Helgarblaðið - 07.02.1992, Page 22
Baráttukveðjur til
Helgarbiaðsins
Tjáningar-
frelsið lifi
Blaðannanna-
félag íslands
Verkamanna-
félagið Hlíf
Mál og
Menning
Jökull hf.,
Hellisandi-Rifi
Einar Valur
Ingimundarson
Hesturinn
okkar
Bœjarsjóður
Hafnarfjarðar
Forlagið
Hótel
Valaskjálf,
Egilsstöðum
Hönnun og
ráðgjöf hf.,
Reyðarfirði
Hafnarfjarðar-
höfn
Tímaritið
Vinnan
PR-búðin,
Sundaborg
Fjölvís
Endurskoðun
Austfjarða sf.,
Reyðarfirði
Kjarnavörur hf.,
Bœjarhrauni 4,
Hafnarfirði
Blómastofan
Eiðistorgi
og Kringlunni
Leturprent,
Síðumúla 22
Helgar 22 blaðið
Telpur í kóranskóla í Tansaníu. Þar eru kristni og íslam eitthvaó
álika sterk og svo er víóar.
dómkirkja
kaþólskra á
Filabeins-
strönd, eftir-
mynd Péturs-
kirkju i Róm
og kostaói
sem svarar
um niu mil-
jöróum ísl. kr.
Trúarbrögöin
þrífast með
pompi og
prakt þótt
flest annað
drabbist nióur
þar i álfu.
Hólmganga krístni og
íslams um Afríku
Af öllum heimshlutum er
Afríka sunnan Sahara
hörmulegast é sig komin,
hrjáð af harð- og óstjóm,
ringulreið í efnahagsmál-
um, sjúkdómum, umhverf-
iseyðingu og örari fólksfjölg-
un en dæmi em til um áður
í sögunni. Af hálfú annarra
heimshluta gætir tilhneig-
ingar til að sniðganga vand-
ræðasvæði þetta, en sjálfir
bregðast Afríkumenn við
neyðarástandinu með trúar-
vakningu. Samfara þeirri
vakningu er sífellt harðn-
andi keppni milli kristni og
íslams, sem þegar hefúr
gengið svo langt að farið er
að spá trúarbragðastríði.
Fljótlega eftir að arabar höfðu
lagt undir sig Norður-Afríku á sjö-
undu öld fór íslam að breiðast út
suður yfir Sahara og upp með Níl,
sem og sjóleiðina til Austur- Afr-
íku. Þessi útbrciðsla átti sér öldum
saman slað hægt og bílandi, þótt
fjörkippir kæmu í hana öðru
hvoru. Kristni fór fyrir alvöru að
breiðast út á „mcginlandinu
myrka“ cftir að Evrópuríkin höfðu
skipt á milli sín mestum hluta álf-
unnar í lok 19. aldar. íslam er nú
sterkast á Sahel- og savannabelt-
unum suður af Sahara og í Austur-
Afríku, kristni annarsstaðar. 1
mörgum ríkjum eru kristni og ís-
lam bæði fjölmenn, t.d. skipta trú-
arbrögð þcssi fjölmcnnasta ríki álf-
unnar, Nígcríu, á milli sín nokkum
veginn til helminga.
„Fínt" aö tilheyra
heimstrúarbrög&um
Bæði þessi heimstrúarbrögð
hafa stöðugt verið í sókn á kostnað
afrískrar heiðni og sú sókn hefur
ekki síst verið hröð cftir að Afríku-
lönd urðu sjálfslæð ríki. Mikinn
þátt í því á að talið er „fint“ að til-
heyra hcimstrúarbrögðunum og
víðast virðist það nánast skilyrði
til að komast áfram.
Takmarkaðir kærleikar hafa
gegnum aldirnar verið mcð kristni
og íslam, en margra mat er að í
Afríku hafi þcss fjandskapar gætt
tillölulega lítið til þessa. Aðallega
er það líklega vegna þess að þótt
Afríkumenn snerust til hcimstrúar-
bragða þessara hefur gamla heiðn-
in þeirra áfram haft sterk tök á
þeim. Upprunaleg afrísk trúar-
brögð eru þjóðhverf, etnísk. Þar er
varla neinn munur á því andlega
og veraldlega, ættbálkurinn, þjóð-
flokkurinn, þjóðin er trúfélag jafn-
framt, hver sá sem fæðist inn í
þjóðflokkinn heyrir þar með til
trúarbrögðum hans. Sú hefð hélt
lengi vel velli með þótt menn op-
inberlega tumuðust til kristni og
íslams.
Los á ættbálkakerfi
Ættbálkurinn, þjóðflokkurinn,
þjóðin hafði (og hefúr víða enn)
óhemju mikið gildi hjá Afríku-
mönnum. Sá sem ekki heyrði til
neinum ættbálki eða þjóðflokki var
glataður; hollusta við ætt, ættbálk
eða þjóðflokk gekk (og gengur
víða enn) fyrir öllu öðru.
Sú hollusta gekk lengi vel einnig
fyrir hollustunni við innfluttu
heimstrúarbrögðin. Hjá Jorúbum,
einni af fjölmennustu þjóðum Níg-
eríu, var þannig lengi vani að ætt-
faðir stórfjölskyldunnar úrskurðaði
hvaða trú þcssi eða hinn í fjöl-
skyldunni skyldi hafa opinberlega.
