Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 8
8
Dagblaðið. Laugardagur 20. desember 1975.
\
V
„Bráðum koma
blessuð jólin"
Þá hallar að okkar hefð-
bundnu jólum, þessum tima um
miðjan vetur þegar við gerum
enn einu sinni það sem við upp-
götvuðum að loknum siðustu
jólum að var ekki nákvæmlega
það sem okkur hafði langað til
að gera.
En kannski er þetta ekki sem
verst samt.
Norðlendingar og liklega
austfirðingar lika, sama þótt
þeir séu löngu uppflosnaðir og
komnir á suðurlandið, hefja sín
jól á miðri aðventu með þvi að
baka laufabrauð. Sumir sunn-
og vestlendingar hafa lika tekið
þennan sið upp. Áhangendur
laufabrauðsjólatrúar segja að
það sé gaman að gera laufa-
brauð og það sé þaraðauki gott á
bragðið. Sé svo ann ég þeim
þess vel að éta það. Fyrir mitt
leyti legg ég það að jöfnu við
tekex. Sem mér þykir ómerki-
legur matur i munni.
Svo er það þessi æðislegi jóla-
gjafaleikur. Hvað á að gefa
Gunnu, Siggu, Tomma, Dúdda,
afa, ömmu — og öllum hinum?
Það verður að vera eitthvað
dýrt og fint — þau gefa alltaf
þannig gjafir og æ er gjöf til
gjalda, að þvi er virðist. Nema
Bodda. Gjafirnar hennar eru
alltaf svo ægilega ómerkilegar.
Réttast á hana að gefa henni
bara skósvertudós. Eða tann-
kremstúpu.
Jólakortin verður að setja svo
snemma i póst að þau eru kom-
in til viðtakanda tiu dögum fyrir
jól og allir orðnir leiðir á þeim
þegar jólin -koma. Ef ég mætti
velja kysi ég heldur að fá jóla-
kortin min milli jóla og nýárs
heldur en svona déskoti
snemma. Með þessu móti kæmi
út á eitt að fá þau strax i janúar
ef manni er bara ætlað að
geyma þau von úr viti. En svona
vill Póstur hafa þetta. Og hann
er eins og Simi. Hefur það eins
og honum sýnist.
Ég vona bara að hamingjan
verði mér það hliðholl að ég
þurfi ekki að fara i bæinn á
Þorláksmessu að þessu sinni.
Það er einhver skelfilegasta
kvöl vetrarins að vera að oln-
Háaloftið
boga sig um i verslunum þegar
þær eru troðfullar af fólki sem
er að bjarga jólunum á siðustu
stundu. Kannski er þetta
komplex siðan á fyrstu jólunum
sem ég var að heiman. Þá
blótaði ég Þorlák eins og marg-
ir gera alla ævi, nema hvað ég
hef sennilega blótað hann eftir
að hann var farinn þvi það var
búið að loka búðum á aðfanga-
dag þegar þessu lauk og ég upp-
götvaði að ég átti eftir að kaupa
þær jólagjafir sem ég ætlaði að
skenkja það árið. Til allrar
guðslukku var ég i vinfengi við
konu sem átti hannyrðabúð svo
allir minir gjafanautar fengu
dúka, servéttur, púða, nálar og
tvinna frá mér þau jólin.
En siðan hef ég látið Togga
gamla i friði.
Nei, á Þorláksmessu vil ég
vera heima i ró og mak og
hlusta á jólakveðjurnar i út-
varpinu. Þær eru mitt signal.
Ég má helst ekki missa af einni
einustu þeirra og hef oft sár-
öfundað þau sem fá að lesa þær i
útvarpið. 1 minni vitund eru þau
hinir einu sönnu jólasveinar —
sem færa okkur jólin. Ég get
ekki imyndað mér að ég fyndi
jól ef ég gæti ekki notið þess að
fyllast af tilfinningaseminni
sem fylgir þessum elskulegu
jólakveðjum i útvarpinu. Svo vil
ég vaka fram eftir nóttinni með
konunni og baka smákökurnar
sem við ætlum að nasla um jólin
— það er min stemmning. Einu
sinni datt okkur i hug seint á
Þorláksmessu að mála ibúðina
okkar upp á nýtt fyrir jólin —
fórum i kaupstaðinn og keypt-
um málningu og svo var farið af
stað. Við lukum þvi um átta-
leytið á aðfangadagsmorgun og
áttum svo þessi fyrirmyndarjól
i nýmálaðri ibúðinni en börnin
vissu ekki hvar þau voru er þau
vöknuðu. En það er betra að
halda sig bara við baksturinn.
Um jólin er lika þetta dæilega
fri frá blöðunum. Það er bara
útvarpið og sjónvarpið. A jóla-
dag hefur útvarpið stundum
verið með furðulegan þátt frá
islendingum iútlöndum þar sem
ótalandi börn og alls ekki á is-
lensku eru látin stauta sig fram
úr kveðjum sem hljóma eitt-
hvað á þessa leið: „Gleðilegur
affi og amma” — og svo koma
einhverjir skvikir sem maður
veit ekki hvort er grátur eða
hlátur. Á jóladag eru rfkisfjöl-
miðlar samkvæmt ritúalinu
ákaflega menningarlegir og þar
af leiðandi leiðinlegir, en ef við
fáum Amal og næturgestina rétt
einu sinni fer ég út i bilskúr á
meðan. Þá er nú hinn klassiski
jólaþátturinn i sjónvarpinu, sá
sem heitir Þegar Trölli stal jól-
unum, heldur skárri.
