Helgarblaðið - 07.02.1992, Síða 16
Helgar 16 blaðið
Kerfisbreytíngar í
þágu hinna ríku
Ríkisstjómin sker niður
framlag til heilbrigðis- og
menntamála, að sögn til
þess að rétta af halla fjár-
laga. Þessu markmiði
hefði auðveldlega mátt ná
fram með öðrum hætti, t.d.
með skatdagningu fiár-
magnstekna eða hátekju-
skatti á þá einstaklinga sem
fá yfir tvö hundruð þúsund
krónur á mánuði. Innan
ríkisstjómarinnar var hins
vegar ekki vilji til þess að
fara þá leið.
Nú virðist flestum bera saman
um að þegar upp verður staðið
verði árangurinn af spamaði í heil-
brigðis- og menntakerfi ejcki eins
mikill og efni standa til. A hinn
bóginn er það mat manna að eyði-
leggingin sem niðurskurðurinn
veldur gæti orðið umtalsverður.
Og ástæðan er þessi: Enda þótt
vel hafi tekist til um margt við
Jónasson skrifar
uppbyggingu velferðarkerfis á Is-
landi er öryggisnetið engu að síður
æði gloppótt. Það má því lítið út af
bera til að illa fari fyrir þeim sem
þurfa að treysta á þetta net. Þannig
mun niðurskurður valda því að
biðlistar á sjúkrahúsum munu
lengjast, svo augljóst dæmi sé tek-
ið.
I flestum tilvikum er fólk reiðu-
búið að leita allra lausna til þess að
fá lækningu fyrir bömin sín eða
aðra nákomna ef því er að skipta,
neyðin kallar að og biðlistar langir.
Ef fólki er gefinn kostur á því að
kaupa lækningu við slíkar aðstæð-
ur myndu flestir án efa gera það.
Einmitt þess vegna er þetta kerfi
svo viðkvæmt. Ef lækningar em
settar á markað er eftirspumin þeg-
ar í stað fyrir hendi. En þá em það
líka peningamir sem ráða for-
gangsröðinni.
Því meiri peninga sem hinn
heilsulausi hefúr handa á milli því
Dr. Madsen Pirie á a&alfundi
VSI.
framar kemst hann í biðröðina og
þá vitanlega á kostnað hins snauða
sem þokast aftar fyrir bragðið.
Þetta er draumalandið sem nú er
stefht að. Það leikur enginn vafi á
því að niðurskurðurinn í skóla- og
heilbrigðiskerfmu er ekki til þess
eins að rétta við halla á fjárlögum
heldur einnig til þess að stuðla að
kerfisbreytingum af þessu tagi,
kerfisbreytingum í þágu hinna
ríku.
Og þótt ríkisstjómin sjálf kenni
orðið eigin vinnubrögð við handar-
bakið er engu að síður unnið mark-
visst og skipulega að þessum
gmndvallarmarkmiðum. í sumar
og haust hafa verið fluttir inn sér-
fræðingar til að leggja á ráðin. Nú
síðast kom hingað maður að nafhi
Watson, sem á morgunfundi Versl-
unarráðsins lagði mönnum lifsregl-
umar. Hann sagði að menn ættu að
hafa það hugfast að eingöngu ætti
að selja þau fyrirtæki sem skiluðu
hagnaði, það væri óðs manns æði
að bjóða upp á annað en mjólkur-
kýr við slíka sölu. Og þegar hann
var spurður hvort reynslan hefði
sýnt og sannað að einkavæðing
rikisfyrirtækja hefði komið neyt-
endum að gagni eða þjónustan
batnað, kom hann alveg af fjöllum.
Þetta virtist hann einfaldlega ekki
hafa hugleitt. Af trúarlegum eld-
móði hvatti hann menn hins vegar
til að leggja harðar að sér við áróð-
urinum. Betur má ef duga skal,
sagði Watson við íslenska ráða-
menn og hafði án efa í huga skoð-
anakannanir þar sem Islendingar
hafa ítrekað hafnað áformum um
stórfellda einkavæðingu.
Áður hafði maður að nafni Pirie,
með doktorsnafnbót upp á vasann,
stigið hér á land. í anda trúar-
bragða var boðskapur þessa gest-
komandi manns kynntur í mál-
gagni Vinnuveitendasambandsins
undir fyrirsögninni Tólf boðorð dr.
Piries. Þama vom línumar lagðar.
Og þegar er farið að ffamkvæma í
þessum anda. Tökum 6. boðorðið
sem dæmi: „Ráðist ekki á garðinn
þar sem hann er hæstur heldur
byijið á þeim ríkisfyrirtækjum,
sem er einfalt og fljótlegt að einka-
væða, t.d. flutningafyrirtæki og
bankar." Þetta könnumst við allt
við.
111. boðorðinu segir: „Gerið al-
menning að eins miklum þátttak-
anda í einkavæðingunni eins og
kostur er þannig að ekki verði til
baka snúið.“ Hér er talað af trúar-
legri sannfæringu. Ekki er spurt
um hvað hagkvæmt sé eða óhag-
kvæmt, gott eða slæmt, einkavætt
skal, hvað sem tautar og raular.
