Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 17
•Dagblaðið. Laugardagur 20. desember 1975. 17 Filadelfia: Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ein- ar J. Gislason. Óháði söfnuðurinn Jólatrésfagnaður fyrir börn sunnudaginn 28. desember kl. 2.30. Miðasala frá 1—3 laugardag- inn 27. desember i Kirkjubæ. Simi 10999. Kefla vikurkirkja: Kvennakór Seltjarnarness og Æskulýðskór Keflavikur syngja jólalög kl. 2 siðdegis. Fjórir hljóðfæraleikarar aðstoða. Séra Ólafur Oddur Jóns- son. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Frank M. Halldórsson. Jólasöngur fjölskyldunnar kl. 2. Barnakór Melaskóla syngur. Hugleiðing, séra Guðjón Guðjóns- son æskulýðsfulltrúi. Almennur söngur, helgileikur. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Langholtsprestakall: Barnasam- koma kl. 10.30. Séra Arelius Nielsson. Æfing jólasálma kl. 2. Sóknarnefndin. Kársnesprestakail: Barnasam- koma i Kársnesskóla kl. 11 árdeg- is. Jólatónleikar Tónlistarskólans i Kópavogi kl. 5 í Kópavogskirkju. Séra Arni Pálsson. Kjarvalsstaðir: Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals. Opið daglega frá kl. 16—22. Tröð: AgUst Petersen sýnir. Opið á venjulegum verzlunartima. Op- ið laugardag til kl. 6, lokað sunnudag. Sýningin stendur fram yfir áramót. Mokka: Þórdis Tryggvadóttir sýnir. Opið 9.30—23.30 nema sunnudaga kl. 14—23.30 fram að áramótum. Listmálarinn Laugavegi 21: bor- lákur Haldorsen sýnir. Opið dag- lega frá kl. 2 og að lokunartima verzlana. 31. desember Áramótaferð i Þórsmörk. Ferðafélag Islands. ÚTIVISTARFERÐIR Aramótaferð i Húsafell 31/12, 5 dagar. Gist i góðum hús- um, sundlaug, sauna, gönguferð- ir, myndasýningar o.fl. Fararstj. Þorleifur Guðmundsson. Upplýs- ingar og farseðlar á skrifst. Lækj- arg. 6, simi 14606. Otivist. Sunnud. 21/12 Grótta—Seltjarnarnes. Brottför kl. 13 frá B.S.I., vestanverðu. Verð 200 kr. Fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen. Útivist. LAUGA- VEGI 66 SÍMI 12815 eAUSTUR- STRÆTI 6 SÍMI 12834 V / Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir mánudaginn 22. desember. Vatnsberinn (21. jan. — 19. feb.): Búðu þig undir að þurfa að taka ákvörðun er varðar framtið þina. Þú skalt endilega breyta eitthvað til eða ferðast en þú skalt undirbúa og skipuleggja allt vandlega fyrirfram. Fiskarnir (20. feb. — 20. marz): Þú verð- ur svolitið svekktur vegna þess að vinur þinn getur ekki komið út með þér. Þung- lyndið mun samt fljótlega hverfa þegar einhver af hinu kyninu biður þig að koma út með sér. Hrúturinn (21. marz — 20. april): Þú kynnir að frétta eitthvað núna er breytir afstöðu þinni til fjölskylduvanda. Eldri manneskja mun þurfa á hjálp þinni og samhygð að halda i baráttu sinni við ýmis vandamál. Nautið (21. april — 21. mai): Hafirðu móðgað eldri manneskju, mun þér reyn- ast nóg að biðjast afsökunar til að öðlast fyrri vinsældir. Spáð er indælum degi og virðist hann ætla að snúast mest i kring- um fjölskylduna. Tviburarnir (22. mai — 21. júni): Deilur vegna þeirra yngri gætu risið innan fjöl- skyldunnar. Taktu ekki neinar fljót- færnislegar ákvarðanir i viðkvæmum málum. Kvöldið verður ánægjulegt. Krabbinn (22. júní — 23. júli): Einhver at- burður veldur þér vonbrigðum. M jög hag- stæð og jákvæð öfl rikja núna i lifi þinu. Nú er mjög heppilegur timi til að biðja aðra um greiða. I.jónið (24. júli — 23. ágúst): Einhverjir óvenjulegir atburðir eiga sér stað i sam- bandi viö vin þinn. Þér er spáð nýju ástar- ævintýri og gæti það gjarnan komið til með heimsókn eldri manneskju til þin. Meyjan (24. ágúst — 23. sept.): Fyrri hluti dags verður að öllum likindum annasam- ur en samt sem áður verður þú vel upp- lagður til að fara að skemmta þér i kvöld. Þú skalt velja þér skemmtan tengda tón- list. Vogin (24. sept. — 23. okt.): Einhver ákveðin manneskja i vinahópi þinum virðist valda einhverjum vanda núna. Einlægt en kurteislegt samtal gæti gert sitt gagn. Peningar virðast ekki hafa langa viðdvöl i veski þinu. Sporðdrekinn (24. okt. — 22. nóv.): Leiðinlegur kunningi kynni að taka mikið af tima þinum. Þú hefur meira en nóg að gera og ættir bara að segja það svo að þú sleppir einhvern tima burt. Bogmaðurinn( 23. nóv. — 20. des.): Þetta er timi breytinganna. Þú færð óvænt skilaboð að morgni er gætu breytt öllum áætlunum þinum. Þú munt þurfa sam- starf til að ná þvi bezta út úr deginum. Stcingeitin (21. des. — 20. jan.): íþróttir ganga i haginn. einkum þær sem snúa að flokkaiþróttum. verði veðrið gott. Kvöldið verður hentugt til bréfaskrifta. sem þarfnast heilabrota. Afmælisbarn dagsins: Þetta verður ár ákvarðana fyrir þig. Miklar likur á að ást- in blómstri og gæti þýtt giftingu fvrir mörg ykkar. Spennandi tækifæri eru i augsýn. Klúbburinn: Hljómsveit Guðm. Sigurjónssonar, Kaktus og diskó- tek. Tjarnarbúð: Haukar. Hótel Saga: Hljómsv. Ragnars Bjarnasoeir. Hótel Borg: Kvartett Arna tsleifs Sigtún: Pónik og Einar. Röðull: Stuðlatrió. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Glæsibær: Asar. Leikhúskjallarinn: Skuggar. Óðal: Diskótek. Sesar: Diskótek. MÓLÚKKARNIR GÁFUST UPP S-mólúkkönsku skærulið- arnir, sem hafa haldið 25 gisl- um i skrifstofu ræðismanns Indónesiu i Amsterdam i hálf- an mánuð, gáfust upp i gær og létu alla gisla sina lausa. Voru skæruliðarnir sjö handteknir og færðir i fangelsi en gislarn- ir á sjúkrahús. Enginn þeirra var meiddur. Aður en til upp- gjafar kom hlevptu Mólúkk- arnir af átta skotum inni i byggingunni. ..bara að gámni". að þvi er þeir sögðu i simtali við sálfræðing hol- lenzku st jórnarinnar sem hafði milligöngu i viðræðunum við þá. —ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.