Helgarblaðið - 07.02.1992, Qupperneq 19

Helgarblaðið - 07.02.1992, Qupperneq 19
Helgar 19 blaðið Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem Desdemona og Garðar Cortes sem mórinn Otello ó sviði Óperunnar. Mynd Kristinn. þessari hátíðarsýningu Óperunnar, en einsog kunnugt er var hann helsta driffjöðrin við stofhun Islensku óper- unnar og stjómaði henni þar til hann fór til Svíþjóðar. Garðar syngur hlut- verk Otellos, en það hlutverk er talið eitt af allra erfiðustu tenórhlutverk- um óperuheimsins. Að lokinni sýn- ingunni hverfur Garðar aftur til starfa í Gautaborg. Ólöf Kolbrún fer með hlutverk Desdemonu, eiginkonu Otellos. Þau Garðar og Ólöf Kolbrún hafa ekki sungið saman aðalhlutverk í stórri óperu síðan þau sungu saman í Aidu á fimm ára afmæli Islensku óperunn- ar. Keith Reed syngur hlutverk Jagós, liðsmanns Otellos, sem þjáist af af- brýðisemi i garð Otellos og ákveður að koma honum á kné. Aðrir söngvarar sem hafa ein- söngshlutverk í sýningunni eru þau Elsa Waage, Bergþór Pálsson, Þor- geir J. Andrésson, Tómas Tómasson, Jón Rúnar Arason og Þorleifúr M. Magnússon. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir, sem sagt hefúr skilið við stjómmálin, amk. um sinn, og getur nú einbeitt sér að því að stjóma óp- eruuppsetningum. Hljómsveitarstjóri er Robin Stapleton. Leikmynd gerði Sigurjón Jóhannesson. Þetta er í fýrsta skipti sem hann vinnur í Ópemnni og er leikmyndin mjög iburðarmikil. Ljósahönnuður sýningarinnar er Grétar Sveinbjömsson. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur við upp- færslu hér á landi en hann hefur unn- ið ámm saman í ópemnni í Osló. Una Collins annast búningahönnun. Nýr tölvubúnaður fyrir skjátexta, sem áhorfendur fylgjast með, verður tekinn í notkun við þessa sýningu. Hann er mun fúllkomnari og betri en sá búnaður sem notast hefur verið við ffam til þessa. Nú í febrúar em 105 ár liðin síðan óperan Otello eftir Verdi var ffurn- sýnd í Mílanó við mikla hrifningu gagnrýnenda og almennra ópemunn- enda. Verdi var þá 73 ára að aldri og hafði þegar öðlast mikla virðingu og viðurkenningu fyrir óperur sínar einsog Aidu, Rigoletto, La Traviata og A valdi örlaganna. Verdi var mjög hrifinn af leikritum Shakespe- ares. Hann stóðst því ekki mátið, þótt mörg ár væm liðin frá því hann samdi næstu ópem á undan, þegar Arrigo Boito bauðst til þess að skrifa texta fyrir ópem byggða á leikriti eft- ir enska skáldjöfurinn. Verdi hóf að semja Otello 1884 en óperan var frumflutt 5. febrúar 1887. Sagan gerist á Kýpur í lok fimmt- ándu aldar þegar eyjan var undir stjóm Feneyja. Óperan hefst á því að til eyjarinnar kemur nýr ríkisstjóri, márinn Otello, ásamt eiginkonu sinni Desdemonu og fylgdarliði. Margrætt myndmál Þorvaldur Þorsteinsson: Skúlptúr ón titils, 1991. Krít, grafit og olía ó prent. Þorvaldur Þorsteinsson Sýning á teikningum, klippimyndum, textum og ljósmyndum í Ný- listasafninu og á Mokka- kaffi „Hlutimir í kringum mig kallast á við fmmmynd sína í höfðinu á mér og mitt hlut- verk er að skerpa stöðugt heymina svo ég heyri til þeirra," segir Þorvaldur Þor- steinsson í nýlegu blaðavið- tali. Þessa fullyrðingu má skilja á ýmsa vegu. Hvers eðlis er sú „frummynd" hlutanna í umhverfi okkar sem Þorvaldur