Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 1
1. árg, —Laugardagur 20. desember 1975 —87. tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
F 1 1 ininn .»• X • i:
Bankastióralaun rikisbank-
anna hafa nú veriö hækkuð Ur
150 h’ásundum i kr. 210.000,00 á
mánuði, eðaum 40%. Nú siðast
fðr bankaráð Búnaðarbankans
að dæmi hinna rikisbankanna
Bankastjórar hœkka í
launum um 60 þúsund
sem höfðu samþykkt þessa
hækkun áður.
Þessi kjarabót er að sjálf-
sögðu utan víð risnu og niður-
fellingu innilutningsgjalda af
bifreiðum, að minnsta kosti ein-
hverra bankastjóra. Er talið að
dæmi séu um að slikar sporslur
siagi talsvertupp i aðra milljón
krtína til einstakra bankastjóra
árlega.
—BS—
Rekstur Air
Viking tryggður
J BAKSÍÐA
Lézt af drykkju
óþverra
m BAKSÍÐA
Hœttuleg
getnaðarvörn
tekin af
markaði hér
- bls. 14
Jólagetraunin:
Dregið á mánu-
dagsmorgun -
skilið lausnum
í Síðumúla 12 eða
Þverholt 2 fyrir
sunnudagskvöld
Tvö ungmenni fórust
— bifreið fór í sjóinn við Sundahöfn —
tveim
tókst
að
bjarga
sér eftir
miklar
raunir
Tvö ungmenni, piltur og
stúlka áaðgizka 16—17 ára, létu
lifið i Sundahöfn i gærkvöldi er
bill þeirra fór þar fram af hafn-
argarði ogsökk. Piltur og stúlka
sem með þeim voru i bilnum
komust út úr honum. Björguðu
þau sér á sundi 40—50 m leið i
köldum sjónum. Þar tókst þeim
að klifa á land upp stórgrýtta
urð. Gengu þau svo þaðan á
annað hundrað metra að Fjall-
fossi er lá i krikanum milli hafn-
argarðanna tveggja. Þar fóru
Bilnum lyft með krana upp á hafnargarðinn. DB-myndir Ragnar Th. Sig.
þau hrakin um borð upp erfiða
stiga unz vaktmenn urðu þeirra
varir og veittu þeim hjálp.
Bremsuför bilsins fram af brún hafnargarðsins.
Kl. 21.56 hringdi Jóhannes
Guðmundsson, vaktmaður á
Fjallfossi, til lögreglunnar og
tilkynnti um slysið. Lögreglu-
og sjúkraliö fjölmennti á stað-
inn. Gúmmibát var skotið á flot
og leit hafin með tiltækum ráð-
um. En aðstæður voru erfiðar.
Hæð af hafnargarði að sjó var
um 5 m og sjávardýpi 9—10 m.
Ljóskösturum var rennt niður i
sjóinn en þeir dugðu ekkert.
Kafari kom á staðinn um kl.
10.45. Hann 'fann bilinn fljótt.
Færði hann fyrst að gúmbát lög-
reglumannanna lik þeirra er
fórust. Siðan kom billinn úr sjó.
Hjólför bilsins á bryggjunni
sýna, að honum var ekið austur
garðinn meðfram skemmunni.
Er út undir enda er komið átti
sýnilega að snúa við með þvi að
beygja i átt að bryggjubrún og
siðan sennilega að bakka til að
ná endanlegri snúningsbeygju.
En það tókst ekki að stöðva bil-
inn. Bremsuför eru um 6 m
fram að brúninni.
Það var ökumaður og stúlka i
gagnstæðu aftursæti sem björg-
uðust. Þau munu vera 18 og 17
ára. ökumanninum tókst að
opna og komast út á garðsbrún-
inni, en svo seint að hann féll i
sjóinn. Stúlkan komst ekki út
fyrr en i djúpið var komið. Þau
sýndu einstakt þrek við að ná til
lands eins og i upphafi greinir.
Er i Fjalifoss kom var þeim
svo kalt að þau máttu vart
mæla! En að þeim var hlúð og
sjúkrabifreið kom fljótt.
Billinn er af gerðinni Fiat-128.
Hann var nýlegur og vel búinn,
á negldum dekkjum að framan
og snjóbörðum að aftan. Billinn
er framhjóladrifinn.
Unga fólkið mun hafa ætlað að
sjá sýningu i Laugarásbiói kl.
10. Voru þau að drepa timann
fram að sýningu með akstri um
Sundahöfn.
ASt.