Dagblaðið - 18.12.1975, Qupperneq 24
Meðal gesta mátti sjá Friðfinn
ólafsson forstjóra Háskólabiós.
— DB-mynd Asgeir.
Laugarásbió hefur orðið fyrst
kvikmyndahúsa i Evrópu til að
taka til sýninga kvikmyndina
„The Jaws”. Mynd þessi hefur
vakið mikla athygli vestanhafs
og mun hafa hlotið mesta að-
sókn allra mynda á árinu 1975.
Söguþráður „The Jaws”, sem
hefur i islenzkri þýðingu Her-
steins Pálssonar hlotið nafnið
„Ókindin”, er i stuttu máli sá,
að risahákarl kemur upp að
strönd litillar eyjar i Bandarikj-
unum. Hann tekur að gæða sér á
baðstrandargestum til óbland-
innar skelfingar fyrir lögreglu-
stjórann þar. Bæjarstjórnin vill
þó ekkert gera i málinu, þar
sem eyjan hefur tekjur sinar af
ferðamönnum. Það er ekki fyrr
en hákarlinn hefur étið fjóra, að
eitthvað er gert i málunum. Þá
halda þrir menn á báti til móts
við hákarlinn...
Mynd þessi er mjög mikið
unnin tæknilega séð. Til dæmis
er aðalpersónan, hákarlinn
sjálfur, i raun og veru þrir há-
karlar, — einn sem syndir beint
áfram, annar sem beygir til
vinstri og sá þriðji sem tekur
hægri beygjur. Gerð þessara
hákarla kostaði hundruð þús-
unda dollara.
Kvikmyndin „The Jaws” er
gerð eftir samnefndri skáldsögu
Peter Benchley. Með aðalhlut-
verkin fara Roy Scheider, Ro-
bert Shaw og Richard Dreyfuss.
Dreyfuss þessi er islenzkum
kvikmyndahúsagestum að góðu
kunnur siðan hann fór með hlut-
verk Curts i American Graffiti.
Laugarásbió bauð gestum að
sjá „Ókindina” i gærkvöldi.
Húsfyllir var, og i hléi var
mönnum og konum boðið upp á
hákarl tilað gæða sér á! —AT—
Frumsýning á Ókindinni (Jaws) í gœrkvöldi:
Fimm manns étnir
í Laugarásbíói
— og í hléi borðuðu menn hákarl
í hléinu var aö sjálfsögöu borinn fram hákarl og guöaveigar. DB-mynd Jón Sævar.
Tveggja
Reykvíkinga
saknað
Tveggja Reykvikinga er nú
saknað og er leitað upplýsinga
um ferðir þeirra. Skipuleg leit
hefur enn ekki hafizt.
Hallgrimur Georg
Guðbjörnsson, Hverfisgötú 32,
fór að heiman frá sér 9.
desember s.l. og vantar upp-
lýsingar um ferðir hans siðan.
Hallgrimur er 185 cm að hæð,
grannur, með sitt, dökkt hár
og skegghýjung á efri vör.
Hann var i grænni úlpu með
loðkanti á hettu, svörtum
siðbuxum og I svörtum leður-
stigvélum.
Ragnhildur Erlingsdóttir,
Hátúni 10, 59 ára gömul fór að
heiman frá sér s.l. mánudag
og vaptar upplýsingar um
ferðir hennar siðan. Ragn-
hildur er þéttvaxin og senni-
lega i brúnni úlpu. Hún er ein-
stæðingur og hefur ekki gengið
heil til skógar.
ASt.
Nœturbað í
„Snorralaug"
Fjórir piltar flatmöguðu
naktiri einum heitu pottanna
I Laugardalslaug klukkan
rétt fyrir eitt i nótt er lög-
reglumenn bar þar að. Nutu
þeir lifsins i heita baðinu i
kaldri skammdegisnóttinni.