segir að búi í höfði hans? Er það frum- myndin sem Plato talaði um að hefði með skilninginn að gera og lægi til grundvallar hinum síbreytilega og hverf- ula efnisheimi sem skynfær- in miðla til okkar á sinn fmmstæða og yfirborðs- kennda hátt? Eða á fmm- myndin sem Þorvaldur talar um eitthvað skylt við fmm- myndir þær sem sálfræðing- urinn Carl Gustav Jung sagði að byggju í dulvitund allra manna sem sameigin- legur líffræðilegur arfur mannshugans frá því fyrir tíma siðmenningarinnar og birtast okkur í ríki draums- ins? Eftir að hafa séð sýningar Þorvalds í Nýlistasafninu og á Mokkakaffi sýnist mér að hvomg þessara skýringa eigi beinlínis við. Því það sem myndmál hans fjallar um er í rauninni ekki „frummynd- ir“ fyrirbæranna í ofan- greindri merkingu, heldur tengsl hins ytra forms við þær merkingarmyndir sem formið getur tekið á sig í vitund mannsins. Þegar fyr- irbærin í umhverfi okkar vekja með okkur óræða til- finningu sem við náum ekki að skilgreina fullkomlega á rökrænan hátt, hafa þau öðl- ast táknræna merkingu. Táknið vísar til hins óþekkta og margræða sem á rætur sínar í dulvitundinni á með- an merkið hefur afmarkaða og skilgreinda tilvísun. Munurinn á tákni og merki sést til dæmis í ólíku merk- ingarsviði biðskyldumerkis- ins og krossins. Biðskyldu- merkið segir okkur að öllu jöfnu aðeins einn afmarkað- an hlut um umferðarreglum- ar, krossinn hefur margræða menningarsögulega merk- ingu og á rætur sínar djúpt í dulvitund okkar sem hið helga tré lífsins. Táknið kallast á við „frummyndir“ sínar í dulvitundinni þegar það vísar til hins margræða og óljósa, sem við getum ekki skilgreint í fáum orð- um. í teikningum sínum og klippimyndum er Þorvaldur að fást við fyrirbæri og form úr umhverfinu og með- höndla þau þannig að þau öðlist slika táknræna tilvís- un og um leið margræða merkingu. Myndir hans kallast á við dulvitundina, en þær fjalla ekki beinlínis um frummyndir í skilningi Jungs, heldur öllu frekar um tengslin á milli ytri skyn- veruleika og innri vitundar mannsins, á milli vitundar og dulvitundar, siðmenning- ar og náttúru. Aðferð Þorvalds á ekki skylt við þá aðferð súrrea- listanna að draga fram úr dulvitund sinni „málaða ljósmynd af draumi", sem Gíslason skrifar byggi á óheftu flæði ósam- stæðra mynda, heldur notast hann gjaman við raunveru- legar ljósmyndir af hvers- dagslegum fyrirbærum og meðhöndlar þær þannig að þær varpa ljósi á merkingar- tengsl sem annars eru okkur dulin. Með því að leggja hálfgagnsæjan pappír yfir myndir af dýrum eða al- gengum fyrirbæmm í náttúr- unni og klippa eða skera í hann fastmótuð form, sem gjaman em geómetrísk, verða til andstæður sem endurspegla spennuna á milli vöku og draums. Fyrir- bærin í náttúmnni, sem þama birtast okkur misjafn- lega skýr undan hálfgagn- sæjum pappírnum í gegnum tilskorin geómetrísk form, enduróma spennuna á milli óreiðunnar sem býr í náttúr- unni og dulvitundinni og þess skipulags sem vitundin og siðmenningin vilja hafa á hlutunum. Reyndar em hin tilskomu form Þorvalds ekki í öllum tilfellum geómetr- ísk: yfir ljósmynd af mjúk- fiðmðum strút hefur hann lagt útskorið form af reist- um mannslim, sem kallar ekki bara fram sérkennilega andstæðu skipulags og óreiðu, heldur líka