Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 22
Sjónvarp
Útvarp
Dagblaðiö. Laugardagur 20. desember 1975.
Sjónvarpskvikmyndin í kvðld kl. 22.25:
W.C. FIELDS í
„MEÐ
GAMLA
LAGINU"
Kvikmyndahandbókin okkar
segir, að allir þeir, sem unna
góðum gamanmyndum verði að
sjá kvikmyndina ,,Með gamla
laginu’’ (,,The old fashioned
way"), sem sjónvarpið sýnir i
kvöld. W.C. Fields, hinn kunni
gamanleikari fer þarna á kost-
um sem fararstjóri leikflokks er
fer um og sýnir „Fyllibyttuna”.
W.C. Fields hét fullu nafni
William Claude Duckinfield og
Hér sést W.C. Fields i blutverki sínu i myndinni ,,Meö gamla lag-
inu”, þar sem hann dregur eldri frú á tálar. i raun og veru hafði
Fields megna óbeit á eldri konum.
Baby Le Roy og Fields i hlutverkum sinum I myndinni, sem sjónvarpið sýnir I kvöld. Kvikmyndahand-
bók blaðsins gefur henni þrjár stjörnur.
var fæddur 1870 i Filadelfiu.
Hann hljópst ungur að heiman
og hóf langt og mikið ferðalag
með leikflokkum og sirkusum
inn i þöglu kvikmyndirnar. Þær
urðu fáar, þó þar væri honum
leikstýrt af mönnum eins og
D.W. Griffith. Það var ekki fyrr
en talmyndirnar komu til sög-
unnar, að Fields fékk að njóta
sin. Hrjúf röddin og fyndni hans,
bitur og honum afar einlæg,
vann hug og hjörtu allra. Hann
var einn mesti gamanleikari
talmynda og lék einnig i alvar-
legri hlutverkum, eins og hr.
Micawber i David Copperfield.
Og lif Fields sjálfs var ekki með
öllu ólikt þessum persónuleika
úr sögu Dickens. Hann drakk,
hafði megnustu óbeit á börnum,
eldri konum og var meinilla við
dýr. Eftir að hafa leikið i 39
kvikmyndum um ævina, var
hann veikur af ofdrykkju 1936,
— náði sér að einhverju leyti á
ný, en allt féll i sama farið.
Hann lézt árið 1946.
HP.
Útvarp kl. 15
laugardag:
„VIKAN FRAMUNDAN
##
Björn Baldursson er einn
hinna mörgu, sem vinna að
samsetningu dagskrár utvarps
og sjónvarps. Hefur hann sér-
staklega með kynningu
dagskrárinnar að gera og er
þáttur hans, „Vikan framund-
an”, einn vettvangur þeirrar
kynningar.
Sagði Björn, að dagskráin
væri prentuð i heild sinni eina
viku fram i timann, en frum-
drög eru gerð að dagskrá mán-
aðarins fyrir 10. hvers mánað-
ar, einn mánuð fram i timann.
Þá væru yfirleitt mun lengri
áætlanir fram i timann vegna
upptaka.sem fram ættu að fara.
Sem stendur er enginn þáttur
•á dagskrá útvarps eða sjón-
varps, sem sérstaklega er ætl-
aður fyrir gagnrýni á efni þess-
ara stofnanna. Björn sagði, að i
tveimur undanförnum þáttum
hefði þó verið lesin gagnrýni
eins manns um dagskrána, þar
sem hann benti á ýmislegt, er
betur mætti fara, en Björn vildi
vekja athygli á þvi, að hægt
væri að skrifa þættinum bréf
með ábendingum og gagnrýni.
Utanáskriftin er: „Vikan
framundan”, Skúlagötu 4,
Reykjavik. HP
hér heimaeog1erlePndileS Pla"0 °g hlUt‘ söngflokks hans scm notið hcfur mikilla vinsælda
bæði
LES HUMPHRIES í BANASTUÐI
Þaðer mikið fjörog húllumhæ
i þætti Les Humpries-söngvar-
anna nú I kvöld. Söngflokkurinn,
sem telur eina 10—12 söngvara
af ýmsu þjóðerni, hefur aðsetur
i Frakklandi, en ferðast þaðan
viða um heim.
Flokkurinn var stofnaður
fyrirnokkrum árum og einbeitti
sér þá fyrst og fremst að trúar-
legri dægurlagatónlist, en eftir
að vinsældir þeirra jukust,
breikkaði lagavalið og hafa þau
átt lög ofarlega á vinsældalist-
unum um allan heim.
I kvöld sjáum við þau í miklu
stuði, þar sem leikin eru og
sungin gömul dægurlög, rokk-
músik, negrasálmar o.fl. HP.
Hér sjáum viö lækninn, sem
hyggst græða stórfé á fundi
Dóminiks. En ekki er allt,
sem sýnist
Sjónvarp kl. 18.30:
Lœknirinn vill
kaupa ölkeldu
Dóminiks
Afriskur strákur gefur pabba
Dóminiks hnif, sem hann finnur
grafinn i sandinum. Hann ætlar
að flýja, en man þá skyndilega
eftir þvi, að stýrimaðurinn hafði
slegið hann i rot, rétt fyrir
strandið.
Reksturgistiheimilisins, sem
Dóminik og mamma hans reka
heima i Englandi gengur ekki of
vel. Dóminik finnur ölkeldu og
allt útlit er fyrir, að vandræðum
þeirra sé lokið.
Inn f spilið kemur læknir, sem
sýnir ölkeldunni mikinn áhuga.
Sjónvarp kl. 17.00:
Hörkuleikir
í körfu- og
handknatt-
leik, ósamt
öðru efni
tþróttaþátturinn núna
siðdegis verður án efa
spennandi. Að sögn ómars
Ragnarssonar verður hann
með ýmislegt efni, sem hann
vildiekki auglýsa fyrirfram,
en treysti sér til þess að
segja, að mörgum myndi
finnast spennandi að sjá leik
tslendinga og Júgóslava i
handknattleik svo ekki sé
minnzt á báða blökkumenn-
ina i liðum Armanns og KR
en einnig verður sýnd mynd
frá leik þessara liða. HP