Dagblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.12.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Fimmtudagur 18. desember 1975, PACIFIC OCEAN Arawa >Kieta Coral Sea miles Shortland (C^lslands .PHILIPPINES PAPUA malaysia; \Buka Island NEW M -----*■>—». r* IRIAKfi^.XT'-C/ N. INDONESIA iPort* y-\ /Dá'rW^ ¥<?resby SOLOMON INDIAN J y ' 'SLANDS OCEAN ) AUSTRAUA §gSg|| NEW ^ ZEAJ^ND Afstaða Bouganiville til Papúa- Nýju Gineu og Ástraliu i Kyrra- hafinu. bættismanna frá Port Moresby, höfuðborg Papúa-Nýju Gineu, undir stjórn Benson Gegeyo sem sagður er vera einn harðasti stjórnunarmaður rikisstjórnar- innar. Enn sem komið er hefur Ge- geyo ekki mætt teljandi and- spyrnu aðskilnaðarsinnanna en séra Momis segir hina nýju harð- linustefnu stjórnarinnar i Port Moresby ekki hafa orðið til ann- ars en að styrkja ibúa Bougain- ville i þeim ásetningi sinum að losna undan valdi rikisstjórnar- innar. „Stjórnmálaástandið er að breytast okkur i hag,” segir presturinn sem i eina tið átti sæti á nýlenduþinginu. Ástæðan fyrir vilja Bougainville-búa til að standa á eigin fótum byggist á þvi að þeir telja sig „sjá fyrir ” öðr- um ibúum sameinaðrar Pap- úa-Nýju Gineu þvi Bougainville er eyja ótrúlega rik af málmum. Skyndileg skoðanaskipti Séra Momis nýtur mikillar virðingar á eynni þar sem þrir fjórðu hlutar ibúanna eru strang- trúaðir kaþólikkar og kirkjan rekur bæði sjúkrahús og skóla. Fyrir ári, þegar séra Momis tók þátt i samningu stjórnarskrár Papúa-Nýju Gineu, studdi hann hugmyndir manna um sameinað land. En þegar fjölda margir landa hans á Bougainville sýndu andstöðu sina við rikisstjórnina skipti hann um skoðun og ákvað að slást i hópinn með þeim. Leiðtogar aðskilnaðarsinnanna telja ibúa Bougainville vera skylda og'tengda nágrönnum sin- um á Norður-Salómonseyjum sem heyra undir Breta. Jack Karakuru, einn leiðtoga nýju héraðsstjórnarinnar sem Port Moresby-stjórnin setti til að stjórna málum á Bougainville, segir að „hlutirnir ganga vel og mjúklega sem stendur.” . Fjárútlát Stjórn Papúa-Nýju Gineu hefur veitt Bougainville rúmlega 680 milljónir króna (Isl.) til atvinnu- öflunar. Ekkert af tuttugu sjálfs- stjómarhéruðum hins nýja rikis hefurfengið jafnháar upphæðir — enda gefur ekkert héraðanna jafnvel af sér og Bougainville gerir. Innifalið i upphæðinni eru peningar sem koma fyrir námu- vinnsluna. Að sögn Juliusar Chan, fjármálaráðherra I Port Moresby, skal þessum peningum varið til uppbyggingar og þróun- ar atvinnulifs á Bougainville. Haldið i koparinn Aður en Ástraliumenn veittu nýlendu sinni sjálfstæði var stjórn Michaels Somares for- sætisráðherra hin umburðarlynd- asta gagnvart aðskilnaðarsinnum á Bougainville. Siðan hefur það geret að stjórnin hefur haldið mjög fast i þá ákvörðun sina að sleppa ekki undir nokkrum kring- umstæðum tökum á koparnám- unum á eynni enda er óviða á suð- Karl prins var fulitrúi Bretaveldis við hátiðahöldin sem fram fóru er Papúa-Nýja Ginea fékk sjálfstæði. Þá var hann nýkominn úr lax á tslandi og þótti sýnu mannblendnari þar suðurfrá — enda konur léttklæddari. 