Dagblaðið - 15.12.1975, Side 13

Dagblaðið - 15.12.1975, Side 13
Dagblaðið. Mánudagur 15. desember 1975. 13 Glick varð nýlega fyrir því, að hann fékk óumbeðna auglýs- ingu. Læknishjón i San Diego hófu nýlega málssókn á hendur honum fyrir að hafa svindlað á þeim i fasteignaviðskiptum. Fyrir þremur vikum fannst konan skotin til bana á heimili sfnu. Lögreglan hefur getið sér þess til, að leigumorðingi hafi verið þar að verki — og Glick er einn þeirra, sem verður færður til yf- irheyrslu vegna málsins. Fleiri dularfull dauðsföll eru tilgreind i grein blaðamanns Newsweek og hann nefnir einnig ýmsa starfsmenn sambandsins og sjóði þess, sem ákærðir hafa verið og dæmdir fyrir fjárdrátt, svindl og brask. Og sjálfir eig- endur lifeyrissjóðsins, sem greitt hafa framlög sin i fjölda ára — jafnvel áratugi — eiga i vandræðum með að njóta lif- eyrisbóta Ur honum eftir að þeir hætta að vinna. Þegar Fitzimmons tók við embætti forseta Teamsters-sambandsins, var almennur skilningur sá, að hann myndi láta af störfum um leið og Hoffa losnaði úr fangelsi — þarsem hann var fyrir misnotk- un á sjóðum sambandsins. En Fitz likaði vel að vera valda- mesti maður hinnar „frjálsu” verkalýðshreyfingar i Banda- rikjunum. Hann varð eirii verkalýðsleiðtoginn, sem studdi Nixon forseta á sinum tima og heimsótti hann bæði til San Cle- mente og Key Biscayne. Svo gerðistþað undarlega, að þegar Hoffa var náðaður á endanum var það með þvi skilyrði, að hann kæmi ekki nærri afskipt- um af verkalýðsmálum fyrr en i fyrsta lagi 1980. Allt fram á sið- asta dag hélt Hoffa þvi fram, að þessar kvaðir hefðu verið settar með samkomulagi á milli Fitzimmons og Charles Colsons, ráðgjafa Nixons. Skömmu siðar gekk Colson i þjónustu lögfræði- firma nokkurs og þiggur árlega 100 þúsund dali frá Teamsters- sambandinu fyrir „ráðgjafa- störf”. 1 sjálfsævisögu Hoffas, sem kom út mánuði eftir að hann hvarf af bilastæði I úthverfi De- troit, sakaði hann Fitzimmons um að hafa „hleypt þekktum skúrkum inn i sambandið” og veitt „stór lán úr sjóðum sam- bandsins til þekktra Mafiufé- laga.” Hoffa hafði ágæta að- stöðu til aö vita um slika hluti': hann átti enn góða vini i áhrifa- stöðum I sambandinu og hafði stundað hið sama sjálfur f sinni tið. Bæði stuðningsmenn Hoffas i sambandinu og ýmsir háttsett- ir lögreglumenn eru þeirrar skoðunar, að hann hafi haft næg sönnunargögn um þessi atriði og að hannhyggðist notaþau til að endurheimta sitt gamla embætti. En hann hvarf spor- laust áður en hann gat hrint þeirri áætlun i framkvæmd og þrátt fyrir viðtæka leit og gifur- legar fjárhæðir, sem boðnar hafa verið þeim er geti leyst gátuna, hefur ekkert til hans spurzt. Samkvæmt upplýsingum þeirra, er til þekkja, hefur Fitzimmons nú orðið meiri á- huga á að leika golf en að reka verkalýðsfélagið sitt. Nýlega lékhann golf við Richard Nixon, fyrrum Bandarikjaforseta, sem tók þátt I góðgerðarkeppni á vegum Fitzimmons. Þeir voru I merkilegum félagsskap. Auk „toppanna” voru meðal þátt- Fitzimmonsog Nixon á golfvell- inum. takenda þeir Dorfman og Anthony „Tony Pro” Provenzano, margdæmur svindlari úr verkalýðshreyfing- unni og fyrrum varaforseti