Hafði lögreglunni verið til-
kynnt um ferð piltanna, sem
að sjálfsögðu fóru i óleyfi i
næturbaðið. Voru þeir teknir
til yfirheyrslu á lögreglu-
stöðina en mál þeirra fer
siðan til sakadómara.
ASt.
BRETUM FJÖLGAR
Brezku togurunum hefur
heldur fjölgað aftur. Nitján tog-
arar voru taldir i könnunarflugi
Landhelgisgæzlunnar i gær.
Sextán voru út af Langanesi
og þrir út af Reyðarfirði.
Nýtt brezkt birgðaflutninga-
skip er komið á miðin. Það er
Olwen, tuttugu og þrjú þúsund
tonn, sem kemur i staö Tide-
pool, sem eru sautján þúsund
tonn.
Dráttarbáturinn Lloydsman
er farinn af miðunum, en
dráttarbáturinn Euroman er
hér, auk aðstoðarskipanna
Miranda og Hausa og freigát-
anna Leander og Brighton.
Flugfragt látin bíða
Mikil óánægja rikir nú á
Húsavik vegna seinagangs á
flutningi flugfraktar hjá Flug-
félagi Islands. Er þvi haldið
fram að yfir 3 tonn af flugfrakt
hafi beðið á afgreiðslu Fí i
Reykjavik siðan fyrir helgi.
1 gær bárust 200 kg flug-
fraktar til Húsavikur en aðal-
magnið var þá enn látið biða.
Meðal varnings er beðið hefur
eru varahlutir i báta og annað,
sem var mjög brýnt að fá,
JVJ á
Grundartanga: //
DB hafði samband við Jón V.
Jónsson vegna fréttar i blaðinu i
gær um verulegar skuldir hans
við eigendur vinnuvéla á
Grundartanga:
„Ég veit ekki betur en öllum
hafi verið greitt sitt, nema ef
vera skyldi þetta smotteri,”
sagði Jón. Og ef tala á um brot á
samningum þá eru það nú frek-
ar eigendur vinnuvéla sem hafa
brotið þá samninga, en ekki
ég.”
Jón vildi ekki fara nánar út i
*
ÞETTA ER SMOTTERÍ"
þau samningsbrot né heldur
kvaðst hann vita með vissu
hverjar skuldir hans væru við
eigendur vinnuvélanna. „Ég
veit ekki betur en að allir séu
ánægðir og hljóta lika að vera
það, — allir hafa fengið hátt
kaup þarna uppfrá.”
Fyrir skömmu greiddi Jón
skuldir sinar að mestu við bif-
reiðastjóra en hann skuldar
Oliufélagi tslands einhverjar
upphæðir, sem og mötuneyti. Þá
er talið, að einhver misbrestur
hafi orðið á launagreiðslum til
verkamanna á Grundartanga.
Nú fyrir skömmu keypti JVJ
vinnuvélar og er talið að fé þaö,
sem honum er ætlað til þess að
vinna að framkvæmdum á
Tanganum, fari að einhverju
leyti til annarra þarfa, sem
mörgum finnst gremjulegt, þar
eð talið er að tilboð það, sem
hann gerði Járnblendiverk-
smiðjunni, hafi verið of lágt frá
upphafi.
Vestmannaeyjar:
HÖFUM ALLTAF STAÐIÐ í
SKILUM VIÐ BREIÐHOLT HF.
„Við erum ennþá að þinga um
þetta mál, en vonumst auðvitað
til þess að geta leyst það sem
allra fyrst”, sagði Sigurður
Jónsson forstjóri Breiðholts h.f.
i viðtali við DB. Eins og komið
hefur fram, hefur orðið veruleg-
ur dráttur á útborgun launa til
meirihlutans af 300 starfsmönn-
um fyrirtækisins, — þeir fengu
ekki greitt slðastliðinn föstudag.
„Oll fyrirtæki eru i vandræð-
um á þessum siðustu tlmum,
einnig við, þótt heildarvelta
fyrirtækisins sé á milli 14 og 15
hundruð milljóna á ári”, sagði
Sigurður ennfremur.
