Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRIT5TJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRIT5TJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dvJs - Auglýsingar: auglys- ingar@dv.is. - Drelflng: dreiflng@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins íbúar blokkar í gíslingu - frétt bls. 4 Vinstri grænir á uppleið - frétt bls. 6 Slökkviliðsmenn að niðurlotum komnir -fréttbls. 10-11 Barátta konu við stein- runnið kerfi - leiðaraopna bls. 12-13 Michael Jackson hvítari en nokkru sinni -Tilvera bls. 16-17 Bíó og sjónvarp -Tilvera bls. 26-27 Drap hundinn til að endurheimta seðla Ýmislegt leggja menn nú á sig til að endurheimta glatað fé. Kín- verskur maður einn brá á það ráð að drepa hundinn sinn til að endurheimta peningaseðla sem hvutti hafði etið á meðan hann átti að standa um þá vörð. Múrarinn Sun Xiaoshan frá Honghuborg í Hubei-héraði hafði fengið andvirði nærri þrjá- tíu þúsunda íslenskra króna fyrir að aðstoða annan íbúa bæjarins við að reisa hús. Peningana skildi hann síðan eftir heima þegar hann og eiginkonan fóru út að vinna næsta dag. Peningana setti múrarinn undir glerdisk og tjóðraði hund- inn sinn þar skammt frá svo eng- inn vogað sér nú inn til að stela fénu. En þegar múrarinn kom heim var hundurinn búinn að eta allt nema sjö þúsund krónur. Björgólfur kemur með nýja hugsun inn UMMÆLI FÓLKS: Þátttakendur í könnun DV létu ýmis um- mæli falla þegar spurningarn- ar voru bornar fram. Hér á eft- ir fylgja nokkur ummæli sem féllu þegar spurt var um ein- staklinga í viðskiptalífinu. „Allt þetta sjálftökulið er jafn slæmt," sagði maður á höfuð- borgarsvæðinu. Kona á Norð- urlandi sagði: „Ég get ómögu- lega svarað því, maður er ekk- ert inni í þessu viðskiptalífi. Þetta er alveg sér heimur." „Það er voðalega erfitt að nefna einn umfram annan, maður leiðir svo lítið hugann að þessu," sagði karl á Suður- landi. Kona í Reykjavík sagði: „Björgólfur virðist ekkert hafa breyst þótt hann hafi auðg- ast." Kona á Suðurnesjum sagði: „Jóhannes hefur gert meira fyrir heimilin í landinu en flestir í þessu viðskiptalífi svo ég er ekki í vafa." Og karl fyrir vestan sagði: „Björgólfur kemur með nýja hugsun inn í viðskiptalífið. Þó valdablokk- irnar séu svipaðar og áður er allt annar bragur á þessu." „Nú segi ég pass," sagði karl í Reykjavík. Skjálftahrina SKJÁLFTAR: Jarðskjálftahrina hófst við Kleifarvatn í gærkvöld og mældust stærstu skjálftarnir um 2,5 á Richter. Fjölmargir skjálftar komu fram á mælum Veðurstofu fslands fram yfir hálftíu í gærkvöld, en skjálftar voru þó að koma fram á svæðinu fram undir klukkan þrjú í nótt. Upptökflestra skjálftanna voru um 4-6 kílómetra NNA af Krýsuvík. Skoðanakðnnun DVum álit almennings á einstaklingum í viðskiptalífinu: Björgólfur Guðmundsson nýtur langmests álits Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbank- ans, ber höfuð og herðar yfir aðra einstaklinga í íslensku við- skiptalífi þegar kjósendur eru spurðir á hvaða einstaklingi í viðskiptalífinu þeir hafi mest álit. