Dagblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Laugardagur 20. desember 1975.
11
IASADAYANA?
[VI H J|, M ■f ,, - ■ 8§fpf| m i\ V
■SAf-J
8 V V ! I ’JÉCíJ
W •£ ■ m fl' f í8
Tasaday-fólkið i helli sinum: fallegt, hugrakkt og stælt.
Það var ekki einu sinni — nema
undir sérstökum kringumstæðum
—-frumstætt. Það hefur engin trú-
arbrögð, enga fjandsamlega siði,
enga töfralækna, engan leiðtoga,
ekkert sérstakt skipulag.
Tasadayarnir eru mjög einfald-
lega hópur fólks, einkvænisfjöl-
skyldan, sem deilir öllu með sér,
mat, verkfærum og félagsskap.
Likamlegt ástand þeirra var
gott. Tasadayarnir eru fallegir og
hugrakkir — eins og nærri má
geta um fólk sem biður eftir þvi i
EÐLI HANS
Þá erum við komin að þvi allra
helgasta, sáttmálsörkinni —
eignarréttinum. Um hann skal
ekki karpað hér, þvi hann er eldri
en Grágás og Jónsbók auk allra
hugdetta, sem sérréttindamenn
okkar finna stað. Þrátt fyrir heil-
lagleikann sýnist óvirtum mönn-
um hann dáli'tið afstæður. Þar til
má nefna, að stela má á finan
máta öllum aurum, sem fátækir
menn eiga i bönkum, þvi rikir
menn eru það vitrir, að þeir
geyma ekki peninga sina á glám-
bekk, fyrir þá finnast ákjósan-
legri staðir. Svona er þetta i ótal
tilfellum og talið rétt samkvæmt
„ritúalinu”. Þeirsem semja lögin
á hverjum tima eiga þau að vissu
marki og hafa varnagla til að
vernda sina menn, svo framar-
lega að þeir séu ekki staðnir að
manndrápi. Jafnvel þó svo væri,
eru til launhelgar, sem geta leyst
menn likt og páfinn. öllu slfku
fleygir óðfluga fram. Eignarrétt-
ur má kannski i mörgum tilfellum
teljast til þess réttar að skulda
svo mikið, að af þvi megi lifa vel
og heiðarlega. Slikt er lika orðið
auðvelt, siðan vissum aðilum eru
réttir á silfurdiski nýtizku togar-
ar án allra skilyrða, sem siðan er
lagt með eftir óskum þessara ný-
tizku eigenda.
Nú er lika komin upp sú refia
hér á landi, sem enginn brosir að
ogallir virðastásáttir um. Hún er
sú að allir vilja eignast fiskiskip
til að tapa á, svo þeir geti lifað, og
þá helzt skuttogara, þvi þar er
tapið meira og skapar meiri „lúx-
us”. Fyrir þessu eru réttar for-
sendur, þvi' það er engu verra að
lifa af svona tapi en gróða og
kannski vonast allir eftir að kom-
ast i svona aðstöðu. Bara að okk-
ar elskulegi Rikissjóður gæti tap-
að svo miklu að hann yrði
skuldlaus. I einu skuldugu sveit-
arfélagi kom sú tillaga fram á
fundi, að hreppurinn tæki svo
stórt lán, að hann yrði skuldlaus.
Það var hlegið að þessu og talið
öfugmæli, en minnir þetta ekki á
takmark, sem nú er viðast keppt
að i okkar þjóðfélagi?
Við skulum nú vikja að hinum
ijóðflutninga,
koma skal oghverjum er ætlað að
borga brúsann. — rikinu i heild,
öllum almenningi i landinu en þó
fyrst og fremst auðvitað þeim
sem búa á Stór-Reykjavikur-
svæðinu, samkvæmt venju.
Stofna skal nýtt „ráð”, sérstakt
Flutningsráð rikisstofnana sem
annist heildarskipulagningu og
yfirumsjón með flutningi stofn-
ana ogdeilda frá höfuðborginni út
á landsbyggðina og á þetta ráð að
vera skipað sjö mönnum, kosnum
af alþingi.
Nefndin leggur til að sérstakur
gaumur verði gefinn að þvi að
starfsfólk þessara stofnana, sem
flytja skal, verði ekki fyrir þung-
um efnahagslegum „búsifjum”,
eins og það er nefnt, vegna flutn-
ings stofnana og þvi gert auðvelt
að „yfirstiga aðra erfiðleika”sem
kunna að verða samfara flutningi
út á land.
