Helgarblaðið - 07.02.1992, Qupperneq 11

Helgarblaðið - 07.02.1992, Qupperneq 11
Ósonlagib minnkar Samkvæmt spá NASA, banda- risku geimferðastofnunarinnar, er hætta á að gat myndist í ósonlagið yfir Islandi í vor. íslenskir veður- fræðingar telja spána of svartsýna en eru því sammála að þróunin í háloftunum sé uggvænleg. Meðal ástæðna íyrir þessari þynningu ósonlagsins nú eru mikil goseíhi í háloftunum sem rekja má til eldgossins í Pinatubo-fjalli á Filippseyjum, sem hófst í júní á síðasta ári. Að mati vísindamanna flýta.gosefnin fyrir eyðingu óson- lagsins þegar þau bindast klórflú- orefnum sem þangað hafa borist af mannavöldum. Samstarf Gæslu og hers aukiö Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra hefur ákveðið að auka sam- starf Landhelgisgæslunnar og bandarísku þyrlusveitanna í her- stöðinni á Miðnesheiði. Meðal annars verða stjómstöðvar þeirra í beinu símasambandi. Ennfremur verða sameiginlegar æfingar þyrlusveitanna og varðskipa og einriig á milli stjómstöðva beggja aðila. Þá hefúr ráðherra jafhframt skipað nefnd sem á að taka ákvörðun um hvemig björgunar- þyrla verður keypt hingað til lands. Síldarsamningar viö Rússa Tekist hafa samningaF milli Síldarútvegsnefndar og Rússa um kaup á 30 þúsund tunnuín af salt- síld á yfirstandandi vertíð og 270 þúsund tunnum á næstu vertíð. Óvissa ríkir þó um það hvort tekst að salta uppí þessar tunnur nú sök- um þverrandi fituinnihalds síldar- innar. Fylgiö hrynur af stjórninm Samkvæmt skoðanakönnun DV hefúr fylgi við ríkisstjóm Davíðs Oddssonar aldrei verið jafnlítið og nú. Af þeim sem tóku afstöðu vom aðeins 35,4% fylgjandi stjóminni en 64,6% á móti. Ef kosið væri til þings fengi Alþýðubandalagið 23,6% atkvæða og 15 þingmenn, Framsókn 26,7% og 17 þingmenn, Kvennalisti 8,8% og 5 þingmenn, Alþýðuflokkur 9,1 % og einnig 5 þingmenn og Sjálfstæðisflokkur 31,9% og 21 þingmann. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Klúbburinn brann Eldur kviknaði í Klúbbnum við Borgartún aðfaranótt mánudags og skemmdist húsið mikið. Grunur leikur á um að kveikt hafi verið i húsinu og hefúr einn maður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hjalti dæmdur í keppnisbann Hjalti „Úrsus“ Ámason kraft- lyftingamaður hefur verið dæmdur í þriggja ára keppnisbann af Al- þjóðlega kraftlyftingasambandinu. Jafnframt hefur hann verið sviptur heimsmeistartitli sínum og skikk- aður til að skila gullverðlaununum. Við lyfjapróf í Svíþjóð mældist hann vera með of mikið af karl- hormóninu testosterone. Mikill ver&munur á matvörum Verðkönnun Verðlagsstofhunar í pktóber sl. leiddi í ljós að verðlag á matvömm á landsbyggðinni var allt að 4,9% hærra en á höfðuð- borgarsvæðinu. Af einstökum landsfjórðungum vom Vestfirðir með hæsta matvömverðið og reyndist verðlag þar vera 9% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Helsta skýringin á þessum mikla verðmun er talin vera aukin sam- keppni stórmarkaða á höfúðborg- arsvæðinu. Æ FISHER STÓRLÆKKAÐ VERÐ 21", 25" OG 28" FISHER litasjónvörp NICAM STEREO, S-VHS litasjónvarp, textavarp meö 90 bls. minni. Sjón- varpsfjarstýringin gildir einnig fyrir Fisher og Sanyo myndbandstæki. Skip- anir birtast á skjá, úttak fyrir auka hátalara, 2x16 W, 2xScart og S-VHS tengi, Pal/Secam/Ntsc kerfi. 21" FISHER 25" FISHER 28" FISHER Verö var....kr. 99.920,- Verö nú.....kr. 76.866,- Staðgreitt ...kr. 69.179,- Verö var....kr. 99.950,- Verö nú.....kr. 89.955,- Staðgreitt ..kr. 80.959,- Verö var ...kr. 108.778, Verö nú ....kr. 97.901,- Staögreitt kr. 88.110,- SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HE Siðumúla Z - simí 68-90-90 l&útvarp allra landsmanna Á hverjum virkum degi hlusta um 60 prósent landsmanna á Rás 2. Það eru miklu fleiri en á nokkra aðra útvarpsstöð. Hvers vegna? Svarið veitir gæðakönnun Gallups í nóvember sl. Rás 2 er besta útvarpið, með bestu fréttirnar, bestu tónlistina, bestu spjallþættina. Hver segir það? Fólkið sem á Rás 2. Besta fréttaútvarp Bylgjan Stjarnan............ FM 95,7............. Aðalstöð............. Veit ekki........... Besta tónlistarútvarp Rás 1 12-24 12% 2% 2% 0% 14% 0% Aldur 25-34 35-49 5% 0% 0% 0% 11% 3% 11% 50-70 32% Kyn Karl Kona 5% 8% 1 % 1 % 1 % 1 % 0% 0% 9% 13% 10% 12% Alls 11% Bylgjan . . ' 19% 28% 20% 5% 17% 19% 18% Stjarnan 20% 3% 1% 0% 6% 7% 7% FM 95,7 24% 9% 3% 1% 11% 8% 10% Aðalstöð 2% 6% 13% 9% 5% 10% 7% Útrás 4% 0% 0% 0% 2% 1% 1% Veit ekki 7% 18% 19% 26% 19% 15% 17% íestu spjallþættir Rás 1 2% 9% 16% 31% 14% 14% 14% Rás 2 38% 42% 34% 36% •. • 39% 35% 37% Bylgjan 24% 15% 10% 5% 11% 17% 14% Stjarnan . FM 95,7. . Aðalstöð . Útrás . . . . Veit ekki. 0% 0% 4% 0% 36% 0% 0% 2% 0% 26% i'-ý* 'SK v ts V y. !f v ;

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.