Dagblaðið - 20.12.1975, Síða 5

Dagblaðið - 20.12.1975, Síða 5
Hœðaklifurkeppni í Klettafjöllunum sem endar í 4500 metra hœð yfir sjó A þessum árstima sezt mal- þikshúð á framrúður og þurrkublöð bilanna. Nagla- dekkjum er þar aðallega um kennt. Til að losna timabundið við þennan ófögnuð er gott að þvo bæði rúður og þurrkublöð upp úr fitulausri steinoliu „white sprit” og þar á eftir úr salmiaki eða spiritus blönduð- um rúðuhreinsilegi. Um leið skaltu strjúka af fram- og aft- urljósum bilsins. Tekur 5-10 min. L Dagblaðið. Laugardagur 20. desember 1975. RÁÐ í TÍMA TEKIN Kappaksturinn upp í skýin HEMLARNIR í ÓLAGI HJÁ BRETUM (OG VÍÐAR) Fyrirtækið Girling Ltd. i Bretlandi gerði nýlega könnun á ástandi hemla bda þar i landi. Könnunin leiddi i ljós, að 44% af 470 bllum höfðu gallaða hemla. I einu tilviki fór hemlarör i sund- ur við venjulegt álag vegna tær- ingar. Að viðbættum þessum 44% þurftu 9% fljótlega viðgerð- ar við. Nær þriðjungur þessara bila voru yngri en 2ja ára, sem sýnir að viðhaidi á nýlegum bil- um er áfátt og þá að likindum vegna ofmats eigenda á vissum tegundum, en staðreyndin er sú, að allir bilar þurfa viðhald og hirðu frá byrjun. Gordon Wain- wright hjá Girling Ltd. komst að þeirri niðurstöðu að mjög vantaði á að menn héldu við öryggistækjum bila sinna og sagði það vera óraunhæfan og hættulegan sparnað að trassa slikt viðhald. Oft eru felguboltar eða rær svo föst að þú beygir jafnvel felgulykilinn áður en losnar, þegar þú þarft að skipta um hjólbarða. t sumum tilvikum eru boltarnir eða ræmar óeðli- lega mikið hert, en oftast er ryði eða óhreinindum á skrúfu ganginum um aðkenna. Hafðu smurfeiti við höndina þegar þú skiptir um hjólbarða og settu þunna húð af feitinni á skrúfuganginn þá áttu ekki i neinum vandræðum næst. Þú getur jafnvel gert þetta á næsta hjólbarðaverkstæði og þá við öll hjólin um leið. Tek- ur þig u.þ.b. 20 min. Ef hljóðið i viðtækinu I biln- um þinum er ekki nógu hreint getur ástæðan verið lélegt samband frá loftnetsstöng- inni. Skrúfaðu stöngina af pússaðu sambönd og snerti- fleti með finuni sandpappir og þvoðu siðan allt saman upp úr volgu sápuvatni áður en þú setur saman. Þetta tekur þig ekki meira en 15 min. ef þú hefur það sem -til þarf við höndina. Stöðvunarlengd 51 m á 60 km. hraða á klst. Það var i júli árið 1806 að hr. Jefferson þáverandi forseti Bandarikjanna sendi útleiðang- ur til að kanna slétturnar miklu og þann hluta Klettafjallanna sem að þeim liggur. Leiðang- ursstjóri var liðþjálfinn Zebulon Montgomery Pike. Eftir að hafa kannað slétturnar leizt honum að klifa fjall eitt mikið og hrika- legt sem rak fót sinn út i slétt- una og var sem honum fyndist það horfa ögrandi niður á sig. Pike, sem var flestum svaðil- förum vanur, hóf nú göngu sina á fjallið en eftir fjölmargar árangurslausar tilraunir gafst hann upp fyrir tindinum sem þrátt fyrir allt var nefndur i höf- uð honum og kallaðist upp frá þvi Pike’s Peak, eða Pikestind- ur. Hæð hans er 14110 fet (4581 m) yfir sjávarmáli. Hann gaf forseta skýrslu um að fjall þetta væri gersamlega ókleift og var svo látið standa að sinni. Ekki óraði hann fyrir þvi að Pikes- tindur ætti eftir að verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður i allri N-Ameriku, en sú varð þó raunin á. Arið 1890 var vesaldarlegur kérruvegur lagður alla leiðina upp á tindinn með ærinni fyrir- höfn og sagt var að svitadropar verkamannanna hefðu verið fleiri en sandkornin. Þegar