í þessu efni bendir nefndin á
átta atriði sem m.a. fela i sér
eftirfarandi: að gefa starfsfólki
umhugsunarfrest frá 6 mán. til
tveggja ára, — að efna til kynnis-
ferða til nýrra heimkynna, — að
veita starfsfólki ferðastyrk svo að
það geti að kostnaðarlausu fylgt
stofnuninni, — að veita fyrir-
Geir R. Andersen
greiðslu vegna húsnæðis sem
verði jafngott eða betra en hús-
næði gamla staðarins, — að i
ákveðinn tima eftir flutning fái
starfsfólk ferðastyrki til að heim-
sækja fjölskyldur og vini á gamia
staðnum (góðu gömlu Reykja-
vik), —- að taka tillit til sérstakra
ofvæni að sjá þyrlu þegar það hef-
ur ekki einu sinni séð svin — gam-
ansamt, gáfað, viðkvæmt og
nærri vandræðalega vingjarnlegt
og ástrikt gagnvart hinum nýju
vinum sinum. 1 stuttu máli sagt:
þeir voru eins og við öll imyndum
okkur sjálf laus við þau flóknu
vandamál sem fylgja okkar tim-
um.
Spurningin sem blasir við er:
Hvað gerist nú? Það bezta væri
að sjálfsögðu að Tasadayarnir
fengju að halda áfram að lifa og
starfa að eigin málum i frum-
skóginum. Það versta er ekki
langt undan: Timburfyrirtækin
hafa þegar fellt stóra hluta af
þessum sama skógi og hefðu
örugglega haldið áfram og út-
rýmt Tasadayunum á sama hátt
ogsvomörgum öðrum ættbálkum
Indiána og annarra frumbyggja
hefur verið útrýni.t, ef Dafal hefði
ekki látið umheiminn vita af til-
veru þeirra 1971. í skóginum eru
einnig landnemar af Villta vest-
urs-taginu og þeir, ásamt venju-
legum bandittum og gjörspilltum
embættismönnum, hafa sannfært
sig um að Tasadayarnir séu ekki
annað en skrælingjahópur sem
ekki eigi annað skilið en að verða
þurrkaður út — svo þeir sjálfir
geti ráðið skóginum.
önnur hetja bókar Nances —
fyrir utan Tasadayana sjálfa — er
undarlegur maður, Manuel
Elizalde að nafni. Hann er eins-
konar Sál, sem varð að Páli, vell-
auðugur og litur enn út fyrir að
vera spillti glaumgosinn sem
hann var áður fyrr. Elizalde setti
á laggirnar stofnun, sem hann
kallar PANAMIN (Private Asso-
ciation for National Minorities)
og er ætlað að vernda ýmis þjóð-
arbrot á Filipseyjum frá óvinum
þeirra.
Hann tók þátt i fyrsta fundinum
með Tasadayunum og skipulagði
þá sem fóru á eftir. Hann sigr-
aðist með naumindum á innrás
raunverulegra banditta sem
komust allt að rótum fjallsins
sem er heimili Tasadayanna.
Honum tókst að lokum að fá
Ferdinand Marcos, forseta
Filipseyja, til að lýsa þann hluta
skógarins friðland. Elizalde á sér
ekki. marga aðdáendur og færri
eru þeir sem bera traust til hans.
Margir landa hans gruna hann
um að „notfæra” sér Tasadayana
i pólitiskum tilgangi. En ættbálk-
ar frumbyggjanna elska hann og
Tasadayarnir lita á hann sem
eins konar guð. Nance, höfundur
bókarinnar, ræðir um manngerð-
ina Elizalde i smáatriðum og áð-
ur en lesandinn veit af er hann
orðinn jafndýrlegur og Tasaday-
arnir sjálfir.
Utan Filipseyja eru einnig
mörg ljón á vegi hamingju þess-
ara steinaldarmanna tuttugustu
aldarinnar: sjónvarpsfrétta-
menn, blaðamenn, kvikmynda-
fyrirtæki, ljósmyndarar, stjórn-
málamenn i upphafningarleit og
sé ekki vel að gætt — jafnvel vis-
indamennirnir. Bandariskur sál-
fræðingur vildi gera tilraun með
að ala eitt af börnum Tasaday-
anna upp með venjulegri fjöl-
skyldu i Bandarikjunum.
