Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.12.1975, Qupperneq 8

Dagblaðið - 15.12.1975, Qupperneq 8
8 DagblaðiO. Mánudagur 15. desember 1975. Hœttir Whitlam af- skiptum af pólitík? — eftir yfirburðosigur Frasers í þingkosningunum Malcolm Fraser, forsætis- ráðherra Astraliu, fagnar nú mesta kosningasigri i sögu landsins. Hann sagði i Canberra er Urslit ldgu fyrir að fyrsta verk stjórnar sinnar yrði að glima.viö efnahagsvandann. Fraser er hálffimmtugur Ihaldsmaður.sem tók við stjórn af fyrri forsætisráðherra, Gough Whitlam, er sá var rekinn frá völdum af landstjóra drottningar, Sir John Kerr. Fraser hefur skorað á landa sina að leggjast á eitt til að endurreisa efnahagslif landsins. Hann hefur heitið þvi að standa viö þær félagslegu um- bætur.sem fyrri stjórn Verka- mannaflokksins — undir stjórn Whitlams — hafi hafið, og hann lofaöi að „vernda þá sem minna mega sin”. Mjög fljótlega eftir að talning atkvæöa Ur kosningunum i fyrra- dag hófst lá ljóst fyt ir að Frjáls- lyndi flokkur Frasers hafði unnið stórkostlegan sigur. Endanlegar úrslitatölur liggja ekki fyrir fyrr en eftir nærri mánuö, en allt bendir til þess, aö Fraser hafi nú 53 sæta meirihluta i neðri deild þingsins, þar sem eru 127 þing- menn og sex sæta meirihluta i efri deild, þar sem eru 64 þing- menn. Búizt hafði verið við ivið meiri sigri Frasers. Flokkur hans hefurbætt viösigum 6%,enhon- um hefði dugað innan við eitt prósent til að sigra Whitlam og Verkamannaflokk hans. Stofnandi Frjálslynda flokksins og fyrrum forsætisráðherra stjórnar hans, Sir Robert Menzies, sagði um úrslitin, að þau væru persónulegur sigur Frasers, sem heföi háð kosninga- baráttu sina allt frá upphafi á að- dáunarverðan • hátt. Hinn brottrekni og sigraði for- sætisráðherra, Gough Whitlam, sagði niðurlútur eftir kosningarnar, að framtið lýðræðisins i landinu væri dökk. Talið er, að Whitlam ihugi nú að hætta afskiptum af stjórnmálum, enda er honum kennt persónu- lega um það afhroð, sem Verka- mannaflokkurinn hefur beðið i þessum kosningum. Flokksleið- toginn sagði I gærkvöld, að hann væri fús að þjóna flokki sinum á hvern þann hátt sem talinn væri heppilegur. Hollund: Kuldinn í lestinni vann bug ó skœru- liðunum sex Sex suður-mólúkkeyskir skæru- liðar, stifir af kulda, gáfust upp i Beilen i Hollandi i gær og slepptu 23 gislum sfnum lausum eftir að hafa haldið þeim i járnbrautar- lest I tólf daga. Skæruliðarnir gengu óvopnaðir út úr lestinni fimm mlnútum eftir að einn gíslanna hafði skjírt lög- reglu frá þvi, að þeir hyggðust gefast skilyrðislaust upp. Gislarnir, sem einnig voru orönir heldur hrjáðir af kulda eft- ir aö hafa verið nauðugir i Iskaldri lestinni—þar sem hitinn var um og undir frostmarki — veifuðu vasaklútum og treflum út um glugga lestarinnar um leið og skæruliðarnir gengu út. Að sögn lögregluyfirvalda i Hollandi verða skæruliðarnir, sem eru félagar i róttækum sam- tökum. S-Mólúkkeyinga, er berj- ast fyrir sjálfstæði heimalands sins frá Indónesiu, ákærðir fyrir