11 urhveli jarðar jafnmikið um kop- ar og einmitt þar. Meira en helm- ingur útflutningstekna Pap- úa-Nýju Gineu kemur beint frá koparsölunni. Eftir að stjórn Somares hafði neitað að eiga viðræður um sjálf- stæði Bougainville og siðan leyst upp bráðabirgðastjórnina þar hefur Somare tekið mun harðari afstöðu gagnvart aðskilnaðar- sinnunum og raunar hafið herferð gegn þeim. Meðal annars hefur hann látið handtaka fjölda að- skilnaðarsinna fyrir brot eins og að ógna embættismönnum rikis- ins og söguburð. Andmæli — sem oft höfðu of- beldi I för með sér — voru svör i- búanna við lögregluaðgerðunum. I einu tilfelli beitti lögregla táragasi gegn hópi unglinga sem grýttu stjórnarskrifstofurnar i stjórnarbænum Arawa. „Lognið fyrir storminn” Séra Momis segir leiðtoga að- skilnaðarhreyfingar sinnar ferð- ast um landið og leggja alla á- herzlu á uppfræðslu um stjórn- málaleg markmið. „Við hvetjum stuðningsmenn okkar til að setja upp sinar eigin þorpsstjórnir og réttarkerfi sem starfa samkvæmt okkar lögum,” segir hann. „Við viljum að fólkiö komi frekar til okkar en stjómar- innar er það þarf á ráðum og leið- beiningum að halda.” Séra Momis hvetur fólk til að forðast átök og óeirðir en hann viðurkennir að ef aðstæður krefj- ist sé hann ekki andsnúinn beit- ingu ofbeldis. Að sögn eins tals- manns stjórnarinnar á Bougain- ville hefur þessi baráttuaðferð aðskilnaðarsinna það i för með sér að ástandið er rólegt. „Það er kannski lognið á undan storminum,” segir hann. Sjálfstœði undir konungi Árni Böðvarsson Bók menntir Arnór Sigurjónsson: Vestfirð- ingasaga 1390-1540. Gtg. Leiftur. Rvik 1975. 497 s. auk mynda. Einn þeirra manna sem gert hafa sér far um að rannsaka sögu íslands án þess að missa nokkurn tima sjónar á mannlifinu og þjóð- félaginu i heild er Arnór Sigur- jónsson fyrrum skólastjóri á Laugum. Hann er nú kominn yfir áttrætt en litt verða ellimörk séð á þessari bók. Þótt þetta sé að formi til saga nokkurra vest- firskra ætta i hálfa aðra öld varp- ar hún ljósi á sögu þessara tima langt út fyrir þennan ramma. Rétt mun það vera sem höfund- ur segir i formálanum að aldim- ar þrjár frá lokum þjóðveldisins foma til siðaskiptanna séu al- mennt táldar heldur ómerkilegur kafli íslandssögunnar, þvi að menn hafa trúað þvi að þjóðin „hafi verið ánauðug þjóð, landið raunveruleg nýlenda og þjóðin nýlenduþjóð eins og hún raun- verulega var eftir siðaskiptin fram til 1874.” Höfundur bendir á að þennan tima hafi þjóðin verið sjálfstæð „þó að hún lyti erlend- um konungi, svo sjálfstæð, að ef til vill hefur engin þjóð verið sjálfstæðari á þeim tima.” Og þessi skattur, sem greiddur var hinum erlenda konungi að nafn- inu til, „gekk að verulegu leyti til stjórnsýslu i landinu og þessi stjórnsýsla var að langmestu leyti á höndum þjóðarinnar sjálfrar.” Enn bendir höfundur á það i formálanum að svarta dauða 1402-1404 muni vera kennt um miklu meira en réttmætt sé, en jafnvel hefur verið talið að tveir þriðjungar þjóðarinnar hafi farist úr þeirri pest, afgangurinn lifað við sult og seyru og ruglað at- vinnulif vegna mikilla tilfærslna á eignum. Þessi misskilningur sé „að þvi leyti eðlilegur, að fom sagnfræði þjóðarinnar lagðist að miklu leyti niður,” segir höfundur ennfremur. Hérlendar heimildir um þétta eru rýrari en skyldi, en erlendar heimildir segja frá ýms- um þáttum íslandssögunnar, svo sem siglingum útlendinga (eng- lendinga) sem hófust hingað til lands rétt upp úr 1400, eins og Bjöm Þorsteinsson hefur bent á. Sú bætta siglingatækni sem gerði slikar siglingar kleifar að staðaldri breytti svo mjög að- stöðu islendinga til samskipta við umheiminn að Arnor hikar ekki við að jafna þeirri breytingu til þess umróts sem varð á Bret- landseyjum þegar vikingaferðir hófust þangað, eða hérlendis þeg- ar bretar sviptu landinu inn i hringiðu heimsviðburða með her- náminu 1940. Sjálfsagt má þetta til sanns vegar færa, og þá em að minnsta kosti tvenn slik timamót i