Liklega verður ómögulegt að
vernda lifshætti Tasadayanna frá
umheiminum. Einn þeirra er
kviðslitinn: á að flytja hann á
sjúkrahus til lækninga áður en
kviðslitið ágerist? Tasadayarnir
hafa hrifizt af hrisgrjónum og
steiktu svinakjöti. Með hnifunum,
bogunum og gildrunum, sem
Dafal kenndi þeim að nota, veiða
þeir nú meira sér til matar en
þeir komast yfir að innbyrða.
Þeir borða betur en þeir gerðu
en þeir eru einnig hungraðri og
svo kann að fara að þeir vilji leita
lengra út fyrir heimkynni sín en
þeir hafa gert til þessa. Karl-
mennirnir i ættbálknum eru mun
fleiri en konurnar, sérstaklega i
hópi barnanna. Verða,karlmenn-
irnir að leita sér kvenna fyrir ut-
an hópinn eða verða konur „flutt-
ar inn”, eins og þegar hefur gerzt
i einu tilfelli?
Kjallarinn
Halldór Pjetursson
helga eignarrétti. Það virðist svo,
að blessaðir bændurnir eigi allt
hálendið og hafa þeir með þvi far-
ið langt fram úr hinum konung-
bomu forfeðrum sinum. Sjáist ær
miga á jökulrönd, sannar hún
eignarrétt. Árnar eiga þeir frá
upptökum til ósa og öil veiðivötn á
hálendinu. Þetta byggist á þvi, að
þarna hafa gripir þeirra gengið
um aldir, urið landið upp og gert
það foksælt. Athugum nú þessi
rolluréttindi bænda og þeirra,
sem i kaupstöðum búa. Eigi
kaupstaðarbúi kind, hest, kú eða
hund, má hann búast við stórút-
iátum og jafnvel dauða sinum,
þvi þarna er gengið að með fing-
urinn á gikknum. Haldið þið, að
það sé skepnumunur! Bændur
heimta, að rikið græði upp gripa-
spjöll þeirra, auðvitað þeim að
kostnaðarlausu og.rikið segir já.
Bændamenning, enda skaffa þeir
okkurkjöt, smjör og mysu fyrir
sáralitið verð. Ár og lækir i einka-
eign valda oft tugmilljóna tjóni á
landi og mannvirkjum. Allt slikt
verður almenningur að greiða,
eiganda varðar ekki um annað en
hlunnindin.
Hér skal ekki rætt um afnám
eignarréttar, en sumir eru svo af-
lóga i hugsunarhætti, að þeim
finnst, að landið sjálft ætti að eigá
þær auðtindir, sem almenning
varðar mestu. Þar til má nefna
vatnsafl, jarðvarma, námur og
margt fleira, sern vinna þarf i
stórum stil alþjóð til hagsbóta.
Sjálfsagt er að greiða jarðeig-
anda vel fyrir slíkt, ef um nytja-
land er að ræða, sem hann hefur
lagt i kostnað við og hefur nytjar
af. Hins vegar finnst mér það
heyra undir heilaskemmdir, þeg-
ar eigendur hrauna og lands, sem
er nytjalaust og einhver eignast
af hendingú án þess að leggja eyri
i, heimta kannski hundruð
milljóna fyrir. Þetta á bara að
rétta i hina útréttu hönd, jú eig-
andinn stritaði við að skrifa nafn
sitt undir. Blekið greiðir kaup-
andinn. Hér finnst mér fleira
þurfi að koma til. Eigi þessir
menn eldinn i iðrum jarðar, þá er
að heimta, að þeir beri ábyrgð á
honum, greiði öll þessi spjöll, sem
hann kann að valda. Þetta fé, sem
þeir heimta, standi i ábyrgð fyrir
þessu. Þetta er hliðstætt við. að
eigi ég hund, sem bitur fé eða
menn til óbóta, er ég skyldugur að
greiða allt eða húð komi fyrir.
Sé alþingi svo skipað, að það
vilji spila áfram þessa eignar-
réttar-lönguvitleysu, sem nefnd
hefur verið, verður að gripa til
annarra ráða. Setja verður lög
um, að allir sem telja sig eiga
hömlulaus réttindi á ám. vötnum,
vatnsafli, jarðvarma og afbeit á
landi, beri fulla ábyrgð á þessum
eignum, ef þær valda spjöllum.
setji þessar svokölluðu eignir sin-
ar að veði fyrir valdandi tjóni.
