Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 12
12 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 Árás ógnar alþjóðlegu hjálparstarfi mm- ■>■■■ ■ „Starf Rauða krossins á vígvellinum byggist á því að stríðandi fylkingar virði mannúðarlög en á því verður oft misbrestur." Svo sagði í upphafi til- kynningar Félagsvísindatorgs Háskólans á Akur- eyri vegna fyrirlestrar sem Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, flytur í dag. I erindi sínu á Félagsvísindatorgi fjallar Þórir með- al annars um hvernig óöryggi, fjárskortur og virð- ingarleysi fyrir mannúðarlögum ógna hjálpar- starfi. Friðhelgi starfsmanna Rauða krossins og ann- arra hjálparstofnana er grundvöllur þess að þeir geti starfað á stríðshrjáðum svæðum og veitt þá aðstoð sem nauðsynleg er. Ástandið er alvarlegt vegna þess að á undanförnum árum hafa hjálpar- starfsmenn oft orðið fyrir árásum við störf sín. Stundum hefur jafnvel orðið að draga úr aðstoð- inni vegna þessa. Umheimurinn var enn og aftur minntur á þessa staðreynd í fyrradag er ráðist var á byggingu sem Alþjóða Rauði krossinn hefur til umráða í mið- borg Bagdad. Tveimur bílum, hlöðnum sprengi- efni, var ekið að byggingunni á miklum hraða. Sprengingin var svo öflug að hús í nágrenninu hrundi. Tólf manns létust, þar af tveir íraskir starfsmenn Rauða krossins, og fimmtán slösuð- ust. Aðrar sprengingar urðu í borginni á sama tíma á þessum blóðugasta degi átakanna í Irak frá því að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum. Að minnsta kosti 35 manns létust í sprengingun- um og allt að 230 slösuðust. Þetta er í fyrsta skipti í 140 ára sögu Rauða krossins sem sjálfsmorðsárás er beint að starf- semi hans. Það að Rauði krossinn sé skotmark í íraksátökunum sýnir að enginn er óhultur. Árásin er sérstaklega alvarleg vegna þess hlutverks sem Framlag íslendinga til aðstoðar íbúum á stríðshrjáðum svæðum hefur einmitt verið slíkt hjálparstarf. Mikilvægt er að halda því áfram enda höfum við, eins og aðrar þjóðir, skyldum að gegna gagnvart þeim sem búa við stríðsógn. Rauði krossinn gegnir við hjálparstarf í landinu, hjálparstarf sem er óháð stríðandi aðilum. Árásin á höfuðstöðvar Rauða krossins í Bagdad leiðir til þess að samtökin munu endurskoða starfsumhverfi sitt í Bagdad þar sem þau hafa starfað óslitið síðan 1980. Rauði krossinn fækkaði erlendum starfsmönnum sínum í Irak úr hundrað í þrjátíu eftir að starfsmaður hans frá Srí Lanka var skotinn til bana í Bagdad í júlí og eftir árásina mannskæðu á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð- anna í ágúst. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti árásinni á höfuðstöðvar Rauða krossins í Bagdad sem glæp gegn mannkyninu. Rauði kross Islands fordæmdi hryðjuverkið. Sig- rún Árnadóttir, RKÍ, sagði í samúðarskeyti að árásir sem beindust að óbreyttum borgurum og j hjálparsamtökum stríddu gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og þeim grundvelli sem þau byggja á. Árásin á Rauða krossinn í Bagdad snertir okkur íslendinga beint enda höfum við tekið þátt í hjálparstarfinu þar. Rauði kross fslands hefur, með tilstyrk utanríkisráðuneytisins, sent fjóra sendifulltrúa til starfa í Irak síðan stríðinu lauk í vor. Þeir eru allir komnir heim. Framlag fslendinga til aðstoðar íbúum á stríðs- hrjáðum svæðum hefur einmitt verið slíkt hjálp- arstarf. Mikilvægt er að halda því áfram enda höf- um við, eins og aðrar þjóðir, skyldum að gegna gagnvart þeim sem búa við stríðsógn. Leita verð- ur allra leiða til að tryggja öryggi hjálparstarfs- manna. Þrátt fyrir þessar árásir hryðjuverkamanna á byggingu Rauða krossins í Bagdad og eðlilega endurskoðun á starfseminni þar er það nauðsyn- legt að alþjóðlegar hjálparstofnanir haldi áfram starfi sínu í írak og annars staðar þar sem þeirra er þörf. Kæmi til uppgjafar og þess að starfsemin yrði flutt á brott yrði litið á það sem sigur hryðju- verkamannanna. Það má ekki verða. Barátta hvundagshetju fyrír mannsæmandi lífi fyrir sig og veikan son sinn Gögn móður lítils drengs