Ég sagði að við myndum gera
það enn einu sinni sem við upp-
götvuðum eftir siðustu jól að við
hefðum ekki nákvæmlega ætlað
að gera. Sennilega getur maður
það aldrei. Enda væri það á
móti anda jólanna. Þá á maður
ekki að láta sjálfselskuna ráða
heldur reyna að hugnast þeim
sem næstir manni standa.
— Hvernig væri að reyna það
eins og einu sinni og sjá hvernig
fer?
1 von um að kærir lesendur
geti geymt þessa frómu kveðju
til jóla býður Háaloftið
GLEÐILEG JÓL
Dráttur, burður, harðahlaup
GEIRÓLÍNA.
Hún Geirólina skákar flestum fljóðum,
og fegurð hennar kunn með öðrum
þjóðum
Margir eru fúsir að fikta við hana,
þeir fara að þvi kænlega að reyna að
platana
En óspjölluð enn mun Geira vera.
Orlitið ætlar seinna að gera. Orlitið.
Óðir Bretar elta hana á röndum,
þó ekki hyggi þeir að hjónaböndum.
En-lauslætið er askoti ofarlega i þeim.
Ég ætlast til þú passir þig og komir sak-
laus heim.
A bárunum býsna létt er Geira.
Á bárunum býsna oft er fleira. Á
bárunum,,
1 Þýzkalandi þekkist Geira lika,
þeir hafa aldrei litið dömu slika.
Þvi alveg eru óðir að vingast hana við
og veita henni allt, sem getur reynt á
kveneðlið.
Þýzkum bjór, þeir vist i þig hella.
Þýzkum bjór, þú ert engin — skella.
Þýzkum bjór.
Framhald i næsta þætti
Ast í meinum.
Eldar bálið ástin blið,
unaðsþjál við notin.
Herðir sálin heilagt strið
holds við skálabrotin.
Jósep S. Húnfjörð
Lausavisur.
Sina galla er sýndi flest,
sárt var karli að vaka.
Mig hefur allan yngt og hresst
ómþýð falleg staka.
Nepju klóin kreppti skó.
Kyrrð ei bjó i dalnum.
Kári hló og köldum snjó
kinnar sló á halnum.
Björn S. Blöndal
. Fyrir kosningar.
Kosningarnar koma senn,
kurteisina bæta.
Nú heilsa allir heldri menn
hverjum sem þeir mæta.
Laugardagur.
Á vini hef ég löngum lyst,
leik mér oft að bögum.
Ég hef verið frá þvi fyrst
fullur á laugardögum.
Bjarni Jónsson
Botnar við fyrriparta, sem birtust i
þættinum 29.U.’75.
Vinur gættu vel að þér
vegurinn nokkuð tæpur er.
Fram til sigurs sækjum vér
og siglum kringum brezkan her.
Bergur Ingimundars.
Hugur geymir marga mynd
minninganna fyrri tima.
Atburði i orðum bind
en illa tekst að rima.
Bergur Ingimundarson
Geymist ill gömul synd
Guð við hana mátti glima.
Óskar
Fljóða mundin bliða ber
bætir stundum skapið.
Rjóða hrundin in.dæl er
eykur punda tapið,
Bergur Ingimundarson
Vorið kemur, sumar sér
sá sem hlær i krapið.
Óskar
Ilaustvisa
Blómin falla blið á hól.
Blæs um hjalla strengur.
Fer að halla sumri, — sól
sést nú varla lengur.
Atli
Sjómaðuririn
Jón minn hefur litla lyst.
Löngum betur aðrir sóttu,
Það var aðeins allra fyrst,
að hann reri á hverri nóttu.
Ókunn. höf.
Hestavisa
Þaðan allt þitt óhapp draup
— ótal mörg var raunin:
Dráttur, burður, harða hlaup
Hvernig voru launin?
örn Arnarson
Þótt ég auðinn geti greint,
gæði hans og ljóma,
ánægjuna sel ég seint
seðla fyrir tóma
Ókunn. höf.
Það er slæmt að vera veikur
varla hræddur?
Kjósum siðar kannski smeykur
kvalinn hræddur.
Færði inn úr 50
það firn má héita
þýzkir inn að 30
þér þakkir veita.
Hugsun bæði og hönd er fúin
hrellir landann.
Lúðvik væri löngu búinn
að leysa vandann
Vestfirðingur
Halla
Ef að ég yngri væri
og ætti mér tækifæri.
Ég myndi af afli öllu
einbeita mér að Höllu.
Allan á hug minn Halla
henni ég gleymi valla
Ég má hana ekki missa
mig langar hana að kyssa
-