Meöan hinn hömlulausi eignar-
réttur er við lýði, verður að setja
honum viss takmörk.
'
— innanlands?
ástæðna einstakra starfsmanna,
vilji starfsmaður ekki flytjast
með stofnun sinni, og að sjá til
þess að flutningur raski ekki eða
valdi breytingum á lifsvenjum
starfsmanna.
Ætli þeir verði ekki nokkuð
margir einstakir starfsmennirnir
sem telja sig vera i hópi þeirra,
sem taka verði sérstakt tillit til
vegna sérstakra ástæðna — og
vilji ekki fiytjast með stofnun
sinni út á land, og vilja heldur fá
tilskildar bætur (i peningum
væntanlega).
En svo að öllu sé til skila haldið
má að visu til sanns vegar færa að
það er ekki með öllu fjarstæðu
kennt að gera könnun á þvi hvort
og þá með hvaða hætti einstaka
ríkisstofnanir væru betur stað-
settar annars staðar en i höfuð-
borginni. Það má t.d. ætla að
aöalskrifstofa Landsvirkjunar sé
eins vel sett á Selfossi og i
Reykjavik, sömuleiðis stofnanir
eins og Jarðboranir rikisins og
Jarðvarmaveitur rikisins, ásamt
Gufuborunum rikisins.
Það væri hins vegar fjarstæðu-
kennt að ætla að flytja svo
viðamikla stofnun sem Búnaðar-
félag Islands og tengdar stofnanir
upp i Borgarfjörð, eða Fisk-
vinnsluskólann til tsafjarðar-
svæðisins meðan eitt stærsta og
mikilvægasta fiskvinnslusvæðið
er á suðvestursvæði landsins, —
eða verkfræðideild Háskólans til
Akureyrar! — eins og lagt er til.
Allt þetta brambolt með til-
færslu rikisstofnana, sem lagt er
til i nefndarálitinu, myndi auka
ríkisútgjöld stórlega og sá kostn-
aður, sem af þvi myndi leiða, er
meiri en svo að þjóðin megi við
þvi eins og nú er komið.
Vegna þess að Reykjavik er
höfuðborg landsins, staðsett á
einhverju bezta landssvæði sem
hugsazt getur með tilliti til
aðdrátta og dreifikerfi þaðan til-
tölulega greiðfært, hvort sem er á
landi, sjó eða i lofti, hlýtur hún að
verða sá miðdepill sem lands-
mönnum er hentugast að sækja til
vegna flestra þeirra þarfa og
þjónustugreina sem rikisstofnan-
ir annast.
Til Stór-Reykjavikursvæðisins
og þéttbýliskjarnanna á Suður- og
Suðvesturlandi hefur leiðin legið
siðustu áratugi vegna landgæða
og meiri afkomumöguleika þar
en annars staðar og tilflutningur
nokkurra skóla eða stofnanna
myndi þar engu um breyta. Jafn-
vel fólk, sem allan sinn búskap
hefur búið úti á landsbyggðinni og
greitt þar sina skatta og skyldur,
hefur lagt allt i sölurnar til þess
að flytjast „suður” til þess að
geta verið þar sfðustu æviárin, og
þiggur þá þjónustu sem skatt-
greiðendur þéttbýliskjarnans
hafa lagt grundvöllinn að.
Ekki veröur þvi trúað að sú
rikisstjórn, sem nú situr og var
valin i frjálsum kosningum af
meirihluta landsmanna, falli
fyrir þeirri gildru vinstri aflanna.
sem vilja ringulreiðina sem
mesta ilandinu, og sem glöggiega
er túlkuð i tillögunum um til-
færslu og tvistring rikisstofnana.
Hugleiðingar um hvort ekki
væri eðlilegra aðgera tillögurum
flutning landsmanna frá
afskekktum og óarðbærum lands-
hlutum til þéttbýlissvæöisins á
Suður- og Suðvesturlandi til þess
að mynda sterkari og heilsteypt-
ari þéttbýliskjarna en nú er, má
taka upp síðar, og slikar hug-
myndir eru þó öllu raunsærri og
þjóðhagslega hagkvæmari en þær
sem nefndin frá 1972 skilaöi f doð-
ranti á stærð við Simaskrána.