Dagblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 23
23 Dagblaðið. Fimmtudagur 18. desember 1975. 8 Útvarp Sjónvarp Mannleg vandamál í leikriti kvöldsins — Efni leikritsins er i aðalat- riðum á þá leið að prestur nokk- ur fær börn sin i heimsókn um jólin. Koma þá i ljós ýmis vandamál sem þau eiga við að striða. Þetta sagði Óskar Ingimars- son hjá leiklistardeild útvarps- ins er við spurðum hann um leikrit kvöldsins. Það er á dagskrá útvarpsins kl. 20.25 i kvöld og nefnist_,,Jóla- þyrnir og bergflétta”. Leikritið er eftir Winyard Brown og var áður á dagskrá útvarpsins árið 1957. Leikstjóri og þýðandi er Þor- steinn ö. Stephensen en leikend- ur eru auk Þorsteins Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Herdis Þor- valdsdóttir, Steindór Hjörleifs- son, Emilia Jónasdóttir, Nina Sveinsdóttir, Brynjólfur Jó- hannesson og Baldvin Halldórs- son. Flutningstimi leikritsins er 1 klst. og 35 min. -A.Bj. Porsteinn ö. Stephensen er bæði þýðandi og leikstjóri leikritsins „Jdlaþyrnir og bergflétta”. Hinn ástsæli leikari, Brynjólfur sálugi Jóhannesson, leikur i leikriti kvöldsins. ÁN ÞEIRRA VÆRI EKKERT ÚTVARP Þegar við kveikjum á út- varpstækjunum okkar og hlust- um á dagskráratriði leiðum við vanalega ekki hugann að þvi .hve mikil vinna liggur á bak við, ekki einungis frá hendi þess sem samdi atriðið og flytur það, heldur einnig hópi manna sem aldrei koma fram fyrir hlust- endur. An þeirra væri ekkert út- varp. Þetta eru tæknimennirnir. Yfirmaður tæknideildar rikisút- varpsins er Jón Sigbjörnsson. Við hringdum i hann og spjölluð smástund. — Hvað ertu búinn að vera lengi hjá útvarpinu, Jón? ,,Uss, allt of lengi. Ég er búinn að vera hér i rúm 33 ár. Ég hóf útvarpsvirkjanám á viðgerðar- stofu útvarpsins þegar ég var 21 árs. Þá var útvarpið með við- gerðarverkstæði og einnig með viðtækjasmiðju, svokallaða. Þar voru smiðuð tæki fyrir sveitirnar og fiskiskipin.” — Hvernig var efnið flutt i þá daga? ,,Þá var allt efni flutt beint, með smáundantekningum þó, þegar tónlist var tekin upp á hljómplötur. Um 1950 kom stál- þráðurinn til sögunnar en hann var mjög lélegt „apparat” og nánast ónothæfur. í kringum 1954 kom segulbandið á mark- aðinn og þá varð gjörbylting á allri upptöku.” — Hvað getið þið tekið upp marga þætti i einu? „Hérihúsinusjálfu getum við tekið upp sex þætti i einu, við er- um með sex stúdió. En þar að auki höfum við aðstöðu til þess að taka upp tónlist i Háskóla- biói. Þar er ýmislegt tekið upp fyrirutan sinfóniuhljómleikana, svo sem leikur lúðrasveita, kór- söngur og ýmislegt fleira.” — Er allt efni flutt af böndum i dag? „Já, það er algjör viðburður ef erindi er flutt beint. En að sjálfsögðu eru fréttir og tilkynn- ingar ekki teknar upp á band. Messur i Reykjavík og nágrenn- inu eru einnig fluttar beint og yfirleitt Óskalög sjúklinga”. Jón Sigbjörnsson er kvæntur Vigdlsi Sverrisdóttur og eiga þau hjón fjögur börn, tvær dæt- ur og tvo syni. Dæturnar eiga fjóra syni, svo Jón er orðinn fjórfaldur afi. A.Bj. Útvarp kl. 19,45: í kvöld: GILDI BÓKAÞÝÐINGA FYRIR MENNINGUNA y ,,Ég ætla að f jalla um þýðing- ar á bókum og gildi þeirra fyrir menninguna,” sagði Haraldur Ólafsson lektor er við spurðum hann hvað hann hefði „Lesið i vikunni” sem er á dagskrá út- varpsins kl. 19.45 i kvöld. Haraldur sagði að hann ætlaði sér að hafa sem útgangspunkt nýútkomnar þýðingar Magnús- ar Ásgeirssonar. Einnig ætlaði hann sér að spjalla um það sem hefur verið markvisst unnið að þýðingarstarfsemi hér á landi. Haraldur mun einnig lesa úr öndvegisriti sem hann gat ekki sagt okkur hvert var i gær. A.Bj. llaraldur Olafsson lektnr Jón Sigbjörnsson yfirmaður Tæknideildar útvarpsins. Ljósm. DB Ragnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.30 „Skrumskæling konunn- ar” eftir Barbro Bachberg- er Guðrún Birna Hannes- dóttir les þýðingu sina (4). 15.00 Miðdegistónleikar. Hljómsveitin i Amsterdam leikur „Daphnis og Chloé, svitur eftir Maurice Ravel. Bernard Haitink stjórnar. Hljómsveit Tónlistar- háskólans i Paris leikur Divertissement eftir Jacqu- es Ibert. Jean Martinon stjórnar. André Watts leikur á pinaó Etýður eftir Paganini/Liszt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.40 Barnatimi Guðmundur Magnússon stjórnar. 17.30 Framburðarkennsla I ensku. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.45 Lesiö I vikunni.Haraldur Ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 20.00 Gestír i útvarpssal. The Lyric Arts Trió frá Kanada sy ngur og leikur tónlist eftir Norman Symonds, Mieczys- law Kolinski og Harry Freedman. 20.25 Leikrit: „Jólaþyrnir og bergflétta” . eftir Winyard Brown. (Áður útvarpað 1957). Þýðandi og leikstjóri: Þorsteinn ö. Stephensen. Persónur og leikendur: Séra Martin Gregory: Þor- steinn ö. Stephensen, Jenny: Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Margrét: Herdis Þorvaldsóttir, Nick: Steindór Hjörleifsson, Bridget: Emelia Jónasdótt- ir, Lydia/ Nina Sveinsdótt- ir, Richard Wyndham: Brynjólfur Jóhannesson, Daviö Peterson: Baldvin Halldórsson. 22.15 Veðurfregnir. Forkeppni ólympiuleikanna i hand- knattleik, Island—Júgó- slavia. Jón Asgeirsson lýsir. 22.50 Kvöldsagan „Dúó” eftir Willy Sörensen. Dagný Kristjánsdóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (3). 23.15 Krossgötur. Tónlist- arþáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 19.desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugreinar dagl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Svala Valdi- marsdóttir les þýðingu sina á „Malenu og hamingjunni” eftir Maritu Lindquist (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. úr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartans- son sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Birgit Nilsson syngur lög eftir norræn tónskáld. Hljómsveit Vinaróperunnar leikur með. Bertil Bokstedt stj. Lestur úr nýjum barna- bókum kl. 11.25: Gunnvör Braga Sigurðardóttir sér um þáttinn. Sigrún Sigurðardóttir kynnir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.