Dagblaðið - 01.12.1975, Page 9

Dagblaðið - 01.12.1975, Page 9
Pagblaðið. Mánudagur 1. desember 1975. 9 Kaupmenn: Óánœgðir með verðlagningu kjöts „Kjötkaupmenn eru mjög óánægðir með sinn hlut af kindakjötsverðinu,” segir Gunnar Gunnarsson kaupmað- ur að Laugavegi 32. Vildi hann sérstaklega vekja athygli á þessu vegna sundurliðunar á kindakjötsverðinu hér i blaðinu á fimmtudag. Það vekur athygli að hlutur smásölukaupmannsins, er kr. 28 á kiló þegar hann hefur sagað ***** natblaOiO. Fimmtudagur 6.~nóvember 1975. DB-blaðamaður í innanlandsfiugi með óvenjulegum farþega: SJÁLFUR KONUNGUR FUGLANNA REYNDIST VERA FLUGHRÆDDUR ÞaA var engu líkara en sjálíur blaðamanns, enda grisjabi vel l sætiB eftir og slban óku þeir á konungur fuglanna, örnlnn, væri gegnum gisinn pokann. Aldrei brott meö hægum viröuleika llkt Hughrxddur þegar Otter vél frá brá honum þó neittsérstaklega og og einkabilstjórinn vildi ekki Vcngjuit hóf sig til flugs frá þegar til Reykjavlkurflugvallar raska ró stórmennisins i aítur- IkykkishólmsflugvelU I gærmorg- kom fór Oddur meb hann Ut i rík- sætinu. ■a.enörninn var meöal farþega. ismerktan bfl, lét erninum aftur- —GS— Ingimar ásanlt hljómsveit sinni, frá vinstri eru þau Þorleifur Jóhannsson, Sævar Benediktsson, Grimur Valdimarsson.Ingimar, Helena Eyjólfsdóttir og Finnur Eydal. „SIGGI VAR ÚTI" í DISKÓTEKINU! Ný breiðplata með Hjómsveit Ingimars Eydal kom út nú um helgina. Á plötunni eru þrettán lög, sem voru hljóðrituð i Hljóðrita I september. Meðal laganna er „Siggi var úti” i eins konar „diskótek- útsetningu”. Magnús „Júdas” Kjartansson leikur eitt aðal- hlutverkanna i laginu. Þá er nýtt lag eftir Gylfa Ægisson á plötunni, en það var einmitt hljómsveit Ingimars, sem fyrst varð til að setja lag eftir Gylfa á plötu — hið ágæta ,,t sól og sumaryl”. Þá eru þrjú lög eftir Sævar Benediktsson, bassaleikara, og eitt eftir Finn Eydal. Textar eru allir á islenzku. „Góð plata?” endurtók Steinar Berg, útgefandi aðspurður „Þetta er bezta platan frá Ingimar Eydal til þessa.” Um helgina var Ingimar og Co. i Stokkhólmi að leika fyrir tslendinga á l.des. skemmtun. —OV ORNINN, SEM FANNST VIÐ STYKKISHÓLM ORÐINN HEILL HEILSU Ominn, sem fannst á dögun- um vestur i Stykkishólmi, allur löðrandi i oliu, er nú orðinn heill heilsu. Hann var á sinum tima fluttur suður til Reykjavíkur og geymdur á Keldum á meðan hann var að ná sér eftir volkið fyrir vestan. Er fuglinn var orðinn sæmi- lega hress var hafizt handa við að reyna að ná oliunni úr hon- um. Efnafræðingum tókst að búa til efni, sem binzt oliunni, og var.