Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 14
Dagblaðið. Laugardagur 20. desember 1975, Nokkrar pillutegundir, sem eru á markaði hér, — Neo-d elpregnin er eina tegunain a mynoinni, sem hverfur af markaði (DB-mynd BP) Hœttulegar getn- aðarvarnapillur teknar af markaði — Neo-delpregning og Niagestin ,,Sú P-pillu tegund Neo-delpregnin, sem hér hefur verið seld og inniheldur megestrol-acetate, hefur i reynd verið tekin áf markaði og verður formlega um áramótin,” sagði Almar Grimsson, for- stöðumaður Lyfjaeftirlits rikis- ins, i samtali við fréttamann DB i gær. „önnur pillutegund, sem ekki er eiginlega getnaðar- varnapilla, heldur notuð meira við óreglulegum blæðingum og fleiru, Niagestin, hefur einnig verið tekin úr sölu.” Að sögn Almars hefur sala á þessum pillutegundum verið stöðvuð samkvæmt ósk fram- leiðanda, Novo i Danmörku. „Hannhefur s'krifað læknum og apótekum hér,” sagði Almar, ,,og fyrir jól fer dreifibréf frá okkur um þetta mál til allra, sem selja og visa á þessar teg- undir. Það þykir ekki ástæða til að ráðleggja stöðvun á þessum pillum i miðjum hring — eða miðjum skammti — enda eru okkar aðgerðir i samræmi við viðbrögð annarra þjóða.” Eins og fram kom i DB 11. desembersl. hefur sala d pillum með megestrol-acetate inni- haldi verið stöðvuð viða um heim, enda hafa rannsóknir þýzkra og bandariskra visinda- manna leitt i ljós, að not- kun þeirra getur verið krabba- meinsvaldur. —OV Srls- Listamenn deilan rr ^Jfa voldin „Borgarbúar og þjóðin öll hafa sigrað i þessu máli,” sagði Thor Vilhjálmsson, formaður stjórnar Bandalags islenzkra LAUGAVEGI178. listamanna. Borgarstjóri sagði að þetta héfði ekki verið „nein landhelgisdeila” svo að hann vildi ekki tala um að annar aðil- inn hefði sigrað og hinn tapað. Það er mála sannast að lista- menn sigruðu I meginatriðum I deilunni við meirihluta borgar- stjórnar um völdin á Kjarvals- stöðum. Skipað verður listráð, sem stýrir vesturhluta hússins sem mestu skiptir. I þvi sitja þrir fulltrúar frá Félagi islenátra myndlistarmanna, einn frá Bandalagi Isl. listamanna og þri'r frá borgarstjórn, það eru fulltrúar ihússtjórn. Áður voru i sýningarráði 7 menn, 3 frá hús- stjórn'og 4 frá Bandalagi lista- manna en i ágreiningsmálum skipaði borgarráö tvo til viðbót- ar, þannig að samkvæmt gamla kerfinu fengu fulltrúar borgar- innar meirihlutann. Þetta hefur snúizt við eftir langar samn- ingaviðræður. Nýja samkomu- lagið var samþykkt einróma i stjórn Bandalags islenzkra listamanna en með 13 atkvæð- um gegn 2 i borgarstjórn. Davið Oddsson og Páll Gislason greiddu atkvæði gegn þvi i borg- arstjórn. Á fundi i Félagi is- lenzkra myndlistarmanna var samkomulagið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, 32, en 2 sátu hjá. Listráð skal einnig hafa sið- astaorðið um aðra notkun Kjar- valssalar en til sýninga á verkum Kjarvals. A blaðamannafundi I gær lögðu bæði fulltrúar borgar- stjórnar, borgarstjóri og ólafur B. Thors, og fulltrúar lista- manna áherzlu á að nú hefði skapazt „trúnaðartraust” milli aðila og ætti samstarfiö að geta gengið vel. Samkomulagið er til hálfs annars árs. Þorgerður Ingólfsdóttir hefur verið skipuð fulltrúi Bandalags listamanna og hefur hún nokkurs konar oddaaðstöðu milli myndlistarmanna og full- trúa borgarinnar, ef I hart færi. Hún er frá Félagi isl. tónlistar- manna. Ætlunin er að margt annað en myndlist verði haft i frammi á Kjarvalsstöðum, jafnvel fyrirlestrar og umræð- ur. —HH SJÓÐAKERFIÐ LEYST UPP 1. FEB. Sjávarútvegsráðuneytið kveðst stefna að þvi að sjóða- kerfi sjávarútvegsins verði leyst upp fyrir-1. febrúar. 