Dagblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 15
Dagblaðið. Fimmtudagur 18. desember 1975. 15 Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer FÁST HJÁ OKKUR Fatnaóur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar um viöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti. „Þetta er ekki klóm" — segir ung skáldkona, Jóhanna Þráinsdóttir, sem skrifað hefur sína fyrstu skáldsögu, Útrás Kynlif virðist ekki lengur feimnismál i bókum islenzkra rithöfunda. Jafnvel eldri kyn- slóðin virðist nú viðurkenna þennan þátt i mannlegri starf- semi og eldri rithöfundar skrifa um hin nánu samskipti kynj- anna hömiulaust að þvi er virð- ist. Á jólamarkaði eru nú bækur m.a. eftir Guðmund G. Hagalin, Segið nú amen séra Pétur, bók eftir Jökul Jakobs- son, Feilnóta i fimmtu sinfóni- unni, og Útrás, fyrsta bók ungs rithöfundar, Jóhönnu Þráins- dóttur. 1 öllum þessum skáld- sögum er kynlifið verulegur hvati i verkinu. ,,Ég tel ekki að i minni bók sé klám. Ég ræði bara hispurslaust um snaran þátt i lifi fólks, sem ég i raun og veru kynntist i Bandarikjadvöl minni,” segir Jóhanna Þráinsdóttir, kennari við Iðnskólann á Akranesi. Bók hennar, Útrás, sem Almenna bókafélagið samþykkti að gefa út eftir talsverða umhugsun, hefur vakið mikla athygli. ,,Mér ofbauð að kynnast þvi lifi sem Bandarikjamenn lifa, það er örsnautt fólk i andlegum skilningi, sem ég kynntist vestra, og þessu fólki er lýst i bók minni enda þótt ég haf.i að sjálfsögðu breytt ýmsu, magnað hluti upp og breytt eins og geng- ur og gerist i skáldsögu,” sagði Jóhanna. Útrás greinir frá stúlku sem missir mann sinn i bilslysi i Noregi. Með honum i bilnum lézt. stúlka, vinkona söguhetj- unnar, ástkona manns hennar. Unga ekkjan hrifst af amerisk- um leynilögreglumanni sem fylgir Nixon til fundar i Reykja- vik. Hún fer utan til að hitta ást- mann sinn sem hafði gefið fyrir- heit um ævarandi samband þeirra i millum. Að sjálfsögðu reyndist hann eiga fjölskyldu i Washington sem hann vill með engu móti sleppa. „Það hefur farið illa fyrir mörgum ungúm stúlkum frá Is- landi,” segir Jóhanna. „Ég hef orðið vitni að þvi að þær lenda i svipuðum aðstæðum og þessum eða þær gerast au-pair stúlkur, hverfa frá fjölskyldunum og fara að búa með einhverjum aumingjum, hundeltar af út- lendingaeftirlitinu. Oft hafna þessar stúlkur i óreglu, eitur- lyfjum og jafnvel i skækjulifn- aði. Islenzkar stúlkur eru likar söguhetjunni minni, auðtrúa og einfaldar, þrátt fyrir þessar yfirburðagáfur sem islenzki „rasinn” á vist að hafa. Harkan i öllu er ofboðsleg i Bandarikj- unum og stúlkurnar eru oft not- aðar eins og gólftuskur. Karl- mennirnir eru lika ekkert að tvinóna ef þeir hitta Norður- landastúlku, henni er yfirleitt boðíð beint i bólið, þær eru svo yfirmáta frjálslyndar, hefur bandariska karlmanninum ver- ið innprentað,” sagði Jóhanna. Jóhanna hefur undanfarin sumur starfað við að reka ráð- stefnuhald i Reykjavik, fyrir dýralækna, barnalækna, geð- lækna, lögfræðinga o.s.frv. Þá hefur hún starfað við kennslu á Akureyri og nú Akranesi. Hún hefur numið leikhúsfræði i Prag þar sem hún var i tvö ár. „Ég skrifaði þessa bók af þvi að sem gestur i ókunnu landi fann ég kannski ennþá sárar til hins óhugnanlega tómleika sem einkennir nú öll mannleg sam- skipti. Mig langaði til þess að lýsa þvi fólki