Dagblaðið - 05.01.1976, Side 9

Dagblaðið - 05.01.1976, Side 9
Dagblaðið. Mánudagur 5. janúar 1976. 9 Gengu á rúður í miðbœnum og brutu Helgin varð róleg i miðborg- inni. E*kki bar annað umtals- vert til tiðinda en að á laugar- dagsnóttina voru brotnar tvær rúður. Hér var um hrein skemmdarverk að ræða, þvi ekki var leitað inn fyrir rúð- urnar til þjófnaðar. Lögreglumenn á miðborg- arstöðinni höfðu hendur i hári skemmdarvarganna litlu eftir að verkin voru unnin. Voru þarna á ferð tveir nátthrafnar, nokkuð drukknir. Voru þetta ungir piltar 18 ára gamlir. Umferðin i miðborginni gekk snurðulaust fyrir sig. Tálmanir mynduðust á nokkr- um gatnamótum vegna skaf- rennings. Hvergi kom til ó- happa. —ASt. Erfið fœrð í Árbœjarhverfi og Breiðholti Færð i Árbæjarhverfi og i Breiðholti varð mjög erfið um helgina, aðallega þó á laugar- daginn. Höfðu lögreglumenn i Arbæjarstöð nokkurt amstur af og erfiði, en reyndu eftir mætti að hjálpa til og aðstoða og margir leituðu til lögregl- unnar. Margir minni bilar urðu fastir hér og þar og veitti lög- reglan mörgum aðstoð. Flest- ir sáu þó að betra var að skilja bilana eftir heima. Aðalleið- irnar i hverfinu urðu aldrei ó- færar með öllu, enda var þeim haldið opnum með snjóruðn- ingstækjum. Viða sköpuðust timabundnir erfiðleikar, en úr þeim rættist án teljandi ó- happa. —ASt. Enn kolt stríð flugmonna vegna stjórnarkjörs í FÍA Tveir Loftleiðamenn af 5 stjórnarmönnum mœta ekki á stjórnarfundum Allt situr við hið sama i mál- efnum stjórnar Félags isl. at- vinnuflugmanna frá þvi á sið- asta aðalfundi félagsins, sem haldinn var i byrjun desember. Þá töldu þeir flugmenn er hjá Loftleiðum starfa, að þeir væru rangindum beittir og tillögur þeirra vera hundsaðar. Tveir flugmenn, er hjá Loftleiðum starfa, voru kjörnir i stjórn fé- lagsins. Þeir hafa ekki mætt á stjórnarfundi frá þvi að þeir voru kosnir. Astæðan fyrir þeirri ákvörðun að mæta ekki er að sögn Loftleiðamannanna þær aðferðir sem á aðalfundi var beitt við stjórnarkjörið og þær ofbeldisaðgerðir sem þar voru hafðar i frammi. Dagblaðið ræddi við einn af flugmönnum Loftleiða um þessi mál. Hann kvað þá ákvörðun ó- breytta að þeir stjórnarmenn úr hópi Loftleiðamanna, sem kjörnir voru i stjórn, myndu ekki mæta á stjórnarfundum. Hann kvað alveg óljóst hvort annað félag yrði stofnað, en framkvæmd slikrar tillögu yrði engum félagsmanni FIA til góðs. Er til aðalfundar kom, kom i ljós að starfshópur Flugfélags tslands og starfshópur' Land- helgisgæzlunnar innan Fél. isl. atvinnuflugmanna höfðu mynd- að með sér samstarf varðandi framgang mála. Lá þá ljóst fyr- ir að þessir hópar myndu fá kjörna 3 menn i aðalstjórn en 2 yrðu kosnir úr hópi Loftleiða- manna. Hóparnir fengju siðan sinn hvorn manninn 1 vara- stjórn. Aðalfundurinn var mjög fjöl- sóttur og menn fóru með umboð annarra félagsmanna er voru forfallaðir vegna starfa sinna. Loftleiðamenn tilnefndu tvo menn til stjórnarstarfa og einn i varastjórn. Hinn hópurinn hlýddi ekki þessum tilnefning- um og kaus aðra Loftleiðamenn til áðurnefndra starfa. Þetta fannst Loftleiðamönnum vera að bita höfuðið af skömminni, og hafa ekki viljað taka þátt i stjórnarstörfum. Bæði Ft og Loftleiðir hafa lista yfir starfsaldur sinna flug- manna. Ekki hafa komið fram raddir um sameiningu þessara lista, enn sem komið er að minnsta kosti. Félögin hafa að miklu leyti aðskilinn rekstur þrátt fyrir sameininguna og enn hefur þvi ekki verið rætt um sameiningu listanna. —ASt BÍLAINNFLUTNINGUR ÞRIÐJUNGUR AF ÞVÍ SEM ÁÐUR VAR Bílainnflutningur á s.l. ári var ekki nema tæplea þriðjungur af þvi sem hann var árið þar á undan. Endanlegar tölur liggja enn ekki fyrir, en hins vegar liggja fyrir tölur um bilainn- flutning fyrstu 10 mánuði ársins og af þeim koma ofangreindar staðreyndir i ljós. Á fyrstu 10 mánuðum ársins 1975 var fluttur inn eftirtalinn fjöldi bifreiða. í svigum eru töl- ur yfir innflutning bifreiða á sama timabili árið á undan. Almenningsbifr Station-bifr. Aðrar fólksbifr. Jeppabifreiöar Sendibifreiöar Vörubifreiðar Aðrar bifreiðar 21 (34) 101 (325) 2149 (7569) 473 (1367) 95 (243) 120 (465) 40 (86) Alls eru þetta fyrstu 10 mán- uði ársins 2999 bilar móti 10089 sömu mánuði árið á undan. Ætla má að þessar tölur, sem teknar eru upp úr Hagtiðindum i nóvember 1975 segi ekki alveg rétt til um fjölda innfluttra bila og muni þar e.t.v. muna allt að 100 bifreiðum. En tölurnar gefa rétta hugmynd um hlutfallið milli ára. A öllu árinu 1974 voru fluttar inn 10633 bifreiðir. Arið 1973 var flutt inn 8051 bifreið. Geta má sér til um að heildarinnflutning- ur bifreiða allt árið 1975 sé milli 3400 og 3500. í ársbyrjun 1975 voru yfir 2000 bilar til á lager bifreiðainnflytj- enda hér á landi. Sá lager er til var þá er þvi aðalhluti allra þeirra bifreiða er seldur var hér á liðnu ári. —ASt. Leyfðu óskunum að rætast Þær veröa aö fá tækifæri - mörg og góö tækifæri. SÍBS- happdrættið býöur þau. Þar hækka vinning- arnir um 50 milljónir og veröa 201 milljón og 600 þúsund. Og aukavinningurinn er sannkallaö- ur óskabíll: Citroén CX 2000. Bifreiö, sem kom fyrst á markaö 1974, hönnuö til aö mæta kröf- Happdrætti um nútímans um öryggi, þægindi og sparneytni. Vinningarnir veröa 17500 talsins, frá 10 þúsund kr. upp í milljón. En kannski koma vinningar á 50 - 200 þúsund þægilegast á óvart. Hvaö finnst þér? Auknir möguleikarallra s * * A '>>*'**>* **í

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.