þvf úðað á fuglinn. Eftir að sú aðgerð hafði verið gerð tvisvar var olian horfin, en fjaðrirnar orðnar nokkuð skakkar. Þær voru siðan réttar með loftþurrku og eftir að fugl- inn hafði verið blásinn tvisvar töldu starfsmenn Náttúrufræði- stofnunarinnar, að hann væri orðinn ferðafær. Siðan var farið með fuglinn vestur á þær slóðir, sem hann fannst á og honum sleppt. Það voru þri'r drengir I Stykkishólmi, sem fundu örninn i fjörunni hjá ögri i Helgafells- sveit. Það var dr. Finnur Guð- mundsson fuglafræðingur, sem annaðistað mestu leyti um fugl- inn, á meðan hann var til með- ferðar á Keldum. —AT— Þessa mynd tók ljósmyndari Dagblaðsins, Björgvin Pálsson, af erninum stuttu eftir að kom- ið var með hann að Keidum. skrokkinn niður. Honum er jafnframt gert að innheimta söluskattinn fyrir rikið, sem er 65 kr á kiló, en heildsalinn fær auk þess greiddar niðurgreiðsl- urnar sem eru 198.07 á kiló. Gunnar sagði ennfremur að vert væri að fram kæmi að heildsalar fá löng lán til að standa undir sinni birgða- geymslu. Smásalinn fær enga slika fyrirgreiðslu. Þegar kjöt hækkar i verði eru smásölubúðir á vegum heildsal- anna fylltar af kjöti sem hækkar strax i verði. Litlu kaupmenn- irnir selja hins vegar oftast all- ar sinar birgðir áfram á lága verðinu. Lækki kjöt eða smjör einsog gerðist i fyrra, kjötkilóið úr 297 i 163 og smjör úr 230 i 100 kr. þá fengju kaupmenn enga leiðréttingu verðs á þeim birgð- um, sem þeir höfðu keypt á háa heildsöluverðinu. Þetta eru kaupmenn mjög óánægðir með og æskja breytinga á i verðlagn- ingu. ASt. Fjárleitarmönnunum í Héðinsfirði bjargað Fjárleitarmennirnir sem fóru frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar eru komnir heim heilir á húfi. Höfðu þeir hrakizt i 4 nætur og dvalið i skýli SVFt i Vik i Héðinsfirði. Er þeim var bjargað á sunnudaginp voru þeir matarlausir orðnir en hafði að öðru leyti liðið vel i skýlinu. Farið var á þremur vélsleðum i átt til Héðinsfjarðar eftir fjár- leitarmönnunum s.l. laugardag. Varð ekki komizt lengra en að Brekku á sleðunum. Þaðan var ferðinni haldið áfram á skiðum um Rauðskörð og komið sömu leið til baka. Ferðin frá skýlinu i Héðins- firði til ólafsfjarðar tók 3 1/2 tima sunnudag og var hún farin i björtu veðri. Kindurnar sem ferðin var upphaflega farin eftir eru enn i Héðinsfirði. Verða þær sóttar við gott tækifæri. Þó þær hafi ekki hagbeit vegna snjóa- laga eru þær ekki i yfirvofandi hættu. Hafa þær góða fjörubeit og beit i fjörubörðum. Veður hefurnú lægt á þessum slóðum. ASt 800 hestar heys brunnu að Vogotungu Slökkviliðið á Akranesi var kvatt að Vogatungu i Leirár- sveit kl. eitt á sunnudag. Háði liðið 13 tima baráttu við eld i heyi. Þarna brunnu nálega 800 hestar af heyi og er tjónið tilfinnanlegt þótt heyið hafi verið vátryggt. Er liðið kom á vettvang logaði eldur upp úr heyi i annarri hlöð- unni af tveim á bænum. Var allt heyið i þessari hlöðu rifið út. Brann það utan hlöðu. Eldur kom einnig upp i hinni hlöðunni en hann tókst að slökkva. Voru þó um 200 hestar heys rifnir út úr henni og er það heymagn ónýtt. Slökkvistarfið gekk erfiðlega vegna frosts og erfiðleika við að ná til vatns af þeim sökum.ASt. Utdregið i8. flokki á miðvikudag, 3. des. Og númá enginn gleyma aö endumýja

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.