Teamsters-sambandsins, sem hefur verið yfirheyrður — og jafnvel grunaður um græsku — I sambandi við hvarf Hoffas. Skömmu siðar var haldin mikil fjáröflunarveizla i New York i tilefni þess, að fimm ár voru liðin siðan Provenzano HOFFA Call (313) 962-7297 James Hoffa — hver stóft aft baki hvarfi hans? hafði verið látinn laus úr fang- elsi. Það þýðir, að hann getur á ný gegnt embætti fyrir verka- lýðshreyfinguna. Enn bendir ekkert til þess, að hann muni gera það, en Fitzimmons sagði viö fréttamann eins New York-blaðanna: „Mér finnst Tony dásamlegur maður. Ef ég þarf á skipuleggjanda að halda, eða ef ég þarf á honum sjálfum að halda, þá ræð ég hann til þess. Svo einfalt er það.” Söngvor úr sveitinni Sinfóniuhijómsveit islands, 7. tónleikar i Háskólabiói, 11.12. '75. Efnisskrá: Mozart: Sinfónía nr. 41 Carl Orff: Carmina Burana Stjórnandi: Karsten Andersen Einsöngvarar: Ólöf Harftardóttir Garftar Cortes Þorsteinn Hannesson Söngsveitin Filharmonia Háskólakórinn Kórstjóri: Jón Asgeirsson Tónleika Sinfóniuhljómsveit- ar Islands og söngsveitarinnar Filharmoniu er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá eru flutt stóru verkin i bókmennta- sögunni, stóru bæði hvað varðar Þorsteinn Hannesson syngur aftur eftir 14 ára hlé. mikilfengleik i tónhugsun svo og flytjendafjölda. Yfirleitt heppn- ast þessir tónleikar mjög vel, og sýna hvers við erum megnug á sviði tónlistarinnar. A þessum tónleikum var flutt Carina Burana, en þaö var fyrsta verkið sem söngsveitin flutti eftir stofnun hennar. Carmina Burana er heiti á kvæðabálki sem fannst 1803 i klaustrinu Bene- diktbeuern i Bæjaralandi. Þar eru kvæði frá 12. og 13. öld, og eru þau úr ýmsum áttum, ýmist á latinu, þýzku eða frönsku. Höfundar þeirra voru flökkustúdentar og stóllausir klerkar, sem flæktust á milli há- skólaborga Evrópu. Kvæðin fjalla um margvisleg efni, eru sum alvarlegs eðlis, önnur létt- lynd, og eru þau i miklum meirihluta. Carl Orff tók úr kvæðabálkin- um ýmist heil kvæði eða kvæða- brot, og raðaði saman eftir eigin höfði, þannig að úr varð upp- hafsþáttur og þrir meginþættir. Of langt væri að fara nánar út I efni og innihald textanna. Vonbrigöi Flutningur verksins olli nokkrum vonbrigðum. öll sú spenna, sem felst i verkinu, náði ekki fram, þó kórarnir væru vel æfðir og kynnu sitt hlutverk, og hljómsveitin sömuleiðis, verkiö féll ekki nógu vel saman. Of mikið var um mistök t.d. hjá málmblásurunum, þar sem inn- komur vildu mistakast, sömu- leiðis voru innkomur hjá kórn- um stundum óstyrkar. Of lítið sviö Sviðið lék slagverksmennina grátt. Vegna smæðar þess, þ.e. sviðsins, varð að setja þá út i annan vænginn, og náðu þeir ekki að tengjast heildarhljómn- um, en slagverkið leikur stórt hlutverk i hljómsveitarbúningn- um. Bassatromman og gongið, sem setja svo mikinn svip á flutninginn á hápunktum, JON KRISTINN CORTES nógu vel saman, mátti um of greina einstaka raddir. Einsöngvararnir stóðu sig vel. Ólöf Harðardóttir söng mjög vel á þessum fyrstu tón- leikum með S.l. Hlutverkið ligg- ur hátt, en hún lék sér að hæstu tónunum með glæsibrag. Var hvergi veikur punktur i söng hennar, nema i löngu slaufunni i „Dulcissime”, þar