Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 15
Þetta eru tilvaldar
jólagjafir
Nýkomið glæsilegt úrval af
töskum fyrir kassettur og átta
rása spólur. Einnig fyrirliggj-
andi glæsilegt úrval af ódýr-
um og góðum stereo heyrnar-
tækjum.
Njálsgötu 22 sími 21377
Skóbúðin Suðurveri Gráfeldur h.f.
Stigahlíð 45 Ingólfsstrœti 5
Sími 83225
Sími 26540
Gleðileg jól
„Namm... svona köku œtla
ég að biðja mömmu að baka"
„Svona veizla ætti bara að vera á hverjum degi. „Já, það er lika voða gaman að jólaiögunum sem
Finnst ykkur það ekki?” þeir eru að spila.” DB-mynd Björgvin.
tveggja til fimm óra krakkar í boði ó Loftleiðahótelinu
Glœsilegir vestur- þýzkir
kuldaskór fró Bama
Rosita
6065-69
Dagblaðið. Laugardagur 20
.....
desember 1975.
Þeir eru úr leðri fóðraðir með úrvals
lambskinni og góðum hrágúmmísóla.
Við bjóðum 3
karlmannamódel og 4
kvenmódel
„Þau voru nú svo „praktisk”
börnin að þau sögðu að það væri
styttra að fara á hótel Sögu en á
hótel Loftleiðir,” sagði for-
stöðukona Drafnarborgar við
Drafnarstig, Bryndis Zoega, i
vikunni. Og hvað var að gerast?
Jú, þarna voru á ferð 23 krakkar
á aldrinum 2—5 ára að fara i
veizlu á Loftleiðum. Það er auð-
séð að maður þarf ekki að vera
hár i loftinu til þess að gera sér
grein fyrir hlutunum.
„Allir i röð og haldið I band-
ið,” sögðu fóstrurnar sem voru
með og voru að hjálpa þeim að
komast út úr bllnum.
Það voru Kynnisferðir sem
lögðu til bilinn til að koma þess-
um friða hóp á Loftleiðir frá
leikskólanum, en hótelið bauð
upp á kók og sætabrauðsstrák.
Svo átti aö sjá teiknimyndir á
eftir.
„Eigum við ekki að segja að
þetta sé gert af manngæzku i til-
efni af jólahátiðinni,” segja þeir
Kristján Jónsson hjá Kynnis-
ferðum og Erling Aspelund
hótelstjóri og hlæja við um leið
og þeir segja okkur að einn hóp-
ur sé þegar búinn að koma. Þá
voru krakkarnir 40 talsins.
„Þetta hefur verið gert áður.
Ætli þetta verði svo ekki árlegur
viðburður framvegis,” bæta
þeir við.
Annars eru Kynnisferðir
venjulega með eldri farþega
heldur en þeir eru með að þessu
sinni. „Við erum með kynnis-
ferðir um borgina með leiðsögu-
manni tvisvar á dag, kl. 10 og
kl. 14 , allan ársins hring,
meira að segja á aðfangadag.
Þarna er upplagt tækifæri til að
fara með útlendinga, sem hér
eru I heimsókn til að skoða
borgina,” sagði Kristján.
Þeim litlu nægir samt að
skoða hótelið og lita stórum
augum á það sem fyrir ber. „Ég
veit ekkert hvað ég á að gera
hér,” segir Jón óskar, fimm ára
snáði, „en það er voða gaman.”
„Jú, við eigum að fá kók með
strák,” segja þau Guðmundur
þriggja ára og Lilja fjögurra
ára og tromma inn i veitinga-
búðina. „Namm — svona köku
ætla ég að biðja mömmu að
baka;’heýrist hjá mörgum.
„Hvernig skyldi þessi pappir
vera búinn til? Stendur ekki á
honum kók,” segir Per fjögurra
ára og bendir á skrautlega borð-
mottu með óskum um gleðilega
jólahátíð og við kveðjum liðið
um það leyti sem teiknimynd-
irnar eiga að fara að byrja.
EVI.
Irene
9425-29
„Allir I röð og haldið i bandið,” segja fóstrurnar og leiðbeina
þeim litlu inn á hótel Loftleiðir.
ALÞINGI I FRÍI TIL 27. JANÚAR
Samningstími opinberra
starfsmanna framlengdur
Alþingi samþykkti i gær að
framlengja samningstima opin-
berra starfsmanna um einn
mánuð.
Kjaradeila þeirra kemur þvi
ekki fyrir Kjaradóm fyrir 1.
febrúar eins og áður stefndi að.
Alþingi á að fara i jólafri í dag
og koma saman að nýju
janúar.
Lúðvik Jósepsson (Ab)
Gylfi Þ. Gislason (A) kváðust
vilja halda opnum möguleikan-
um á að þing yrði kvatt saman i
skyndingu fyrir þann tima. Gæti
svo farið að i kjaramálum eða
efnahagsmálum horfði svo að
þing yrði að koma saman.
Forsætisráðherra kvað rikis-
stjórnina ekki geta afsalað sér
27.
og
möguleika á útgáfu bráða-
birgðalaga, meðan þing er i frii.
Þá kom fram á þingi i gær að
skipuð verður samstarfsnefnd
rikis og sveitarfélaga til að
fjalla um verkaskiptingu
þeirra.
Fram kom óánægja með að
sveitarfélögum væru ekki gefn-
ar nægar tekjur til að standa
undir auknum verkefnum, sem
sveitarfélögunum voru fengin
samkvæmt lögum sem sam-
þykkt voru i gær og áður hefur
verið sagt frá i blaðinu. Félags-
málaráðherra svaraði þvi til að
þau sveitarfélög, sem yrðu illa
úti, mundu fá sérstaka hjálp frá
rikinu.
—HH