sláandi andstæður sem felast í reist- um limnum og flosmjúku og kvenlegu ljaðraskrúði strútsins. Sams konar andstæður er Þorvaldur að reyna að sætta í teikningum sínum, þar sem fyrirbæri úr heimi náttúr- unnar og siðmenningarinnar em sett upp á stalla og undir gler eins og í tilbúnu safni eða rými, sem er í raun táknmynd sem vísar til innri hugarheims eða vitundar mannsins: vitundin er eins og safnhús sem leitast við að koma skipuiagi á óreið- una í náttúmnni og um- hverfi okkar en firrist hvort tveggja um leið. Því þetta safnrými er dauður heimur þar sem öll snerting er for- boðin og þögnin ríkir ein. Skipulagsgáfa vitundarinnar hefur slitið öll lífræn tengsl hennar við umhverfið. I myndaröð sem Þorvald- ur kallar „skúlptúra", og unnin er með krít, grafit og olíu á prentaðar myndir, er svipuð hugmynd sett fram í nýrri mynd: ímyndaðir skúlptúrar em teiknaðir í villta náttúmna. Efni þeirra er landslagið, jörðin, gróð- urinn, dýrin og andrúmsloft- ið. Eins konar ímyndunar- leikur þar sem við ímyndum okkur hvernig villt náttúran verði fönguð í tamið form skúlptúrsins. Form þessara skúlptúra em árangur með- vitaðrar formmótunar, en efni þeirra er villt og óham- ið í margbreytileik sínum og stjómleysi. Eins og dulvit- undin. Þær myndir á sýningunni í Nýlistasafninu, sem Þor- valdur hefur unnið upp úr Biblíumyndum franska listamannsins Gustave Dorés, eru við fyrstu sýn af nokkuð öðmm toga. Doré var meðal fremstu grafik- listamanna 19. aldar og það þarf í sjálfu sér nokkuð áræði til að leggja út af jafn sígildum myndverkum og Biblíulýsingar hans em. Ekki síst þegar jafnframt er fitjað upp á hliðstæðri að- ferð og súrrealistinn Max Emst notaðist við í skáld- sögu sinni, „Sæluvika": að klippa út myndparta og skeyta saman á ný og skapa þannig nýtt samhengi eða nýja sögu. Myndir Þorvalds eiga þó, þegar betur er að gáð, fátt skylt við myndir Max Emsts. Hann blandar ekki saman ólíku myndefni til þess að afhjúpa kynferð- islegar duldir og menningar- sjúkdóma hins borgaralega samfélags, heldur sker hann meðvitað út stök form í myndum Dorés, skilur eftir auðan flötinn en fiytur formin til í myndinni þannig að nýtt samhengi skapast. Þessar myndir þeirra Þor- valds og Dorés eru í einu orði sagt hreinasta augna- yndi og vekja jafnframt til umhugsunar um myndmál- ið, merkingu þess og við- tekna hefð við lestur þess. Eins og til dæmis í mynd- inni þar sem hermaðurinn stendur yfir Davíð konungi með hörpuna. Þar er harpan horfin úr höndum Davíðs og spjót hermannsins komið í staðinn en hermaðurinn leggur að skáldinu með hörpuna að vopni. Mynd- rænt séð ganga þessi form- legu umskipti fullkomlega upp en merkingu myndar- innar hefur verið snúið á haus. Hér erum við vakin til umhugsunar um form og innihald með nýjum hætti, en ef betur er að gáð, þá er rauði þráðurinn í öllum verkum Þorvalds kannski einmitt fólginn í slíkum spumingum. Og það á reyndar ekki síður við um örsögur Þorvalds, sem eru í góðu samræmi við myndmál hans og vekja hliðstæðar spumingar. Eins og til dæm- is eftirfarandi saga sem birt- ist í sögusafninu „Hundrað fyrirburðir" frá 1987: „Einu sinni ákváðum við Pétur að finna alls konar verðmæti í görðum og með- fram götunum. Það var skrýtið hvað leitin gekk