Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 3
Dagblaöiö. Laugardagur 20. desember 1975. 3 s. Raddir lesenda Hvað setja þeir í vindlakassann? Ólafur M. Jóhannesson skrifar: „Sigurður Helgasonhjá Flug- leiðum viðurkennir fyrir skömmu i Þjóðviljanum að Flugleiðir hafi boðið Halldóri Sigurðssyni til Bahamaeyja. Mér finnst sem almennum borgara ástæða til að benda á þetta „vinarbragð” Flugleiða, sem e.t.v. er skiljanlegt að bóndakarl héðan af Islandi þiggi, sér i lagi þar sem ferðin er farin til „eftirlits” og það á hlý jar og notalegar slóðir. En ég get ekki að þvi gert að þetta „vinarbragð” minnir mig á dá- litla sögu af öðrum „ráðherra” sem starfaði á suðrænum eyj- um, hét sá Trujuillo. Hann hafði ætið vindlakassa á borðinu hjá sér,en ekki til að gefa þeim sem til hans leituðu vindla, heldur var kassanum ætlað það hlut- verk að taka við „gjöfum”. Fóru siðan efndir ráðherrans eftir þvi hve „gjafirnar” sem i kassann voru látnar voru rausn- arlegar. Það skyldi þó ekki vera að „hlyrri og notalegri” minningu hafi einhvers staðar skotið upp er samþykktaratkvæðunum varðandi rikisábyrgðina var skotið niður i fyrirgreiðslukass- ann á voru kalda og gráa al- þingi? Það verður spennandi að vita hvert „eftirlitsferð” þeirra Jóhannesar Nordals og co. verður heitið þegar Air Viking hefur verið kveðið i kútinn. Ætli hún verði ekki bara kringum jörðina? Ég held þeim væri nær að fara i eftirlitsferð i sinu eigin húsi. Það gæti verið að jóla- sveinninn hefði fyllt alla tómu vindlakassana þeirra af skin- andi fallegum gjöfum, t.d. litl- um Boeing 707 svona eins og strákarnir tveir i sjónvarpsaug- lýsingunni nota. Þær eru full- nógu stórar fyrir þá sem hafa lok á vindlakassa fyrir himin. Truflast af Laugarósbíó er ekki fyrst í Evrópu til að sírenuvœli B.G. skrifar: „Þeir eru með undarlega til- burði i skála Eimskips við Sundahöfn þar sem þeir hafa fengið sér sirenu sem vælir svo að truflar fólk á stóru svæði. Þeir hafa þetta vist til að flauta i mat og kaffi, en hávær er hún. Nú er elliheimili DAS i grenndinni og trúi ég ekki öðru en fólk þar verði fyrir miklu ó- næði. Mér er sagt að þeir hjá Eim- skipnotisirenuna sina mikið sér til gamans eins, fikti við að flauta. Hvernig yrði ástandið i borg- inni ef mörg fyrirtæki tækju upp á þessari skelfingu? Ætli borg- arbúum liði vel undir þessu?” sýna „Ókindina" Vegna þeirra auglýsinga Laugarásbiós að sýning þess á kvikmyndinni „Ókindin” (Jaws) sé frumsýning i Evrópu langar mig að benda á þessa auglýsingu úr sænsku blaði sem birtister sýningar myndarinnar hófust þar fyrir hálfri annarri viku. —ÓV. HAJEN Cteí vorsá hardet bajode.. Kerfið í algleymingi: Við þér samhryggjumst en því miður...! — lesandi segir sínar farir ekki sléttar úr viðskiptum sínum við kerfið — Póst og síma Gunnar Hjálmarsson hringdi: „Rétt einu sinni hefur kerfið brugðið á leik — nú hjá Pósti og sima. Rétteinu sinni veit vinst'ri höndin ekki hvað sú hægri gerir. Astæða þessara orða minna er sú að kerfið hefur leikið mig grátt og að þessu sinni er Póstur og simi i sök. Ég bý i Kópavogi og eins og svo margir hef ég sima. — Sið- astliðið sumar var loftlina, sem m.a. þjónaði minu húsi, tekin niður. Jarðstrengur var settur og leiddur I annað hús — sam- liggjandi. Nú, án þess að ég væri nokkuð látinn vita, varð ég fyrir vikið simasambandslaus. Ég hringdi þegar og tilkynnti að siminn væri úr lagi og var mér tilkynnt með það sama að þvi miður væri ekkert hægt að gera — hús- ráðendur væru ekki heima og ég mátti gjöra svo vel að biða i þrjár vikur eftir að fá sima. Þetta er nú ekki aðalástæöa bréfe mins — heldur það hvern- ig frá tengingu simans var gengið —þegarhann loksins var tengdur. T byrjun ágúst settu þeir linu inn i húsið til bráðabirgða. Hún var sett inn um glugga og látin hanga með veggnum. Það var borað I gegnum vegginn og ég þurfti að rifa veggfóður svo þeir kæmus-t að dósinni. Að utan var linan negld með þakskegginu, eins og ekki hefði mátt komast að þessari bann- settu dós að utan. Eins og þetta væri nóg — nei, siðastliðna viku hefur siminn verið meira og minna sambandslaus. Ég hringdi i Póst og sima og kvart- aði —- rétt einu sinni — og það komu menn — sama dag og Bjarnleifur tók myndina. Ég hélt i einfeldni minni að eitthvað raunhæft yrði gert. Ó, nei, aldeilis ekki! Þeir settusverari linu — að öðru leyti situr allt við það sama, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir til að fá þessu breytt. Enginn veit hvernig snúa beri sér I þessu. Þokkalegt eða hitt þó heldur. Mér hefur einna helzt skilizt að einhver togstreita hafi komið uppmilli loftlinudeildar og jarð- strengjadeildar, þannig virðist enginn vita hver eigi að gera hvað — hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir, eða var það öfugt? Eins og áður sagði hef ég margoft hringt og tvisvar hef ég farið til að reyna að fá leiðrétt- ingu mála minna. Eina svarið sem ég hef hingað til fengið var: við samhryggjumst þér innilega en þvi miður...!!!!!! Og enginn virðist vita hvert ég á að snúa mér — hvað þá ég!” Eins og sjá má af myndinni er frágangur Pósts og slma ekki til neinnar fyrirmyndar — eða hvaö finnst ykkur, lesendur góöir? DB-mynd, Bjarnleifur. ---------------------------- - ^ Glsli Sigurösson nemi: „Áramót- in eru miklu skemmtilegri. Mér finnst gaman að skjóta upp rakettum og svo er sjónvarpið lika skemmtilegt það kvöld.” Spurning dagsins Hvort finnst þér skemmtilegra á jólum eða um áramót? Jón Hafsteinsson: „Ég hlakka meira til áramótanna þótt jólin séu nú góð lika. Þá fær maður svo góðan mat.” k Andri Þorsteinsson: „Aramótum. Ég hef unnið að þvi að gera brennu svo lengi og við ætlum að kveikja Ihenni kl. 8 það kvöld. Þá verður gaman.’ Ingólfur Þórsteinsson: „Aramót eru yfirleitt skemmtilegri, þó er ég ekki með þvi að segja að ég sé vaxinn upp úr jólunum. Það er bara meira að gerast um áramót.” Borgþór Sveinsson: ,.Það er svo gaman á gamlárskvöld. Þá getur maður skotið upp rakettum og kannski sprengt kinverja, en það er nú bannað svo ég held að litið verði um það nú.” Hilmar Hilmarsson: „Aramótin eru tvimælalaust skemmtilegri þó jólin séu nú góð, —með góðum mat o.s.frv.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.