Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Laugardagur 20. desember 1975. 7 i veizluborðið / Jarðarberjaterw 356 i Ap|X'lsinuicna 358 i MönUluierta sérstakur kafli um kryddjurtir og krydd og sagt er frá uppruna þess og notkun. Við fengum góðfúslegt leyfi hjá út- gefendum að birta upp- skriftir og myndir af nokkrum gómsætum tert- um, sem er gott að eiga í ,,kistunni" þegar jólin og hátíðarnar fara í hönd. A.Bj. 355 Mokkaterta 20 möndlur, 50 g smjör eöa smjörliki, 3 egg, 2 dl (150 g) strásykur, 2 d! (125 g) hveiti, 1 tsk. lyftiduft. Mokkakrem: 75 g smjör eða smjörliki, 1 dl flórsykur, 2 tsk. kaffiduft. Karamellubráð: 1 1/2 dl (125 g) strásykur, 2 dl rjómi, 2 msk. sýröp. Skraut: 1 heil dós aprikósur, möndlur. Flysjiö, þurrkið og saxið möndlurnar. Bræðið og kælið smjörið. Þeytið egg og sykur þangað til blandan er ljós og létt og blandið möndlunum, smjöri og lyftidufti saman við. Helliö deiginu i vel smurt mót og bakið 1 25 min. við 200 gr. hita. Kælið tertuna og losið úr mótinu og skerið i tvo botna. Kremið: Hrærið smjörið og flórsykur saman, hrærið kaffiduftið út i eina matsk. af heitu vatni og blandið þvi saman við smjörið og flórsykurinn. Smyrjiö krem- inu á botnana sem lagðir eru saman. Karamellubráð: Blandiö öllu saman i potti, lát- ið sjóða við vægan hita og hrær- ið i sifellu i bráöinni þangað til hún verður seig eða i u.þ.b. 25 min. Prófiö hvort bráðin er nógu seig með þvi að kæla einn dropa af henni i köldu vatni. Ef drop- inn verður harður er bráðin til- búin. Kælið bráöina ofurlitið áður en henni er smurt ofan á tertuna. Skreytiö tertuna siðan með hálfum aprikósum og gróft söx- uðum möndlum. 359 Marengsterta 2 eggjarauður, 1 1/2 dl (125 g) strásykur, 3 dl (175 g) hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 200 g smjör eða smjörliki. Fylling: Krem úr 1/2 1 af mjólk eða rjóma og búðingsdufti, 1 dl rjómi. Marengs: 2 eggjahvitur, 5 matsk. strásykur. Hrærið smjör og sykur vel saman og látið eggjarauðurnar út i eina i einu. Blandið hveiti og lyftidufti saman við. Deigið er bakað i þremur tertumótum i 15 min. við 225 gr.C hita. Búið til kremiö, þeytiö rjómann, bætið honum út i kremið og smyrjið þvi á tvo botna. Þriðji botninn er lagður á álþynnu. Stifþeytið eggjahviturnar i marengsinn og látiðsykurinn i, meöan þeytt er. Smyrjiö marengsnum á botninn sem er á álþynnunni og bakið viö 200 gr. C hita þangað til marengslokið er ljósbrúnt. Kæl- ið marengsbotninn og látið hann siðan ofan á tertuna. 357 Kremterta: 4egg, 2 1/2 dl (200 g) strásykur, 2 1/2 msk. kalt vatn, 1 dl (60 g) hveiti,3/4 dl (40 g ) mæismjöl, 1/2 tsk. lyftiduft. Krem: 1 1/2 dl vatn, 1 1/2 dl (125 g) strásykur, 1 egg 150 g smjör eða smjörliki, 1 sitróna, 2 msk. kakó, 1 tsk. kaffiduft. Þeytiö eggjarauður og sykur þangað til blandan er ljós og létt. Blandiðvatniog þurrefnum saman viö og siöast stifþeyttum eggjahvitunum. Hellið deiginu i vel smurt mót og bakið i um það bil 20 min. við 