Um það réðu sem sagt meira hag-
kvæmnissjónannið en trúarhiti.
Svipað var það hjá fleiri þjóð-
fiokkum og þjóðum í Vestur-Afr-
iku.
Nú eru þessi mál farin að taka
nýja og óheillavænlega stefnu.
Víða er komið los á garnla ætt-
bálkakcrfið, ekki síst með miklu
fólksstreymi til borga. Þangað fiýr
fólk úr neyðinni úli á landsbyggð-
inni og safnast saman í slömmum
(sama sagan og annarsstaðar úr
þriðja heiminum), þar sem hagur
þess verður lítt eða ekki betri en
fyrr. Og í þrengslunum og ráðleys-
inu í slömmunum á ættbálkakerfið,
sem á sér djúpar rætur úti á lands-
byggðinni, erfitt með að fóta sig.
Þá verður mönnum það fyrir að
flýja neyðina og ráðleysið í faðm
Þorleifsson skrifar
heimstrúarbragðanna, sem óspör
eru á fyrirheit um paradísarvist.
Þau hafa líka víðtækt skipulag á
bak við sig og sambönd við aðra
og betur stæða heimshluta. Það
finnst mörgu ráðalausu fólki
traustvekjandi.
Trúboð meö
olíupeningum
Ein af ástæðunum til þess að
vaxandi hætta er á svæsnum átök-
um milli kristni og íslams er lík-
lega að afrískir játendur þeirra eru
famir að taka þessi innfiuttu trúar-
brögð alvarlegar en þeir gerðu
fyrr, jafnframt því sem hollustan
við ættbálkana trosnar. Önnur
ástæða er að því meir sem heiðn-
um mönnum fækkar hlutfallslega,
harðnar keppni heimstrúarbragð-
anna um þá sem eftir eru. Af eitt-
hvað um 600 miljónum íbúa
heimshlutans eru nú samkvæmt
einni heimild um 100 miljónir
heiðnir (þau trúarbrögð em oft
kölluð „animísk“ eða „náttúmtrú-
arbrögð“), um 250 miljónir kristnir
og álíka margir múslímar.
Harkan í keppninni er að tals-
verðu leyti utanaðkomandi. Vax-
andi þjóðemishyggja í arabalönd-
um, samgróin metnaði fyrir íslams
hönd, leiddi til aukinnar ákefðar í
trúboði, sem fjármagnað er með
olíupeningum, sunnan Sahara.
Kristnar kirkjur, bæði þær sem em
í meira eða minna nánum tengsl-
um við kirkjur í Evrópu og Norð-
ur- Ameríku og hinar sem að öllu
leyti em undir stjóm Afríkumanna
sjálfra, bmgðust við til gagnsókn-
ar.
Bókstafstrú íslams er með í spil-
inu og blæs að glæðum ofstækis en
ekki em allir kristnir trúboðar sak-
lausir af því heldur, kalla þannig
kannski sumir keppnina um sálim-
ar við íslam „stríð gegn kölska“.
Koptar í um-
sátursástandi
Múslímar em hér eins og ann-
arsstaðar sérlega viðkvæmir fyrir
trúboði annarrar trúar manna á
meðal þeirra sem játa íslam. í
Kano, borg með þremur miljónum
íbúa í Norður-Nígeríu, þar sem
þorri manna er íslamskur, kom í
okt. s.l. til ofsókna gegn kristnum
mönnum. Um 300 vom drepnir.
Astæða: kristinn söfnuður í borg-
inni átti von á þýskum trúboða í
heimsókn.
Vaxandi ofstæki í íslam er ekki
einungis áhyggjuefni tiltölulega
ungum kirkjufélögum sunnan Sa-
hara. Við því er ekki heldur hlíft
koptakirkjunni egypsku, sem er
meðal elstu kirkjufélaga heims. í
landi þessu, þar sem kristnin er
eldri en í nokkru öðm Afríkulandi,
hefur gerst æ þrengra fyrir dymm
hennar síðustu ár af völdum ís-
lamskrar bókstafstrúar. Talsvert
hefur undanfarin ár verið um of-
sóknir á hendur koptum, þótt lítið
hafi farið fyrir því í fréttum. 1981,
árið sem bókstafstrúaðir myrtu
Sadat forseta, var mikið um morð
á koptum í Kaíró.
Koptar segja frá vaxandi ögmn-
um egypskra múslíma við kristna
landa sína (sem enn em yfir tíundi
hluti landsmanna), t.d. því að
múslímar geri nú mikið að því að
byggja moskur sem næst kirkjum
og jafnvel fast upp við klaustur úti
á eyðmörk. Mörgum koptum
finnst sem þeir lifi núorðið í um-
sátri, sem þrengi meira að þeim
með hveijum degi sem líður.
Múslimar bibjast fyrir i mosku í Nairobi, höfu&borg Kenýu - kröft-
ugt trúbob meb bókstafshyggju og oliupeninga ab baki.
Föstudagurinn 7. febrúar