Dagblaðið - 20.12.1975, Síða 24

Dagblaðið - 20.12.1975, Síða 24
Útlánaskorður í Samvinnubankanum í Keflavík Akveðnar skorður hafa verið settar útlánum Samvinnu- bankaútibúsins i Keflavik. Ástæða þessara aðgerða af hálfu aðalbankans i Reykjavik eru sögð sú að tiltölulega fáum viðskiptamönnum bankans hafi verið veittar hlutfallslega allt of miklar fyrirgreiðslur miðað við útlánafé útibúsins. Meðal þeirra eru nefndir menn sem mjög hafa látið að sér kveða i við- skiptaheiminum i' Reykjavik og raunar viðar. brálátur orðrómur hefur gengið um að útibússtjórinn hafi vegna þess máls látið af störf- um. baðerekki rétt. Hins vegar hafa skorður verið settar við út- lánum útibúsins að minnsta kosti meðan verið er að draga saman seglin vegna fyrrnefndra viðskipta. —BS— aðrir Vandamál Breiðholts h.f.: Höf um staðið við okkar samninga" — segir Eyjólfur Kr. Sigurjónsson, formaður stjórnar Verkamannabústaðanna „Mér vitanlega er enginn á- greiningur innan stjórnar Verkamannabústaðanna vegna þeirra fjárhagserfiðleika sem Breiðholt h.f. á við að etja um þessar mundir,” sagði Eyjólfur Kr. Sigurjónsson, formaður stjórnar Verkamannabústað- anna, i samtali við fréttamann blaðsins i gærkvöldi. „Við höfum staðið við alla okkar samninga gagnvart Breiðholti h.f., borgað félaginu allt sem það hefur unnið fyrir okkur og hluta af aukakostnaði að auki — nema jú malbikunar- framkvæmdir. En hvað það varðar,” sagði Eyjólfur, „eru allar tryggingar i lagi.” Eins og fram hefur komið i Dagblaðinu undanfarna daga á Breiðholt h.f. i tilfinnanlegum fjárhagserfiðleikum þessa dag- ana og hefur ekki nema litlum hluta starfsmanna félagsins , sem eru alls um þrjú hundruð, verið greidd laun fyrir undan- farnar tvær vikur. „Breiðholt h.f. hefur staðið sig vel i þeim framkvæmdum sem félagið hefur tekið að sér fyrir stjórn Verkamannabú- staðanna,” sagði Eyjólfur Kr. Sigurjónsson. „Framkvæmdir hafa að visu dregizt eitthvað en fyrir þvi liggja ýmsar ástæður. Ég held að stjórn Breiðholts h.f. átti sig á þvi að yfirstandandi vandræði hennar stafa ekki af samningum hennar við stjórn Verkamannabústaðanna.” Að sögn Eyjólfs átti stjórnin i gær fund með stjórn Breiðholts h.f. þar sem „öll gögn voru lögð á borðið” bað er mat okkar að við skuldum Breiðholti ekkert, en þvi er ekki að neita að fyrir liggur beiðni stjórnar félagsins um tuttugu milljón króna fyrir- greiðslu sem myndi vera greiðsla fyrir framkvæmdir i janúar. Við i stjórn Verka- mannabústaðanna skiljum vanda Breiðholts h.f. en áður en þessi fyrirgreiðsla verður veitt viljum við fá gildar banka- tryggingar fyrir henni,” sagði Eyjólfur Kr. Sigurjónsson að lokum. —AV. „EKKI NUNA..." „Ekki mér vitanlega,” svaraði Eyjólfur Kr. Sigur- jónsson, formaður stjórnar Blaðs. h.f. — útgáfufélags Al- þýðublaðsins, — er DB spurði hann hvort Alþýðubankinn hefði neitað að kaupa vixia, útgefna af Blaðaprenti h.f., á Aiþýðublaðið, þrátt fyrir að fjármunir þeir sem stjórn Verkamannabústaðanna hefði hefðu verið lagðir inn i bank- ann gegn vilyrði þar um. „Sem stendur eru engir slikir vixlar f gangi,” sagði Eyjólf- ur. _óv. Um borð I Bjarna Benediktssyni f gærkvöldi. Lögreglumenn, fulltrúar útgerðarfélagsins og yfirmenn á togaranum leituðu dyrum og dyngjum að merkjum um það sem skipverjinn er talinn hafa drukkið. TALINN