Dagblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Fimmtudagur 18. desember 1975. Raddir lesenda Frá keppninni um heimsbikar- inn — Engelhard Pargaetzi frá Sviss i brautinni. HVAÐ UM KEPPNINAUM HEIMS- BIKARINN? Skiöaunnandi frá tsafirði skrif- ar: „Ég er áskrifandi að Dag- blaðinu og er ánægður með blaðið utan það að mér finnst ekki nógu mikið rætt um heims- bikarkeppnina á skiðum. Nú fyrir stuttu hófst keppnin um heimsbikarinn og þið eruð ekkert farnir að greina frá nein- um úrslitum. Skiðaáhugamenn eru að vonum ósáttir við þetta. Við héldum að þið væruð að koma til þegar þið störfuðuð á Vísi en vonandi hafið þið ekki gleymt skiðaiþróttinni þar.” Þetta bréf er skrifað 7. des- emberen keppnin um heimsbik- arinn hófst 5. desember og byrj- aði voveiflega með dauða eins efnilegasta skiðamanns Frakka — eins og við greindum frá þriðjudaginn 9. desember. Þannig hefur bréf þitt verið svo- litið ótimabært — kæri skiöa- unnandi — en engu að siður vel þegið. Hví var vinningaskránni breytt? Gunnar Friðjónsson hringdi: GLORULAUST GASPUR UM DREIFBÝUS- FÉLAGIÐ! Pétur Þorstcinsson, ráðsmaður Dreifbýlisféiags MR, skrifar: „Vegna viðtals AT við Skafta Haröarson um afsögn hans sem inspector scholae i MR þar sem Dreifbýlisfélaginu er blandað inn i málið að ástæðulausu vil ég taka eftirfarandi fram: Dreif- býlisfélagið hefur algjörlega staðið utan við þessar deilur og miðstjórn félagsins hefur ekki Menntaskólinn i Reykjavik er virðuleg og tignarleg bygging. Hins vegar er mannlifið þar svona upp og ofan eins og gerist og gengur — menn deila um vcraldlega hluti eins og kaffi- sjálfsala — og auðvitað litur hver sinum augum á silfrið. DB- mynd BP. samþykkt neinar ályktanir um margumræddan kaffisjálfsala. Þessi rakalausi þvættingur er ekki kominn frá Skafta heldur frá blaðamanninum AT. 1 grein AT frá 11. 12. segir að Dreif- býlisfélaginu hafi veriö ákaf- lega illa við sjálfsalann og staðið að tillögunni um að fjarlægja hann. Einnig segir i sömu grein: „tók þvi Dreif- býlisfélagið ráðin af forsetan- um, Skafta, og unnu félagarnir verkið sjálfir.” Hér er stórlega ýkt. Það voru aðeins tveir félagar úr Dreifbýlisfélaginu sem stóðu að flutningnum og þeir komu á engan hátt fram fyrir hönd Dreifbýlisfélagsins. Siðan klykkir AT út með þvi að segja að Dreifbýlisfélagið virðist vera samansafn helztu brandarakalla skólans. Þvi likt glórulaust gaspur i garð okkar er vart svaravert. Við i Dreif- býlisfélaginu höfum ætið reynt að standa vörð um hagsmuni dreifbýlisbúa hér i skólanum og hræddur er ég um að AT beri ekkert skynbragð á starfsemi félagsins — enda AT alinn upp i þéttbýli.” Svar AT: Svo mörg voru þau orð. Ég verð að játa að ég hef engin per- sónuleg kynni haft af Dreif- býlisfélagi MR um ævina og þykist hafa sloppið vel að þurfa ekki bera þann kross. Hins veg- ar hef ég eignazt marga kunningja innan MR gegnum árin og þeim ber öllum saman um að félagið haldi uppi ákaf- lega vanþroskaðri eftirlikingu af svokölluðum menntamanna húmor sem er löngu orðinn hundleiðinlegur, — nánast sveitó. Skafti Harðarson, inspector scholae, hefur lesið greinina sem birtist i Dagblaðinu 11. desember, og lýst sig sammála henni nema hvað hann taldi sig ekki hafa sagt að Dreifbýlis- félagið hefði staðið fyrir niður- rifi kaffivélarinnar sem allt málið snerist um, heldur nokkr- ir húmoristar innan þess. Aö svo mæltu lýkur afskiptum minum af kaffivélarmálum Merringa enda er ósköp til- gangslaust að rifast um jafn ómerkilegt mál. Skrif þau, sem félagar i Sveitamannafélaginu hafa spreðað út, eru reyndar varla svaraverð en það sakar svo sem ekki að skemmta sveitarvarginum i eitt skipti. Þó er eitt sem mætti koma fram svona að lokum: Hvers vegna var sveitamönnunum svo illa við nefnda kaffikönnu að þeir sæju ástæðu til að rifa hana niöur? Svar óskast