var hún að- eins fyrir ofan tóninn, en tókst að laga það er neðar kom. Þor- steinn Hannesson kom á óvart. Tókst honum ágætlega, þó að vel mætti heyra að hann hefur ekki sungið i fjölda ára, það eru vist fjórtán ár siðan hann söng Tónlist heyrðust tæpast og pákurnar hefðu mátt vera sterkari. Sungiö af krafti Kórinn söng af krafti, en of sjaldan af innlifun. Eins og oft vill vera með islenska samkóra, þá voru kvenraddirnar sterka hliðin, karlaraddirnar eru oftast mun færri. Karlasextettinn söng ágætlega, þó hann félli ekki siðast opinberlega. Röddin var stundum óstyrk og aðeins fyrir ofan tóninn, en það var mikill kraftur i henni. Counter-tenór Garðar • Cortes stóð sig mjög vel. Hlutverkið liggur langt fyrirofan hans radd- svið, enda fyrir allt aðra „teg- und” tenóra, svokallaða count- er-tenóra, en þeir syngja á mun Garftari Cortes tókst vel upp sem counter-tenór. hærra sviði en'-„venjulegir” tenórar. Ef ég ekki, að sumum áheyrendum, sérstaklega þeim sem ekki þekktu verkið, hafi brugöið, er hann hóf sönginn i þeim stil, þ.e. i n,k. falsettó. Röddin kom skýr og greinileg i gegn, enda er ekki mikið um að vera i hljómsveitinni. Of fáar samæfingar. Gallarnir i flutningi verksins felast i of fáum samæfingum. Karsten Andersen tókst ekki að binda verkið saman, og hraða- valið var ekki alltaf nógu gott. Hljómsveitin átti t.d. i erfiðleik- um með hraðann i dansinum i kaflanum ,,Á flötinni”, og oft vildi brenna við, a einstakir hljóðfærahópar næðu ekki upp þeim hraöa er hann bað um. A efnisskránni var einnig sin- fónia nr. 41, eftir Mozart. Hljómsveitin flutti það með miklum ágætum. Allar innkom- ur voru nákvæmar og öruggar, og kom öll hljómsveitin vel frá verki. Flugfélagsins, var fengin til þotukaupa, sem Flugleiðamenn sögðust hafa haft á leigu siðan 1970. Altalað er hinsvegar, að þeir hafi aldrei haft þessa þotu á leigu. Þvi siður að hér hafi verið um farþegaflugvél að ræða heldur vöruflutningavél, er sið- ar var innréttuð fyrir farþega- flug. Ennfremur að þotan hafi, er hún var keypt, verið mikið notuð og muni nú eftir áramótin fara i alvarlega skoðun (stór klössun á fagmáli). Mér er sagt að þessi viðskipti hafi átt sér stað undir sérstöku eftirliti Seðlabankans og innt af hönd- um af einum af aðstoðarbanka- stjórum hans. Ef þessar upplýs- ingar eru réttar var Seðlabank- anum óheimilt að leyfa kaupin sairikvæmt lögum frá Alþingi um rikisábyrgðina frá siðast- liðnu vori. Nú hlýtur maður að spyrja, sem hlýtt hefur á hina mórölsku umvöndun, sem lesa má i greinum þeirra, er kross- festa vilja Guðna i Sunnu. Verð- ur þessi meðferð rikisábyrgðar- laganna ógilt? Verður þessum aðstoðarbankastjóra vikið frá og fyrirskipar fjármálaráðu- neytið rannsókn? Snúum okkur nú að Sunnu og Air Viking. Fyrir hvað á raun- verulega að krossfesta Guðna? Fyrir skuldir segja fjölmiðlar. Samkvæmt blaðafréttum virð- ast skuldir fyrirtækja hans nema um 300-400 millj Hvað er þaö á nútima mælikvarða hjá fyrirtæki, sem á tvær Boeing- þotur og fasteignir að bruna- bótamati upþ á 100 millj? A það er og að lita að Sunna flutti á siðast liönu sumri um 10 þús. ís- lendinga, fjölda erlendra gesta og að auki