Dagblaðið - 18.12.1975, Qupperneq 10
10
Dagblaöið. Fimmtudagur 18. desember 1975.
uBIAÐIÐ
frjálst, úhád dagblað
Útgefandi: Dagblaðið ht.
Framkvæmdastjóri: Sveinn K. Eyjólfsson
Kitstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Kitstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
Iþróttir: Itallur Simonarson
llönnun: Jóliannes Keykdal
Blaðamenu: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
Pétursson, Ólafur Jónsson, Óntar Valdimarsson.
Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
I.jósmyndir: Bjarnleifur Bjarnieifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald S00 kr. á mánuði innanlands.
i iausasölu 40 kr. cintakið. Blaðaprent hf.
Kitstjórn Siðuinula 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Lokaspretturinn
Fjárveitinganefnd alþingis stendur
i eldlinu baráttunnar i efnahagsmál-
um. Á starfi hennar og niðurstöðum
byggist afkoma þjóðarbúsins að
verulegu leyti.
Nefndin hefur til þessa staðið sig
vel. Hún hefur staðið af sér stormá-
hlaup úr öllum áttum. Henni tókst að
skila fjárlagafrumvarpinu þannig til annarrar um-
ræðu, að ekki hafði orðið á þvi umtalsverð hækkun.
Fast var sótt að nefndinni um hækkanir ekki
siður en undanfarin ár. Hvert ráðuneytið og rikis-
stofnunin á fætur annarri vildu fá miklu meiri
hækkun en fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir,
hundruð milljóna hér og hundruð milljóna þar.
Nefndin stóðst þetta, sem kemur meðal annars
fram i þvi, að f járveitingar til stærstu liða opinberr-
ar fjárfestingar voru ekki hækkaðar frá þvi, sem
fjárlagafrumvarpið hafði greint.
Þrýstihóparnir sóttu að. Nefndinni bárust fjöl-
mörg erindi frá stofnunum, einstaklingum og sam-
tökum, þar sem beðið var um fjárhagslegan stuðn-
ing. Hún sinnti flestum þeirra i engu, sem betur fer
við núverandi aðstæður.
Forsvarsmenn sveitarfélaga gengu hart fram til
að reyna að fá til sin hækkanir.
Alls hefur nefndin til þessa haldið 38 fundi, þar af
fjölmarga með fulltrúum ýmissa hópa þjóðfélags-
ins, ráðuneyta, stofnana og einkaaðila.
Fjárveitinganefnd er i brennidepli vegna þess að
þjóðarbúið þolir ekki hærri f járlög en að var stefnt i
fjárlagafrumvarpinu. 1 frumvarpinu var gert ráð
fyrir fimmtungshækkun frá fyrra ári. Þetta er of
mikið. Þvert á móti átti að stefna að niðurskurði
rikisútgjalda frá þvi, sem áður var. En pólitiskar á-
stæður réðu þvi, að ekki var i það lagt. Hins vegar
er ráðgerð hækkun fjárlaga miklu minni en verð-
bólgan, sem er mikill kostur. Við þvi var ekki að bú-
ast, að fjárveitinganefnd gæti skorið niður frá þvi,
sem fjárlagafrumvarp rikisstjórnarinnar greindi.
Verkefni hennar við núverandi aðstæður var og er
að standast þrýstinginn frá þeim, sem heimta.
Rikishallinn, sem i ár verður sennilega um f jórir
milljarðar króna, er aðalvaldur verðbólgunnar.
Hann er einhver allramesta meinsemdin i efna-
hagsmálum. Rikisstjórnin hefur nú fengið ofanigjöf
hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD, sem
leggur áherzlu á þetta mein.
Áður hafa erlendir sérfræðingar skammað okkur
fyrir misráðna stefnu i rikisfjármálum. Þeir hafa
bent okkur á, að ár eftir ár er ekki fylgt þeirri gull-
vægu reglu að greiðsluafgangur sé á fjárlögum á
verðbólgutimum en greiðsluhalli á samdráttartim-
um. Rikið á að hegða stefnu sinni þannig, að til jafn-
vægis leiði, ekki sizt i þessu efni. Það á að leiðrétta
skekkjurnar i efnahagslifinu en ekki vera aðalorsök
skekkjanna, eins og oft hefur verið undir ýmiss kon-
ar rikisstjórnum.
