Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2003, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MENNING 15 Menning Leikhús ■ Bókmenntir • Myndlist • Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Sjálfsmyndir MYNDLIST: Hádegisrabb Rann- sóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum í Hafnarhúsinu kl. 12 á morgun er í samstarfi við Femínistafélag íslands ítilefni femínistaviku. Þá flytur Hrafn- hildur Schram listfræðingur fyr- irlesturinn : „... eins og biátt strik..." um sjálfsmyndir mynd- listarkvenna í alþjóðlegu sam- hengi. Crazy TÓNLIST: Kl. 12 á hádegi á morgun verða líka einsöngs- tónleikar í Hafnarborg, Hafnar- firði, undir heitinu „Crazy - Á barmi örvæntingar". Þar syng- ur Kristín R. Sigurðardóttir sópran við undirleik Antoníu Hevasi píanóleikara átakamikl- ar aríur eftir Donizetti, Boito, Puccini og Mascagni. Aðgang- ur er ókeypis. Lesið fyrir börn BÓKMENNTIR: Annað kvöld kl. 20 verður lesið fyrir krakka á Súfistanum, Laugavegi 18.Yrsa Sigurðardóttir les úr verðlauna- bók sinni Biobörnum, Unnur Jökulsdóttir les úr sinni fyrstu skáldsögu, Eyjadís, Ólafur G. Guðlaugsson les úr nýju bók- inni um Benedikt búálf, Höfuð- skepnur Álfheima, og lesið verður úr Auga Óðins. Útgáfuhátíð BÓKMENNTIR: I kvöld kl. 20.30 efnir Bjartur til útgáfuhátíðar á Súfistanum, Laugavegi 18, í til- efni af nýrri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Snarkið í stjörnunum. Höfundur les upp úr verkinu, Magga Stína og félagar troða upp með sö ig og hljóðfæraslætti og heppinn gestur fær happdrættisvinning. Frítt inn. Nakið form HINN NAKTI LEIKARI: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir í Fjólu á ströndinni. LEIKUSTARGAGNRÝNI Halla Sverrisdóttir Skúli Gautason bendir á það í leikskrá Fjólu á ströndinni að „einleikur er eitt naktasta leikhúsform sem hugsast getur", og það er vissulega rétt. Þegar einleikurinn fjallar auk þess um tiltekið „ef’ni", í þessu til- viki einelti, og er sérstaklega saminn og sett- ur á svið til þess að vekja athygli á og um- ræður um það efni, eru hætturnar mýmarg- ar. Textinn getur auðveldlega fallið í gryfju prédikunar þannig að áherslan á efnið verði hinni dramatísku framvindu yfirsterkari og leikarinn lendi í hlutverki fyrirlesarans og kennarans fremur en að hann túlki persón- ur af holdi og blóði. Texti og uppbygging Fjólu á ströndinni sneiðir haganlega hjá slíkum hættum og verkið er bæði dramatískt spennandi og vel skrifað. Og hinn nakti leikari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, stendur prýðilega undir því erfiða hlutverki að bera sýninguna uppi. Hún gerir raunar drjúgt betur en svo því að á röskum klukkutíma lifna í höndum henn- ar allar þær persónur sem koma að sögu stúlkunnar Fjólu og hún túlkar þær af næmni og innsæi, hvort sem þær birtast á barnsaldri eða sem unglingar. Líkamstján- ing og raddbeiting hennar, sem og túlkun bendir til að hér fari hæfileikamikil og kraft- mikil leikkona, sem auk þess á mikið hrós skilið fyrir þetta framtak sitt. Leikstjórn Skúla Gautasonar er vandvirknislega unnin og uppbygging sýningarinnar sterk. Þó að kveikjan að þessu verki hafi verið ákveðinn atburður sem átti sér stað í Kanada hefur sá atburður mun víðari skírskotun og gæti hæglega hafa gerst hér á landi. Og þýðing