200 gr. C hita. Kælið kökuna og skiptið henni i tvo botna. Kremið: Sykur og vatn er soðiö saman þangað til það er orðið að þykku sykursýrópi. Þeytið eggið og hellið sýrópinu saman við, en þeytið i sifellu i á meðan þangað til kremið er hálfkalt. Bætið þá smjörinu út i smátt og smátt. Skiptið kreminu i tvennt. Annar helmingurinn er bragðbættur með sitrónusafa en hinn með kaffiduftiog kakói. Setjiö lag af hvoru kreminu fyrir sig á milli botnanna og sprautið báðum tegundunum á vixl ofan á kök- una (sjá mynd). 356 Appelsinuterta 1 dl (60g) hveiti, 1 1/2 tsk. lyfti- duft, rúsinur og súkkat, 2 egg, 2 dl (150 g) strásykur, 75 g smjör eða smjörliki, 1 appelsina. Skraut: 2 1/2 dl rjómi, 2—3 msk. appel- sinusulta, súkkulaðibitar. Blandið saman hveiti, lyfti- dufti, rúsinum, súkkati og rif.ium appelsinuberki. Þeytið eggin og sykurinn þangað til blandan er ljós og létt og blandið siðan öllu saman. Látið deigið i vel smurt mót og bakið i 25 min. við 200 gr. C hita. Kælið kökuna og skiptið henni i tvo botna. Þeytið rjómann og blandið sult- unni saman við hann. Smyrjið helmingnum á botnana sem lagöir eru saman og hinum helmingnum ofan á tertuna. Skreytið meö söxuöum appel- sinuberki og súkkulaöibitum. 358 Möndluterta 250 g möndlur, 5 eggjahvitur, 2 1/2 dl (200 g) strásykur. Skraut: Rautt hlaup, 25 g möndlur. Saxið möndlurnar sem nota á 1 deigið en skiptiö i tvennt þeim sem nota á i skrautið. Stifþeytiö eggjahviturnar og látið sykur- inn saman við smátt og smátt, meðan þeytt er. Blandið siðan möndlunum saman við. Helliö deiginu i vel smurt mót, sem hveiti hefur verið stráð i og bak- ið i 25 min. við 200 gr. C hita. Kælið kökuna ofurlitið áður en hún er tekin úr mótinu. Þegar kakan er köld er þunnu hlaupi hellt á hana, skreytt með hálf- um möndlum. 360. Jarðarberjaterta: 3 egg, 11/2 dl (125 g) strásykur, 2 dl (125 g) hveiti, 1 tsk. lyfti- duft. Fylling og skraut: 1/2 kg fryst eða ný jarðarber, 3 dl rjómi, 1 msk. vanillusykur. Þeytið egg og sykur þangað til blandan er ljós og létt. Blandiö hveiti og lyftidufti saman við. Hellið deiginu i smurt álmót um 20x35 sm stórt og bakið kökuna i 5—8 min. viö 250 gr. C hita. Kæl- ið kökuna. Þeytið rjómann með vanillu- sykrinum, merjið helminginn af jarðarber junum, setjið saman við rjómann, en notið þau fall- egustu i skraut. Skiptið kökunni i tvo botna, smyrjið helmingn- um af jarðarberjarjómanum á botnana sem lagðir eru saman og skreytið tertuna meö hinum helmingnum og jarðarberjum. JOLASKAKÞRAUTIR Ég vona svo að einhverjir hafi gaman af þvi að spreyta sig á þessum þrautum yfir hátiðarn- ar og óska lesendum þáttarins gleðilegra jóla. SPII____________________ Bridge - Kanasta - Whist Fjölmargar gerðir af spilum. Ódýr spil, dýr spil, spil í gjafakössum, plastspil og plasthúðuð spil. Landsins mesta úrval FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavörðustíg 21 A-Simi 21170

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.