Fyrir nokkmm dögum birtist
forsætisráðherra íslensku þjóðar-
innar í sjónvarpi. Hann var spurður
um hvað ætti að einkavæða á yfír-
standandi ári. Ekki hafði hann svör
við því. Hann sagði hins var að
fjárlög kvæðu á um að selja þyrfti
ríkisfyrirtæki fyrir einn miljarð, og
bætti við að fjárlögin yrði að sjálf-
sögðu að virða. Það þyrfti að selja
upp í þessa upphæð.
Hér ber allt að sama bmnni. Rík-
isstjmin setur lög um niðurskurð
eða tekjuöflun sem síðan þvingar
fram einkavæðingu. Það er margt
sem bendir til að einmitt þetta vaki
fyrir ráðamönnum með niður-
skurði í skóla- og heilbrigðiskerfi
og annars staðar í opinberri þjón-
ustu.
Ég vil taka það skýrt fram að í
sumum tilvikum kann að vera
heppilegt að einkavæða stofnanir
sem reknar em af hinu opinbera.
En þegar ákvarðanir em teknar um
slíkt þarf að liggja ljóst fyrir að
þetta sé gert til að bæta þjónustu
og það sé ótvírætt til hagsbóta fyrir
neytandann en ekki til þess að færa
peningamönnum gjafir á silfurfati.
Umræða um einkavæðingu á að
eiga sér stað á gmndvelli hag-
kvæmnisjónarmiða og í ljósi sam-
félagslegra markmiða en ekki trú-
arbragða.
Þessum pistli vil ég ljúka með
tilvitnun í framtíðarsýn dr. Piries,
hugmyndaffæðings íslensku ríkis-
stjómarinnar og Vinnuveitenda-
sambands Islands. í frásögn af fyr-
irlestri dr.Piries hjá VSÍ á dögun-
um segir: „Pirie leit að lokum ofan
í kristalkúlu sína og spáði því að
árið 2001 væri einkavæðingu lokið
á Islandi og þá væm atvinnuveg-
imir svo vel reknir að ísland sækti
um aðild að EB, síðast Norður-
landa, og fengi við því jákvætt
svar.“
BINDINDI
BORGAR SIG!
Við leyfum okkur að fullyrða að félagsbundið bindindisfólk sem ekur með gætni og ábyrgðartilfinningu
fær hvergi hagstæðari tryggingakjör fyrir bíla sína en hjá ÁBYRGÐ HF.
Hvað getum við boðið þér góð kjör?
Eftir samfelld 15 tjónlaus ár í ábyrgðartryggingu hjá ÁBYRGÐ færð þú 75% EÐALBÓNUS. Sértu með
kaskótryggingu með 40% bónus eða hærri og heimilið tryggt hjá félaginu, veitum við þér 6000 króna
VIÐSKIPTABÓNUS og ef þú ert mcðlimur í bindindis-félagi eða söfnuði færð þú að auki 3000 króna
AFSLÁTT!
Konum sem vátryggju einkubíla sem þær aka eingöngu sjálfar, bjóöum við hina nýju EVU-TRYGGINGU.
EVU-TRYGGINGIN veitir 20% afslátt af kaskótryggingariögjaldi og 10% afslátt af ábyrgðartryggingar-
iðgjaldi sé tekin 15.000 króna eigin áhœtta í ábyrgðartryggingatjónum.
Dæmi um iðgjö^tyrir einkabfla:
Áhœttusvœði 1: Meðalstór
Dæmi 1: Litill hut bill StórhOl
1. Ábyrgðartrygging, slysatr. ökumanns og framrúðutrygging
Miðað við 75% Eðalbónus. 6000 kr. vióskiplabónus og 15.955 19,459 22.015
3000 kr. bindindissamtaka afslátt 14.292* 17.446* 19,068*
2. Kaskótrygging
Miðað við 50% bónus, 46.000 króna eigin áhættu og nýjan bil 15.990 12.792* 17.760 14.208* 24,930 19,944*
Áhœttusvœði 2: . Meðalstór
Dæmi 2: Lítill bill m StórhíU
1. Ábyrgðartrygging, slysatr. ökumanns og framrúðutrygging
Mióað við 75% Eðalbónus, 6000 kr. vióskiptabónus og 9.307 10.209 13.070
3000 kr. bindindissamtaka afslátt 8.139* 8.951* 11.526*
2. Kaskótrygging
Miðað við 50% bónus, 46.000 króna eigin áhættu og nvjan bíl 15.990 17.760 24,930
12.792* 14.208* 19.944*
* Miðað við EVU-TRYGGINGUmeð 15.000 kr. eigin áhœttu i ábyrgðartryggingartjónum.
Ef ökumaður sem veldur tjóni er 17-23 ára er eigin áhætta í tjóninu, nú 22.800 kr. í ábyrgðartjóni og í kaskótjóni
hækkar gildandi eigin áliætta um 10.000 krónur.
Með ofangreindum breytingum á ökutækjatryggingum er stefnt að því að gætnir ökumenn sem tryggja allt
hjá ÁBYRGÐ fái áfram hagstæðustu kjörin hjá okkur.
Tryggingafélag bindindismanna
Lágmúla 5 - sími 679700 - fax 679710