3 ÍS-ÍR 81-53 (37-31) Dómarar: Aron Smári Barber og Reginn H. Ketilsson 6/10 Gæði ieiks: 7/10 Ahorfendur: 50 Maður leiksins: Alda Leif Jónsdóttir, IS Gangur leiksins: 0-8, 5-8, 5-10,9-10, 9-12,17-12, (22-17), 24-17, 32-19, 35-23, 35-31, (37-31), 41-31,52-37, (59-42), 59-43, 69-45, 74-48,74-52,81-52,81-53. Stig skoruð (Frákðst) Stoðsendingar Alda Leif Jónsdóttlr 15(5) 11 Svana Bjarnadóttir 14(9)0 Lovlsa Guðmundsdóttir 13 4 Stella Rún Kristjánsdóttir 12 (3) 2 Svandls Anna Siguröardóttir 10(10) 1 Guðrún Baldursdóttir 8(4)3 Hafdls Helgadóttir 7:0 Hrafnhildur Kristjánsdóttir 2(0)2 Jófrlður Halldórsdóttir 0(2)2 Stig skoruð (Fráköst) Stoðsendingar Eplunus Brooks 12(13)2 Ragnhildur Guðmundsdóttir 10(2)0 Kristrún Slgurjónsdóttir 8(2) 1 Eva María Grétarsdóttir 7(0)3 Rakel M. Viggósdóttir 5(2)2 Hrefna Dögg Gunnarsdóttir 5(3)0 Bryndís Gunnlaugsdóttir 4(0) 1 Kristín Þorgrlmsdóttir 2(7)0 Sara Sædal Andrésdóttir 0(2)3 43 (23) FrAköst (sókn) 31 (8) Svandis 10, Svana 9 - Brooks 13 25 Stoösendlngar 12 Alda Leif 11, Lovlsa 4 - Eva 3, Sara 3 23 Stolnir boltar 11 Alda Leif 7, Svandfs 5 - Ragnhildur 4 3 Varln skot 1 Lovísa 2, Svandís 1 - Brooks 1 17 Tapaðlr boltar 33 24/7 (29%) 3ja stlga skot 8/2 (25%) 10/6(60%) Vftanýting 25/13 (52%) —— IÍTÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.