HAFA DRUKKIÐ BANVÆNAN VÖKVA frjálst, óháð daffbJað Laugardagur 20. desember 1975. Fjórir Ungur skipverji á bv. Bjarna Benediktssyni lézt i gærkvöldi eftir að hafa neytt banvæns vökva, að þvi að talið er. begar blaðið fór i prentun i nótt var ekki vitað hvað skipverjinn hafði drukkið — né heldur hvort banamein hans var eiturvökvi. Annar maður, sænskur báta- sjómaður sem hér hefur verið um nokkurt skeið, var og fluttur á slysadeild, talinn hafa neytt sama vökva. Hafði hann sést fyrr um kvöldið ásamt skipverj- anum sem lézt. Hann var úr allri hættu laust fyrir miðnættið. bað var laust eftir kl. 20 i gær- kvöldi að Magnús Ingólfsson, skipstjóri á Bjarna Benedikts- syni, kom um borð i skip sitt sem átti að leggja úr höfn kl. 21. Magnús átti fri i þessari veiði- ferð og ætlaði að afhenda öðrum skipstjóra lyklavöldin. „Ég sá þá öpinn einn hásetaklefann,” sagði Magnús i samtali viö fréttamenn DB um borð i skip- inu „og þá sat skipverjinn þar og virtist i annarlegu ástandi, orðinn blár i framan. Ég hafði þegar samband við sjúkralið.” Magnús sagðist enga hug- mynd hafa um hvað skipverjinn hefði drukkið. Sænska sjómann- inn kannaðist hann ekkert við og sagði hann hafa verið,á bryggj- unni þegar skipvecjinn fannst i klefa sinum. Töluverð ölvun mun hafa ver- Við þetta borð sat skipverjinn þegar Magnús Ingólfsson skip- stjóri kom að honum. DB-myndir: HP REKSTUR AIR VIKING TRY6GÐUR Samvinnubankinn og Olíu- félagið verða með í ráðum Rekstur flugfélagsins Air Vik- samræmdum aðgeröum ýmissa ing hf. verður tryggður með fyrirtækja samvinnuhreyfing- arinnar, þeirra á meðal Oliufé- lagsins og Samvinnubankans. Samkomulag er um að þessir aöilar, sem og Alþýðubankinn hf., tilnefni fulltrúa frá sér sam- eiginlega til þess að fylgjast með rekstri og meiri háttar ákvörðunum sem taka þarf i starfsemi Air Viking. Sameiginlegir hagsmunir þessara aðila og Air Viking hafa þjappað þeim til samstöðu um áframhaldandi tryggan rekstur Rugfélagsins. Hefur Seðlabank- inn fyrir sitt leyti faliizt á þessi áform með skilyrðum sem unnt virðist að fullnægja. Air Viking hefur sýnt fram á mikil verkefni í nánustu framtið ef nauðsynleg fyrirgreiösla fengist, meðal annars til tilskil- ins viðhalds á flugvélum fyrir- tækisins. Benda þessar aðgerðir til að félaginu verði kleift að sinna þeim. —BS— Ungur skipverji á Bjarna Benediktssyni lézt: fluttir í ið um borð i skipinu i gærdag og gærkvöldi. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fréttamenn blaðsins fengu á slysadeild Borgarspitalans laust fyrir mið- sjúkrahús nættið, voru alls fimm skipverj- ar fluttir þangað úr skipinu, all- ir meira og minna ölvaðir. „Maður getur sagt að einskonar „hysteria” hafi gripið um sig um borð — þar sem nokkrar drykkjuveizlur-voru i gangi — þegar sjúkrabillinn kom þar að,” sagði einn lækna spitalans. „Mennirnir voru fluttir hingað i varúðarskyni en eru nú allir farnir nema Sviinn. Hann er hér enn ýmissa hluta vegna.” Að sögn læknisins og vakthaf- andi hjúkrunarkonu var skip- verjinn þegar látinn, er komið var með hann á spitalann. beim Marteini Jónassyni, verklegum framkvæmdastjóra BOR, útgerðarfélags togarans, og Benedikt Blöndal, lögmanni fyrirtækisins, er ekki ljóst hve- nær skipið heldur til veiða. —óv.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.