vel. Við fundum fullan sígarettu- pakka, smápeninga og lykil og jafnvel eitthvað fleira. Núna dettur mér jafnvel í hug að Pétur hafi verið bú- inn að koma hlutunum fyrir og stungið upp á leiknum. En kannski stakk ég upp á leiknum." Forsenda formsins ákvarðar innihaldið. Hvort var það Pétur eða sögumað- urinn sem stakk upp á leikn- um? Hvort var það Þorvald- ur eða Doré sem skapaði Biblíusögumyndimar? Hvort er það náttúran eða siðmenningin, vitundin eða dulvitundin, vakan eða draumurinn, sem setja leik- reglur myndlistarinnar? Sýning Þorvalds Þor- steinssonar er einhver at- hyglisvcrðasta tilraun sem hér hefur sést lengi til þess að kryfja og takast á við for- sendur og merkingu mynd- málsins. Því miður er það allt of algengt að menn horfi framhjá þeim vanda sem hér er verið að kryfja, en láti sem forsendur myndmálsins séu sjálfgefnar. Spuming- amar sem myndir Þorvalds vekja em ögrandi og vekja eftirvæntingu um framhald- ið. Ibsens- ár hjá frjálsum Úthlutunarnefnd Lciklist- arráös hefur komist aö niöur- stöðu um hvaða leikhópar hljóta náö fyrir augum nefnd- arinnar í ár. Alls eru þaö átta hópar sem samanlagt fá út- hlutað rúmum 12 miljónum króna, en alls bárust mennta- málaráðuneytinu 47 umsókn- ir frá 20 aðilum. í ár bætist Alþýðuleikhúsið í hóp þcirra leikhópa sem sótt geta um úthlutun, en áður hafði Alþýðuleikhúsið verið með sér- staka úthlutun á fjárlögum. Upphæðin sem úthlutað cr í ár er um 2 miljónum lægri en Al- þýðuleikhúsið og starfsemi at- vinnulcikhópa fengu úthlutað árið 1991. Alþýðuleikhúsið fékk 3,6 miljónir til að koma upp tveim- ur leiksýningum en úthlutunar- nefndin leggur til að sú upphæð verði hækkuð í 4 miljónir til að þctta verði kleift fyrir leikhúsið. Tveir leikhópar fá úthlutað til að setja á svið tvö af öndvegis- vcrkum Henriks Ibsens, þannig að segja má að Ibsensár sé ffamundan hjá ftjálsu leikhóp- unum. Það er leikhópurinn Kaþarsis sem fær 2,5 miljónir til að vinna Heddu Gabler og Þíbilja fær 2 miljónir til að vinna Brúðu- heimilið. Egg-leikhúsið fær miljón til að vinna Hcmaðarlist svíns cflir Raymond Cousse. Auður Bjamadóttir fær miljón til að vinna dansverkin Ertu svona kona? og Gárur. Ópemsmiðjan fær miljón í viðbótarstyrk til að halda áffam með uppsctningu á La Bohcme eflir Puccini scm ftvmsýnd vcrður í lok mars. Frú Emclía fær 500 þúsund til að halda sér á floti og Sögusvuntan fær 350 þúsund til að vinna brúðulcikhúsverk fýrir böm. Gretar í G 15 Myndlistarmaðurinn Gretar Reynisson opnar sýningu í Gallerí G 15, Skólavörðustíg 15, á morgun, laugardaginn 8. febrúar, kl. 16. Gretar sýnir teikningar unnar á þessu ári, aðallega með blýanti og kafii á pappír, og stóra teikningu unna á síðasta ári með blýanti, akryl og olíu á krossvið. Þetta er tíunda einka- sýning Gretars, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Þá hefúr hann gert á þriðja tug leikmynda í leikhúsum Reykjavíkur. Hann út- skrifaðist ífá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1978 og dvaldi í Hol- landi að loknu námi hér. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og laugar- dagakl. 11-16. Sýning- unni lýkur mánudaginn 2. mars. Gretar Reynisson Föstudagurinn 7. febniar

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.