Helgarblaðið - 07.02.1992, Page 3
Helgar Sblaðið
Sjálfsmynd eftir Edvard Munch.
urreist í Noregi og starfa um 150
manns hjá fyrirtækinu nú.
Moltzau var mikill listunnandi
og eignaðist mikinn fjölda lista-
verka og hefur safn hans verið sýnt
opinberlega á Norðurlöndunum, í
Frakklandi, Englandi og Skotlandi.
I listaverkasafni hans voru á tíma-
bili yfir þúsund verk víða að. Hann
vildi byggja safn yfir verkin sem
voru í eigu hans í Osló en pólitísk
andstaða var gegn því í borginni.
Þá seldi hann hluta af verkum sín-
um til safnsins i Stuttgard, sem
státar af því eftir kaupin að eiga
eitt besta safn franskra listaverka í
veröldinni. Hann reisti svo sitt eig-
ið byggðasafn og flutti 35 gömul
hús frá byggðinni í Suður- Noregi
til Hadeland, þar sem hann bjó,
rétt norður af Osló.
Sendiherra Noregs á Islandi, Per
Aasen, mun opna sýninguna á
morgun.
Gömul Munch-gjöf
dregin fram í dagsljósið
Norski listmálarinn Edvard
Munch var, auk þess að
vera frábær málari, einn
fremsti grafíklistamaður
allra tima. Á morgun, laug-
ardag, verður opnuð sýning
á grafíkmyndum eftir
Munch í listasafni Islands.
Flestar myndanna á sýningunni
hafa verið lengi í eigu Listasafns-
ins en auk þess eru á sýningunni
myndir sem norski sendiherrann,
Per Aasen, hefur lánað til sýning-
arinnar með leyfi Statens bygge-
og eiendomsdirektorat i Noregi og
Munch-safnsins í Osló.
Myndir Listasafnsins komust i
eigu þess vegna örlætis tveggja
Norðmanna. Annarsvegar er um að
ræða gjöf frá Christian Gierlöff, en
árið 1947 gaf hann íslenska ríkinu
15 grafikmyndir eftir Munch. Árið
1951 gaf svo norski útgerðarmað-
urinn Ragnar Moltzau Listasafni
íslands 51 listaverk, teikningar og
grafik, eftir 35 norska listamenn,
þar af 3 myndir eftir Munch. Þess-
ar Munch-myndir Listasafnsins eru
nú sýndar í íýrsta skipti saman á
sýningu og hlýtur það að teljast
stórviðburður.
Edvard Munch fæddist árið
1863. Hann er talinn í hópi merk-
ustu listamanna seinni tíma og iðu-
lega nefndur í sömu andrá og Van
Gogh, Picasso, Kandinski o.fl.
Hann lifði afar stormasömu lífi
ffaman af ævinni en eftir tauga-
áfall og sjúkrahúsvist í kjölfar þess
hafði hann hægara um sig.
Um listsköpun sína hefur Munch
m.a. sagt: „Það ætti ekki framar að
mála heimildarmyndir, fólk að lesa
og konur að prjóna. Það ættu að
vera lifandi manneskjur, sem draga
andann og finna til, þjást og
elska.“
Munch bjó i Berlín þegar hann
reyndi fyrst við grafikina, en tölu-
verður áhugi á henni var meðal
myndlistarmanna i Evrópu um síð-
ustu aldamót. Munch hreifst mjög
af þessu formi myndlistar og sá í
því möguleika á að koma list sinni
á ffamfæri við miklu stærri hóp
fólks en að jafnaði kemur á mál-
verkasýningar. Á ferli sínum gerði
hann um 800 grafikverk. Mörg
verkanna voru einungis þrykkt í
örfáum eintökum á meðan önnur
eru til í hundruðum eða jafnvel
þúsundum eintaka. Hann númeraði
ekki eintökin.
Seint á árinu 1894 skrifaði
Munch í bréfi að hann væri byijað-
ur að fást við grafik. Fyrstu grafík-
myndimar voru endurgerðir á mál-
verkum hans, gerðar með þurmál.
Átta af myndunum voru gefnar út
ári seinna í sérstakri möppu. Um
svipað leyti fór hann einnig að fást
við steinprent og í fyrstu stein-
prentsmyndunum var að finna
eldra myndefni einsog Ópið og
Blóðsuguna.
Árið 1896 sýndi hann fyrst graf-
íkmyndir opinberlega. Það var í
París, en auk grafíkmyndanna voru
12 málverk á sýningunni. Fyrsta
hreinræktaða grafiksýning Munchs
var aldamótaárið. Frá steinprentinu
lá svo leiðin yfir í nokkur handlit-
uð verk og siðan tréristuna, þegar
Munch fór að fást við lit í grafík-
myndum sínum. Framlág Munchs
til heimslistarinnar var margbrotið
og áhrif hans gríðarleg. Hann
færði nýja tilfinningalega vídd í
myndlistina, ruddi brautina í graf-
íkinni með tækni sinni og færði
sálgreinendum upp í hendumar
lykil að táknmáli fólks sem á við
andlega erfiðleika að stríða.
Á sýningunni í Listasafni Is-
lands eru allar myndimar sem
Christian Gierlöff gaf íslenska rík-
inu. Gierlöff fæddist á Kragerö ár-
ið 1879 og starfaði fyrst sem
blaðamaður og rithöfundur en síð-
ar sem ritari Tækniháskólans í
Þrándheimi. Þegar Edvard Munch
kom frá Kaupmannahöfn árið
1909, eflir sjúkralegu þar, tók Gi-
erlöff á móti honum og fór með
hann í bátsferð með suður- og
vesturströnd Noregs. Hélst vin-
skapur með þeim til andláts
Munchs.
Gierlöff eignaðist mikið safn
grafíkmynda eflir Munch og tölu-
vert af málverkum. Hann kom til
íslands á millistriðsárunum og
heillaðist mjög af landi og þjóð.
Þegar hann kom aftur til Noregs
fannst honum hann þurfa að láta í
ljós þakklæti sitt við íslendinga og
varð það kveikjan að gjöfinni.
Þá em einnig á sýningunni graf-
íkmyndimar sem norski útgerðar-
maðurinn Ragnar Moltzau gaf
Listasafninu. Hann fæddist í Osló
1901 og lést 1982. Á þrítugsaldri
hafði hann stofhað eigið útgerðar-
fyrirtæki. Á stríðsárunum vom
höfuðstöðvar fyrirtækisins í Lond-
on og var mörgum af skipum fé-
lagsins sökkt af Þjóðverjum í stríð-
inu. Eftir stríðið var útgerðin end-