í viðtali við DB I gær sagði
Sigurður, að framkvæmdir
Breiðholts h.f. fyrir
Framkvæmdanefndina i Vest-
mannaeyjum hefðu reynzt dýr-
ar.
,,Ég kannast ekki við það, að
hér hafi framkvæmdir farið
fram úr áætlun hvað fjármuni
snertir,” sagði Georg Tryggva-
son, bæjarverkfræðingur i
Vestmannaeyjum. „Hér hefur
veriðunnið af fullum krafti und-
anfarið. Breiðholt h.f. hefur
hönd i bagga með byggingu 102
Ibúða, þar af eru þeir aðalverk-
takar I 89 af þeim. Greiðslur til
fyrirtækisins hafa allar staðizt,
en vera kann, að lokafrágang-
ur á þeim íbúðum, sem skila á
nú I desember sé þeim ódrjúgur,
þ.e. mælist þeim illa”, sagði
Georg. HP
frjálst, nháð dagblað
Fimmtudagur 18. desember 1975.
Á STOLNUM
JÓLASKÓM
Aður fyrr var það alsiða að
menn fengju sér nýja skó
fyrir jólin og forðuðu sér
þannig frá þvi „að fara i
jólaköttinn”. Þessmun þó fá
eða engin dæmi að menn
tækju sér skó ófrjálsri hendi.
1 gærkvöldi var lögregl-
unni tilkynnt um að stolið
hefði verið tvennum nýleg-
um karmannsskóm af gangi
i húsi einu i austurbænum.
Málið er óupplýst og þykir
hiðundarlegasta. Hætt er við
að litil jólagleði fylgi þvi að
ganga á stolnum skóm.
ASt.
Stúlkan slapp
með skrekk
Ung stúlka kom á æsku-
lýðssamkomu i Hafnarfirði i
fyrrakvöld. Var hún svo
kærulaus að hafa veski i
úlpuvasa sinum með 13000
kr. i auk sparisjóðsbókar og
skirteina. Er heim var haldið
var veskið horfið.
Rannsóknarlögreglan i
Hafnarfirði gekk i málið og
féll grunur á pilt sem farið
hafði af samkomunni. Viður-
kenndi hann að hafa tekið
veskið og fannst það að húsa
baki með öllu i. Hafði hann
tekið það er það féll úr úlpu-
vasanum er unglingarnir
fóru i úlpukast.
Stúlkan slapp þvi með
skrekkinn. En margir ung-
lingar sýna vitavert kæru-
leysi i þessum efnum er þeir
fara til samkomuhalds, i
skóla eða til Iþróttaæfinga.
ASt.
Slóst við
hverja
sem var
Gestir skemmtistaðanan
grlpa nú æ oftar til hnefanna
þegar veizlugleðin stendur
sem hæst. 1 nótt kærði mað-
ur likamsárás á sig fyrir
utan Þórskaffi. Er lögreglan
kom á vettvang var árásar-
maðurinn kominn i handa-
lögmál við aðra menn er
þarna voru i nágrenninu.
Var skjótur endir á þau
bundinn.
Arásarmaðurinn var vel
við skál og fékk gistingu hjá
lögreglunni. —ASt.
Jólatolli
skipverjans
stolið
Skipverja á skuttogaranum
Bjarna Benediktssyni brá að
vonum i gærkvöldi er hann
varð þess var að hans eðlu
jólavörur, 2kassar af bjór og
3 flöskur áfengis, voru horfn-
ar úr klefa hans. Tilkynnti
hann þjófnaðinn til Miðborg-
arlögreglunnar og baðst
ásjár.
Fljótlega bárust böndin að
ákveðnum mönnum, sem
leita i skipin við komu þeirra
erlendis frá. Upplýstist að
þrír menn höfðu verið þarna
að verki. Náðust tveir þeirra
I gærkvöldi og voru settir
inn, en hins þriðja er leitað.
Fullvist er talið að litlu af
þýfinu verði skilaö. ASt.