Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 16
16 Dagblaðið. Laugardagur 20. desember 1975. Hvað spgja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir sunnudaginn 21,desem- ber. Vatnsberinn (21. jan.—19.feb.): Einhver deilumál koma upp innan fjölskyldunnar i dag. Þér reynist bezt að ræða málin vel við alla áður en þú hefst handa um fram- kvæmdir. Þú ferð vel út úr þvi, ef þú gerir núna einhverjar tilfærslur á peningum. Fiskarnir (20.feb.—20. marz): Þetta er góður dagur til að gera fjölskyldu- áætlanir, sérstaklega viðkomandi börn- um. Félagslifið virðist vera ósköp rólegt hjá þér núna. 1 kvöld færðu hrós, er ætti að gleðja þig mikið. Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Þér kynni að leiðast nokkuð i dag. Reyndu að blanda geði við fólk svo að þú verðir ekki allt of þunglyndur. Það sem háir þér er að þú hugsar of mikið um sjálfan þig. Nautið (21. april—21. mai): Fjölskyldur ættu að reyna að gera sem flest sameigin- lega i dag. Komdu varlega fram við við- kvæmar sálir. Einhver orð, er þú lætur falla, virðast vera tekin illa upp við þig. Tviburarnir (22. mai—21. júní): Þú ættir að vera glaður og kátur i dag þvi stjörn- urnar benda til ánægjulegs fjölskyldulifs. Þú færð mesta ánægju út úr deginum með þvi að gera sem flest sameiginlega með fjölskyldunni. Krabbinn (22. júní—23. júli): Liklegt er að þú hittir nú manneskju af hinu kyninu, er mun eiga athygli þina alla um þó nokkurn tima. Og ekki er verra að stjörnurnar benda til þess að áhugi þinn verði endur- goldinn. l.jónið (24. júli—23. ágúst): Það sem ein- kennir daginn verða mörg undrunarefni tengd vinum og fjölskyldu. Þér tekst mun betur að leysa vanda þinn i ástamálum heldur en þig hafði grunað, og muntu eiga mikla hamingju i vændum Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Stjörnurnar eru þér ekki sem hag- stæðastar i dag. Haltu þig sem mest á vel- þekktum og venjubundnum brautum og forðastu að særa tilfinningar fólks sem er nátengt þér. Vogin (24. sept.—23. okt.): Hópsamvinna hentar best i dag. Þú verður fullur af áhuga og krafti og mun takast vel upp við allt sem við kemur fólki. Blái liturinn er heillalitur þinn. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Eitt- hvað kemst upp á milli þin og náins vinar, en fljótlega mun bjóðast tækifæri til að taka gömlu kynnin upp. Reyndu að verða þér úti um tima til að vinna upp trössuð vanaverk. Bogmaðurinn (23. nóv,—20. des.): Ein- hver misfella verður til þess að þú kynnist einhverjum dularfullur manni. Þessi at- burður gæti svo aftur orðið til þess að færa alveg einstakt tækifæri upp i hendurnar á þér, og skaltu nota þér það undir eins. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Dæmdu ekki aðra umhugsunarlaust. Þér býðst nú tækifæri til að bæat kynni þin við mann- eskju nokkra, sem þér er mjög i mun að geðjist að þér. Afmælisbarn dagsins: Margt og misjafnt gerist á þessu ári hjá þér. Nokkrir vina þinna munu binda sig alveg að óvörum. Ástalif sjálfs þin virðist ætla að verða spennandi. Vel getur verið að sum mál þróist nokkuð hægt en þú ættir að ná a.m.k. einu marki. XJ&\ „Þessir gángandi vegfarendur! Hefur þetta umhverfisfjandsamlega pakk ekki heyrt talað um strætisvagna?” „Engan æsing.... þetta er allt i lagi á meðan þú reynir ekki að gefa lionum að borða!” Reykjavik:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Kafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi simi 18230. 1 Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Simi 85477. Simabilanir: Simi 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. Tekið er við tilkynningum um bil- anir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, sem borgar- búar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Borgarspitalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30—14.30 og 18.30— 19. Heilsuvcrndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 18.30—19.30. Fæðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30— 20. Fæðingarheimili lteykjavíkur: Alla daga kl. 15.30—16130. Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 18.30—19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30— 17. Landakot: Mánud. — laugard. kl. 18.30— 19.30. Sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild: Kl. 18.30—19.30 alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Ilvítabandið: Mánud. — föstud. kl. 19—19.30, laugard. og sunnud. á sama tima og kl. 15—16. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á heigum dögum. Sólvangur Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 19—19.30. Fæðingár- deild: kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspitali Hringsins: kl. 15—16 alla daga. Apótek Kvöld-, nætur- og helgidaga varzla apótekánna vikuna 19.—25. desember er i Ingólfsapóteki og Laugarnesapóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Hafnarfjörður-Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla, upplýsingar á slökkvistöðinni i sima 51100. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakter i Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Simi 22411. Reykjavik — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17. Mánud.—föstud., ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánud. — fimmtud., simi 21230. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Þegar þú litur á eftirfarandi spil ererfitt að skilja hvers vegna suður tapaði sex spöðum — eftir að vestur spilaði út laufafjarka i byrjun. Það er meira að segja hægt að fá alla 13 slagina með réttri iferð i hjarta. En við skul- um lita á spilið — skemmtilegt dæmi um möguleika varnarspils- ins. 4 K72 V ADG984 ♦ 9 ♦ AK7 AG108 V 106 ♦ K652 * D642 4 63 VK732 ♦ G1084 * G103 4 AD954 ¥ 5 ♦ ÁD73 * 985 Laufaútspilið var tekið á kóng blinds — og litlum spaða spilað á drottninguna. Þá var hjarta spil- að og drottning blinds látin — en austur gaf án þess að depla auga. Austur var viss um að hann væri ekki að gefa neitt frá sér. Næst spilaði suður spaða á ásinn og spilaði blindum inn á spaðakóng. Hjartaás var spilað og siðan hjartagosa — og nú gat suður auðvitað tryggt sér sögnina með þvi að gefa, þegar austur lét litið, þar sem 10 vesturs hafði komið i ásinn. En suður áleit að hjarta- kóngur mundi koma i og trompaði þvi hjartagosann. Heimurinn hans hrundi þegar vestur sýndi eyðu. Nú var aðeins ein innkoma á spil blinds og þvi ekki hægt að fria hjörtun. Þau voru „dauð” og suður fékk aðeins 10 slagi — tap- aði borðleggjandi spili vegna hinnar djörfu varnar austurs — sem þó i reyndinni var hárrétt. If Skák A sovézka meistaramótinu 1957 kom þessi staða upp i skákSpasskys, sem hafði hvftt og átti leik, gegn Bronstein. 16. g4!! — fxg4 17. 0-0-0 — Re5 18. Bxe5 — Bxe5 19. Rxe4! — Rxe4 20. Dc2 — Df6 21. Hhel! og Spassky vann auö- veldlega. Þú ættir nú að tala við landgræðslusjóðinn, Siggi minn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.