rekur Guöni um- fangsmikið farþegaflug milli landa i Evrópu og öðrum heims- álfum. — Eftir þvi sem málin hafa skýrzt er ljóst að Sunna og Air Viking er fjarri þvi að vera stærsti skuldunautur Alþýðu- bankans. Samt sem áður mun fyrsta krafa Seðlabankavalds- ins við stjórn Alþýðubankans hafa verið stöðvun á rekstri Sunnu og gjaldþrotskrafa á starfsemi fyrirtækisins. Er trú- legt að slik aðför sé algert eins- dæmi i sögunni. Seðlabankinn mun þó hafa fallið frá þessari kröfu gegn loforði samgöngu- málaráðuneytisins að stöðva með valdi fyrirvaralaust rekst- ur ferðaskrifstofunnar mánu- daginn 8. des. kl. 9. Daginn áður 7. des. fluttu fulltrúar Seðla- bankans bankaráði Alþýðu- bankans þetta loforð og notuðu það sem keyri á bankann svo hann hætti viðskiptum við Sunnu og krefðist jafnframt rannsóknar á starfsemi hennar. Stjórnendur Alþýðubankans virðast þvi hafa staðið frammi fyrir þeirri staðreynd, að Seðla- bankinn var albúinn að standa við hótanir sinar um aö svipta bankann allri fyrirgreiðslu. Fyrir þessu bognuðú Alþýðu- bankamenn og lofuðu að géra allt sem Seðlabankinn óskaði i aðförinni gegn Air Viking og Sunnu. Þar með var komið i veg fyrir að nöfn stærri skuldunauta yrðu nefnd hvað þá að þeim yrði gerð aðför i likingu við þá er gerð var að Air Viking. — Nú er það staðreynd að Flug- leiðir — félag Arnarnes-greif- anna — er talið skulda 7-8 þús millj.Tryggingar af þeirra háifu fyrir þessari smáupphæð eru 4 millilandaflugvélar (Air Viking á 3), fimm litlar flugvélar i inn- anlandsflugi, smávegis af vara- hlutum, Hótel Esja og Hótel Loftleiðir. Hvorki Seðlabankinn né viöskiptabankar Flugleiða óska við eigendur þessa risafyr- irtækis (meirihluti eigenda 7 aðilar) að þeir láti neitt af eign- um sinum fyrir þessari geig- Kjallarinn Hilmar Jónsson vænlegu skuldasöfnun. Eftir- leikur var fluttur af Birni Jóns- syni, forseta Alþýðusambands- ins og Þjóðviljanum. Þeir fluttu i sameiningu hjáróma kórlag um að Alþýðubankinn ætti að sinna launþegum. Fallegt, mjög fallegt. En má ég upplýsa: Hverjir varðveita hina stóru sjóði launþegasamtakann? Er það Alþýðubankinn? Nei, ó nei. Aðurnefndir sjóðir eru til húsa i Landsbankanum og Verzlunar- bankanum. Það skyldi þó aldrei vera að Flugleiðir eða önnur stórfyrirtæki á borð við það mökuðu krókinn á peningum Dagsbrúnarmanna, geymdum i Landsbankanum? Það eru huglausir menn, sem ráðast á liggjandi mann og ég get ekki sé að Guðni i Sunnu hafi gert nokkuð það af sér að hann verðskuldi að verkalýðsforingj- ar ausi hann auri einmitt á þvi augnabliki, þegar forhertasta auðvald landsins hyggst leggja hann að velli. Þvert á móti hefur hann haldið uppi ódýrum ferð- um til sólarlanda og hann á að baki merka sögu sem braut- ryðjandi i ferðamálum okkar. Trúa min og vissa er sú. að þeg- ar dagar Guðna verða taldir og Arnarnes-greifarnir einir á sviðinu ásamt Jóhannesi Seðla- bankastjóra, þá muni almenn- ingur ekki spurður um verð á einu né neinu sem snertir flug eða ferðir. Þetta er ógeðfellt mál og sýnir ljóslega bardaga- aðferðir hinar nýju stéttar á ts- landi. Hilinar Jónsson. bókavörftur. Keflavík.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.