morð. Hámarksrefsing fyrir morð i Hollandi er 30 ára fangelsi. Eftir aö skæruliðarnir höfðu stöðvað lestina á stöku járn- brautarspori i Beilen fyrir 12 dög- um skutu þeir þrjá gisla sinna til bana og hentu likum þeirra út á teinana. Uppgjöf sexmenninganna kom mjög á óvart. Allt i kring um lest- ina voru nokkur hundruð lög- reglu- og hermanna, er höfðu bú ið sig undir lengra umsátur og blóðug endalok. Skæruliðarnir sex tilkynntu Jóhannesi Manusama, forseta útlagastjórn- ar S.-Mólúkkaeyja, um uppgjöf sína. Maiíusama hefur verið þakkað að eiga mestan þátt i að málalok urðu giftusamleg. Gislarnir voru allir ómeiddir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús. S-Mólúkkeyingarnir voru fluttir hver i sinu lagi til fangelsa i Hol- landi. Ættingjar og vinir gislanna vissu varla sitt rjúkandi ráð eftir — gáfust skilyrðislaust upp í gœr, gíslarnir allir ómeiddir uppgjöf skæruliðanna. í hótelinu i Beilen, þar sem ættingjarnir höfðu beðiö svefnlausir siðan um- sátrið hófst var mikið dansað, sungið, hlegið, og grátið, að sögn sjónarvotta. Einn gislanna sagði frétta- mönnum, að skærulibarnir hefðu farið vel með þá og engum pynt- ingum beitt. í upp hafi umsáturs- ins voru nokkrir gislanna bundnir á höndum og fótum en siðustu dagana voru allir lausir og liðugir um borð i lestinni. Hann taldi að það hefði að verulegu leyti verið kuldinn i lestinni sem fór niður i 8 stiga frost i fyrrinótt, sem hefði ráðið uppgjöf skæruliðanna. ENGIN FORN VAR OF STOR — sagði bœjarstjórinn í Beilen um 12 daga lömun bœjarlífsins Uppgjöf skæruliðanna i Beilen gerði ibúum smábæjarins auðvelt aö anda léttara eftir að bæjarlifið hafði verið nær lamað i 12 daga, eða allt siðan S-Mólúkkey ingarnir rændu lestinni. Ibúar Beilen muna ekki aðra eins daga sfðan kandadiskar her- sveitir hröktu hermenn Hitlers á brott i siðari heimsstyrjöldinni Hermennirnir og skriödrekarn- ir, sem komu til Beilen eftir lestarránið, höfðu um tima ein- angraö bæinn frá umheiminum. Hertækin tættu sundur akra bændanna, sem ekki komust að til aö sinna uppskerur.ni. Húsmæður fóru ekki i búðir, heldur keyptu nauösynjar sinar úr bilaverzlun um, sem komu að dyraþrepum þeirra. „Beilen hefur verið lamaður bær,” sagði bæjarstjórinn, Auke Beckering van Thijn, i samtali við fréttamenn i gær. „Fyrstu niu dagana voru fréttamenn og yfir- stjórn aögerðanna I bæjarskrif stofunum, þannig aö það var vonlaust fyrir okkur að ætla að sinna daglegum verkefnum,” bætti hann við. Bæjaryfirvöld telja, aö kostn- aöurinn, sem orðið hefur af um sátrinu um lestina, nemi ekki undir 26 milljónum gyllina eöa 1.7 milljörðum islenzkra króna. Einn embættismanna hollenzku rikisstjórnarinnar telur þessa tölu allt of lága, þvi járnbrautar- fyrirtækið hafi einnig tapað miklu fé. Hann sagði aöfsem stæði gæti enginn spáð i hina raunverulegu uppiiæö. Van Rhijn bæjarstjóri segir alla bændur fá tjón sitt bætt, bæði beinan skaða og tapaða vinnu- daga. „Þetta var nauðsynlegt,” sagði bæjarstjórinn, „og ibúarnir