Meirihluti fjárveitinganefndar fær góða einkunn
hjá talsmanni minnihlutans, sem segir, að meiri-
hlutinn hafi frá upphafi verið staðráðinn i að hafa
svo til öll erindi um hækkanir að engu.
Þriðja umræða fjárlagafrumvarpsins er eftir og
einhverjar hækkanir. Meirihluti fjárveitinganefnd-
ar má ekki bugast á lokasprettinum.
r
SÉRA MOMUS
— foringi aðskilnaðorsinna
ó eynni Bougainville
Ungur rómversk-kaþólskur
prestur, sem áður fyrr predikaði
um nauðsyn sameiningar
Papúa-Nýju Gineu, veitir nú for-
ystu sjálfstæðisbaráttu ná-
grannaey junnar Bougainville
sem til þessa hefur verið talin
hluti af Papúa-Nýju Gineu.
Séra John Momis er 33 ára
gamall, kennari að mennt — en
hefur snúið sér að stjórnmálabar-
áttunni. Hann hefur hafið mikla
kennsluherferð i þeim tilgangi að
afla aðskilnaðarhreyfingunni
stuðnings meðal bændanna sem
eru i miklum meirihluta hinna 102
þúsund ibúa suðurhafseyjunnar.
Móðurlandið, Papúa- Nýja
Ginea, fékk sjálfstæði 16. septem-
ber eftir hálfrar aldar stjórn
Ástralíumanna.
Sjálfstætt lýðveldi
En frumskógareyjan Bougain-
ville áskildi sér rétt til að lýsa yfir
einhliða sjálfstæði sinu og kallað-
ist „Lýðveldi Norður-Salómons-
eyja”.Stjórnin iPapúa-Nýju Gin-
eu lýsti bráðabirgðastjórnina i
Bougainville ólöglega og kom til
átaka á eynni vegna þessa.
1 stað bráðabirgðastjórnarinn-
ar var sendur hópur eldri em-
V
Sjálfstæðisdagurinn 16. september: Astralska flaggið er dregið niður
og fáni sjálfstæðrar Papúa-Nýju Gineu með mynd af Paradisarfuglin-
uin kemur i staðinn. Unga lýðveldið samanstendur af 600 eyjum — og
ekki færri en 700 mállýzkur eru talaðar.
H rfl/EBI/ um sýningu Dags Sigurðarsonar
UAw V EBfiií Bogasal Þjóðminjasafnsins
Dag Sigurðarson þekkja flestir
þeir sem fylgst hafa með ljóða-
gerð undanfarinn áratug eða þá
hafa gengið um Skólavörðustig-
inn og drukkið kaffi á Mokka. En
Dagur er ekki aðeins ötull smiður
ljóða og sögubrota eða kaffistúd-
ent, heldur er hann málari i laumi
og telur jafnvel að sú listgrein
hafi heltekið sig. Allavega er
Dagur það langt leiddur i málara-
list að hann hefur nýlokið við að
halda sýningu á málverkum sin-
um i Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Þar var að finna 31 verk, flest
máluð með akrýllitum og nokkur
með oliufarva og voru þau að
sögn Urval úr mikilli framleiðslu i
mörg ár. Dagur lætur greinilega
skort á undirstöðu ekki aftra sér
frá þvi að tjá hug sinn með linu og
litum og eru huganir hans með
natúralisku sniði. Dagur er engin
pempia i málun sinni og leggur
liti þykkt og hrjúft á striga, fleka
og annars konar fleti Mun þvi list
hans vera expressjónismi eins og
hann gerist hreinastur, mikið og
óheflað gos tilfinninga. Mannleg
samskipti, mannúðarstefna eða
meinlegt grin er megininntakið i
myndverkum Dags. En sagna-
þulurinn i honum leiðir hann oft
út i frásögn, og þá á kostnað
myndrænnar heildar. Er þetta
mest áberandi i ádeilumyndunum
og þar eru sumar þær hug-
myndir sem hann moðar úr orðn-
ar heldur tuggnar. Hinsvegar
mátti sjá á sýningu hans aðrar
hugdettur sem voru nýstárlegri
ogskemmtilegri, t.d. notkun hans
á óreglulega löguöum flötum, tré-
bútum innlimuðum i myndverkiö
o.sirv. Og einstaka sinnum leiðir
kimnigáfan Dag inn á kostulegar
brautir eins og i „Morgunsár”
(nr. 14) og „Akademisk historlu-
mynd með trUrænu ivafi”. Það er
semsagt hugarflugið sem er i
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Dagur með eina af myndum sinum
✓