og staðfæring Sigríðar er nægilega vel gerð til þess að landfræðileg lega atburðanna skiptir litlu - eftir stendur sterkt dramað. Sýningin dregur upp mynd af svotil öllum þátttakendum eineltisins, gerandanum, fómarlambinu og þeim sem standa aðgerðaiausir hjá, foreldrum sem ekki skilja hvað er að gerast og samfélaginu sem trúir því ekki að börn og unglingar eigi Á röskum klukkutíma lifna í höndum hennar allar þær per- sónursem koma að sögu stúlkunnar Fjólu og hún túlk- ar þær afnæmni og innsæi, hvort sem þær birtast á barns- aldri eða sem unglingar. til þessa frumstæðu grimmd. Og ég hygg að allir áhorfendur geti rifjað upp skólaárin sín, eða horft á samfélagið í kringum sig, og sett sjálfa sig í hlutverk að minnsta kosti einnar þessara persóna, ef ekki fleiri. í því liggur áhrifamáttur þessarar sýningar og hann er umtalsverður. Það væri óskandi að hún færi inn í skóla landsins því að hún á fullt erindi þangað. Hljóð og ljós leika veigamikið hlutverk í sýningunni og ég reikna með að byrjun- arörðugleikar í nýju húsnæði skýri að nokkru leyti að hvort tveggja var dálítið brokkgengt á frumsýningunni í Möguleik- húsinu. Vonandi verður það fært til betri vegar svo að sýningin fái að renna betur næstu skipti. Leikfélaglö Brynjólfur sýnir farandsýninguna: Fjóla á ströndinni - leikrit um einelti. Höfundur. Joan MacLeod. Hljóöhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson. Ljósa- hönnun: Sólveig Halldórsdóttir og Anna Pála Kristjáns- dóttir. Lelkstjóri: Skúli Gautason. Angurvær augu horfandans OBÓKMENNTAGAGNRÝNI Geirlaugur Magnússon □ Hörður Gunnarsson: Týndur á meðal orða Pjaxi 2003 Heiti ljóðabókar Harðar Gunnarssonar, Týndur á meðal orða, er um margt vel við hæfi. Bæði er að höf- undur er í hæsta máta máiglaður, ljóðin flest löng og orðmörg, gjarnan skreytt lýsingarorðum, og þess utan leitast skáldið við að smíða nýyrði sem því miður eru ekki öll vel heppnuð. Þar mætti sem dæmi nefna lýs- ingarorðið „ritþungur“, en megingalli þess er að merkingin er hvergi nærri ljós. Vissulega getur margræðni orða lyft skáldskap, en þegar orð virðist í senn geta merkt pennaglaður, skáldmæltur og hald- inn ritfælni er of langt gengið. Titill bókarinnar á einnig við um yrkisefnin því að Hörður yrkir um leitina að sjálfum sér í oft andsnúnu umhverfi. Ekki ýkja frumlegt, kann einhverjum að verða að orði, en þá er því til að svara að skáldið höndlar efni sitt af einlægni og oft býsna haglega. Ljóð Harðar eru Reykjavíkurljóð þó ekki séu þau eft- irlíking Tómasar, því sýn skáldsins er borgarbúans sem máski sést best á þvf að í ljóði tileinkuðu Bólu- Hjálmari villist skáldið illilega í staðfræðinni; galli á annars velheppnuðu ljóði. Þess utan er þetta sjónar- horn módernistans, hins ráðvillta sem á bágt með að finna sér samastað í tilverunni. En þó að sjónarhornið sé um margt gamalkunnugt er hér margt gert af hag- leik og hugkvæmni og bendir til að Hörður sé nú þeg- ar orðinn nokkuð þroskað skáld. Týndur á meðal orða mun líka vera önnur ljóðabók höfundar en þá fyrri þekki ég ekki - enn eitt dæmið um hve oft er tor- velt að nálgast verk ný- græðinga. Hörður yrkir ekki aðeins löng ljóð heldur gjarnan í bálkum, stundum heiid- stæðum en stundum ekki. Best lýst mér á flokkinn Negatífúr ljósmyndarans raunamædda og