sem á sér kannski flesta fulltrúana, ekkert sérlega gáfað, ekkert sérlega vilja- sterkt, fólki sem ruglazt hefur i riminu af hraða lifsins og lætur fremur stjórnast af atburðum þess en að það móti atburðina sjálft. Ég geri mér engar bók- menntalegar grillur um bókina. Ég tel að hún sé skemmtisaga en hins vegar held ég að JÓHANNA, — Bandarikjamenn snauðir af andlegum verömæt- um (DB-mynd Björgvin). skemmtisögu megi skrifa þann- ig að þær séu vel fram settar og vel skrifaðar. Þegar ég byrjaði að vinna hérna heima og sá skattseðilinn minn, þá blöskraöi mér hreinlega og ákvað að hætta þessu kapphlaupi. Ég fór til Bandarikjanna slypp og snauð. Ég held að ég hafi gert rétt i þvi. Þessir 6 mánuðir i Bandarikjunum og Kanada voru lærdómsrikir. Hvort ég haldi áfram að skrifa? Ég á efni i fleiri bækur og hafi einhver áhuga á að heyra meira, þá er ekki að vita,” sagði Jóhanna að lokum. —JBP GEFJUIV Auslurstræli KEA Vöruhús DOMUS Laugavegi 91 Kaupfélögin Kvenskörungur í Hafnarfirði — í Hálsakoti — Þrjár smásögur Jólagjafir — Jólaföndur — og fleira Smurbrauðstofan NjölsgBtu 49 —.Simi 15105 LÖGLEIDD í SVÍÞJÓD kvenna i þessu starfi sé mjög á- hugasamur. Mér finnst að það eigi að meta starf þeirra meira. Þær gera ó- trúlega góða hluti og hafa hjálp- að mörgum. Þær eiga að fá miklu meiri viðurkenningu af samfélaginu. 1 Sviþjóð varð ég vör við að þessar konur eru á launum hjá borgunum. Þær hafa sína veik- indadaga, sitt sumarfri, i einu orði sagt þær hafa réttindi. Upp- sagnarfresturaf beggja hálfu er lika þrir mánuðir. t Sviþjóð tók það langan tima að gera þetta að stétt og það ætti að verða hér sem allra fyrst.” „Myndi þetta spara þjóðfé- laginu stórfé að fá fleiri konur til að sinna þessu verkefni?” spyrjum við. „Það sparast að minnsta kosti byggingakostnaður. Þær taka jú börnin inn á sin eigin heimili. Ég er samt alls ekki að leggja til að þetta komi i staðinn fyrir barnaheimilin, en að konurnar séu aðstoðaðar við þetta veiga- mikla hlutverk sem þær gegna,” segir Elin. „Ég veit til þess að greiddur hefur verið af borginni mismunurinn á gjaldi fyrir dvöl barna á barnaheimil- um og hjá þessum konum og nú hafa komið fram tillögur hjá borgarstjórn um slfkt. Ég veit að Sviar leggja ofurkapp á að þessar konur séu metnar af samfélaginu og teknar inn i þjóðfélagsmyndina. Einnig þær indælu konur sem fara i hús og taka til hjá okkur. Það ættu alls ekki að þurfa að heyrast þessar afsakandi radd- ir, bæði hjá þeim sem passa börnin okkar og hinum sem hjálpa okkur til þess að gera heimilið hlýlegt. „Ég er bara i þessu um stundarsakir á meðan ég er að leita að annarri vinnu.” Opið hús fyrir mæður í svefnhverfum Eitt var það lika, sem ég sá og er mjög skemmtilegt. Við get- um kallað hverfið eitt af þessum svefnhverfum sem nú er svo mikið talað um. Borgin hafði opið hús fyrir mæður i þessu hverfi. Þær gátu komið þangað með börn sin sem fengu þá alla aðstöðu til leikja en mæðurnar höfðu setustofu þar sem þær röbbuðu saman og kynntust. Þarna var alls ekki um að ræða að börnin væru skilin eftir held- ur litu mæðurnar eftir þeim með aðstoð fóstru.” Og Elin lýkur máli sinu á að stinga upp á að svona aðstöðu mætti alveg koma á hér i borg- inni. Það þyrfti ekki að kosta svo mikið. evi nýtt í Hverri Viku

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.