ekki. —Asgeir Tómasson. Hollir landar fylkið liði! Við fylkjum liði stétt með stétt og styðjum eigin „her”. Við skulum þvi velja rétt I verzlunonum hér. Hollir landar allir eiga innlent kaupa þar. í búðunum nú biða mega brezku vörurnar. rufaló. ÓRÉTTLÆTI GAGNVART BIFREIÐAEIGENDUM! „A síðasta happdrættisári DAS var dregið um glæsilegt einbýlishús að Tjarnargötu 12, Alftanesi. Enginn var svo hepp- inn að hljóta hnossið — vinning- urinn féll á óseldan miða og þvi var húsið áfram happdrættisins'. Húsið var nú dregið út i des- ember — en Ibúöarvinningi sem vera átti var sleppt. Þvi spyr ég — hefur happdrættið heimild til aö breyta vinningaskránni, sér- staklega þar sem húsið átti að vera aukavinningur?” Við snerum okkur til Baldvins Jónssonar framkvæmdastjóra Happdrættis DAS og tjáði hann okkur- að húsið hefði verið sett inn á vinningaskrána þó þeim hefði alls ekki borið skylda til þess. Þeir mættu samkvæmt lögum selja húsið. En við vild-. um heldur setja húsið inn að margfalt meira verðmæti held- ur en íbúðin sem vera átti auka- vinningur er. Þannig kemur happdrættið til móts við við- skiptavini sina. Siðan verður aðalvinningur ársins dreginn út i april — glæsilegt hús að Furu- lundi 4. Agúst Arason hringdi: „Nú eftir þá miklu slysaöldu sem gengið hefur yfir hafa vaknað margar spurningar — sem eðlilegt verður að teljast. Menn hafa aðallega velt fyrir sér umferðaröryggi — hvernig fækka megi slysum og árekstr- um. Margar tillögur hafa komið fram — sem allt er góðra gjalda vert. 1 beinu framhaldi af þessu langar mig að benda á eftirfar andi i sambandi við bifreiða- tryggingar. Tryggingafélög dæma sjálf bila sina i rétt eða órétt eftir at- vikum. Þau hafa engin samráð sin á milli hvernig skipta skuli tjóni. Þvi verða tryggingafélög oft ósammála um hvernig dæma eigi umferðarrétt. Svo við litum á dæmii Bilar A og B lentu i árekstri. Tryggingafélag bils A dæmdi sinn skjólstæðing i 66% rétti. Tryggingafélag B dæmdi sinn hins vegar i 50% rétti. Hvernig litur þá dæmiö út? Jú, tryggingafélag A neitar að borga nema 34% i tjóni B. Tryggingafélag B neitar hins vegarað borga nema 50% i tjóni A. Tryggingafélögunum er ekki gert skylt að koma sér saman um tjónið. Þau geta hagað þessu að vild. Þvi borga tryggingafélögin ekki nema 84% i umræddu tjóni og þetta finnst mér mikið órétt- læti gagnvart bileigendum — og raunar óþolandi. Tryggingafé- lögum á að vera gert skylt að koma sér saman um tjón — þannig að þau sleppi ekki við að greiða stórar upphæðir — jafn- dýrt og nú er að senda bil á verkstæði.” Hver var i rétti og hver I órétti? Hvernig skyldu tryggingafél. hafa dænit i þessu máli — hvað skyldu bifreiðaeigendur hafa þurft að borga? Spurning dagsins Hvaö sendirðu mörg jólakort i ár? Benedikt Sveinsson hæsta- réttarlögmaður: „Ætli þau hafi ekki verið á milli 60 og 100 i þetta skipti. Það er svipað og i fyrra og ég held að svo verði i framtiðinni enda vil ég ekki leggja þennan siö af.” Sigríður Gunnlaugsdóttir nemi: „Ég sendi 16 i ár. Nei, — ég vil alls ekki hætta að senda jólakort, — finnst gaman að senda þau og gaman að fá þau”. Olga Pétursdóttir húsmóðir: „Ég er nú ekki farin að senda nein ennþá enda held ég að ég geymi þau i þetta skipti. Annars hef ég sent svona 10-15 kort.” Ingigerður Baldursdóttir hús- móðir: „Ekki hef ég nú komið þvi i verk ennþá en eitthvað ætla ég að senda af þeim til vina og kunn- ingja”. Kristinn Pétursson, gamall Súg- firöingur: „Tvö. Annað er ég bú- inn að senda til sömu manneskj- unnar i 30 ár. Stakk upp á þvi við hana aö viö sendum hvort um sig annað hvert ár til þess að spara kortin. Ekki varð af þvi”. Henrik Biering kaupmaöur: „Við sendum um 20 kort árlega. Þetta er ákaflega skemmtilegur siöur sem ég held að allir hafi gaman af”.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.