lýk þess- ari umsögn á ljóði úr þriðja hluta hans í þeirri von að senn komi fleiri ljóð frá Herði. Þar er efnilegt skáld á ferð. Skoðun er bundin þeim klafa að vera röng Ég hef angurvær augu horfandans sem horfir eftir elskunni sinni þó að þau séu löngu skilin Samthef ég árangurslaust reynt að gera kennara, lækni, skáld að vinum mínum Þú situr f kvikmyndasalnum og ert stöðugt truflaöur afþinni eigin innkviku, lífrænu mynd og þó erhún aðeins mynd íhuglægum skilningi og sýnilegþér einum þó að óljós sé Þærelstu koma óhindrað óumbeðnar mcðan þú bregður upp þeim sem eru úrnýliöinni ævi Það er skrýtið að vera hafnað, ganga stjómlaust dreginn áfram einhverri blindri réttlætanlegri reiði af eigin geðshræringu, móti umferðinni þeim megin þarsem er engin gangstétt vonast eftirþví að hún aki framhjá og taki eftir þér. Höröur Gunnarsson. Afhimnum ofan TÓNLISTARGAGNRÝNI JónasSen Kammersveit Reykjavíkur hóf starfsár sitt með tónleikum í Lista- safni íslands á sunnudagskvöldið. Fyrra verkið á efnisskránni var strengjasextett nr. 1 op. 18, en flytj- endur vom flðluleikararnir Rut Ing- ólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdótt- ir, víóluleikararnir Þórunn Ósk Mar- inósdóttir og Sarah Buckley og sellóleikararnir Sigurgeir Agnarsson og Hrafnkell Orri Egilsson. Nú verð ég að viðurkenna að mér finnst Brahms misjafnlega skemmtilegur og þetta ákveðna kvöld var ég alls ekki í skapi til að hlusta á hann. En úthugsaður leikur sexmenninganna var svo sannfær- andi og hrífandi að ég hlustaði dá- leiddur á það sem fyrir eym bar og gleymdi sjálfum mér með öllu. Ég gleymdi líka flytjendunum, sem túlkuðu tónlistina af fullkominni einlægni og án þess að reyna að troða sjálfum sér fram, eins og stundum vill verða. Hér var iðkuð sönn list, hljóðfæraieikaramir voru aðeins farvegur fyrir tónana, sem maður gat vel ímyndað sér að kæmu af himnum ofan. Óþarfi er að tíunda frammistöðu hvers strengjaieikara, en það sem einkenndi túlkun þeirra var gríðar- legur kraftur, næm tilfinning fyrir hinu ljóðræna í tónlist Brahms og eitthvert óskilgreinanlegt flæði er framkallaði hin sterku áhrif sem ég er viss um að flestir áheyrenda hafa skynjað. Sama andaktin sveif ekki yfir vötnunum í hinu atriði efnisskrár- innar, sem var Serenaða fyrir blás- ara, selló og kontrabassa eftir Dvorák. Þetta er miklu „veraldlegri" tónlist, einstaklega fjörug og hefst á þróttmiklum göngumarsi, en síðan rekur hver hugljúf laglínan aðra. Þeir Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins óbóleikarar, Einar Jó- Úthugsaður leikur sex- menninganna var svo sannfærandi og hríf- andi að ég hlustaði dá- leiddur á það sem fyrir eyru bar og gleymdi sjálfum mér með öllu. hannesson og Sigurður I. Snorrason klarínettuleikarar, ásamt mörgum öðrum, léku verkið afburðavel, skýrt og af nákvæmni, og var útkoman svo skemmtileg að maður hefði þess vegna getað hlustað á allan flutn- inginn aftur. Segir það allt sem segja þarf því að verkið er um fjömtíu mínútna langt. Þó kemst maður ekld hjá því að nefna hornablástur- inn í lokin sem var sérstaklega flott- ur og viðeigandi hápunktur glæsi- legs tónlistarflutnings. Þetta voru frábærir tónleikar hjá Kammersveitinni og lofa heldur betur góðu um framhaldið í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.