1 janúar skuli vera i gildi sér- stakt fiskverð, sem miðist við gamla kerfið, að undanskilinni loðnu. Veruleg lækkun útflutn- ingsgjalda tekur gildi fyrir loðnuvertiðina sem heild og fyrir annan útveg 1. febrúar. —HH Tertur ó borðum: w UTVARPIÐ 45 ÁRA 45 ár voru i gær liðin frá þvi að Rikisútvarpið hóf starfsemi sina. Timamótanna var ekki minnzt á annan hátt en þann að starfsfólki og nokkrum heppn- um gestum var boðið að þiggja kaffi og afmælistertu auk ann- ars meðlætis. Bjarleifur Bjarnleifsson ljósmyndari Db. var einn af keppnu gestunum og tók hann þessa mynd við þetta tækifæri. Útvarpið gegnir stöðugt sinu hlutverki þrátt fyrir tilkomu sjónvarps og er áreiðanlega enn sem fyrr mest notaði fjölmiðill landsins. Dagblaðsmenn senda kollegum hjá „gamla gufuradióinu” afmæliskveðjur. Þeir ætla sér áreiöanlega aö gæöa sér vel á krásunum Jónas Jónas- son útvarpsmaöurinn kunni og Gunnar Eyjólfsson leikari. A milli þeirra er Ingibjörg Guönadóttir, matráöskonan þeirra hjá útvarp- inu, sem aösjáifsögöu fékk sinn skerf af afmælistertunni (DB-mynd Bjarnleifur). Brezku freigáturnar miða út varðskipin á ratsjám þeirra „Það er spennandi og oft æs- andi að standa i þessu þorska- striði,” sagði ungur varðskips- maður er við hittum hann á förnum vegi. „Ég held að Þór hafi gengiðhvað ákveðnast fram og varla hafa brezku verndar- skipin elt annað islenzkt varðr skip meira i þessu þorska- striði.” Bretarnir á freigátunum vilja stöðugt vita um stöðu islenzku varðskipanna. Til að komast að henni beita þeir oft þvi ráði að miöa þau út með þvi að finna ratsjár þeirra með miðunar- tækjum. tslenzku skipin hafa þá oft leikið þann leik að slökkva á ratsjártækjunum i þvi skyni að gera freigátunum erfiðara fyr- ir. Þá bregzt miðunaraðferðin og freigáturnar sigla á fullri ferð um allan sjó i leit að „is- lenzka óvininum”. Varðskipsmaðurinn ungi spáði þvi að allt yrði með kyrr- um kjörum i þorskastríðinu yfir hátiðarnar. Þó veit maður aldrei hvar og hvenær atburð- irnir kunna að verða. Brezku togararnir eru nú fáir hér við land, verndarskipin mörg og dregið úr mætti varðskipanna unz gert hefur verið við skemmdirnar á Þór. Arásin á Þór var ekkert annað en fólskuleg fyrirsát. Brezku skipin vissu að Þór var þarna fyrir innan og biðu hans i lygnu og góðu veðri. Það var ekkert landvar sem þau voru i. Land- var þarf ekki i góðu veðri.ASt „Toppfundur" um land- helgina? Formaður fiskveiðinefndar brezka þingsins vill að haldinn verði „toppfundur” þeirra Geirs Hallgrimssonar og Har- olds Wilsons til að reyna að leysa landhelgisdeiluna. Þetta kom fram i viðræðum hans við Niels P. Sigurðsson, sendiherra I London, i gær. Bretinn vill að meðan toppfund- ur stendur verði herskipin kvödd útfyrir 200milur og varð- skipin láti togarana i friði. Verði gert viku „vopnahlé” með þess- um hætti. —HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.