Islandssögunni fyrir siðaskipti, hin fyrri þegar ákveðið var árið 1000 að landið skyldi vera kristið, með öllu sem þvi fylgdi. Sú á- kvörðun varð til þess að opna is- lendingum aðgang að menningar- heimi samtimans; þá var öll vis- indaleg þekking i höndum kirkj- unnar, og sú ákvörðun gerði is- lendinga þeirra tima hlutgenga meðal menningarþjóða. Ég hygg að við eigum eftir að endurmeta suma þætti tslandssögunnar á fyrstu öldum eftir kristnitöku með tilliti til þessa. En heimildir um þá tima eru fáskrúðugri en um aldirnar næstar fyrir siða- skipti. I bók þessari held ég að höfund- ur missi hvergi sjónar á þvi að hann er að segja frá lifandi fólki, með misjafnt skaplyndi, misjafnt lifstakmark og misjafna lifs- reynslu. Allt á það þó sammerkt að vera af einhverri af voldugustu ættum landsins þvi að heimildir eru ekki til um einstaklinga með- al almúgans. En þessar heimildir um einstaklinga af voldugum og rikum ættum notar höfundur til að varpa ljósi á mannlifið i land- inu, og það hygg ég sé eitt af þvi sem gefur þessari bók gildi til lestrar fyrir þá sem eitthvað vilja vita um ævi og áhyggjur islend- inga fyrir svona 15-20 kynslóðum. Fræðslugildi hennar er sem sé engan veginn bundið Vestfjarða- kjálkanum einum né timabilinu 1390-1540. Þessi bók er þvi þarfaverk, vel unnið að þvi er ég best fæ séð. Sú íslandssaga sem við þurfum að fá þar sem varpað sé ljósi á menn ingu, hugsunarhátt og lifsviðhorf forfeðra okkar, verður ekki skráð fyrr en teknir hafa verið saman einst. þættir hinnar ytri sögu, einstakir afmarkaðir hlutar og þeim gerð rækileg skil, eins og Arnór gerir i þessari bók. En saga þar sem aðeins eru raktir við- burðir, ekki reynt að skyggnast til mannlifsins að baki, er að minu viti ekki mikils virði. Og um við- horf höfundar til efnisins hæfir best að vitna til orða hans i for- mála — sem mér þykir að öllu hinn merkasti: „Svo er persónusaga Vestfirð- inga frá þessum tima mjög for- vitnileg, vegna þess hve margt er þar svipmikilla manna, sem búa fyrir miklu rikidæmi bæði fjár- hagslega og — umfram allt — persónulega, þeir voru menn mikilhæfir, umsvifamiklir og áræðismiklir, en sumir að visu nokkuð fjarri þvi að vera göfugir. Hér er ekkireyntaf hlifð við þá að breiða yfir galla þeirra, sem samtíma heimildir sýna tepru- laust. En ekki er rétt að dæma þá einhliða eftir nútima sjónarmið- um, og þola þó sumir þeirra það vel.” t Vestfirðingasögu Arnórs eru rakin samskipti (fjandsamleg og vinsamleg) nokkurra höfðíngja. karla og kvenna, og höfðingja- ætta undir forystu karla og kvennaá þessu timaskeiði. Birtur er fjöldi heimilda, bréfa og ann- arra skjala. Þessu efni raðar höf- undur saman af mikilli list og dregur sinar ályktanir sem hann heldur þó rækilega aðgreindum frá heimildunum, svo sem vera ber. Hann segir meðal annars frá Birni Jórsalafara, Ara á Reyk- hólum og Guðmundi syni hans, Vatnsfjarðar-Kristinu, Birni Þor- leifssyni, Ólöfu Loftsdóttur hins rika, Jóni lögmanni Sigmunds- syni og sigri biskupa yfir honum, og fleiru og fleiru. Raunar er til- gangslitið að telja hér upp öll þessi nöfn, en kaflar bókarinnar eru 33. Frágangur bókarinnar af hálfu prentsmiðju er góður, þó ekki með öllu gallalaus, þvi að meðal annars er nokkuð af auðsæjum prentvillum; það er eins og bókin hafi verið prentuð án þess að taka samanburð siðustu prófarkar. Að lokum er skemmtilegur bókar- auki, nokkur blöð með myndum úr handritum. einnig nafnaskrá. Árni Böðvarsson cand. mag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.