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunar DV sem gerð var í gær- kvöld. Spurt var: Á hvaða einstak- lingi í viðskiptalífinu hefur þú mest á lit um þessar mundir? Tæplega helmingur eða 49,4 pró- sent nefna Björgólf Guðmundsson. Athygli vekur að samanlagt nefna rúm 57 prósent Björgólf, Björgólf Thor Björgólfsson, son hans, eða Björgólfsfeðga. Ljóst er því að Björgólfsnafnið er fólki ofarlega í huga þegar það leiðir hugann að ís- lensku viðskiptalífi. Athygli vekur að samanlagt nefna rúm 57 prósent Björgólf, Björgólf Thor, son hans, eða Björgólfsfeðga. í öðru sæti þessarar könnunar er Bjarni Ármannsson, forstjóri fs- landsbanka, en 10,3 prósent nefndu hann. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, er þriðji en 9 prósent nefndu hann. Sonur Jó- hannesar, Jón Ásgeir, kemur næst- ur með 5,2 prósent atkvæða. Þá Björgólfur Thor, 3,9 prósent, Björg- ólfsfeðgar, 3,9 prósent, Baugsfeðg- ar, 3,4 prósent, og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, með 3 prósent. Rannveig Rist er eina konan á blaði með 2,1 prósent. Loks fengu Jón Helgi Guðmundsson í Byko, MEST ALIT Björgólfur Guðmundsson 49,4% Bjarni Ármannsson 10,3% Jóhannes Jónsson 9,0% Jón Ásgeir Jóhannesson 5,2% BjörgólfurThor Björgólfsson 3,9% Björgólfsfeðgar 3,9% Baugsfeðgar 3,4% Kári Stefánsson 3,0% Rannveig Rist 2,1% Jón Helgi Guðmundsson 0,9% MagnúsGunnarsson 0,9% Magnús Scheving 0,9% Aðrir-samtals 73% Hlutfall afþeim sem afstöðu tóku Magnús Gunnarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Eimskipafélags- ins, og Magnús Scheving, driffjöður Latabæjar, 0,9 prósent hver. Aðrir fengu minna en samanlagt fylgi þeirra er 7,3 prósent. Úrtakið í þessari könnun DV var 600 manns á kosningaaldri, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar. Hringt var eftir símaskrá og ofangreind spurning borin fram. Tæp 40 prósent tóku afstöðu til tiltekinna einstaklinga í þessari könnun, aðrir voru óálcveðnir eða svöruðu ekki. hlh@dv.is Bjaml Jóhannes Ármannsson. Jónsson. LANGEFSTUR: Enginn í íslensku viðskiptalífi kemst með tærnar þar sem Björgólfur Guðmundsson hefur hælana. Hann nýtur langmests álits með Islendinga samkvæmt skoðanakönnun DV sem gerð var í gærkvöldi. Jón Ásgeir Björgólfur Thor Jóhannesson. Björgólfsson. Kári Rannveig Stefánsson. Rist Kviknaði í íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði í nótt: Eldur í Töluverðar skemmdir urðu í íbúð í Hafnarfirði þegar eldur kom upp í henni í nótt. Engin slys urðu á íbúum sem komust út af eigin rammleik. ELDUR í KJALLARA: Töluverðar skemmdir urðu á kjallaraíbúðinni. DV-myndir GVA sófa í kjallaraíbúð Það var klukkan 3.41sem slökkvi- liðinu barst tilkynning um að eldur væri í íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði. Um var að ræða þríbýlishús á Aust- urgötu 11. Höfðu húsráðendur samband við slökkvilið og til- kynntu um eldinn. Þegar slökkviliðið kom á staðinn reyndist vera eldur í kjallaraíbúð hússins. Höfðu íbúar hennar, kona og tvö börn, vaknað og voru komin út þegar slökkviliðið bar að. Talsverður eldur reyndist vera í íbúðinni og virtist svo sem hann hefði átt upptök sín í sófa í stofu. Vel gekk að ráða niðurlögum hans og reykræsta húsnæðið. Talsverðar skemmdir urðu af völdum reyks og hita á húsinu, sem er gamalt timbur- hús. Austurgata 11 er gamla símstöðin, teiknuð af Guðjóni Sanúelssyni. JSS@dv.is AUSTURGATA 11: Þegar slökkvilið kom á staðinn í nótt var eldur í kjallaraíbúð hússins. (búar, kona og tvö börn, voru komin út þegar slökkviliðið bar að.Talsverðar skemmdur urðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.