veg- urinn hafði verið lagður fór fljótt að bera á þvi að menn á hinum frumlegustu farartækj- um gjóuðu augum sinum upp til tindsins, en mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð að vilja sigrast á erfiðleikunum þörfum- eða óþörfum og vissulega var erfiðleikum bundið að aka vél- knúnum farartækjum þeirra tima upp á Pikestind. Menn reyndu svo sem, en alltaf fór eitthvað úrskeiðis og ekki batn- aðiþað þegar þeir sem eitthvað komust áleiðis ætluðu niður, þvi þá héldu hemlarnir ekki og bók- staflega brunnu upp og ferðin endaði þá að sjálfsögðu með ósköpum. Arið 1901 varð þvi merkisár i hæðarklifursögu tindins þegar bill einn gufuknú- inn trónaði þar hóstandi og illa haldinn. Ferðin upp tók 10 klst. en hvað hann var lengi niður, er gieymt og grafið. Fyrsta hæðar- klifur-keppnin á Pikestind var haldin 12. ágúst 1916 i tilefni opnunar á nýjum vegi upp á tindinn og var sá vegur mun betri og byggður af Spencer nokkrum Penrose, hann gaf ein- mitt fyrstu verðlaunin i keppn- inni sem voru 2000 dalir og 60 punda enskur silfurbikar, Pen- rose bikarinn sem enn er fyrstu verðlaun i þessari heimsfrægu keppni. Fyrsti sigurvegarinn var Rea Lentz, hann ók Romano 8 Speciai. Hæðaklifur þetta er alveg einstakt, það lengsta i heimi og lika það hættulegasta þó enginn hafi enn látið lif sitt fyrir verkið. Vegurinn er úr muldu graniti og tiltölulega mjúkur, hann er um 20 milna langur frá fjallsrótum og hinn Porche 914 sérsmiðaður Granitrykið þyrlast upp I krappri beygju. 14,110 II Vegurinn upp á Pikestind PIKES PEAK HILLCLIMB lega úr 11.425 fetum upp i 12.800 fet, kaflinn er kallaður Ws og likist helzt skrift eftir snarbrjál- aðan linurita, séð úr lofti. Að Ws loknum er vegurinn ekki svo ægilegur, en þá taka lögmál náttúrunnar við þvi þegar nálg- ast 14.000 fetin er súrefnið orðið i minna lagi fyrir ökumann og tæki, farartækið missir kraft og fljótlega sýður á vatnskældu bil- unum, menn fá jafnvel fyrstu einkenni köfnunarveiki vegna snöggs þrýstingsmunar og minnkandi súrefnis. Vættir Piketinds eiga það lika til að gera ökumönnum erfitt fyrir og gramt i geði, þvi ekki fá þeir ósjaldan á sig blindbyli eða svartaþoku, svo vart sér handa skil, þegar ofarlpga er komið og þáereinsgottaðreyna að halda sig fjarri vegbrúnunum, þvi viða erfallið mörg þúsund fet til beggja hliða. Aður var hæðar- klifur á Pikestind árleg keppni heimam. þar i Colarado, en fljótlega fóru fréttir að berast, og þá einkum af fjölskyldu einni er nafnið Unser bar. Árið 1916 fóru Unser bræðurnir Joe, Jerry og Louie á vélhjólum upp bratt- ann og Louie var fyrstur þeirra til að fá nafn sitt á Penrcse bik- arinn þegar hann sigraði á Stutz á 16 min. 28 sek. Kappakstrar og bilasport er fjölskyldunni i blóð borið, siðast sigur Louie Unser var árið 1953 er hann setti enn eitt metið, en 1956 sigraði Bobby sonur Jerrys og næst bróðir hans Jerry jr. Bobby hefur unn- ið kappaksturinn til skýjanna 12 sinnum, það var hann sem setti metið 11 min. 54,9 sek. á „Sprint” árið 1968. Bobby hefur tvisvar unnið Indianapolis 500 kappaksturinn og er spáð áframhaldandi sigr- um. Margir frægir kappakst- ursmenn hafa spennt boga sina að tindinum og sigrað, eins og t.d. Parnelli Jones, Mario And- retti, Ak Miller o.fl. Allt frá þvi að byrjað var að keppa i fjall- inu, hafa aðalflokkarnir verið 3, þ.e. fjöldaframleiddir bilar, sérbyggöir bilar Sprit, Stock o.fl. og vélhjól. Menn hafa komið þarna með sérbyggða bila sem þeir hafa unnið