hafa ekki kvartað. Fólkið i lest- inni hefur orðið að sitja fyrir um allt. Engin fórn var of stór. Rán af þessu tagi er timanna tákn... þetta umsátur hefur sýnt öllum, hvar sem þeir eru, að ekk- ert bæjarfélag er of litið til að verða fyrir svona nokkru. Maður getur aldrei sagt með vissu, að „svona gerist ekki hér,” sagöi van Thijn, bæjarstjóri i Beilen. Leikaramyndir ó veggjum í íbúð IRA-manna í London Einn frsku skæruíiðanna gengur út á svalir ibúðar Mathewshjón- anna i London á föstudaginn eftir að hann og félagar hans gáfust upp. Lögreglumaðurinn hægra megin er við öllu búinn. lögreglan i London, að fundizt hefði„íprengjuverksmiöja” á ó- tilgreindum staö i borginni. Tveir skæruliðanna bjuggu þar. Fréttamenn hafa fengið að skoða ibúöina, þar sem skæru- liðarnir bjuggu, og lýstu henni sem „afar kaldri og óaölaö- andi”. A vegg hékk mynd af leikaranum Burt Reynolds með haglabyssu i hendi sér. Skæruliðarnir fjórir eru taldir vera meðal hinna hættulegustu IRA-manna, sem starfað hafa i London. Hjónin Sheila og John Mathews, sem fjórir frskir skæruliðar héldu I gislingu i nærri viku i London, héldu fjöl- skylduboð I gærkvöldi I ibúöinni, sem þeim var haldið i. Frú Mathews sagði frétta- mönnum I sjúkrahúsinu, sem hún var flutt til eftir að skæru- liöarnir gáfust upp á föstudag- inn, að hún hefði ekki búizt við aö komast þaöan út á lifi. Skömmu eftir að umsátrinu um skæruliðana lauk tilkynnti Jólin hennar Donnu Þessi mynd hefur þann tilgang einan að hressa okkur I skammdeg- inu og kuldanum hér norðurfrá. Stúlkan heitir Donna Bishop og býr IMiami Beach I Florida I Bandarlkjunum. Hún ætlar að eyða jólun- um á sólrikri ströndinni þar ...ein sins liðs, segir hún. Njósnarinn Guillaume DÆMDUR í DAG I dag verður kveðinn upp dómur yfir Gunther Guillaume, fyrrum aðalráðgjafa Brandts, þáverandi kanslara Vestur-Þýzkalands, sem sakaður hefur verið um njósnir fyrir Austur-Þýzkaland. Sak- sóknarinn hefur krafizt fimmtán ára fangelsis fyrir Guillaume. Handtaka hans fyrir hálfu öðru ári leiddi til afsagnar Brandts. Guillaume og kona hans, Christel eru bæði sökuð um njósnir og landráö. Krafizt hef- ur veriö 10 ára fangelsisdóms yfir konu Guillaumes. Rikissaksóknarinn I Vestur- Þýzkalandi hefur lýst þvi yfir, að njósnir þeirra hjóna hafi stórlega skaðað hagsmuni Vest- ur-Þýzkalands. Verjendur hjónanna hafa á móti haldiö þvi fram, að ekkert bendi til þess aö þau gögn,sem Guillaume. komst yfir i samstarfi sinu við Brandt, hafi verið send til Austur-Þýzkalands. Verjendur hafa krafizt þess, að felldar verði niður landráöaákærurnar á hendur þeim hjónum. 1 stað þess veröi þau dæmd fyrir njósnirnar einar, sem aðeins hafa i för með sér fimm ára fangelsisdóm. Guillaume-hjónin hafa neitað aö bera vitni I réttarhöldunum sem staðið hafa yfir i sex mánuði. Háttsettir vestur-þýzk- ir embættismenn, þar á meöal Brandt sjálfur og Georg Leber, varnarmálaráðherra, hafa komið fyrir réttinn og borið vitni.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.