með Goldenhar-heilkenni sýna, svo ekki verður um villst, að hún berst við ósveigjanlegt og ómannúðlegt kerfi sem kennir sig þó við velferð. Eitt orð hefur gengið í gegnum þá baráttu eins og rauður þráður, orðið: NEI. Ásdís lónsdóttir barnahjúkrun- arfæðingur sagði lesendum DV sögu sonar síns, Birkis Emils, í fyrradag. Birkir Emil er með Gold- enhar-heilkenni, sem lýsir sér m.a. í verulega skertu ónæmiskerfi. Þá liggja andlitstaugarnar út í húð hans þannig að hann má ekki verða fyrir höggum né hnjaski. Hann er mun máttlausari öðrum megin og því valtur á fótunum. Læknar úr- skurðuðu fljótlega eftir fæðingu að hann mætti ekki vera í gæslu þar sem fleiri börn væru því hætta væri á að hann lamaðist í andliti ef hann fengi högg á höfuðið. Þá hefur þurft að verja hann eftir mætti gegn sýk- ingum, sem hann hefur þó fengið hvað eftir annað. NEI Birkir Emil fæddist 31. janúar 2001. Þegar hann var 18 mánaða, í ágúst 2002, þurfti að fara með hann í fyrstu aðgerð til Boston. Aðgerðin var stór og sérstaklega var svæfing- in „talin áhættusöm", að því er kemur fram í vottorði eins af lækn- um Birkis litla til tryggingayfirlækn- is hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hann taldi því „nauðsynlegt að báðir foreldrar fylgdu drengnum". Áður hafði læknirinn áður sent Ingibjörgu Georgsdóttur trygginga- lækni ítarleg gögn um málið. Ásdís sótti um stuðning íyrir tvo fylgdarmenn til svokallaðrar sigl- inganefndar Tryggingastofnunar, en fékk synjun. Hún fór með dreng- inn en faðir hans og amma fóru með þeim á eigin kostnað. Sama var uppi á teningnum þeg- ar fara þurfti með Birki Iitla í aðra stóraðgerð til Boston. Læknirinn ít- rekaði þörfina á að tveir fylgdar- menn færu með honum vegna áhættu við svæflngu þar sem önd- unarvegur hans er stífur og þröng- ur vegna sjúkdómsins. Trygginga- stofnun svaraði að aðeins væri greiddur ferðastyrkur fyrir báða foreldra „þegar um lffshættulegan sjúkdóm" væri að ræða. Með öðr- um orðum: NEI. Amma drengsins fór þá með á eigin kostnað. Umönnunarbætur Ásdfs varð að láta af starfí sínu sem barnahjúkrunarfræðingur, eins og áður sagði. Hún þurfti að vera með son sinn frá morgni til kvölds. Það var eina úrræðið. Þegar hér var komið sögu var hún orðin einstæð móðir og stóð í erfiðu skilnaðarmáli. Hún sótti um fullar umönnunar- bætur til Tryggingastofnunar, sem eru um 80.000 krónur á mánuði. Tryggingalæknir, Ingibjörg Georgs- dóttir, sendi henni tilkynningu um að hún fengi fullar bætur í tvo mán- uði, þ.e. ágúst og september 2002. Síðan ekki meir. Enn sótti Ásdís um umönnunar- styrk með fulltingi læknisvottorðs. Tryggingalæknirinn ákvað þá að hún skyldi fá fullar bætur í aðra tvo mánuði, þ.e. janúar og febrúar 2003. Báðir voru þessir slumpar veittir á þeirri forsendu að þeir væru „í tengslum“ við tvær stórar aðgerðir á barninu. NEI Nú var svo komið aðstæðum mæðginanna að þau urðu að flytja heim til móður Ásdísar, Margrétar Njálsdóttur. Ásdís hafði þá orðið fyrir miklum fjárhagsútlátum vegna veikinda sonar síns og hafði hvorki efni á að sjá sér farborða né leigja fbúð. Skömmu áður hafði móðir hennar veikst af krabba- meini þannig að hún þurfti í stóra aðgerð og var frá vinnu. Ásdís átti nú þann eina kost í stöðunni að leita til félagsmálayfir- valda í Mosfellsbæ um tímabundna fjárhagsaðstoð. Hún sagði við DV að þau spor hefði hún stigið þyngst á ævinni, að „ganga með betlistaf í hendi fyrir félagsmálayfirvöld". Lfmsókn hennar var „synjað, þar sem umsóknin samræmist ekki reglum bæjarfélagsins um fjárhags- aðstoð að greiða foreldrum fram- færslu vegna umönnunar barna", að því er sagði í svarbréfí frá Nönnu Mjöll Atladóttur, yfirmanni fjöl- skyldudeildar. Nú var einum af læknum Birkis litía nóg boðið svo að hann ritaði bæði Ingibjörgu tryggingalækni og Unni Ingólfsdóttur hjá Félagsþjón- ustunni í Mosfellsbæ. Hann rakti sjúkrasögu Birkis, svo og þreng- ingasögu Ásdísar og Margrétar. Bréfinu lauk með þessum orðum: „Þannig má ljóst vera að Ásdís ••

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.