að i bil- skúrum heima hjá sér og unnið sigra, aðrir hafa brætt úr og brotið, farið sneyptir heim en ákveðnir að koma aftur að ári þvi Pikestindur heillar. Fyr- ir áhorfendur er það ægispenn- andi sjón að sjá vélhjólin keppa, þar er keppt i tveim stærðar- flokkum, á hjólum yfir 250 rs og 250rs og undir. Hvorki meira né minna en 80 keppendur eru ræstir i einu og það er trylltur darraðardans þegar hjólin krafsa sig i þvögu á brattann. Leikvöllur djöfulsins er eini staðurinn á fjallinu, þar sem hægt er að leggja nokkur hundr- uð bilum i einu, þar er þvi tjald- an til einnar nætur nóttina fyrir keppnina og að öllu jöfnu gista þar um 10.000 manns, en það er lika eina nóttin sem leyft er að tjalda á Pikestindi, enda er þá glatt á hjalla á Leikvelli djöfuls- ins og segja sumir að það sé eina nóttin sem staðurinn beri nafn með rentu. Keppendur og fylgdarlið þeirra hafa þó verið i eina viku við Kristalsvik, þvi 5 dögum fyrir keppnina hefjast æfingar sem standa i 3 daga, hæfnispróf með útilokunarað- ferðinni standa svo yfir næstu 2 daga. Það er þvi talsvert um að vera, þarsem eru 80 biiar og 160 vélhjói. Árla morguns á keppnisdegi leggur fyrsti bill á brattann, það er lögreglan sjálf og hún ek- ur fjálglega og sýnilegt að hér er um vanan ökumann að ræða, sá næsti er mælibiilinn sem kannar hvort stikur og ann- að er á réttum stað, hann lötrast upp og áhorfendum finnst sú ferð aldrei ætla að taka enda þvi næstu biiar keppa um stórar fjárfúlgur. Keppnin er skyndi- lega komin i algleyming, það vælir og hvin i tryllitækjunum ogsvo virðistsem þau hreinlega öskri sig upp é tindinn. Svo fell- ur allt i dúnalogn, það er mi.ð degisbil, keppnin búin og aftur friður tign og ró yfir Pikestindi. er með 10 i hraðann i km/klst. og útkoman siðan margfölduð með sjálfri sér, kemur heml.vegal. út i metrum. Dæmi: a. 40 km/klst — 40:10 = 4x4 = 16 m. b. 60:10 = 6x6 = 36 m. Viðbr.vegal. + heml. vegal. = STÖÐVUNARVEGALENGD Dæmi a. er þá 26 m og dæmi b. er 51 m. Vegalengdirnar miðast við þurran malarveg en þegar að- stæðurnar á malbikuðum vegum eru þannig, að ising eða þykkt snjóalag er yfir, hlýtur stöðvunarvegalengd að vera svipuð eða meiri. Gult ljós eftir grænt á stöðu- vita táknar stöðvun og þar sem 60 km/klst. er leyfður er ekki óliklegt að þú verðir að „hreinsa” gatnamótin eins og það er kallað. almenni ökumaður greiðir toll fyrir akstur um hann en fyrstu 7 1/2 mflurnar eru malbikaðar og þvi ekki notaðar i keppninni. Keppnin hefst neðarlega i fjallinu þar sem heitir Cristal- Creek eða Kristalsvlk fyrir ofan Colorado Springs og 4708 ft. (1528 m) fyrir neðan toppinn, 12,42 milur og 156 borgarst jóra- beygjum frá markinu. Fyrstu 2 milurnar frá Kristalsvik eru nokkurn veginn láréttar og snurðulausar en eftir þann leið- arspotta eru krappar beygjur og brattar brekkur allsráðandi. Á fyrri leiðarhelmingi eru tré- bjálkar meðfram vegbrúnum og „aðeins” nokkur hundruð fet niður snarbrattann beggja megin og er þvi sleppir, kemur að hrikalegasta kaflanum, þ.e. 3 milum áður en kemur að Glen Cove eða Dalvlk, allt upp að De- vils Playground, Leikvelli djöfulsins. A þeim hluta sem er um 3 1/2 milur fer hæðin skyndi- AK Miller á Sprint FINISH J ■- CLIN COVE 11,12511 Viðbragðsvegal.: Ef deilt er með 4 i hraðann i km/klst„ kemur út viðbr.vegal. i metrum. Dæmi:: a. 40 km/klst. — 40:4= 10 m, b. 60 km/klst. — 60:4 = 15 m. Hemlunarvegalengd: Ef deilt

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.