Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.12.1975, Qupperneq 1

Dagblaðið - 01.12.1975, Qupperneq 1
I.árg. Mánudagur 1. desember 1975 — 70. tbl. Rifstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þyérholti 2, sími 27022 Óðinn ó leið heim fró Danmörku: FÁTT UM KVEÐJUR ER SIGLT VAR FRAM HJÁ BREZKRI FLOTADEILD Sigurður Þ. Arnason skipherra i brú varöskipsins óðins. Svanur Tryggvason verkstjóri lét hendur standa fram úr ermum við uppsetningu skreytinganna. Hér vegur hann salt á þaki einnar tækja- bifreiðarinnar. „Skipið stenzt fyllilega samanburð við Tý,” sagði Sigurður Þ. Arnason, skipherra á Óðni, er blm. DB ræddi við hann i Árósum nú fyrir helgi. „Hækkunin á stefninu nemur um tæpum einum metra og akkerin hafa verið felld inn i siður skipsins. Þá hefur verið sett á skipið bógskrúfa og i brúnni eru ný stjórntæki, sem gera okkur kleift að stýra öllu héðan úr brúnni,” sagði Sigurð- ur ennfremur. Skipið var smiðað 1969 i Ála- borg. Tækifærið var nýtt nú, er þessi klössun fór fram, til að setja i vélarúmið vatnsþétt skil- rúm,” svo að nú má segja, að skipið sé orðið löglegt”, sagði Sigurður skipherra. Miklar breytingar og endur- nýjun tækja i loftskeytaklefa skipsins voru einnig gerðar. „Hér er mesta breytingin fólgin inýjum aðalsendi,” sagðiGuðni Skúlason loftskeytamaður. „1 stuttu máli má segja, að mikill hluti tækjanna hér hafi verið endurnýjaður og er það til mik- illa bóta.” Ein stærsta útlitsbreyting á skipinu er þó fólgin i nýju þyrlu- skyli, sem byggt var eftir svip- uðum teikningum og á Tý. Frá Árósum sigldi Óðinn áleiðis til Reykjavikur siðdegis á laugardag, fram hjá brezkri flotadeild, sem komin var i kurteisisheimsókn til Árósa. Varð fátt um kveðjur. —■ HP Miklar breytingar hafa verið gerðar á varðskipinu I Aarhus Flydedok, en þar var varðskipið Týr smiðað á siðasta ári. „Þetta kostar nú ekki nema um 400 þúsund, en að visu er það áætluð tala,” sagði Hersir Oddsson, hjá Rafmagnsveit- unni, er við inntum hann eftir kostnaði við götuskreytingar i Austurstræti nú um jólin. „Sið- angöngugatankom tilsögunnar: hefur borgin greitt kostnaðinn að miklum meirihluta, a.m.k. við skreytingu þess enda göt- unnar, en kaupmenn sjálfir fyrir hinn hlutann.” 1 áætluðum kostnaði er innifalin uppsetning, orka og greni. „Og ég verð nú að segja það, að þótt einhver kostnaður fylgi þessu, þá eru nú þessar skreytingar á margan hátt skemmtilegar og sérstaklega hugsa ég þá um börnin,” sagði Hersir ennfremur. Klukkan, sem Raforka hefur látið setja upp yfir gatnamótum Aðalstrætis og Hafnarstrætis um hver jól, er einnig komin á sinn stað. „Það munaði litlu, að iila færi i ár,” sagði Rútur Snorrason hjá Raforku. „Þegar viö ætluðum aðsækja grindina i geymslu, kom i ljós, að einhver hafði hent henni á hauga, taldi, að þetta væri bara eitthvert drasl. Við urðum þvi að láta smiða aðra klukku i snatri, enda ekki hægtaðláta eittár falla úr, þegar við erum búnir að vera með þessa klukku i ein 33 ár um hver jól. Þetta kostar heldur ekki svo mikið, kannski um 50 þúsund i heild, en ég er anzi hræddur um að fólki fyndist tomlegt, ef hún væri ekki til staðar, eins og alltaf,” sagði Rútur að lokum. — HP. Guðmundur Björnsson og aðstoðarmaður hans, Gunnar, sjást hér I körfubifreið Rafmagnsveitunnar við að tengja ljósaseriurnar. Starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur unnu að því að koma skreytingum fyrir nú um helgina. Þessi mynd er tekin eftir hádegi á laugardag á göngugötunni I Austurstræti, en þær skreytingar eru settar upp á vegum borgarinnar. Ljósm. Ragnar. MIDBÆRINN K0MINN I SANNKALLAD JÓLASKAP — og það kostar ekki nema nokkur hundruð þúsund kr. IFaldarnir lyftust - og síðpilsin sviptust, Fró fullveld isfagnaði - Bls. 8 ÞJÓNN SEM HELLTI í GLAS / BANNAÐUR I SJÓNVARPINU — baksíða

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.